Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
SKELFING er þessi ítalska „Dag-
bók kennara" rýr í roðinu. Leikur
er að vísu með ágætum, sérlega
hjá strákunum í bekknum sem
ekki virðast vita af myndavélum
og maksínuútbúnaði í kringum
þá. En efnið og framvinda þess,
— ef einhver er —, sýnist ómerki-
legt í hæsta máta. Viðureign
kennarans við bekkinn er svo
ópersónuleg og litlaus að hún vek-
ur hvorki spennu né umhugsun.
Dick Cavett er verðugur læri-
faðir fyrir „gestgjafa“ íslenzka
sjónvarpsins. Það var hrein unun
að sjá hvernig honum tókst með
hlédrægni, orðheppni og bein-
skeyttum spurningum í bland að
opna gömlu Hallywoodfrúna
Bette Davis upp á gátt, koma
henni sífellt að óvörum með
djörfum en kímilegum skeyt-
um, þannig að hún gat
ekki annað en svarað. Þess-
ir þættir eiga gott erindi
hingað, — þó ekki væri nema til
annars en sýna okkar mönnum
hvernig unnt er að gera svona
spjallþætti ekki aðeins að prýðis
afþreyingu, heldur nánast að list.
Fyrir alla muni sendið okkur
Upton lækni aftur, ef ekki er á
boðstólum neitt skárra en „Elsku
pabbi“, sem nú er farið að sýna á
laugardagskvöldum, og fjallar um
yfirmáta háttstilltan hávaðakarl
og dætur hans, sem rembast við af
innilegri tilgerð að vera „kjút“. I
„Lækni á lausum kilí“ var fersk-
leiki, geðveikislegur húmor og
hnyttni. Þar voru persónurnar
þrátt fyrir smá satíruöfga
manneskjur, en ekki upptrekktar
farsadúkkur eins og þessi hrút-
leiðinlega fjölskylda rithöfundar-
ins f „Elsku pabbi". Þessi þáttur
byggist algerlega á útkeyrðum
formúlum og barnalegum hunda-
kúnstum. I þættinum s.l. laugar-
dag gerðust þær hundakúnstir
meira að segja bókstaflegar, en
það má virða hundinum „H.G.
Wells“ til vorkunnar að vera eini
leikarinn í þessum samsetningi
sem stendur undir nafni.
Og þá er komið að þessari bless-
aðri „Uglu sat á kvisti" sem verið i
hefur I gangi frá því í haust. í |
fyrsta lagi er það tæpast ver.jan-
legt að hinir tveir föstu skemmti-
þættir sjónvarpsins skuli vera
spurninga- eða getraunaþættir,
eins og „Uglan“ og „Á ferð með
B-E-S-S-A" hafa verið í vetur. í
öðru lagi er þetta form sem
„Uglan" hefur valið sér afskap-
lega þröngt og einhæft, og var
búið að spila úr sér strax í öðrum
eða þriðja þætti. Og I þriðja lagi
þá eru umsjónarmenn „Uglunn-
ar“ ekki nógu vel máli farnir og
hafa ekki á valdi sfnu það öryggi
sem þarf ef þátturinn á ekki ann-
aðhvort að steinrenna eða komast
í algjör ringulreið. Jónas R. Jóns-
son gerði í samvinnu við Egil
Eðvarðsson einhverja beztu
skemmtiþætti sem íslenzka sjón-
varpið hefur sent út, þ.e. þá Uglu-
þætti sem sýndir voru eftir ára-
mófin í fyrra. En hann er ekki á
réttri hillu í þessu formi, og þar
hjálpar ekki gjammgjörn að-
stoðarstúlka upp á sakirnar. I
þættinum á laugardaginn var
reyndu umsjónarmenn að breyta
til og koma með ný tilbrigði við
getraunastefið, sem þó dugðu
skammt. Náttúrulega má hafa af
þessu einhverja ánægju, en engu
að síður finnst manni peningum,
tíma og hæfileikum kastað á glæ.
Hinar margfrægu ferðir land-
ans til „sólarlanda" eru hnýsilegt
viðfangsefni fyrir hugkvæma
sjónvarpsmenn, og maður bjóst
við að þessi þjóðarsiður yrði að
einhverju leyti tekinn fyrir í
mynd Arnar Harðarsonar „Að
selja sólina“ á sunnudagskvöldið.
Það reyndist miskilningur. Þetta
var ósköp venjuleg hraðferð um
helztu túristastaði á Spáni, kynn-
ingar- eða nánast auglýsingamynd
sem hefði getað komið beint frá
einhverri ferðaskrifstofunni.
Myndin var unnin ágætri fag-
mennsku. prýðileg myndvfsi ein-
kenndi oft myndatökuna, klipp-
ingar voru fimlegar (t.d.
skemmtistaðaatriðin), og tónlist
veitt inná af fjöri. Þá var texti
örnólfs Árnasonar yfirleitt vel
saminn og fluttur, en kannski
ofurlítið ofhlaðinn. Sem sagt, allt
f lagi, en býsna ópersónulegt og
ófrumlegt. Maður hefði ekki
þurft meir en að heyra „Ríðum,
ríðum, rekum yfir sandinn" kyrj-
að út úr hópferðabíl einhvers
staðar á þjóðvegum Andalúsíu til
þess að vita að þessi mynd var
gerð af tslendingum. Eins og hún
hins vegar var gerð virtist hún
ekki eiga sér annan metnað en
einmitt „að selja sólina“.
En þetta bætti brezka leikritið
t „Ferðafélagar" upp, sem fylgdi
strax á eftir, meinhæðin skyndi-
mynd af ferðahópi í Skotlands-
reisu. Þetta var anzi útsmogin
dagskrárskipan hjá sjónvarps-
mönnum.
— Á.Þ.
» aigarour, Halli, Erna og Laddi bjóða upp á gamlar og nýjar lummur á
þriðjudagskvöld.
Liðin tfð: Myndin er frá æfingu fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins.
Sjónvarpið sýnir leikritið á sunnudagskvöld.
Jeffrey Hunter, John Wayne og Harry Carey jr. f mynd John Fords „Eftirförinni“
eða „The Searchers" sem sýnd verður á laugardag.
1 HlfAÐ EB AÐ SJA?
Á SUNNUDAGSKVÖLD verður
sýnt 1 sjónvarpinu leikritið LIÐIN
TÍÐ eftir brezka leikskáldið HAR-
OLD PINTER 1 uppfærslu Þjóðleik-
hússins. „Liðin tið" var eins og
menn muna fært upp eftir ára-
mótin 1973—4 1 Leikhúskjall-
aranum, og hlaut góðar viðtökur
gagnrýnenda. Leikstjóri var
Stefán Baldursson, en leikendur
Erlingur Glslason, Kristbjörg Kjeld
og Þóra Friðriksdóttir.
„Liðin tlð" er eitt af nýrri verk-
um Pinters, frumsýnt árið 1971
undir stjórn hins kunna brezka
leikstjóra Peter Hall. Það þótti
hnitmiðasta, opinskáasta og um
leið dularfyllsta verk Pinters til
þess tíma. Pinter, sem er nú 45
ára að aldri, var 1 upphafi leikari
og telja ýmsir að hið næma eyra
hans fyrir klingjanda daglegs
máls, sem svo gjörla birtist i sam-
tölum leikrita hans, eigi leikaratíð-
inni talsvert að þakka. Fyrsta leik-
rit hans var „The Room" (1957),
en „The Birthday Party", sem var
fyrsta verkið f fullri lengd og var
frumsýnt 1 London 1958, gekk
afar illa, þrátt fyrir góðar viðtökur
nokkurra gagnrýnenda. En næsta
leikrit, „The Caretaker" (Hús-
vörðurinn) náði almenningshylli
árið 1960.
Verk Pinters þykja sverja sig
nokkuð í ætt við absúrdisma.
persónur hans er innilokaðar á
einhvern hátt, ná ekki saman, tala
fram hjá hver annarri, og yfir til-
veru þeirra er einhver ógn, eða
dómur sem ekki er auðvelt að
henda reiður á.
Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ kl.
21.45 er þáttur sem ætti að geta
lifgað svolitið upp hina stöðnuðu
og yfirleitt heldur dauflegu dag-
skrá þriðjudaganna. MÁ BJÓÐA
YÐUR LUMMUR? nefnist hann og
þar bregða þeir velkunnu bakka-
bræður HALLI og LADDI á leik, en
þeir ættu að vera flestum sjón-
varpsáhorfendum kunnir fyrir
þátttöku sina í „Ugla sat á kvisti".
„Þetta er röð af skrítlum,"
sagði Andrés Indriðason, stjórn-
andi þáttarins, þegar við ræddum
við hann, „sem allar eru stuttar.
Þetta er hálftíma þáttur og er
samansettur af 30 atriðum, þann-
ig að það er að meðaltali ein
skritla á mínútu. Þetta eru bæði
gamlar lummur, og nýjar, flestar
þó nýjar. Þær eru heimabakaðar,
og mest er runnið undan mlnum
rifjum, þótt þeir Halli og Laddi hafi
lagt talsvert til lika."
Auk þeirra Halla og Ladda koma
fram i þættinum þriðji bróðirinn,
sem heitir Valgarður, og ung
stúlka, Erna Einarsdóttir.
Aðspurður hvað Andrés það
ekki útilokað að eitthvað fleira af
þessu tagi fylgdi i kjölfarið þótt
ekkert hefði verið ákveðið um
það.
Um annað sem á döfinni væri
sagði Andrés að Vaka væri i hálf-
gerðu millibilsástandi. Gylfi Gisla-
son, sem var ráðinn umsjónar-
maður til áramóta, sá sér ekki
fært að halda áfram og mun hafa
snúið sér að myndlistinni. Þó er
einn Vökuþáttur nú i vinnslu, og
tók Egill Eðvarðsson hann upp á
Akureyri, og með i þeirri för var
Aðalsteinn Ingólfsson, listfræð-
ingur, sem m.a. hefur skrifað
gagnrýni I Vísi undanfarið. Þá
sagði Andrés að Tage Ammendrup
hefði nýlega verið á ferð á Húsa-
vík þar sem hann tók upp þáttinn
„Á ferð og flugi". Tekur sá þáttur
við af „Á ferð með B E S S A" og
er nú Guðmundur Jónsson,
söngvari, kominn i stað Bessa
Bjarnasonar.
Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ
verður sýnd í sjónvarpinu kl.
21.30 nokkuð óvenjuleg þýzk
mynd, ULTIMA THULE, sem eins
og segir i dagskrá er um „óbyggð-
ir íslands og áhrif þeirra á manns-
sálina". „Jú, þetta er nokkuð
skrýtin mynd," sagði Veturliði
Guðnason, yfirþýðandi hjá sjón-
varpinu, þegar hann var inntur
eftir efni þessarar myndar. „Það
var hér Þjóðverji, K. H. Kramberg
að nafni, sem fór ásamt tækniliði
upp á hálendi, likast til árið 1 973.
Hann var þarna nokkurn tima og
myndaði allt hvað af tók. En
myndin er langt frá þvi að vera
landkynningarmynd i venjulegum
skilningi. fslenzku óbyggðirnar
koma honum fyrir sjónir eins og
jörðin á að hafa verið i upphafi
vega."
„Þetta eru eingöngu myndir af
landslagi," saqði Veturliði, „með
ákaflega háfleygum texta Kram-
bergs, þar sem hann vitnar m.a. í
griskar goðsagnir og i lokin les
hann sköpunarsöguna afturábak.
Þó held ég að textinn verði i
islenzkri þýðingu ekki alveg jafn
uppskrúfaður. Ég man að ég sá
þessa mynd úti i Þýzkalandi þegar
ég var þar við nám, og það urðu
nokkrar deilur um hana meðal
islenzkra stúdenta. Okkur fannst
þetta hálf skrýtið, þar eð þetta var
ekkert nema grjót. Þarna voru allir
litir nema grænt."
„En Þjóðverjum líkaði myndin
held ég nokkuð vel og þetta ýtti
undir þessa hugmynd manna um
furðulandið i norðri. En því er ekki
að neita að myndin er að mörgu
leyti skemmtilega tekin t.d. tóku
þeir myndir af Herðubreið á 3—4
klukkustunda fresti i heilan sólar-
hring, þannig að hún sést i ótal
biæbrigðum, birtu og veðri."
LAUGARDAGSMYND sjónvarps-
ins að þessu sinni er ekki af lakara
taginu fyrir vestraunnendur hér-
lendis. Myndin er THE SEARCH-
ERS gerð af frægasta vestrahöf-
undi Bandarikjanna, JOHN FORD,
með frægasta vestraleikaranum,
JOHN WAYNE. Þessi mynd, sem
gerð var árið 1956 og er þar með_
ein af seinni myndum Fords,
fjallar um leit John Waynes og
félaga hans, sem leikinn er af
Jeffrey sáluga Hunter, að ungri
stúlku sem rænt var að Indíánum.
Stúlkuna, sem alizt hefur upp
meðal Indiánanna, leikur Natalie
Wood, en systir hennar, Lana
Wood, leikur stúlkuna sem barn.
Wayne þykir stúlkan hafa svikið
fjölskyldu sína og gerir árás á
Indiánaþorpið með það i hyggju
að myrða stúlkuna. Ekki verður
meira látið uppi um efni þessarar
myndar, en báðar kvikmyndabibli-
ur okkar gefa henni góða einkunn
fyrir spennu og prýðilegan leik.
John Ford fæddist i Maine árið
1895. Hann var alla tið háður
framleiðslumaskínu Hollywood en
tókst samt að gera samstæðar,
persónulegar myndir að efni óg
uppbyggingu. Megin viðfangsefni
hans voru frumdyggðir mannsins,
eins og trygglyndi. stolt fyrir hönd
fjölskyldu eða bæjarfélags, hug-
rekki, frumbyggjaeiginleikar, og i
margra augum hafa myndir Fords
orðið eins konar þjóðarsaga
Bandarikjanna frá upphafi til
kreppunnar á fjórða áratugnum.
Fyrsta myndin sem Ford
stjórnaði er talin vera „The
Tornado", gerð árið 1917, en
hann ávann sér fyrst frægð fyrir
„The Iron Horse" frá árinu 1924.
Ein mesta gróðamynd Fords var
„Four Sons" (1928), en við hana
var John Wayne aðstoðarleik-
stjóri. Wayne varð síðan fastur
meðlimur í leikaraflokki Fords,
ásamt m.a. Victor McLaglen,
Ward Bond og Henry Fonda.
Fyrsta talmynd Fords var
„Napoleon's Barber" (1928), og
síðan gerði hann nánast eina
mynd á ári. Af þekktustu myndum
John Fords má nefna „The
Informer" (1935,Oscarsverðlaun),
„Grapes of Wrath" (1 940, Oscar),
„How Green Was My Valley"
(1940, Oscar), og vestraröðin.
Frægasti vestrinn er vafalaust
„Stagecoach" (1939), og siðan
komu „Young Mr. Linco'n", „My
Darling Clementine", „Fort
Apache", „Wagon Master", sú
mynd sem nú er sýnd. „The
Searchers", „The Man Who Shot
Liberty Valance" og sú siðasta
„Cheyenne Autumn" (1964).
Ford var oft sakaður um að vera
afturhaidssinni, kynþáttahatari,
gamaldags. en myndir hans, með
óbifanlegri trú þeirra á hið hefð-
bundna yildismat gömlu Ameriku,
tala sínu máli, og áhrif Fords á
jafn ólika leikstjóra og Ingmar
Bergman, Akira Kurosawa og
Orson Welles verða ekki mæld.
I GLUGG