Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 10
IEVROPU
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1975
★
THAILAND
GRIKKLAND
' SJÖTTI FLOTINN
FLOTADEILDIR f TYRKLAND ★
. ITALÍA*
FILIPSEYJAR *TA'WAN VESTUR
^nawa ^ SUÐUR KÓREA 1HObelGIa \
FLOTADEILDIRjl. bretla
KALANDUu SPÁNN
ILLAND , MAROKKÓ
BELGÍA * +ÍT
BRETLAND PORTÚGAL
ÍSLAND if
JAPAN
GUAM
BERMUDA
KANADA
★
" PUERTO RICO
★
★
GUANTANAMO j
★ Á
PANAMASVÆÐIÐ
Samdráttur í herstyrk
Ban darík janna erlendis
BANDARlSKA vikuritið U.S.
News & World Report birti ný-
lega grein um fjölda bandarískra
hermanna, sem staðsettir voru er-
lendis í árslok 1974, og kemur þar
í ljós að þeim hefur fækkað um 44
þúsund. Hafa þeir aldrei verið
færri frá því siðari heimsstyrjöld-
inni lauk. 1 árslok voru alls 518
þúsund bandarískir hermenn
staðsettir utan Bandaríkjanna, og
fer þeim enn fækkandí, að sögn
vikuritsins.
1 árslok 1940, ári áður en Japan-
ir gerðu árásina á Pearl Harbor
og Bandaríkin gerðust aðili að
seinni heimsstyrjöldinni, voru að-
eins 183 þúsund bandarískir her-
menn. staðsettir utan Bandaríkj-
anna, aðallega sjóliðar. Þegar svo
Vietnamstyrjöldin stóð sem hæst
árið 1968 komst fjöldi þessara
hermanna upp í 1,3 milljónir, en
hefur fækkað jafnt og þétt síðan.
Samkvæmt yfirliti bandaríska
vikuritsins var staðan um áramót-
in í stuttum dráttum þessi:
Vestur-Þýzkaland. 1 fjölmenn-
ustu hersveitunum erlendis — í
Vestur-Evrópu — varð nokkur
fækkun á árinu. Fjölgað var í
helztu stöðvunum, en öðrum lok-
að. Mest varð fækkunin hjá
bandaríska flughernum í Þýzka-
iandi.
Bretland. Ekki er búizt við að
ákvörðun brezku stjórnarinnar í
desember um að skera niður her-
styrkinn utan Evrópu hafi áhrif á
fjölda bandarískra hermanna.
Flestir þeirra eru staðsettir við
fimm flugstöðvar í Bretlandi.
Italfa. í samræmi við þá stefnu
að efla bardagahæfni hersins er
fækka allskonar aðstoðar- og
skrifstofustörfum, hefur 600
manna fallhlífasveit verið stað-
sett í Cicenza á Norður-ltalíu.
Kom sveitin frá Vestur-
Þýzkalandi, og er uppistaðan I
þeirri fjölgun, sem varð á Italfu.
Spánn. Gildi herstöðvaréttinda
hér hefur rýrnað vegna þeirrar
stefnu spænskra yfirvalda að tak-
marka notkun þeirra, og vegna
meira flugþols nútíma sprengju-
og flutningaflugvéla. Flotastöðin
í Rota, sem er miðstöð fyrir kaf-
báta búna eldflaugum, er hins
vegar talin svo mikilvæg að utan-
ríkisráðuneytið hefur þegar tekið
upp viðræður um endurnýjun á
samningnum um aðstöðuréttindi
þar, sem ekki rennur út fyrr en í
september. Þrátt fyrir vaxandi
ósamlyndi í utanríkismálum er
búizt við að Spánn undirriti nýja
samninga, og einnig að þeir samn-
ingar verði Bandaríkjunum dýrir.
Grikkland. Herstjórnin vonar
að nýja gríska stjórnin verði sam-
vinnuþýðari en sú fyrri nú að
kosningum loknum. Flotinn hef-
ur lengi haft hug á að fá aðstöðu
fyrir flugmóðurskip og fleiri her-
skip f grískri höfn. Langvarandi
dráttur grísku herstjórnarinnar á
afgreiðslu málsins leiddi til fækk-
unar þeirra starfsmanna flotans,
sem fyrir voru.
tsland. Kröfur íslenzku
stjórnarinnar um að Islendingar
yfirtaki ýms störf hermanna við
flotastöðina leiða væntanlega til
smávegis, en stöðugrar fækkunar
bandarískra hermanna. Sam-
steypustjórnin hefur látið af fyrri
kröfum um algera lokun Kefla-
víkurstöðvarinnar. Flugvélar og
ratsjárstöðvar, sem staðsettar eru
hjá þessari eyþjóð, fylgjast með
ferðum sovézkra kafbáta og flug-
véla til og frá Norður-Atlantshafi.
Portúgal. Búizt er við að nýr
samningur verði gerður fljótlega
um áframhaldandi afnot Banda-
rikjanna af Lajes flugstöðinni á
Azoreyjum. Þessi hernaðarlega
mikilvæga flugstöð á miðju
Atlantshafi reyndist mjög nauð-
synleg fyrir loftflutningana
miklu á vopnum frá Bandaríkjun-
um til Israels í styrjöld Araba og
Israels 1973. Portúgal hefur farið
fram á efnahagsaðstoð að launum
fyrir endurnýjun samninganna,
sem runnu út í febrúar í fyrra.
Japan. Þótt lítil breyting hafi
orðið á heildarfjöldanum, hafa
bandarískar hersveitir í Japan og
á Okinawa verið fluttar til og
stöðvunum fækkað í samræmi við
óskir Japana um að ekki verði
óþarflega mikið landsvæði notað
fyrir stöðvarnar. Nokkrar sveitir
úr flughernum voru á árinu flutt-
ar frá Japan til Okinawa og
Filipseyja.
Thailand. Mikil fækkun herafl-
ans hér er í samræmi við þann
samdrátt sem orðið hefur frá þvf
Bandarfkin voru enn að gera loft-
árásir á Suðaustur-Asíu. Fyrir
nokkrum mánuðum var Takhli-
flugstöðinni, sem notuð hafði ver-
ið fyrir risastórar B-52 sprengju-
þotur til loftárása skilað aftur í
hendur thailenzkra yfirvalda. Á
Ubon stöðinni, sem einnig var
notuð í lothernaðinum, eru nú
aðeins örfáir bandarískir her-
menn. Sveitir búnar A-7, F-105 og
F-4 orustuþotum, B-52 sprengju-
þotum og KC-135 flutningavélum
hafa ýmist verið sendar heim til
Bandaríkjanna, eða þeim komið
fyrir á Filipseyjum og Okinawa.
Suður-Vietnam. Eitt sinn var
hér rúmlega hálf milljón banda-
rískra hermanna, en nú eru að-
eins örfáir eftir. Af rúmlega 200
manna liði þar eru 50, sem eru á
vegum varnarmálafulltrúa banda-
ríska sendiráðsins, 14 sem starfa
á vegum fjögurra þjóða hermála-
nefndar, sem skipuð var í sam-
ræmi við ákvæði vopnahléssamn-
ingsins, og 156 manna sveit land-
gönguliða, sem eiga að gæta
öryggis bandarfskra borgara.
Guam. Um skeið höfðu Banda-
rfkjamenn rúmlea 200 B-52
sprengjuþotur, sem notaðar voru
til loftárása í Suðaustur-Asíu, og
höfðu flestar þeirra bækistöð á
Guam. Stöðvun loftárásanna hef-
ur leitt til þess að þoturnar og
starfsliðið hefur smám saman ver-
ið flutt heim til Bandaríkjanna.
Puerto Rico. Síðasta meirihátt-
ar stöð bandarfska flughersins,
Ramey flugstöðin, hefur verið af-
hent flugher Puerto Rico.
Sprengjuþotur, flutningavélar og
starfslið bandaríska hersins var
þvf mest flutt til flugvalla í
Bandaríkjunum.
Kanada. Flugstöðin f Goose Bay
á Labrador var aðallega notuð
fyrir flutningaflugvélar af gerð-
inni KC-135, er fluttu öðrum her-
flugvélum á flugi yfir Atlantshafi
eldsneyti. Var Goose Bay stöðinni
skilað aftur til kanadiska hersins.
Einnig var um samdrátt að ræða í
öðrum stöðvum Bandaríkjanna í
Kanada með eflingu helztu stöðv-
anna, en aðrar voru lagðar niður.
Auk landanna, sem skráð eru á
meðfylgjandi töflum hafa Banda-
rfkin um þúsund manna sveitir í
Ástralíu, Grænlandi og íran, og
um 250 manna sveitir í 12 löndum
öðrum, þar á meðal Barbados og
Brasilíu.
Brezka eyjan Diego Garcia á
miðju Indlandshafi er eitt þeirra
örfáu svæða, þar sem bandaríski
herinn er að færa út kvíarnar.
Fyrirhugað er að auk fjarskipta-
stöðvar flotans, sem þar er nú,
verði komið þar upp aðstöðu fyrir
flotadeild Bandaríkjanna á Ind-
landshafi. Einnig er fyrirhugað
að koma upp aðstöðu fyrir
sprengjuþotur og herskip á
Tinian eyju, sem er ein af
Mariana-eyjunum á Kyrrahafi, fá-
ist samþykki fbúanna og banda-
ríska þingsins.
Talsmenn bandarískra varnar-
mála staðhæfa þó að haldið verði
áfram þeirri stefnu, sem ríkt hef-
ur undanfarin sex ár, að draga úr
herstyrk Bandarfkjanna erlendis
allsstaðar þar sem unnt er. Bend-
ir allt til þess að haldið verði
áfram á þeirri braut, sem valin
var að loknum afskiptum í
Vietnam, það er að senda vina-
þjóðum vopn og efnahagsaðstoð,
en ekki hermenn.
(Lauslega þýtt úr U.S, News &
World Report)
Á vcrði f Kóreu. Um 40 þúsund bandarfskir hermenn gæta enn Bandarfskar flugvélar á Spáni. Samningar standa nú yfir um
vopnahlésins 24 árum eftir að kommúnistar réðust inn f Suður- áframhaldandi afnot af flota- og flugstöðvum á Spáni og Azor-
Kóreu. eyjum.