Morgunblaðið - 14.02.1975, Page 11

Morgunblaðið - 14.02.1975, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975 11 Umræður á Alþingi um gengislækkun: Allir viðurkenna vandann — en úrlausnir ágreiningsefni FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um ráð- stafanir vegna breyttrar skráningar ís- lenzku krónunnar var til 1. umræðu í neðri deild Alþingis í fyrrakvöld. Stóðu umræður um það frá kl. 9 síðdegis og rúman klukkutíma fram yfir miðnætti, allharðar og heitar á köflum. Að lokum var frumvarpinu vísað til nefndar og 2. umræðu. Framsaga forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar, er birt í heild á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Að öðru leyti verða umræðurnar raktar lauslega og efnislega hér á eftir. Gylfi Þ. Gísla- son taldi rétt að gerð hefði verið | úttekt á stöðu atvinnuveg- anna, en það þyrfti líka að gera úttekt á tekjuskipting- unni í þjóðfélag- inu til þess að sjá, hverjir gætu borið byrðar og hverjir ekki. Ríkisstjórnin hefði vanrækt þetta. Hún hefði gert ráðstafanir í efnahagsmálum si. sumar, en þær hefðu verið bráðabirgðaráðstafanir. Nú væri aftur rokið til og gengið lækkað að nýju. í sjálfu sér mætti láta það vera, því að gengisfelling gæti verið nauðsynleg, ef hún væri þáttur í heildarlausn. Sfðan benti þingmaðurinn á, að útvegsmenn teldu þessa gengis- lækkun ekki fullnægjandi. Þess vegna lægi það f loftinu, að til viðbótar þessari gengisfellingu kæmu uppbætur, og til þess að standa undir þeim þyrfti aukna skatta. Þetta væri versta heildar- Iausn sem til væri. Samkrull væri það versta, sem gert væri við slfkar aðstæður. Hann óttaðist, að rfkisstjórnin væri á þeirri leið. Ekki örlaði á þvf, sem hlyti þó að vera undanfari allra aðgerða og það væri allsherjarsparnaður. Þá minnti þingmaðurinn á orð Jónasar H. Haralz, þar sem hann hefði varað við því að gera sitt lítið af hverju og lagt áherzlu á að tekið yrði á vandanum í heild. Gylfi sagðist ennfremur viður- kenna fúslega, að ekki væri mögu- leiki á allsherjarkjarabótum fyrir launþega eins og ástandið væri nú í fslenzkum efnahagsmálum. Við það ættu stjórnvöld að miða sínar ráðstafanir. En það þýddi ekki að unnt væri að horfa aðgerðalaust á kjararýrnun þeirra lægstlaunuðu. Hann minnti á tilboð verkalýðs- samtakanna skattalækkun, hús- næðismál og endurskoðun á lág- launabótum. Rfkisstjórnin hefði enn sem komið væri aðeins ljáð máls á 3ja atriðinu. Hafin væri keðja ráðstafana, án samráðs við launþegasamtökin. Hann sagðist að lokum vilja sjá efnahagsdæmið allt, áður en hann kvæði upp endanlegan dóm yfir því. Mörg, samverkandi ráð þyrftu til að koma, ef leysa ætti efnahagsvand- ann. Forsenda alls, sem bera ætti árangur, væri þó sparnaður, og aftur sparnaður, ekki aðeins hjá almenningi, heldur ekki síður hjá ríkinu, sveitarfélögum, stofn unum og fyrirtækjum. Lúðvfk Jósepsson (K) sagði nú 5 mánuði og 10 daga sfðan ríkis- stjórnin hefði lækkað gengið sfðast (um 17%). Frá 1. janúar 1974 hefði verðsveifl- an á fslenzku krónunni næmi 76,5% þegar allt væri talið, gengissigið og gengis- lækkanir. Hann sagði gengis- lækkun leiða af gengislækkun og margt benti til, að skammt yrði f þá næstu. Lúðvík sagði ríkisstjórnina hafa forsómað samstarfstilboð stjórnarandstöðuflokka. Aðeins einn stuttur fundur hefði verið haldinn með stjórnarandstöð- unni. Sama máli gegndi um sam- starfstilboð Alþýðusambandsins, sem lftið hefði verið sinnt. Lúðvfk sagði Alþýðubandalagið andvígt þessari gengislækkun og teldi hana rangláta. Lúðvík sagði heildarverðmæti útflutningsins, mælt í gjaldeyri, hafa verið meira á sl. ári en nokkru sinni fyrr. Vandinn staf- aði (tæming gjaldeyrissjóðsins) af óhófseyðslu, sem hamla hefði átt og mátt gegn. Stöðva ætti inn- flutning á bifreiðum, t.d. f sex mánuði. Setja ætti háan innflutn- ingstoll á tiltekna vöruflokka, sem nýta mætti til niðurgreiðslu á brýnustu nauðsynjum. Skatt- leggja ætti ferðagjaldeyri. Taka ætti upp á ný bindifjármagn inn- flytjenda. 1 hailadæmi Þjóðhagsstofnunar á útgerðinni væri reiknað með 2900 milljóna afskriftum. Miðað við aðstæður væri eðlilegt að reikna með 1350 m. kr. afskrift- um. Vextir útgerðarinnar ætti að lækka. Minnka mætti greiðslur útgerðar f olfuniðurgreiðslusjóð og stofnfjársjóð. Þannig mætti hækka fiskverð og bæta hag út- gerðarinnar. Verðjöfnunasjóð fiskiðnaðar ætti að taka með í dæmið. — Ef framangreindar ráð- stafanir dygðu ekki til hefði mátt lækka gengið um eitthvert smá- ræði. Lúðvfk sagðist taka tölulegum samanburði Þjóðhagstofnunar með varúð. Dæmi stofnunarinnar frá í september í haust hefði reynzt rangt. Dæmi hennar við gerð fjárlagafrumvarps hefði reynzt rangt. Eftir væri að sjá, hvort svo reyndist nú. Karvel Pálmason (SFV) sagði að einum þing- manni Fram- sóknarflokks- ins, sem hann hefði rætt við f gær, hefði verið ókunnugt um ráðstafanir stjórnarinnar. Það voru ráð- herrar flokks- ins, sem feréíinni réðu. SFV hefðu lagt til, strax í vinstri viðræóum, að færa ætti niðurfærsluleið, koma á skyldu- sparnaði, skattleggja gróða af fasteignasölu, verðtryggja sparifé og fjárskuldbindingar o.fl. Sam- tökin vildu fara stöðvunar- og nið- urfærsluleið. Hann sagði aðsteðj- andi efnahagsvanda ekki verða leystan nema í samráði við verka- lýðshreyfinguna. Ferill ríkisstjórnarinnar væri: 17% gengilækkun, 2% hækkun söluskatts, verðjöfnunargjald á raforku, bensínskattar, ráðstafan- ir f sjávarútvegi, er rýrt hefði kjör sjómanna, og nú loks aftur ný gengislækkun, sem væri olía á eldinn. „Ég býst við annarri slíkri innan 3ja mánaða." sagði Karvel. Pétur Sigurðsson (S) sagði: Fyrri gengislækkun þessarar ríkis- stjórnar var arfleifð fyrri stjórnar. Sú, sem nú er ráð- gerð, er til að máeta versn- andi viðskipta- kjörum, hækk- andi verði inn- fluttrar vöru, lækkandi verði útflutningsafurða okkar. Pétur sagðist til skamms tima ekki hafa haft trú á leið gengislækkunar út úr þessum Vanda. En úttekt Þjóðhagsstofn- unar á stærð og eðli vandans hefði fært sér heim sanninn um, að fara yrði gengislækkunarleið að hluta. En að sínu mati þyrfti fleira til að koma, fara þyrfti blandaða leið, ef árangur ætti að nást. Gagnrýndi Pétur harðlega fyrirkomulag f vátryggingum og olíuniðurgreiðslu til útgerðar. Hann talaði og um óhjákvæmi- legar hliðarráðstafanir til að mæta vanda hinna verst stöddu: láglaunafólks, öryrkja og aldr- aðra. Þá væri nauðsynlegt að koma til móts við sjömannastétt- ina með eðiilegum hætti og viðun- andi tilboðum. Þeir þyrftu hins- AIÞInGI vegar eftir að gefa, sem hagnað hefðu af gengislækkun. Fyrir- sjáanleg búvöruverðshækkun mætti ekki koma öll út í verðlag- ið. Sighvatur Björgvinsson (A) talaði um óðaverðbólgu og upplausn í stjórnarherbúð- um, hnefahögg í andlit stjórn- arandstöðu og launþegasam- taka. Ríkis- stjórnin hyggi nú f sama kné- runn, að þeim verst settu í þjóðfélaginu. Markmið hennar væri: „skera, skera hausa, hausa ..“ Skera ætti á blóðæðar al- mennings. Afkoma útgerðar á Vestfjörðum væri ekki með þeim hætti, að réttlætti þessar ráðstaf- anir. Ef menn kynnu ekki að gera út annarsstaðar, yrðu þeir að taka afleiðingunum af því. Ég er á móti þvf, sagði ræðumaður, að launafólkið „reki“ bifreið, eigin- konu og börn útgerðarmannsins. Ég er á móti því að við borgum kostnað við hús hans, bifreið konu og börn. Hermannssonar: kostnað“) Svar: móti því að við kostnaðinn! Magnús Kjart- ansson (K) sagði málefni banka og gjald- eyrisvarasjóðs heyra undir viðskiptaráð- herra, formann Framsóknar- flokksins. Hann saknaði þess, að viðskiptaráð- herra skyldi ekki gera grein fyrir þessu frumvarpi. (Ól. Jóh. grípur fram í: „Ég skil vel að þú saknir min, Magnús.“) Magnús sagði, að ræða Ólafs Jóhannessonar, sem hann flutti fyrir nokkru hér f Reykjavík, hefði verið til að vara alla þá við, sem þess þurftu með, vegna fyrirhugaðrar gengis- lækkunar. Enda hefði gjaldeyris- varasjóðurinn, sem lítið var eftir f, tæmzt skömmu síðar. Hvers vegna greip Ólafur ekki inn í skefjalaust kaupæði almennings og verzlunarfrelsi heildsalanna? Verður álagning á stórhækkaó innkaupsverð, eftir gengislækkun látin renna óskert í vasa verzlunarinnar? Þá ræddi Magnús um blaða- grein Gunnars Guðbjartssonar, formanns Stéttarsambands bænda, er vildi láta banna verk- föll tímabundið og senda and- stæðinga slfkra aðgerða til Rúss- lands eða Kína. (Ól. Jóhannesson grípur fram f: „Ekki er þar í kot vísað?) er viðskiptaráðherra sam- mála siðfræði slfks málflutnings? spurði Magnús. (frammíkall Sv. „En útfarar- Já, ég er líka á borgum útfarar- Ólafur Jóhannesson (F), viðskipta- ráðherra, sagði, að hann hefði ekki haft í huga að lengja þessar umræð- ur, en þar sem Magnúsi Kjart- anssyni væri svo annt um að heyra f sér, vildi hann ekki valda honum vonbrigðum. Gunnar Guð- bjartsson túlkaði sínar persónu- legu skoðanir í umræddri blaða- grein, enda tæki hann skýrt fram að svo væri. Ég er ekki sammála þessum skoðunum og vona, að Magnús sofi betur en ella f nótt, eftir þá vitneskju. En það er önnur hlið á þessu máli, sem við Magnús kunnum að vera ósam- mála um. Ég tel að hver maður hafi rétt til að hafa og túlka sínar eigin skoóanir, hverjar sem þær eru. Svo er þó ekki allstaðar, eins og við Magnús þekkjum báðir. Sú var og tfðin, að Magnús vildi hvít- þvo sig af sumum skrifum Þjóð- viljans. Lét jafnvel í veðri vaka að í þeim herbúðum færu „byss- urnar stundum að skjóta af sjálf- um sér!“ Ráðherrann sagði staðreyndir og opinberar skýrslur stangast á við fullyrðingar Magnúsar um áhrif ræðu sinnar í félagi Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Gjald- eyrissala bankanna, hefði minnkað að mun eftir þann ræðu- flutning. Enda hefði hann þá sett margháttaðar hömlur á gjald- eyrissölu sem viðskiptaráðherra. Þurrð gjaldeyrisvarasjóðsins, þrátt fyrir minnkandi innflutning síðustu vikur stafaði af verðlækk- unum á söluafurðum okkar og vaxandi sölutregðu þeirra. Undanfarið hefði gjaldeyrir aðeins verið afgreiddur vegna gjaldfallinna skuldbindinga, rekstrarvara til útflutnings, hrá- efna til iðnaðar, brýnustu nauðsynja og ferðafrelsi hefði ekki verið heft. Verzlunarálagn- ing myndi fara eftir sömu reglum og eftir gengislækkun í tíð Lúð- víks Jósepssonar sem viðskipta- ráðherra. Ráðherrann sagði Karvel Pálmasyni hollt að lesa nýlega flutta ræðu staðgengils hans, Jóns Baldvins Hannibalssonar, um efnahagsmál. Hann minnti á sam- stöðu vinstri aflanna um gengis- fækkun f desember 1972. Hann minnti og á þá þrjá valkosti, sem úr var að velja í árslok 1973. Einn þeirra hefði verið sá, sem Karvel boðaði nú, niðurfærsluleið. Þá hefði einn flokkur hafnað þeirri leið, einn flokkur sett skilyrði um gengislækkun, þ.e. Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna. 1 þessu efni hefði samtökin verið ein- huga, aldrei þessu vant. Þegar vinstri stjórnin hefði viljað fara niðurfærsluleið, hefði Karvel Pálmason flutt vantraust á hana. Niðurfærsluleiðin væri gömul lumma, sem Karvel hefði ekki viljað renna niður þegar hún var ný! Hinsvegar sagðist Ólafur sam- mála Karvel um það, að skyldu- sparnaður væri íhugunarefni. Ef til vill gæfist Karvel kostur á að taka afstöðu til þess atriðis siðar. Höfuðatriðið er, sagði Ólafur, að tryggja fulla atvinnu og fulla nýtingu atvinnutækja þjóðarinn- ar. Hann hefði að vel athuguðu máli komizt að þeirri niðurstöðu, að gengislækkun væri auðförnust leið til að tryggja þetta höfuð- atriði, ef vinnufriður mætti hald- ast, með eðlilegum hliðarráð- stöfunum. Aðrar tiltækar leiðir hefðu við núverandi aðstæður fremur leitt til samdráttar i fram- leiðslu og atvinnuleysis. Hinsveg- ar fylgdu vissir skuggar ætíð þessu neyðarúrræði. Og gengis- lækkun ein nægði ekki til að tryggja viðskiptajöfnuð. Ráðherr- ann sagði tortryggni i garð gengis- lækkunar ekki óeðlilega, meðan hliðarráðstafanir, sem fylgja ættu, væru enn ekki fram komn- ar. — Magnús Kjartansson og Karvel Pálmason tóku aftur til máls. Að lökum, er klukkan var farin að ganga tvö um nóttina, lauk umræðum. Frumvarpinu var siðan vísað samhljóða til 2. um- ræðu og viðskipta- og fjárhags- nefndar deildarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.