Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1975
Veður
eftir MARKIJS
Á. EINARSSON
Reglubundnar veðurathugan-
ir með eða án mælitækja eru
undirstaða veðurfræðinnar, og
til þess að full not verði af þeim
við veðurfarsútreikninga þurfa
þær að standa yfir í mörg ár,
eða helzt áratugi.
Ekki er ýkja langt síðan
veðurathuganir með mælitækj-
um hófust hérlendis. Munu
athuganir Nielsar Horrebow á
Bessastöðum frá 1. ágúst 1947
til 30. júlí 1751 vera elztar, en
niðurstöður þeirra birtust í riti
hans, „Tilforladelige Efterretn-
Stykkishólmur — elzta veðurstöð landsins.
r
Veðurathuganir á Islandi
inger om Island", sem gefið var
út í Kaupmannahöfn 1752.
Síðar, eða árin 1779—1805
dvaldist Rasmus Lievog við
stjörnumælingar og veður-
athuganir hér á landi, fyrsta
árið á Bessastöðum, en siðan á
Lambhúsum í Bessastaðatúni.
Enn seinna, eða í ársbyrjun
1823 hóf Jón Þorsteinsson land-
læknir veðurathuganir fyrir
danska Vísindafélagið, fyrst að
Nesi við Seltjörn, en síðar í
Reykjavík, og hélt hann þeim
áfram fram á efstu ár, en hann
lézt árið 1855. Lét Vísinda-
félagið árið 1839 prenta í einni
bók veðurathuganir hans fyrir
árin 1823—1837, og hefur Jón
Eyþórsson gert þeim athugun-
um nokkur skil.
Allir unnu ofangreindir
menn, svo og ýmsir aðrir áhuga-
menn, sem skráðu veðurlýs-
ingar, án þess að hafa mæli-
tæki, merkilegt brautryðjenda-
starf. Hins vegar er næsta víst,
að uppsetning og nákvæmni
þeirra mælitækja, sem notuö
voru, hafi á engan hátt staðizt
þær kröfur, sem síðar hafa
verið gerðar til slíkra mælinga.
Þáttaskil urðu í íslenzkri
veðurfarssögu 1 nóvember 1845,
en þá hófust fyrstu reglu-
bundnu veðurathuganir hér-
lendis, sem staðið hafa nær
óslitið síðan. Voru það veður-
athuganir í Stykkishólmi, sem
Arni Thorlacíus annaðist frá
upphafi til 1889, er sonur hans
tók við. Er Stykkishólmur af
þessum ástæðum talinn vera
elzta veðurstöð landsins.
Athuganir hafa reyndar verið
gerðar á ýmsum stöðum innan
þorpsins og staðsetning tækja
ekki ætíð verið með bezta móti.
Engu að síður eru mælingarnar
ómetanlegar heimildir, sem
gera kleift að rekja hitabreyt-
ingar á staönum frá ári til árs
óslitið í yfir 125 ár.
Danska veðurstofan (Det
Danske Meteorologiske
Institut) var stofnuð árið 1872.
Á miðju ári 1873 tók hún við
umsjón veðurathugana í
Stykkishólmi. Sama ár hófust
veðurathuganir við Berufjörð,
nánar tiltekið á Djúpavogi.
Voru athuganir gerðar þar til
1882, en þá fluttust þær að
Teigarhorni, sem er býli um 5
km innan við fjörðinn. Veður-
stöðin var þó nefnd Berufjörð-
ur til 1922, en hefur síðan heit-
ið Teigarhorn.
Báðar ofangreindar stöðvar,
Stykkishólmur og Berufjörður,
eru teknar með í hinni fyrstu
dönsku „Meteorologisk Aar-
bog“, fyrir árið 1873, sem
danska veðurstofan gaf út. Ar-
bókin kom siðan út árlega, og
birtust í 2. hluta hennar niður-
stöður veðurathugana á Islandi
allt til ársins 1919.
Af öðrum veðurstöðvum, sem
stofnaðar voru snemma og sem
starfað hafa nær óslitið síðan
má nefna Grímsey, Vestmanna-
eyjar, Reykjavik og Akureyri.
1 Grímsey hófust veður-
athuganir árið 1874. Mælingar
á loftþrýstingi fóru þó fram á
Akureyri frá upphafi og þar til
síðla árs 1918.
I Vestmannaeyjum hófust
veðurathuganir 1877. Voru þær
gerðar í kaupstaðnum til 1921,
en fluttust þá að Stórhöfða. Er
verulegur munur á veðurlagi
milli kaupstaðarins og Stór-
höfða, og er þvi að ýmsu leyti
réttmætt að telja, að ný veður-
stöð hafi verið stofnuð þar efra.
Áður var getið um athuganir
Jóns Þorsteinssonar landlæknis
í Reykjavík frá 1823 til um
1850. Síðar hófust veðurathug-
anir við Latínuskólann á vegum
danska Visindafélagsins
1871—1879, en í „Meteoro-
logisk Aarbog“ er fyrst getið
um veðurathuganir í Reykjavík
í maí 1880. Eftir það voru
athuganir gerðar á mismunandi
stöðum í bænum. Þó voru þær á
Vifilsstöóum árin 1911—1919.
Árið 1920 tók nýstofnuð veður-
fræðideild Löggildingarstof-
unnar við athugunum og síðan
Veðurstofa Islands.
Á Akureyri hófust veður-
athuganir árið 1881. Fyrstu
töflur birtust i „Meteorologisk
Aarbog“ fyrir árið 1882. Lengi
vel voru nær eingöngu gerðar
þar hitamælingar, og úrkomu-
mælingar hófust ekki fyrr en
1927.
Fjöldi veðurstöðva var
nokkuð breytilegur meóan
danska veðurstofan annaðist
athuganir á Islandi. Sumar
stöðvar, sem stofnaðar voru,
störfuðu aðeins í skamman
tíma, aðrar lengi, og þær stöðv-
ar, sem að framan var getið
hafa starfað nær óslitið frá
upphafi. Árið 1874 voru þrjár
veðurstöðvar á Islandi, árið
1881 voru þær 18, árið 1891 21,
en flestar urðu þær 22 árin
1888—1890. Arin 1901 og 1911
voru stöðvarnar 17.
Stofndagur Veðurstofu Is-
lands er talinn vera 1. janúar
1920. Þá tóku Islendingar við
umsjón veðurathugana f land-
inu, og var það verkefni falið
sérstakri deild í Löggildingar-
stofunni, veðurfræðideild, en
forstöðumaður hennar og síðar
fyrsti veðurstofustjóri varð Dr.
Þorkell Þorkelsson. Frá 1.
janúar 1925 var Löggildingar-
stofan lögð niður sem sérstök
stofnun og veðurfræðideildin
breyttist í Veðurstofu Islands,
en lög um hana voru síðan sam-
þykkt 15. júní 1926 og endur-
skoðuð árið 1958.
Frá stofnun Veðurstofunnar
hefur veðurstöðvum fjölgað
mikið, en ekki hefur sú þróun
ætið verið jafn ör. Árið 1920
voru veðurstöðvar 19 talsins, en
þegar árið 1925 hafði sú tala
hækkað í 36 stöðvar. Verulegt
stökk varð 1931, er stöðvum
fjölgaði um 10 upp f 48, en það
ár hófu nokkrir vitaverðir
athuganir. Eftir það urðu
breytingar hægfara um langt
skeið, en þó voru stöðvar orðn-
ar 66 árið 1955. Næstu 10 ár þar
á eftir fjölgaði stöðvum í 118,
einkum vegna fjölgunar úr-
komustöðva, sem á þeim tfma
fjölgaói úr 6 í 37. Frá 1966
hefur fjöldi stöðva verið á bil-
inu 120—130.
Veðurstöðvar Veðurstof-
unnar skiptast í aðalatriðum f
þrjá flokka, veðurskeytastöðv-
ar, veðurfarsstöðvar og úr-
komustöðvar. Á veðurskeyta-
stöðvum eru gerðar veður-
athuganir 4—8 sinnum á sólar-
hring, og eru veðurskeyti send
jafnóðum til Veðurstofunnar,
auk þess sem athuganir eru
færðar í veðurbók, sem send er
skömmu eftir hver mánaðamót.
Allmörg íslenzk skip senda
einnig veðurskeyti. Á veður-
farsstöðvum eru athuganir
gerðar þrisvar á dag og
skýrslur sendar mánaðarlega.
Á úrkomustöðvum er úrkomu-
magn mælt kl. 9 að morgni og
skráð í skýrslu, sem send er
mánaðarlega.
Árið 1971 voru alls 127 veður-
stöðvar á landinu á vegum
Veðurstofunnar, þar af voru 40
veðurskeytastöðvar og 38
veðurfarsstöðvar, en úrkomu-
stöðvar voru 42. Á 9 stöðum
voru gerðar sólskinsmælingar
og á 7 stöðum sérstakar bú-
veðurfræðimælingar. Sólgeisl-
unarmælingar voru í Reykjavík
og á Hveravöllum. Á Kefla-
víkurflugvelli er svo eina há-
loftsathugunarstöð landsins.
Um flokkun myntar
Myntsafnarafélag Islands var
stofnað I Reykjavík 19. janúar
1969. Eitt af fyrstu verkum
stjórnarinnar var að gefa út
prentaðan viðskiptalista. Á fyrstu
síðu þess lista er að finna upp-
lýsingar um erlend orð og tákn í
sambandi við ásigkomulag
myntar. Mun ég hér styðjast við
þessar skýringar. þvi þær eru
ágætar. Þó ber þess að geta, að
ekki þurfa allir myntsafnarar endi-
lega að vera sammála um hvernig
á að flokka hvern pening. Víst er
um það, að hverjum þykir sinn
fugl fagur, þegar eigandinn er
einn af þeim, sem er að flokka. En
svona hljóðar sem sagt flokkunin
á viðskiptalista nr. 1 frá 1969:
PROOF: Spegilgljáandi mynt,
þar sem bæði stansar og efni
myntarinnar er slípað fyrir slátt.
Mest notað fyrir sérslegna
safnaramynt. Oft er hluti stans-
anna sandblásinn og verður þá sá
hluti af myntinni mattur og er það
gert til fegurðarauka. Ágætt dæmi
er sérunna sláttan frá Seðla-
bankanum á siðastliðnu ári, þjóð-
hátíðarmyntin, þar sem einmitt
hluti stansanna var sandblásinn
og komu myndirnar á peningunum
þannig sérlega vel fram.
0 UNC. Uncirculated. Ógengið
eintak — (F.D.C.)
01 EF. Extremely fine. Nær
ónotað eintak.
1 + VF. Very fine. Mjög litið notað
og gott eintak.
1 F. Fine Allmikið notað, en sæmi-
legt eintak.
1 6 VG. Very good. Mikið notað
og slitið eintak.
2 G. Good. Slæmt, flatslitið ein-
tak.
Það er hverjum reyndum mynt-
safnara keppikefli, að eignast alla
sína peninga í flokki 0---ógengin
eintök. Ef hann fær þá ekki svo
góða, lætur hann sér nægja lakari
flokk, þangað til hann hefir komist
yfir pening, sem er flokki ofar. Og
þannig er streðið endalaust. til að
fá sem fullkomnust eintök. Ekki
veit ég til þess. að hér á landi sé
til eitt einasta safn í flokki 0. Ekki
á Seðlabankinn það, en þar er að
finna ágætt safn. Ekki er það til á
Þjóðminjasafninu, og engan
safnara þekki ég, sem á svo gott
safn, að allir peningarnir hans séu
í flokki 0. Á hinn bóginn eru til
nokkur mjög góð söfn. Söfn þar
sem flestir peninganna eru annað
hvort i flokki 01 eða 1+. Þessi
flokkun er, að sjálfsögðu aðallega
þegar um kórónumynt er að ræða.
Lýðveldismyntin er hjá mörgum í
01 eða 0, sérstaklega þegar um
mynt seinustu 10 ára er að ræða.
Þar sem ég hér að framan hefi
sagt, að ekki sé til eitt einasta
safn, sem ég veit um, að minnsta
kosti, í flokki 0, á ég við safn. þar
sem í eru allir peningar, sem út
hafa komið á fslandi frá 1922 til
1974. Hluti safnsins, nýjustu
peningarnir eru að sjálfsögðu í
flokki 0, bara ekki hinir elztu. Það
er nú líka svo að ekki þurfa allir
peningar að vera eins útlítandi
þótt þeir séu í sama flokki. Til
dæmis má flokka ógengna mynt í
úrvalsmynt (F.D.C.), þar sem
myntbjarminn er skærari, en þessi
mynt flokkast eftir sem áður i
flokk 0, nema um enn nánari
flokkun sé að ræða en hér að ofan
greinir, en það er sjaldgæft.
„íslenzkar myntir 1975" nota ei-
litið aðra flokkun en hér er nefnd.
Þar er flokkað i 3 flokka það, sem
hér er flokkað i 4, þ.e. 0, 01, 1 +
og 1. Getið er um 2 flokka til
viðbótar, en þeir ekki verðskráðir,
þar sem talið er, réttilega, vafa-
samt að safna þeim peningum
sem í þá flokka færu, nema til
uppfyllingar, meðan aðrir og betri
peningar fást ekki. Það, sem i
„íslenzkar myntir 1975" er talin
söfnunarhæf mynt, er sem sagt
flokkað i fyrsta, annan og þriðja
flokk, og á blaðsíðu 4 er getið um
það hvernig þannig skuli flokkað.
Hvort flokkun þessi er betri eða
verri en sú, sem ég hefi sagt frá
hér að ofan, og mest er notuð af
myntsöfnurum, skal ég ekki
dæma um. Það má sjálfsagt venj-
ast hvorri sem er. Ágætt dæmi um
mynt í flokki 0 eru árgangssett
Seðlabankans, en þau hafa verið
gefin út með mynt áranna 1970,
1971, 1973 og 1974, en eru nú
því miður öll seld, nema settið frá
1974. Þeir, sem raða þessum
eftir RAGNAR
BORG
peningum i hólfin i plasthylkinu,
nota hanska til að setja ekki
fingraför á peningana. Peningar,
sem hafa slegist illa saman við
aðra i myntpokunum og rispast,
komast ekki i þessi p'asthylki þvi
reynt er að velja fallegustu
peningana eingöngu. Er þannig
fullvist, að þarna eru peningar,
sem i framtiðinni hækka verulega
í verði og verða því verðmætari,
sem þeir leggja fleiri ár að baki. Ég
þarf ekki að fjölyrða mikið um það
hve miklu verðmætari mynt i
flokki 0 er en mynt i flokki 1 t.d.
Sú sem er í 0 getur verið 10 til 20
sinnum verðmeiri en sú, sem lend-
ir i flokki 1. Þarna getur því skipt
verulegum upphæðum ef um
sjaldgæfa og verðmæta peninga
er að ræða. Má ég svo rétt enn
einu sinni koma að þvi, að það
hækkar ekki pening i gæðaflokki
að fægja hann eða pússa og fegra
með fægilegi eða öðrum hreinsi-
efnum. Öðru nær. Það rýrir bara
verðgildið, gerir hann tortryggileg-
an og jafnvel verðlausan. Hand-
sápa; eða vöðla peningum upp úr
handsápu milli fingranna er það
eina, sem kannski má — oq varla
það.
Önnur er sú flokkun til, sem
flokkar sjaldgæfa eða einstaka
peninga. Hinn þekkti danski mynt-
fræðingur Johan Chr. Holm nefnir
eftirfarandi flokkun um fágæti
myntar i bók sinni „De gamle
mönter":
UNICUM (eða UNIK) = aðeins
vitað um 1 eintak
RRR = aðeins 2 eða 3 eintök
þekkt
RR = þekkt 4 til 6 eintök
R = þekkt 7 til 10 eintök
Þessi flokkun er afar þröng og
er frá þeim tima, er myntsafnarar
Framhald á bls. 23