Morgunblaðið - 14.02.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
19
TÓNHORNIÐ
_________ /
SUNNUDAGINN er að vanda
ágætur dagur í útvarpinu fyrir
músíkunnendur. Strax I
MORGUNTÖNLEIKUNUM er
góðgæti. Þar leikur Arthur
Schnabel píanósónötu eftir
Mozart. Schnabel hefur smám
saman sérhæft sig í flutningi
hinnar fáguðu píanótónlistar
Beethovens, Mozarts og
Schuberts og þykir að öllu, sem
hann lætur frá sér fara í þeim
efnum, mikill fengur. Af gagn-
rýnendum hefur Schnabel verið
kallaður „æðstiprestur Beet-
hovens". Þá stjórnar Antal Dorati
flutningi á 53. synfóníu Haydns,
en Dorati hefur stjórnaö hljóð-
ritunum á öllum synfóníum 104
sem Haydn samdi og hefur þessi
flutningur hlotið frábæra dóma.
í MIÐDEGISTÓNLEIKUNUM
leikur kornungur finnskur píanó-
Á sunnudag kl. 13.15 flytur dr.
Páll Skúlason, lektor, fyrsta af
þremur hádegiserindum sínum
sem nefnast HUGSUIM OG VERU-
LEIKI; BROT ÚR HUGMYNDA
SÖGU. Erindið á sunnudaginn
nefnist „Óvissa og öryggisleit".
Erindaf lokkur þessi hlýtur að
Tarjei Vesaas, höfundur Klakahall-
arinnar, ásamt konu sinni Halldis
Moren Vesaas. Myndin er tekin á
Hótel Sögu I Reykjavik er þau
dvöldust hér á landi árið 1969.
verið til staðar, gerast nú áleitnari
en áður. Og afar mikilvægt er að
reynt sé að svara þessum spurn-
ingum á skynsamlegan hátt.
Önnur ástæða er sú að félagsvls-
indi, t.d. sálarfræði, hin eiginlega
félagsfræði, stjórnmálafræði, hafa
verið í mjög örri þróun frá þvi á
I
I
I
I
I
HVAÐ EB AÐ HEYRA?
Arthur Schnabel.
leikari, Folke Grasbeck, fæddur
1956, verk eftir Debussy, Chopin,
og Liszt, en upptakan er frá tón-
listarhátíð í Helsinki s.l. haust.
Folke GrSsbeck þykir sérlega
efnilegur píanóleikari, en hann
hefur numið m.a. hjá prófessor
Dmitri Bashkirov, einum fremsta
tónlistarkennara Sovétríkjanna.
Þá leikur Berlínaroktettinn
oktett eftir Schubert, — sama
verkið sem Kammersveit Reykja-
vfkur lék i Menntaskólanum við
Hamrahlfð s.l. sunnudag, og
kynnu tónleikagestir að fá þar
fróðlegan samanburð.
I STUNDAKORNI á sunnudaginn
kemur svo fram brezki lágfiðlu-
leikarinn Lionel Tertis. Tertis
endurvakti lágfiðluna eftir að það
hljóðfæri hafði verið vanrækt um
nokkurt skeið. Hann fór að grafa
upp þauverksem tónskáld höfðu
samið fyrir lágfiðluna sem ein-
leikshljóðfæri, en þau reyndust
tilfinnanlega fá, og fékk Tertis þá
í lið með sér ýmis nútfmatónskáld
sem skrifuðu verk sérstaklega
fyrir hann þ.á m. Arnold Bax,
Gustav Holst og ekki sízt WiIIiam
Walton.
GLEFS
* Þakkað skal Karli Guðmunds-
syni fyrir innblásinn Iestur á
þeirri merkilegu og daunillu sögu
Steinars Sigurjónssonar úr soran-
um og sollinum, BLANDAÐ I
SVARTAN DAUÐANN. Oþarfa
pempíuskapur er að finnast þessi
saga ekki boðleg f útvarpi á
meðan hún er að gerast fyrir aug-
um og eyrum fólks dagsdaglega.
if Þættir Sigmars B. Hauks-
sonar FRA NORÐURLÖNDUM
eru oft einkar forvitnilegir. Sigm-
ar er ötull, útsjónarsamur og
greinilega áhugasamur ungur út-
varpsmaður sem oft tekur fyrir
erfið en aðkallandi efni, einkum á
þjóðfélags- eða menningarsvið-
inu. Þáttur hans á laugardaginn
var, þar sem hann ræddi við Peter
Hallberg um Nóbelshafana
Martinsson og Johnson, var
skemmtilegt spjall. Hann hefði
kannski mátt koma ögn fyrr, þvf
svo mikið hefur verið rætt og
ritað um þessa höfunda að fátt
nýtt kom þarna fram.
— A. Þ.
vekja nokkra athygli þar eð hér er
á ferð alþýðleg umræða um heim-
spekileg efni, — grein, sem ekki
hefur verið tlður gestur í dagskrá
útvarpsins, siðan Sigurður Nordal
flutti sln frægu erindi um „Llf og
dauða".
„í þessum erindum reyni ég að
segja frá þvi á aðgengilegan hátt
hvernig nokkrir sígildir heimspek-
ingar leituðust við að svara ýms-
um spurningum, sem flestir menn
reyna að spyrja sig einhvern tlma
á ævinni," sagði Páll Skúlason I
stuttu spjalli. „Spurningum eins
og t.d. hvers vegna lifið er yfirleitt
merkilegt i augum okkar; hvers
vegna menn gera sér hugmyndir
um annað líf; hvers vegna við
yfirleitt veltum fyrir okkur spurn-
ingum um tilveruna, sem við
vitum að við höfum engin algild
svör við. í þessu sambandi ræði ég
nokkuð um trúarbrögð, og I fyrsta
erindinu er t.d. kafli um kristn-
ina."
„í heild eru þessi erindi hugsuð
sem inngangur að heimspeki
Hegels," sagði Páll ennfremur,
„sem var, eins og margir vita,
þýzkur heimspekingur, uppi á
árunum 1770—1831, og einn sá
áhrifamesti i sögunni, sérstaklega
vegna þess að hann kom fram
með heilsteypt heimspekikerfi,
sem miðaði að þvi að veita
heildarskilning á tilverunni. Ein-
mitt þetta gerir Hegel svona mikil-
vægan, en eftir hans dag klofnar
heimspekin i ólikar stefnur og
skóla, og þannig er hún enn í dag.
Ætlun Hegels var einföld og skýr,
— að skilja menningu sins tima.
Um Hegel fjalla ég aðallega i öðru
erindinu. f þriðja og siðasta erindi
ætla ég svo að reyna að veita
nokkra innsýn i helztu hugmyndir
og stefnur á tuttugustu öld, sem
greinir á við Hegel."
Aðspurður kvað Páll það rétt að
nokkurra fordóma gætti meðal al-
mennings gagnvart heimspekinni.
„Þar hefur orðið „heimspeki" tvi-
mælalaust haft sitt að segja, og
gefið greininni þetta háfleyga yfir-
bragð sem hún hefur oft I vitund
almennings. Nei, ég hef nú ekki
fundið neitt orð sem gæti komið i
staðinn. En það er i rauninni skrýt-
ið að við skyldum aldrei hafa tekið
orðið „filósófia" inn i málið.
„Filósóf" merkir „vinur vizk-
unnar" og það lýsir greindinni vel.
„Filósófia" var raunar alveg fram
á 16.—17. öld samheiti heim-
speki og vísinda. Annars er mér
ókunnugt um hvernig orðið
„heimspeki" kemur inn i málið.
Það gæti verið þýðing á „kosmó-
lógiu", sem er ein grein innan
heimspekinnar, en orðið siðan
færzt yfiralla greinina."
Páll kvaðst leitast við að hafa
erindin alþýðleg, og sagði það
misskilning að heimspekingar
ættu erfitt með að setja mál sitt
fram á aðgengilegan hátt. „Alla
vega ætti það ekki að vera erfið-
ara en fyrir t.d. eðlisfræðinga eða
stjörnufræðinga. Auðvitað getur
hver einstaklingur átt i erfiðleik-
um með að kynna sin fræði. En
almennt ætti þetta jafnvel að vera
auðveldara fyrir heimspeking en
t.d. eðlisfræðing."
„Það er gifurlegur áhugi á
heimspeki í dag, og fer tvimæla-
laust vaxandi," sagði Páll er hann
var spurður um stöðu þessara
fræða í heiminum nú. „Ástæðan
er kannski fyrst og fremst sú að
ýmsar spurningar um veru okkar i
heiminum, sem alltaf hafa raunar
I____________________________________
Atli Heimir — að hlusta á tónlist.
Þorleifur — að vekja athygli á
góðum bókum.
Páll — spurningar um tilveruna.
19. öld. en eru enn á byrjunarstigi
i aðferðum og grundvallarhug-
tökum. Og heimspeki hefur þvi
afar mikilvægu hlutverki að gegna
i að gagnrýna þessi fræði og leið-
rétta misskilning sem þau geta
valdið."
Það var ekki fyrr en árið 1972
að heimspeki varð kennslugrein til
BA-prófs við Háskóla fslands. Páll
var spurður um ástæðuna fyrir þvi
hversu litið fer fyrir heimspekiiðk-
unum íslendinga alveg fram á
þessa öld. „Til þess liggja sjálf-
sagt sögulegar og félagslegar or-
sakir. Það er skortur á heimspeki-
hefð hér á landi sem kannski
stafar af því að visindi verða ekki
stofnun i samfélaginu fyrr en á
þessari öld. Það þýðir hins vegar
ekki að menn hafi ekki velt fyrir
sér heimspekilegum vandamálum
gegnum aldirnar. En það má vitna
i orð Sigurðar Nordals i „Lifi og
dauða" i þessu sambandi: „Þið
eruð öll heimspekingar, hvort sem
þið viljið það og vitið eða ekki.
Það er ein tegund heimspeki að
brjóta heilann um hvernig þið eig-
ið að lifa. Það er önnur tegund
heimspeki að afneita allri hugsun
um slik efni."
Á MÁNUDAGSKVÖLD kl. 21.30
les Kristín Anna Þórarinsdóttir,
leikkona, 4. lestur útvarpssög-
unnar KLAKAHÖLLIN eftir norska
skáldið Tarjei Vesaas, einn
fremsta rithöfund Norðurlanda.
Tarjei Vesaas fæddist i Vinje á
Þelamörk árið 1897. Eftir að hafa
útskrifast frá lýðháskóla í Noregi
fór hann á flakk, en siðan hóf
hann búskap i Vinje. í fyrstu
bókum hans t.d. „Fars reise"
(1930), „Sigrid Stallbrokk"
(1931), „De ukjende mennene"
(1932) og „Hjarta höryer sine
heimlandstoner" (1938) kemur
þegar fram næm tilfinning Vesaas
fyrir áhrifum hinna smæstu atriða
umhverfis og atvika á sálarlif
manna. Vesaas skrifaði fjölda
skáldsagna, smásagna, leikrita og
Ijóða. Meðal hinna kunnustu eru
„Det store Spelet", „Tárnet",
„Signalet'^ „Brannen",
„Fuglane" og „Isslottet" eða
„Klakahöllin", sem út kom árið
1963. Fyrir hana hlaut Vesaas
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs. Hún kom út á sinum tima á
islenzku i þýðingu Hannesar
Péturssonar, — þýðingunni sem
hér er flutt —, og einnig hefur
a.m.k. ein önnur bók Vesaas,
„Svörtu hestarnir" verið þýdd, af
Heimi Pálssyni. Eitt helzta ein-
kenni Vesaas sem rithöfundar eru
sterk tengsl við náttúruna og
æskuna. Bæði þessi einkenni
koma fram í „Klakahöllinni".
Vesaas skrifaði sem kunnugt er
á nýnorsku og tókst að gera hana
að þroskuðu og nákvæmu bók-
menntamáli. Hann lézt árið 1 970.
Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ kl.
22.25 er á dagskrá útvarpsins
BÓKMENNTAÞÁTTUR „" Þorleifs
Haukssonar, en hann er hálfs-
mánaðarlega á þessum tima á
móti „Leiklistarþættinum".
j stuttu spjalli sagði Þorleifur að
hann hygðist taka fyrir í þessum
þætti ritgerðasafn Halldórs Lax-
ness „Þjóðhátiðarrollu", sem út
kom nú fyrir jólin, og ræða við
Ólaf Halldórsson, handritaf ræð-
ing, um bókina frá fræðilegum
sjónarhóli.
„Þetta hefur nú einkum farið út
i það að vera i viðtals- eða sam-
ræðuformi ásamt stuttum upp-
lestrum, sagði Þorleifur þegar
hann var spurður um uppbyggingu
þessara þátta. „Ég hafði i upphafi
ætlað mér að taka þetta að ein-
hverju leyti nýjum tökum, t.d. fara
út á götu með hljóðnemann og
spjalla við fólk. En þegar til hefur
komið hef ég einfaldlega ekki haft
tima til þess."
Þorleifur kvaðst ekki telja að
neitt minna hefði verið um bita-
stæðar bækur i veturen venjulega.
„Hins vegar lenti ég i hálfgerðir
klemmu fyrir jólin í að fjalla um
allar þær bækur sem ég vildi. Ég
lít einmitt á það sem eitt megin-
hlutverk þáttar af þessu tagi að
hjálpa til að selja eða vekja athygli
á góðum bókum. En vegna hins
mikla bókaflóðs, og þess m.a. að
þátturinn er aðeins hálfsmánaðar
lega, þá átti ég eininlega fullt i
fangi með að koma öllum þessum
bókum að. Að nokkru leyti er ég
þvi enn að fjalla um jótabækurn-
ar."
„En þegar fram i sækir," sagði
Þorleifur ennfremur, „hef ég hug
á að reyna að fjalla frekar álmennt
um einstaka höfunda, en út frá
ákveðnum bókum þeirra. Til
dæmis er ætlunin að næsti þáttur
á eftir fjalli um Thor Vilhjálmsson
með það fyrir augum að kynnast
honum svolitið sem rithöfundi,
hugsanlega með viðtali við hann
sjálfan."
Á LAUGARDÖGUM kl. 14.15
hefur Atli Heimir Sveinsson tón-
skáld, verið með geysivinsæla
þætti, AÐ HLUSTA Á TÓNLIST.
„Þessir þættir fjalla einmitt um
þetta, — að hlusta á tónlist",
sagði Atli Heimir er við spjölluðum
við hann. „Ég fer yfir helztu tón-
listarformin, reyni að lýsa þeim
með tóndæmum. lýsa einkennum
þeirra, hvernig þau eru til komin,
hvernig þau skipa sér I hópa og
hvernig þau greinast hvert frá
öðru."
„Þetta reyni ég sem sagt að
sýna með dæmum," sagði Atli
Heimir, „einkanlega dæmum úr
þekktum tónverkum og þeim sem
eru óvanalega skýr, þannig að
hlustendur eigi að geta fylgzt vel
með. Það er aðallega þetta tvennt
sem ræður valinu á dæmum.
Annars geta þau verið frá ýmsum
öldum; t.d. hef ég notað mikið
Gamla Nóa. Það er hægt að skýra
svo óhemju mikið með þessu ein-
fatda lagi. En það er sem sagt
ekkert útilokað og dæmin geta
verið tekin úr Bach. jazzi eða
poppi."
„Ég byrjaði á hinum einfaldari
tónlistarformum, þessum algeng-
ustu hugtökum eins og til að
mynda hvað er dúr og moll,"
sagði hann ennfremur, „en nú fer
þetta smám saman að verða flókn-
ara. í þættinum á laugardag (á
mogun) tek ég þannig fyrir sálma-
forleiki, og svo koma synfóníurn-
ar. Ég mun leika einstakar synfón-
tur, benda á sérkenni þeirra
o.s.frv. og reyna að svara
spurningunni hvað er synfónia? Er
hún eins óskiljanleg og margir
vilja vera láta? I þessu sambandi
má hafa skáldskap til hliðsjónar.
Allir geta notið skáldskapar En er
einhver les t.d. ferskeytlur, þá
ætti hann að geta notið þeirra
betur ef hann veit eitthvað um
stuðla, höfuðstafi. rím o.s.frv. Ég
er að reyna að gera eitthvað sams-
konar við músik."
„Þessar helztu formgerðir, sem
ég reyni að fjalla um, skjóta alltaf
upp kollinum á öllum öldum, hvort
sem er á skeiði barrokks, jazz eða
popptónlistar. Þetta eru form sem
menn eru alltaf að fást við, sama
hvernig músik þeir semja. Þetta er
eiginlega beinagrind tónlist-
arinnar."
„Jú, jú, ég get ekki annað sagt
en að ég hafi fengið góðar undir-
tektir," sagði Atli Heimir Sveins-
son að lokum. „Það er fullt af
fólki sem ég þekki ekki neitt, sem
hringir i mann og vill lenda i
hrókasamræðum um efni þátt-
anna. Hins vegar er ég ekkert að
reyna að verða vinsæll með þessu,
heldur aðeins setja þetta fram á
eins auðskilinn hátt og mér er
unnt."