Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 5

Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975 5 Einn hesturinn gæðir sér á fóðurbæti hjá Sigurborgu. I Skóla- fólk hjá Morgun blaðinu I Vel hugsað um hestana Atli Stefán Aðalsteinsson, Þingholtsskóla í Kópavogi, skrifar eftirfarandi grein: MIÐVIKUDAGINN 5. febrúar áttum við leið um Kópavog og notuðum þá tækifærió og litum viö hjá Hestamannafélaginu Gusti, sem hefur aðsetur sitt þar. Virtist okkur starfsemi félagsins standa með miklum blóma. Það hefur reist allmörg hesthús á svæði, sem er innar- lega í Kópavogi, nánar tiltekið i Fífuhvammi, og hefur þar rúmt og gott athafnasvæði. Þarna hittum við tvær konur, sem voru nýkomnar úr útreiða- túr og tókum þær tali smá- stund. Önnur konan, sem heitir Sigríður, sagói okkur að hún hefði alla tíð verið mikið fyrir hesta, enda uppalin austur i sveitum, en giftist hingað suður. Kvaðst hún vart geta hugsað sér að búa í Reykjavík án þess að komast af og til á hestbak. Snerum við þá máli okkar að Sigurborgu, sem er aðeins 16 ára gömui, en hefur samt fengið mikinn áhuga á hestum og hestamennsku. Sagðist hún eiga tvo hesta, sem hún keypti i sumar. Ennfremur á hún hlut í hesthúsi og hefur lagt í þetta allt sitt fé. Aöspurð sagði Sigurborg okkur að hestamennska væri vinsæl meðal unglinga i Kópa- vogi, og sagðist hún sjálf oft fara i útreiðatúra eftir skóla- tíma. Lögðum við nú leið okkar upp aó hesthúsunum, enda voru þær Sigriður og Sigurborg að fara að gefa hestunum. Sögðu þær okkur að þær fóór- uðu hestana aðallega á góðu heyi og fóðurbæti, enda sýndi það sig að hestarnir voru vel fóðraðir hjá þeim, spikfeitir og sællegir. Þurfti Sigurborg ekki annað en sýna þeim fötuna með fóðurbætinum til þess að þeir kæmu allir á harðaspretti. Örugglega er ævi þessara hesta ólíkt betri og ánægjulegri en þeirra, sem forðum voru seldir úr landi til ævilangs þrældóms í breskum kolanám- um, og sáu siðan ekki dagsins ljós framar. En þessum kafla í sögu islenska hestsins er nú lokið sem betur fer og kemur vonandi aldrei aftur. Sigriður I sólskinsskapi á gæð- ingi sínum Ljósm. Sv. Þ. OFT VAR ÞORF — EN NU ER NAUÐSYN LÁTIÐ EKKI HINN UMTALAÐA VTSÖI.rM ARKAD FRAM H.JÁ YDtTR FARA. HREINT ÓTRÚLEG KJÖR.° MIKIÐ VÖRUÚRVAL 50 70% afsláttur UpKARNABÆR I I + o I ■ irvt orl/o Aa ■ I ■ in ottrkn Utsölumarkaður Laugaveg 66

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.