Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975 Bregðumst með við óvæntu HÉR fer á eftir í heild ræða sú, sem Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, flutti á Alþingi í fyrrakvöld við umræður um gengisbreytinguna: Frú forseti. Hinn 11. febrúar si. tilkynnti ríkisstjórnin. að hún teldi að höfðu samráði við bankastjóra Seðlabankans óhjákvæmi- legt að tekin yrði ákvörðun um breytt gengi fslensku krónunnar. 1 kjölfar þess var felld niður gengisskráning erlends gjaldeyris frá og með deginum f dag. Rfkisstj. hefur nú f dag fallist á till. Seðlabankans, að gengis- skráning verði tekin upp að nýju n.k. föstu- dag eða þegar að lokinni afgr. þessa frv. sem hér er á dagskrá og verði þá markaðsgengi fsl. krónunnar ákveðið sem næst 20% lægra en það gengi var er gilti.áður en gengisskrán- ingu var hætt f dag. Verður þá kaupgengi dollars 149,20 kr. og sölugengi 149,60 kr., en gengi annarra mynta f samræmi við það. Jafnframt hefur verið ákveðið, að gullgildi krónu, þar sem það er enn notað f samning- um á grundvelli sérstakra lagaheimilda muni framvegis verða byggt á daglegu mið- markaðsgengi f stað stofngengis. Frv. þetta er flutt vegna þessarar ákvörðunar. Frv. hefur að geyma ákvæði um tollmeðferð inn- flutnings og ráðstöfun á gengismun á út- flutningsvörubyrðum og ógreiddum útflutn- ingi sjávarafurða. Akvæði frv. eru svipuð þeim, sem áður hafa verið sett f lög vegna breytinga á gengi krónunnar. Gengisbreyt- ing þessi er einn meginþátturinn f efnahags- ráðstöfunum sem rfkisstj. beitir sér fyrir. Samkv. frv. er gert ráð fyrir sérstakri ráð- stöfun á gengismun til lausnar brýnna fjár- hagsvandamála innan sjávarútvegsins. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt að lögfesta ákvæði þau, sem till. eru um f frv. Vandinn er tvíþættur Aður en ég fjalla um frumvarpið sjálft eða einstakar greinar þess, mun ég fara nokkrum orðum um tilefni þess, þ.e. að hina breyttu gengisskráningu. Efnahagsvandi sá sem við blasir er f höfuðatriðum tvfþættur: Halli f rekstri sjávarútvegs annars vegar og gjald- eyrisstaðan hins vegar, þegar gjaldeyrisvara- sjóður landsmanna er nú þrotinn. Gengis- breytingin, sem ákveðin hefur verið, hefur þann megintilgang að bæta rekstrargreiðslu- stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum og tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna. Gengi krónunnar var sfðast breytt f byrjun sept. sl. og voru þá jafnframt gerðar vfð- tækar hliðarráðstafanir. Stóðu vonir til þess að þær aðgerðir ásamt frekara aðhaldi f fjármálum og peningamál- um nægðu til þess að rétta við hag útflutn- ingsatvinnuveganna og koma á þolanlegum greiðslujöfnuði við útlönd. Reyndin hefur þó orðin önnur. Ör rýrnun viðskiptakjara sfð- ustu mánuði ásamt söluerfiðleikum á ýmsum mörkuðum hefur gjörbreytt rekstrarstöðu útflutningsatvinnuveganna og greiðslu- jafnaðarhorfum. Eru viðskiptakjörin nú um fjórðungi lakari en á árinu 1973 og 14% lakari en á sl. sumri. Þjóöartekjur minnka um 3 - 5% Eins og þingmönnum er kunnugt af yfir- litsskýrslu þeirri, sem Þjóðhagsstofnunin hefur tekið saman um efnahagshorfur á þessu ári, er nú við stórfellda erfiðleika að etja f efnahagsmálum. Helstu niðurstöður áætlana Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1975, eru þær, að aukning þjóðarframleiðslu verði lítil sem engin, að vegna versnandi viðskipta- kjara muni raunverulegar þjóðartekjur minnka um 3—5% f heild eða um 5—7% á mann, að við blasi, að öllu óbreyttu mikill halli f viðskiptum við útlönd eða 14—17 milljarðar kr. Að jafnvel þótt reiknað sé með ftrustu lántökum erlendis virðist ókleift að jafna viðskiptahallann með þeim hætti. t frumdrögum Seðlabankans var spá um fjármagnshreyfingar til og frá útlöndum, og er gert ráð fyrir, að unnt verði að afla erlendra lána f þeim mæli, að f jármagnsjöfn- uðurinn skili f mesta Iagi 9‘A milljarði kr. til að mæta viðskiptahalla. Þar með væri nú stefnt f versnun gjaldeyrisstöðunnar um 5—8 milljarða á ári. En um þessar mundir er gjaldeyriseignin þegar þorrin. Að grundvall- armisvægið mílli heildarframboðs og eftir- spurnar f hagkerfinu birtist inn á við f ýms- um myndum rekstrarhalla sjávarútvegs, fjárhagshalla hins opinbera og fjárvöntun til fyrirhugaðra framkvæmda og útlán. Engum vafa er undirorpið, að þróun eins og nú er f stefnt fær ekki staðist. Mögu- leikarnir til þess að halda uppi þjóðarút- gjöldum umfram tekjur mega heita tæmdir og ef öllu fer fram sem horfir hlyti að draga að þvf að hægði á starfsemi f hagkerfinu, þegar fjármögnunarmöguleikar tæmast og jafnvel gæti farið að gæta skorts á innflutt- um nauðsynjum. Þessi þörf f hagsveiflunni heima fyrir gæti orðið hastarleg. Rekstrarhallinn í sjávarútvegi Þetta segir f áliti Þjóðhagsstofnunarinnar. Nýlegar áætlanir Þjóðhagsstofnunarinnar, sem þingmenn hafa fengið í hendur, um afkomu sjávarútvegsins við rekstrarskilyrði um sl. áramót segja svo ekki verður um villst, að mjög alvarlega horfir um rekstur mikilvægustu greina útflutningsframleiðsl- unnar. Eins og þingmönnum er kunnugt sýndu áætlanir þessar, að við blasti alvar- legur rekstrarhalli sjávarútvegs og sjóða- kerfis hans. Einkum væri séð fram á mikinn taprekstur báta- og togaraflotans svo og frystihúsa, en staða söltunar og herslu væri betri en rekstur annarra vinnslugreina stæði tæplega f járnum. Niðurstöður rekstraráætlana báta- og togaraflotans sýndu um 1750—2550 millj. kr. árshalla og fer það eftir mati á aflahorfum sérstaklega, en væri f stað afskrifta og vaxta í rekstraráætlunum miðað við áætlaða þekkta greiðslubyrði afborgana og vaxta stofnlána til opinberra sjóða, lækkaði þessi halli f mesta lagi um 700—800 millj. kr. Hér stæði þó enn eftir verulegur rekstrarhalli auk þess að ekki er tekið tillit til skulda við einkaaðila vegna skipakaupa eða eigin fjármagns fyrfr- tækja. Hér er einnig ótalinn olfukostnaður og halli á sjóðum sjávarútvegs svo sem trygg- ingarsjóða að upphæð samtals um 1000—1200 millj. kr. Frystiiðnaðurinn er nú talinn rekinn með 2500 millj. kr. halla á ársgrundvelli. Þessi halli og fiskverðshækk- un verða ekki uppi borin af gengisbreyting- unni einni saman, heldur verður að nýta verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins að ein- hverju leyti enda er það f samræmi við tilgang hans, að draga úr þörf á gengisbreyt- ingu. Gengisbreyting sú sem nú hefur verið ákveðin færir að vfsu sjávarútveginum í heild mikla tekjuaukningu, en af henni hlýst jafnframt talsverð aukning tilkostnaðar, einkum fyrir útgerðina. Þessi tekjuskipting- arvandi f kjölfar gengisbreytingar er gamal- kunnur hér á landi. En nú hefur vandamálið ágerst vegna þeirrar stórkostlegu hækkunar á mikilvægum kostnaðarliðum einkum olfu og veiðarfærum og stofnkostnaði nýrra skipa. Mikilvægt er að leysa þennan vanda nú með hagkvæmum hætti. Hér er ekki aðeins um kostnaðarvanda útgerðar að ræða, heldur einnig hvort við þessum vanda verður snúist með þeim hætti, að öflugt aðhald sé veitt við notkun þessara rándýru innfluttu aðfanga. I núgildandi kerfi, sem útgerðin borgar Iftinn og minnkandi hluta þessa kostnaðar, felst sennilega þjóðhagsleg þróun, sem ekki fæi staðist til lengdar. Það er ekki eðlilegt, að hver rekstrareining greiði 5,80 á olfulítrann þegar hann kostar á milli 16—17 kr. f raun. Slfkur verðmunur og slfk niðurgreiðsla eru ekki til þess fallin að koma á sparnaði á olfu eða draga úr olfuinnflutningi til landsins. Það verður að breyta þessu fyrirkomulagi. Kostnaðurinn verður helst að koma fram hjá þeim, sem nota verðmætin þótt með öðrum hætti sé séð fyrir tekjum til þess að standa undir þeim kostnaði. Þennan vanda verðum við að leysa á næstunni. Fiskverðshækk- unin er leiðrétting á tekjuskerðingu A fundi yfirnefndar verðlagsráðsins f dag, náðist samkomulag með fulltrúa sjómanna og öðrum fulltrúa kaupenda um öll megin- atriði ákvörðunar lágmarksverðs þeirra fisk- tegunda, sem venjulega fara saman við ákvörðun almenns fiskverðs fyrir tfmabilið 1. jan. 1975 til 31. maf 1975. Fiskverðsákvörð- unin felur að þessu sinni f sér vcrulega breytingu á stærðarflokkum fisks til verðs og á verðhlutföllum milli stærðarflokka og fisk- tegunda. Þessar breytingar miðast f senn við breyttar aðstæður á fiskmarkaði erlendis og breytingar í tilkostnaði f sjávarútvegi hér á landi, auk þess sem þær ættu að vera til þess fallnar að beina sókninni f meira mæli að arðgæfari fisktegundum og að stórfiski, sem fellur saman við sjónarmið um skynsamlega nýtingu og vernd fiskstofnanna við landið. Vegna þess hve breytingar þessar eru um- fangsmiklar verður endanlegum frágangi verðs einstakra fisktegunda hvað gæði og stærðarflokka varðar ekki lokið fyrr en f fyrsta lagi á morgun. Með þessari ákvörðun er leitast við að tryggja að tekjur sjómanna standist eðlilegan samjöfnuð við tekjur annarra stétta, enda er það nú mikilvægara en oftast áður, að sjósókn verði öflug. Erfitt er að meta niðurstöður til einnar tölu, en vert er að hafa f huga, að sjómenn og útvegs- menn hafa þurft að þola verulega tekju- skerðingu vegna verðlækkana á loðnu. Engin þarf þvf að Ifta á fiskverðsbreytinguna sem fordæmi fyrir kjarabreytingar annarra stétta, hana ber að skoða sem nauðsynlegan þátt f þvf að bæta rekstrarstöðu sjávarútvegs- ins f heild. Gífurlegur viðskiptahalli Nú liggur fyrir að greiðslujöfnuðurinn við útlönd hefur versnað gffurlega á árinu 1974, mun meira en gert var ráð fyrir á sl. hausti. Þannig er Ijóst, að viðskiptahallinn við út- lönd hefur numið um 16.300 millj. kr. á sl. ári eða sem svarar til um 12% af þjóðarfram- leiðslunni en árið 1973 var viðskiptahallinn nálægt 3% af þjóðarframleiðslu þess árs. Jafnframt hefur gjaldeyrisstaða versnað um 4/5 á árinu 1974 og jafngilti gjaldeyrisvara- sjóðurinn aðeins um 2ja vikna innflutningi f árslok. Utgjaldafyrirætlanir þjóðarbúsins stefna f þá átt, að haliinn á viðskiptajöfnuði verði svipaður og á sl. ári, sem er langt umfram það, sem greiðslugeta þjóðarinnar leyfir. Nú f byrjun febrúar var gjaldcyrisforðinn cins og áður er sagt uppurinn. Erlcnd skulda- aukning af stærðargráðunni 15—17 þús. millj. kr. væri langt umfram þörf mögulegr- ar atvinnuuppbyggingar, þannig að tilgang- urinn væri sá einn að fjármagna neyslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.