Morgunblaðið - 14.02.1975, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarBar Kristinsson.
ASalstrasti 6, sfmi 10 100.
Aðalstrnti 6, sfmi 22 4 80.
Áskriftargjald 600.00 kr. i minuBi innanlando.
f lausasöfu 35,00 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvœmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Með gengisbreyting-
unni, sem ákveðið var í
fyrradag, hefur verið tekin
afstaða í grundvallaratrið-
um til þess, hvernig takast
skuli á viö þann stórfellda
vanda, sem nú blasir við í
efnahags- og atvinnumál-
um Islendinga. Að margra
dómi er vandinn nú í raun
mun meiri en á kreppu-
árunum 1967—1969 vegna
þess, að nú fer saman verð-
hrun á erlendum mörkuð-
um, gífurleg hækkun inn-
flutningsverðlags og al-
mennt samdráttarástand
hjá helztu viðskiptaþjóðum
okkar.
Geir Hallgrímsson, for-
sætisráðherra, gerði Al-
þingi ljóst, í yfirgrips-
mikilli ræðu í fyrrakvöld,
að margvíslegar ráðstafan-
ir þurfa að fylgja í kjölfar
gengisbreytingarinnar til
þess að tryggja að hún nái
tilgangi sínum, en forsætis-
ráðherra sagði, að gengis-
lækkunarleiðin hefði verið
valin fyrst og fremst vegna
þess, að ríkisstjórnin legg-
ur megináherzlu á að full
atvinna haldist i landinu,
en jafnframt tryggir hún
almenna hækkun tekna út-
flutningsatvinnuvega og
bætir samkeppnisaðstöðu
innlendrar atvinnustarf-
semi. Samtímis er gengis-
breyting skýr yfirlýsing af
hálfu ríkisstjórnarinnar
um það, að hún muni halda
fast við fríverzlunarstefn-
una, þrátt fyrir þá erfið-
leika, sem nú steðja að.
í ræðu sinni á Alþingi í
fyrrakvöld ræddi Geir
Hallgrímsson sérstaklega
stöðu útgerðarinnar í kjöl-
far gengisbreytingar og
fiskverðsákvörðunar og
boðaði hliðarráðstafanir til
þess að tryggja rekstur
fiskiskipaflotans. Hann
benti á, að jafnframt því,
sem gengislækkunin trygg-
ir auknar tekjur sjávarút-
vegsins í heild, hefur hún í
för með sér umtalsverðar
kostnaðarhækkanir, eink-
um fyrir útgerðina. Þess
vegna veróur flutt frum-
varp um ráðstöfun gengis-
hagnaðar en með því verð-
ur leitazt við að létta að
einhverju leyti erlendar
kostnaðarhækkanir út-
gerðarinnar. Forsætisráð-
herrann sagði, að unnið
yrði aó því að leysa tekju-
skiptingarvandamál í
sjávarútveginum með því
að koma á hagkvæmara
fyrirkomulagi til þess að
standa undir hækkuðum
tryggingarkostnaði, olíu-
kostnaði og erlendum verð-
hækkunum fiskiskipaflot-
ans.
Geir Hallgrímsson lagði
áherzlu á, að með fisk-
verðsákvörðun hefði verið
reynt að tryggja tekjur sjó-
manna og að hækkun fisk-
verðs gæti ekki verið for-
dæmi fyrir kjarakröfum
annarra stétta, þegar af
þeirri ástæðu, að sjómenn
hefðu orðið fyrir kjara-
skerðingu vegna lækkunar
loðnuverðs. Jafnframt lýsti
ráðherrann yfir því, að
ríkisstjórnin mundi beita
sér fyrir því, að 75 milljón-
ir króna af gengishagnaði
rynnu til lífeyrissjóðs sjó-
manna. Sú áherzla, sem
forsætisráðherra lagði á
þessar hliðarráðstafanir I
þágu útgerðar og sjó-
manna, sýnir, að ríkis-
stjórnin gerir sér glögga
grein fyrir stöðu sjávarút-
vegsins I kjölfar gengis-
breytingarinnar en út-
gerðarmenn hafa lýst
nokkrum áhyggjum vegna
hennar.
Ríkisstjórnin hefur einn-
ig boðaö, að hún muni taka
launajöfnunarbætur og
tryggingabætur til endur-
skoðunar samhliða gengis-
breytingu með þaö I huga
aó tryggja kjör hinna
lægstlaunuðu en jafnframt
lýsti forsætisráðherrann
áhuga á breyttu vísitölu-
kerfi og verðlagskerfi bú-
vöru. Af þessari ræðu for-
sætisráðherra er ljóst að
gengisbreytingin er aðeins
fyrsti áfangi — en jafn-
framt megináfangi — í
þeirri viðleitni ríkis-
stjórnarinnar að takast á
við hinn stórfellda vanda,
sem við blasir. Miklu skipt-
ir, að aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar verði tekið
af skilningi, þótt þær séu
sársaukafullar fyrir
marga. Það er forsenda
þess, að þær beri árangur
og þjóðarskútan sigli á ný
upp úr þeim öldudal, sem
hún nú er komin í.
ingmenn Alþýðu-
bandalagsins og dag-
blaðið Þjóðviljinn hafa að
undanförnu veitzt all-
harkalega að nafngreind-
um íslenzkum ríkisborgara
og krafizt þess, að hann
yrði sviptur borgararétt-
indum, pólitískum réttind-
um sínum, vegna skoðana
sinna og starfa. Hér er um
að ræða starfsmann upp-
lýsingaþjónustu Atlants-
hafsbandalagsins, sem Is-
lendingar eru aðilar að.
Samkvæmt sérstökum
samningi aðildarríkjanna
og samkvæmt íslenzkum
skattalögum, sem endur-
skoðið voru I tíð vinstri
stjórnarinnar, njóta starfs-
menn bandalagsins skatt-
fríðinda fyrir störf í þágu
þess, en greiða að sjálf-
sögðu skatt af öðrum tekj-
um. Þetta ákvæði í skatta-
lögum vinstri stjórnarinn-
ar tekur eðlilega til starfs-
manns íslendinga hjá upp-
lýsingaþjónustu Atlants-
hafsbandalagsins. Hvers
vegna á að svipta hann
pólitískum réttindum sakir
þessaralaga?
Með stoð í áðurnefndum
samningi eru starfsmenn
Atlantshafsbandalagsins
undanþegnir málssókn
vegna ummæla, er þeir láta
falla við framkvæmd starfa
síns í þágu þess, á sama
hátt og Alþingismenn.
Skýrt er tekið fram, að
þetta er í þágu bandalags-
ins en ekki viókomandi
starfsmanna. Það er þvi
ekki unnt að svipta starfs-
mann íslendinga hjá
Atlantshafsbandalaginu
pólitískum borgararéttind-
um fremur en háttvirta Al-
þingismenn.
Hliðarráðstafanir í kjölfar
gengisbreytingar
annað
eftir JÓHANNES
HELGA
að yður snýr og láta mig í friði,
svaraði herramaðurinn reykj-
andi, því að f fyrsta og sjöunda
lagi eruð það þér sem lifið á
okkur.
Vagnstjórinn klingdi bjöll-
unni, stöðvaði vagninn og sagði
undir lófaklappi farþeganna:
Einmitt það. Svo við lifum á
yður, farið samt úr vagninum
herra minn og ferðist á
fótunum og ég svelt þá í hel.
Já, þeir eru fljótir til svars og
orðheppnir, Vinarbúar. Og þeir
landamæri í þrennum skiln-
ingi, landfræðilegum, pólitísk-
um, menningarlegum. Blöndun
íbúanna var í eina tíð undir-
orpin langtum stærri sveiflum
en títt var um aðrar stórborgir
Evrópu. Því hefði mátt búast
við að samruni svo ólíkra
þjóðarbrota væri óhugsandi, að
skörp skil yrðu varanleg. En sú
varð aldeilis ekki raunin. Þessi
ljúfa borg hefur í rás aldanna
aldrei glatað hinum sterku
mótunaráhrifum á börn sín.
Svend Bahnsen hét maður,
hann var franskur f aðra ætt-
ina, danskur í hina, bróðir
Bahnsen prófessors sem skrif-
aði bók þá sem fyrir nokkrum
árum kom út hér á Iandi undir
heitinu Hugur og hönd, merk
bók. Svend var lengi fréttarit-
ari Berlingske Tidende f Vínar-
borg, fyrst stríðsfréttaritari, en
síðustu ár sín búsettur í Kaup
mannahöfn og þá ritstjórnar-
fulltrúi við Berling, uns hann
lést fyrir tíu árum, langt um
aldur fram. Svend skrifaði bók
um kynni sín af Vínarborg og
Vínarbúum, glögga og
skemmtilega. Dagar í Vín, heit-
ir hún, Hirschsprungs Forlag,
Khöfn, 1959. Mér er ekki kunn-
ugt um, hvort bókin hefur
nokkurntíma verið til sölu hér í
bókabúðum, hún er komin f
mínar hendur vegna vensla við
höfundinn. En Dagar í Vín er
einmitt þannig bók sem hlýtur
að hvetja fróðleiksfúsa ferða-
menn til að kynnast borginni af
eigin raun, og brátt hlýtur að
reka að því að Islendingar
margir hverjir verði búnir að
metta sig í bili á borgunum við
Miðjarðarhaf og fýsi að breyta
til. Rommið rennun að vfsu ekki
ómælt í Vínarborg það ég best
veit, en bót er að veigarnar eru
á skaplegu verði, ef einhverjum
landa skyldi vera huggun að
þeim upplýsingum. Ég hef í
hyggju að snara á íslensku
broti af efni bókarinnar f þrem
DAGAR í VÍN I
áföngum f þeirri von að ein-
hverjir hafi gagn eða gaman af:
Vínarbúar eru merkilegt og
heillandi fólk og skera sig úr
meðal Austurríkisbúa. Þeir eru
mjög blátt áfram og opinskáir í
framkomu, leyna hvorki gleði
sinni né sorg, léttir í lund og
gestrisnir og kímnigáfan er
þeim jafntöm og orðfimin. Ég
nefni sem dæmi þessa eílífu
sportveiðimenn sem sjá má við
Dóná og veiða aldrei nokkurn
skapaðan hlut, stara bara þolin-
móðir á færið daginn út og dag-
inn inn. Dag nokkurn gat ég
ekki orða bundist og ávárpaði
einn þeirra svofelldum orðum:
Drottinn minn dýri hve það
hlýtur að vera leiðinlegt að
fiska.
Má vera, sagði hann, en
ömurlegra hlýtur það þó að
vera að standa þarna og glápa á
það.
Eða myndin sem ég geymi í
minni mínu af herramanninum
sem hafnaði endurteknum til-
mælum sporvagnsstjórans um
að hann dræpi í vindlinum.
Jæja, þá verðið þér að fara úr
vagninum, sagði stjórinn.
Þér skuluð hugsa um það sem
eru yfirmáta hjálpsamir að vfsa
til vegar og fræða aðkomumenn
um borgina sína frægu, sem
þeir elska umfram allt á jörðu
og eru stoltir af. Spyrji maður
til vegar er maður þegar
umkringdur af flokki kvenna
og karla, sem ákaflega og oft
ósammála keppast um að leysa
vanda manns, og lyktirnar
verða oft þær að einhver úr
hópnum gerir lykkju á leið sína
og fylgir manni á leiðarenda.
Sérkenni Vínarbúa, þau sem
greina þá frá öðrum stórborgar-
búum, eiga rót sína í því — þótt
það hljómi mótsagnakennt —
hve þeir eru mikið blandaðir.
Kjarninn er frá tímum Karls
mikla og Babenberganna,
fransmenn og bæjarar; tveir
mjög listhneigðir kynstofnar,
sem fljótt og árekstralaust sam-
sömuðu sig slövum og ungverj-
um sem í borginni ílentust, og
við þann samruna varð til hið
fræga tónlistarlíf Vínarbúa, al-
mennt yndi þeirra af tónum og
söng.
Vín var alltaf stórborgin við
landamærin, staðsett á kross-
götum, þar sem austrið, vestrið,
norðrið og suðrið mættust,
Um gömlu Vín runnu allir
straumar evrópskrar menn-
ingar, bókmenntir, myndlist,
heimspeki, þjóðhættir, allt f
einni elfu. Við hirðina, meðal
aðalsins og meðal fólksins, var
hið þýska í eðlinu fléttað hinu
slavneska, ungverska, spænska,
ftalska, franska, flæmska. Eins
og einn hinna stærstu sona
Vínar á þessari öld, Stefán
Zveig, segir, gerðist það
snjallasta af öllu snjöllu í
þessari borg, það, að allar
þessar andstæður leystust upp,
blönduðust, og úr varð alveg
nýtt og einstakt fyrirbæri, Vín.
I hrífandi endurminningabók
sinni, Veröld sem var, segir
Zweig, að það hafi verið unaðs-
legt að lifa í þessari borg, í
þessu andrúmslofti andlegrar
stórmennsku, þar sem sérhver
borgari hafi ómeðvitað þróast í
veraldarmann, heimsborgara.
Og Zweig hefur svo sannarlega
rétt fyrir sér. Það hafa fleiri
gestir en ég staðfest. Jafnvel
gyðingarnir urðu hamingju-
samir f Vfn. „Leben und leben
lassen“; Lifið og látið lifa —
var hið fræga kjörorð Vínar.
Hvergi var auðveldara að vera
Evrópubúi f fyllstu merkingu
orðsins, heimsborgari, fagur-
keri, lífslistamaður, kaup-
maður, listamaður — og þó
afspyrnu erfitt að slá í gegn.
Þannig var það fyrir daga
heimsstyrjaldanna tveggja, en f
ljós hefur komið á síðari árum
að orðið „var“ á ekki lengur
við. Borgin við Dóná er að
verða söm og fyrr meir. Enn á
ný hefur fólk frá mörgum lönd-
um streymt til Vínar og mætt
gestrisni og skilningi í ljúfu
andrúmslofti þessarar einstöku
borgar. Ég á m.a. við flótta-
mannaskarana frá Ungverja-
landi, Tékkóslóvakfu og
Júgóslavíu.
Fjöldi listamanna frá ólík-
ustu þjóðlöndum hefur sest að í
Vín, en þrátt fyrir erlendan
uppruna sinn bera verkin, sem
þeir hafa skapað, menningu
Vinar vitni. Slíkur er máttur
Vfnar. Til marks um hann er
t.d. aðalgata borgarinnar,
Ringstrasse., Þar eru byggingar
af margvíslegu tagi, en allar
eru þær með glaðlegu yfir-
bragði Vínar. Margar þessara
bygginga eru verk arkitektsins
Framhald á bls. 22