Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
3
Frystihúsið á Vopna-
firði stopp vegna bil-
unarinnar í Brettingi
Sjálfboöaliði frá Rauða krossinum afhendir gamla manninum matinn í dyrunum hjá honum. Friðrik A.
Friðriksson, deildarstjóri hjá RK, fylgist með þessari fyrstu matarafhendingu.
Með mat til gamla fólksins
# Á öskudag hóf Rauði krossinn í Reykjavík nýja þjónustustarfsemi, þ.e. að gefa
öldruðum borgurum í Reykjavík, sem búa einir, kost á heitri máltíð fyrir þaó verð,
sem efnið í matinn kostar. Byrjað er í 3 stórum husum, þar sem margir aldraðir
búa. Rauði krossinn leggur til matargerðina og sjálfboðaliðsvinnu. Hér á myndun-
um er komið með matinn á Austurhrún 6 til beirra fyrstu.
Alþýðubandalagið stóð að
þremur gengislækkunum
Vopnafirði 12. feb.
SKUTTOGARI Vopnfirðinga
Brettingur hefur nú verið frá
veiðum síðan fyrir áramðt vegna
véiabilana. Að sögn Sigurjóns
Þorbergssonar forstjóra Tanga
hf., sem er útgerðarfélag togar-
ans, varð fyrst vart við járnsvarf í
smurolfu 1 desember s.l. Varð það
til þess að vélar togarans voru
athugaðar nánar. Kom þá í ljós,
að um alvarlegan samsetningar-
galla var að ræða. Gert er ráð
fyrir að viðgerð verði lokið um
næstu mánaðamót, en þá hefur
togarinn verið frá veiðum í u.þ.b.
2 mánuði.
Engin vinna hefur verið í frysti-
húsinu á Vopnafirði frá því togar-
inn hætti veiðum, þar sem Brett-
ingur er eina skipið sem landar
afla sinum í fyrstihúsið á þessum
árstíma, enda hefur verið um
nokkurt atvinnuleysi að ræða á
Vopnafirði frá áramótum. Aætlað
tap útgerðarfélagsins vegna tafa
frá veiðum er um 20 milljónir ef
miðað er við sömu mánuði ársins
Vitni vantar
að ákeyrslum
í Hafnarfirði
RANNSÖKNARLÖGREGLAN í
Hafnarfirði hefur beðið Mbl. að
lýsa eftir vitnum að tveimur
ákeyrslum þar í bæ.
í fyrra tilfellinu var s.l. þriðju-
dag, 11. febrúar, ekið á bifreiðina
G-8591, sem er Morris Marina,
græn að lit, þar sem hún stóð á
bifreiðastæði við Strandgötu,
gegnt bæjarskrifstofunum. Gerð-
ist þetta á tímabilinu 11—14. Bif-
reiðin er dælduð í hægra aftur-
horni, ofan við afturljós. I beygl-
unni mátti sjá gula málningu.
Miðvikudaginn 12. febrúar var
ekið á bifreiðina Y-5063, sem er
rauð Austin mini, þar sem hún
stóð á Suðurgötu í Hafnarfirði,
gegnt St. Jósefsspítalanum. Gerð-
ist þetta á tímabilinu frá kl. 12 til
14. Vinstri hurð er mikið dælduð.
Það eru tilmæli rannsóknarlög-
reglunnar í Hafnarfirði, að þeir
sem einhverjar upplýsingar geta
gefið um þessar ákeyrslur hafi
sem fyrst samband við lögregluna
í síma 51566.
Ekið á bifreiðar
MIÐVIKUDAGINN 12. febrúar
s.l. var ekið á tvær bifreiðar og
vantar rannsóknarlögregluna
nauðsynlega upplýsingar um
þessar ákeyrslur. A timabilinu 22
kvöldið áður til 15,30 á miðviku-
daginn var ekið á bifreiðina G-
1589, sem er ljósblár Volkswagen,
þar sem hún stóó við Stórholt 28.
Vinstra afturbretti hennar var
mikið dældað. Þá var ekið á bif-
reiðina R-41883, sem er Mazda 818
grængul að lit, þar sem hún stóð í
stæði bak við Laugaveg 178.
Farangursgeymslulok var dældað
og rifið. Þeir, sem kunna að geta
gefið einhverjar upplýsingar um
þetta eru beðnir að hringja til
rannsóknarlögreglunnar síma
21100.
Vitni vantar
VITNI vantar að árekstri, sem
varð á Kringlumýrarbraut á móts
við Nesti klukkan rúmlega 8 að
morgni 4. febrúar s.l. Þar lenti
Saab-bifreið aftan á Bronco-
jeppa. Steypubifreið átti leið
þarna um og er talið, að ökumað-
ur hennar hafi séó áreksturinn.
Er hann beðinn að hafa samband
við rannsóknarlögregluna sem
fyrst svo og önnur vitni ef ein-
hver eru.
1974. Þó telur Sigurjón, að út-
gerðarfélagið sé tryggt gagnvart
þeim göllum sem fram hafa kom-
ið i vélinni. Mjög erfiólega hefur
gengið að afla varahluta og má
sem dæmi nefna, að einn hlutur-
inn sem þeir gátu fengið í Evrópu
var sá eini sem þar var á boóstól-
um.
Bræðsla í síldarbræðslunni á
Vopnafirði hefur gengið mjög
vel og eru brædd rúmlega 400
tonn á sólarhring. Búið er að
bræða um 4500 tonn, en alls hafa
borist á land um 10.500 tonn.
— Gunnlaugur.
1 framhaldi af þessari frétt frá
Vopnafirði hafði Mbl. samband
við þá Einar Steindórsson og Jóa-
kim Pálsson sem standa fyrir út-
gerð og frystihúsarekstri i Hnífs-
dal, en þaðan er togarinn Páll
Pálsson, sem einnig er frá veiðum
vegna sams konar galla í vél og í
Brettingi. Þeir voru sammála um,
að það hefði mjög slæmar afleið-
ingar að missa skipið frá veiðum
þvi ekki væru önnur skip gerð út
á fiskveiðar frá Hnífsdal. Til að
ekki þurfi að koma til stöðvunar
frystihússins, hefur verið keyptur
fiskur til vinnslu frá Súðavik og
Isafirði. Sagði Einar, að fyrír vel-
vilja manna á þessum stöðum
hefði fengist nægur fiskur til að
Framhald á bls. 22
Söguleg sýning
um stöðu
konunnar á
Norðurlöndum?
A 23. þingi Norðurlandaráðs
verður til umræðu tillaga um,
að Norðurlandaráð efni til
sögulegrar sýningar um þróun
stöóu konunnar á Norðurlönd-
um. Efnt verði til sýningarinn-
ar i tilefni Kvennaárs
Sameinuðu þjóðanna.
Samkvæmt tillögunni er gert
ráð fyrir því, að unnt verði að
flytja sýninguna milli landa.
Gert er ráð fyrir, að sýningin
verði einnig höfð utan Norður-
landa.
Tillagan er flutt af
Ragnhildi Helgadóttur,
lslandi, Elsi Hetemaki og
Tellervo M. Koivisto, Finn-
landi, Sven Mellquist og Anna-
Greta Skantz, Svíþjóð.
Félagsmálanefnd Norður-
landaráðs mun fjalla um tillög-
una á fundi sinum i Reykjavík
og leggja álit sitt fyrir ráðið.
Frá íslandsdeild Norðurlanda-
ráós
Halkion seld-
ur til Noregs
BUIÐ er að selja vélskipið
Halkion frá Vestmannaeyjum til
Maalöy I Noregi og verður bátur-
inn afhentur þann 15. apríl n.k.
Ástæðan fyrir þvi að Halkion er
seldur til Noregs mun vera sú, að
útgerð skipsins er að hætta og að í
Noregi fékkst mun hærra verð
fyrir skipið en hægt var að fá á
Islandi, auk þess sem útborgun er
þar miklu hærri.
Halkion var byggður í A-
Þýzkalandi árið 1965 og er 264
lestir að stærð og var í eigu
Halkion h.f. í Reykjavík. Alla tið
hefur það verið mikið happaskip
og meðal annars hefur þaó bjarg-
að sjómönnum, sem lent hafa í
lífsháska. Eitt sinn strandaói
skipið á Landeyjarsandi en náðist
strax á flot.
Morgunblaðinu er kunnugt um
að fleiri aðilar hafa áhuga á að
selja skip sín úr landi, bæði þar
sem þeir hafa áhuga á að fá sér
stærri skip ellegar að útgerðirnar
eru að hætta.
ÞINGMENN Alþýðubandalagsins
hafa lýst yfir andstöðu við þá
ákvörðun rlkisstjórnarinnar að
mæta efnahagserfiðleikunum
með lækkun á gengi krónunnar. I
þessu sambandi er rétt að minna
á, að á þriggja ára valdaferli
vinstri st jórnarinnar stóð Alþýðu-
bandalagið að þremur umfangs-
miklum gengisfellingum við
lausn aðsteðjandi efnahagsvanda.
Á siðasta ári stóð þingflokkur
Alþýðubandalagsins með beinum
og óbeinum hætti að hart nær
40% lækkun á gengi íslensku
krónunnar.
1 desember 1972 riðaði vinstri
stjórnin til falls vegna átaka, sem
þá áttu sér stað um aðgerðir í
efnahagsmálum. Svonefnd val-
kostanefnd hafði þá bent á þrjár
kunnar leiðir til lausnar vandan-
um: 1 fyrsta lagi niðurfærsluleið,
i öðru lagi millifærsluleið og í
þriðja lagi uppfærsluleið eða
gengislækkun. Niðurstaðan var
sú, að ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins svo og allir þingmenn
flokksins stóðu að ákvörðun rikis
stjórnarinnar um 10,7% lækkun á
gengi íslensku krónunnar.
A siðasta ári greip vinstri
stjórnin til þess ráðs að láta gengi
krónunnar fljóta eða síga eins og
það var kallað. Ráóherrar Alþýðu-
bandalagsins og þingmenn flokks-
ins stóðu einarðlega með ákvörð-
un rikisstjórnarinnar um þetta
efni og gerðu ekki ágreining þar
um. Þegar upp var staðið hafði
Alþýðubandalagið átt þátt í að
fella. gengi krónunnar um 20%
með þessum hætti.
Þó að vinstri stjórnin hefði
þannig fellt gengi krónunnar um
20% á fyrri hluta ársins 1974, var
ljóst sl. sumar, að gengi krónunn-
ar var enn fallið. Meðan vinstri
stjórnin sát enn við völd sl. haust
og viðræður fóru fram um endur-
skipulagningu hennar vildi
Alþýðubandalagið standa að ann-
arri gengislækkun það ár.
Alþýðubandalagið lagði þá til, að
gengi krónunnar yrði fellt um
15% til viðbótar þeirri 20%
TVÆR AF þremur þýskum kvik-
myndum, sem félagið Germanía
ætlar að sýna á næstunni,
„Mazurka" og „Maskerade", urðu
ákaflega vinsælar hér á landi,
eins og annars staðar, á árunum
eftir 1930. Myndir þessar þóttu
taka öðrum fram og eru enn þann
dag í dag i flokki bestu mynda,
þótt ekki séu þær á breiðtjaldi.
Mazurka verður sýnd i Nýja bíó
n.k. laugardag (15. febrúar) kl. 2
e.h. Pola Negri leikur aðalhlut-
verkið, en leikstjórnin er i hönd-
um Willy Forst, hinum mikla
töframanni þýskra kvikmynda
hér áður fyrr. Mazurka er byggð á
sönnum atburði, manndrápi í
leikhúsi og tilheyrandi ástaharm-
leik, árið 1930, og lagið sem leikið
er og sungið í myndinni var á
allra vörum á sinum tima.
1 myndinni „Maskerade" leikur
Adolf Wohlbrúde aðalhlutverkið
á móti Paulu Wessely, sem einnig
gengisfellingu, sem það hafði áð-
ur staðið að.
Gengi krónunnar féll þannig
um tæp 40% á síðasta ári. Ráð-
herrar Alþýðubandalagsins tóku
þannig ákvörðun um 20% gengis-
sig og lýstu fylgi við þá gengis-
lækkun, sem formlega var ákveð-
in, þegar núverandi rikisstjórn
tók við völdum, en áður hafði
Lúðvík Jósepsson viðskiptaráð-
herra og Seðlabankinn stöðvað
gjaldeyrisviðskipti.
var mjög fræg á sínum tima.
Söguþráðurinn i Maskerade er
eins og í Mazurka bæði spennandi
sem og ágætlega settur á svið,
enda báðar myndirnar einhverjar
hinar minnisstæðustu frá besta
skeiði þýskrar kvikmyndagerðar.
Maskerade verður sýnd i Nýja bió
laugardaginn 22. febr.
Þriðja myndin verður sýnd á
vegum Germaníu laugardaginn 1.
mars. Hér er á hinn bóginn um að
ræða kvikmynd af nýrrí gerð
(eftir 1960), „Das Feuerschiff",
byggð á frægri skáldsögu eftir
Sigfried Lenz. Mynd þessi hefir
alls staðar hlotið frábæra dóma.
Germaníu hefir tekist að fá
hingaó þessar gömlu þýsku kvik-
myndir með ærinni fyrirhöfn.
Myndunum verður skilað strax
aftur og veröur þess vegna ekki
ha'gt að endursýna þær. Aðgang-
ur að sýningunum er ókeypis.
Frægar þýskar kvik-
myndir hjá Germaníu