Morgunblaðið - 14.02.1975, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
27
koma undan heiðinni, þar á
Tungufljót upptök sín. Skamm-
degið grúfði yfir, frostið herti og
frusu að okkur fötin. Ég taldi
líklegt, að okkur mundi kala á
fótum áður en við næðum heim.
Hvað skal þá til ráða? Við vöðum
báða lækina, sagði Tommi, þetta
er kaldavermsl. Við ösluðum báð-
ir lækina og komum heim með
heila fætur.
Sporin hverfa í streymandi
lindinni en orðin greina frá at-
burðum.
Næstu árin vinnur Tómas
heima að búi föður síns, sem var
mjög farinn að heilsu, hann dó
1952. Nokkru áður hafði Tómas
ásamt Einari bróður sínum, sem
býr i Auðsholti, tekið við jörðinni
og hafið þar búskap. Einar er
kvæntur Ragnheiði Guðmunds-
dóttur frá Hjarðardal i Önundar-
firði. Tómas bjó með móður sinni,
Vilborgu, þar til hún dó, 1960.
Arið 1962 kvæntist Tómas Helgu
Þórðardóttur Jónssonar, kaup-
manns úr Reyk.iavik. Hafði hún
áður verið ráðskona hjá honum.
Þau hjónin eignuðust tvo drengi,
Tómas 13 ára og Þorbjörn 11 ára.
Auk þess ólst upp hjá þeim Þórð-
ur, sonur Helgu af fyrra hjóna-
bandi. Heimili þeirra hjóna var
með myndarbrag og búið stundað
af forsjá og atorku. Konan var oft
við kennslustörf, einkum síðari
árin.
Verkin eru sannasti vitnisburð-
ur hvers manns. 1 starfinu er
hann fegurstur og bestur, þannig
lifir hann áfram i verkum sínum.
Tómas unni bújörð sinni og rækti
vel sín ættartengsl. Byggingar
voru reistar yfir fólk og fénað og
unnið að ræktun jarðarinnar. Til
þessara verka var vel vandað.
Starfið var Tómasi lifsnautn,
hver stund var notuð til verka og
jafnvel eftir að heilsan tók að
bila, hélt hann samt vöku sinni og
veitti þjónustu við lifið sjálft.
Eins og áður er sagt hefur
Auðsholt verið mjög afskekkt
jörð, vegna stórra vatnsfalla, sem
að henni liggja, urðu Auósholts-
bændur af þessu að þola mikið
erfiði og óþægindi vegna ferða-
laga og flutninga að og frá heimil-
unum. Sem vænta mátti sýndi
Tómas mikinn áhuga um bættar
samgöngur að Auðsholti. Auðs-
hyltingar fengu því framgengt að
brú var byggð á Litlu-Laxá og
vegur var lagður austur í Hruna-
mannahrepp. Nú er hægt aó aka
bíl að Auðsholti, sem á aðra bæi,
þó lengri leið sé að fara en áður,
„Betri er krókur en kelda.“
Eitt sinn var um það rætt, að
Auðshyltingar vildu segja sig úr
lögum við Biskupstungnamenn og
sameinast Hrunamannahreppi.
Mörgum Tungnamönnum þótti
leitt að breyta svo ævafornum
hreppamörkum. Þó skildu menn
rök þeirra sem bjuggu vió vöítnin
ströng. Tómas taldi sig Biskups-
tungnamann og vildi vera það
framvegis sem forfeður hans. A
þessu varð engin breyting, Auðs-
holt telst enn til Biskupstungna
og verður svo væntanlega um
langa framtíð.
Tómas og ættmenn hans hafa
búið þar hátt á aðra öld. 1 Auðs-
holti búa nú þrír bændur, standa
tveir þeirra í sporum feðra sinna,
en einn er aðfluttur fyrir nokkr-
um árum.
Fyrir tveim árum fór Tómas að
finna fyrir þeirri meinsemd er
dró hann til dauða. Áður
fékk hann kölkun í mjaðmir en
hlaut á því nokkra bót. Bar hann
þetta með stakri ró og þolgæði og
var sístarfandi meðan unnt var.
Ég heimsótti hann á Borgarspítal-
ann nokkru áður en hann do. vio
tókum tal saman, var hann sem
jafnan áður æðrulaus og hógvær.
Við minntumst liðinna stunda og
bar margt á góma. Enn sem fyrr
átti hann áhugamál um framfarir
til umbóta —. Tiguleg kona geng-
ur hljóðlega inn i sjukrastofuna,
með henni er ungur piltur. Þetta
er Helga kona Tómasar, drengur-
inn er sonur þeirra, það er ef til
vill hann, „sem er of ungur," eins
og Tómas sagði mér. Ég kvaddi og
för.
Aðfaranótt 3. desember sl.
andaðist Tómas á Borgarspitalan-
um. Hjálmar bróðir hans var þar
nærstaddur. Hann segir svo frá:
„Örlögum sínum tók hann af mik-
illi karlmennsku eins og vænta
ásamt bróður sinum og öðrum Is-
lendingi til, og hugðust þeir nota
hann til krabbaveiða. Ágúst heit-
inn gekk að starfi sinu og atvinnu
með ötulleik. Auk þess mun hann
hafa verið all-mikill „sportmað-
ur“, lærði t.d. köfun (froskmað-
ur).
Ágúst Gúðmundsson var
ókvæntur og barnlaus. En hann
hélt svo mikilli tryggð við móður
sína og vini á „gamla landinu", að
oft kom hann um langa leið til að
vera hjá þeim um jólin. — Ágúst
var jarðsunginn 15. júlí 1974 af
síra John T. Greeny, lútherskum
presti við Calvary-kirkjuna I
Seattle. Myndir og nafnalistar,
sem móður hans hafa verið send-
ir, bera þess vott, að þar hefir
margmenni verið saman komið á
björtum og fögrum degi, enda er
þar margt Islendinga, þar á meöal
bróðir hans og mörg skyldmenni í
móðurætt.
Enginn sálmur var oftar sung-
inn við jarðarfarir á Norðfirði í
„gamla daga“ heldur en sálmur
séra Valdimars Briem: „Ég horfi
yfir hafið“. Engum gat dulist, sem
einhver kynni hafði af fólkinu við
hina fjallskornu, austfirzku
störnd, að því var tamt að hugsa
sér dauðann sem ferð út á hafið
eilifa, sem vér mennirnir horfum
út yfir af strönd þessa lffs. Þar
hafa ættmenn Ágústs heitins
horft út yfir hafið, til bjargræðis
sér og sínum. Sjálfur hafði hann
ætlað að beina för sinni út á ann-
að haf, þar sem einnig sér til
fagurra fjalla á ströndinni. En i
þetta sinn varð honum ekki auðið
að fara í slíkan róður'. Um þaðer
ekki að fást. Höfnin verður sú
sama, sem opnast oss öllum að
lokumogþví rita égþessarlínur,
að þeim er ætlað að verða kveðja
frá móður, systkinum og vinum, f
þakklátri minningu hins liðna, og
i tilhlökkun til endurfundanna
„handan við hafið“. Yfir þeim
endurfundum verður vakað af
honum, sem eitt sinn stóð á
ströndinni að morgni dags, þegar
vinir hans komu úr róðri. Hann er
jafn-nærri með huggun sina og
hjálp, hvar sem horft er yfir hafið
og hvar sem tekið er land. Sú von
sé einnig styrkur þeirra, sem
hryggðust við fráfall Ágústs
Guðmundssonar.
Rv. 5. febr. 1975
Jakoh Jónsson.
mátti. Kveðjum til vína sinna bað
hann mig að koma til skila.“
Ævin öll er glíma. Tómas stóð
vel að sinni lifsglimu og fylgdi
jafnan settum leikreglum. Lifs-
gliman gerói hann að gæfumanni,
það voru heiðurslaunin. Og nú,
þegar tjaldið fellur og hann hefur
kvatt okkur, sína viðfangsmenn
og leikbræður, söknum við hans
allir óg þökkum fyrir samfylgd-
ina.
Jarðarför Tómasar fór fram að
Skálholti 14. desember s.l. að við-
stöddu fjölmenni. Sóknarprestur-
inn, séra Guðmundur Öli Guð-
mundsson, flutti kveójuorð.
Við hjónin vottum fyllstu sam-
úð fjölskyldu og vinum hins látna.
Sigurður Greipsson.
Málfundanám-
skeiðið í kvöld
er þar almenn
félagsstörf
Jón Gunnar
Zoéga
Pétur
Sveinbjarnarson.
Þar verður tekið tyrir, fundarboð, fundargerðir,
starfsáætlanir fundarritun, auglýsingar, áróður,
Hvað er félag, stofnun félags, réttindi og skyldur
félaga, tilgangur félaga, rekstur félags, tengsl
almenns félagsmanns við félagið, tengsl félags
við almenna félagsmenn.
Leiðbeinendur: Jón Gunnar Zoéga og Pétur
Sveinbjarnarson.
Mætið stundvislega kl. 20.30 i Miðbæ við
Háaleitisbraut.
Nýir þátttakendur velkomnir.
Upplýsingar í sima 1 7102.
HEIMDALLUR.
Ágúst Norðfjörð Guð-
mundsson — Minning
þeir frændur sjómennsku og
frystihúsavinnu. Voru meðal ann-
ars við krabbaveiðar norður i
Alaska, en þaðan að norðan hefir
jafnan komið mikið af fiski á
markaðinn suður með ströndinni.
Minnist ég þess, að á ferðum min-
um sumarið 1934 hitti ég á þess-
um slóðum gamla leikbræður frá
Djúpavogi, sem stunduðu lax-
veiðar í Alaska, en höfðu niður-
suðuverksmiðju skammt norðan
til Seattle. Fyrir skömmu hafði
Agúst heitinn fest kaup á bát,
Hraunbær
2ja herb. ibúð. Verð 3.3 millj til
3.5 millj.
Laugavegur
2ja herb. íbúð i bakhúsi. Verð
2.6 millj.
Vesturberg
2ja herb. ibúð. Verð 3.5 millj.
Álftamýri
2ja herb. ibúð á jarðhæð. Verð
3.5 millj.
Gaukshólar
2ja herb. ibúð á 2. hæð. Verð
3.3 millj.
Hraunbær
3ja herb. ibúð. Verð 4.5 millj.
(búðinni fylgir eitt herb. i
kjallara.
Lundarbrekka
3ja til 4ra herb. ibúð. Sérþvotta-
hús á hæðinni. Verð 4.5 millj.
Laugavegur
3ja herb. íbúð i bakhúsi. Verð
3.3 millj.
Kársnesbraut
3ja herb. ibúð með bilskúr og
eitt herb. J kjallara. Verð 5.5
millj.
Leirubakki
4ra herb. íbúð á 2. hæð. Störar
svalir. Verð 5.5 millj.
Hofteigur
4ra til 5 herb. ibúð. Verð 4.5
millj. til 5 millj.
Byggðarholt
raðhús selst tb. undir tréverk og
málningu. Verð 6.5 millj.
Rauðarárstigur
4ra herb. íbúð um 1 20 fm. Verð
4.3 millj.
Torfufell
raðhús. Verð 7.5 millj.
Fasielgnasaian
ingöltsstræll 1.
slml 16138
Það er senn liðið hálft ár síðan
svipleg dánarfregn barst hingað
til lands alla leið vestan frá
Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna.
Dauðanum ættum vér raunar allt-
af að vera viðbúin, en því er ekki
að leyna, að fráfall góðs vinar i
mikilli fjarlægð verður oss við-
kvæmara en venjulega, þegar
ekki hefir neitt það gerst, sem gaf
til kynna, hvað i vændum væri.
Samt var þessari dánarfregn tek-
ið með mikilli stillingu, og að-
dáanlegri rósemi, þegar hún barst
hingað á björtum sumardegi. Þá
hafði Agúst Norðfjörð Guðmunds-
son látist sviplega í bílslysi að
morgni 10. júli 1974. — Hann var
einn f bifreið sinni á leið til
vinnu, og kenndi sér einskis
meins, en umferðin var geysileg,
og hálkan á veginum viðsjárverð.
Er ekki að orðlengja það, að slysið
bar að með þeim hætti, að enginn
gat við ráðið, — og var þá lokið
ævi manns, sem enn var á bezta
aldri og allir vonuðu, að enn ætti
mikið óunnið af drengilegu dags-
verki.
Ágúst Norðfjörð Guðmundsson
var fæddur í Neskaupstað í Norð-
firði 18. okt. 1937. Foreldrar hans
voru Guðmundur Eyjólfsson úr
Höfnunum (d. í Reykjavfk 1968)
og kona hans Sigríður Guðjóns-
dóttir útgerðarmanns Símonar-
sonar. Bæði faðir Ágústs heitins
'og móður-frændur stunduðu sjó-
inn um langt skeið, og engin
furða, þótt hugur hans sjálfs sner-
ist í þá átt. Börn þeirra Guðmund-
ar og Sigríðar urðu átta talsins, en
þrjár litlar dætur áttu skamma
ævi hér á jörð. Hins vegar voru
fósturbörnin tvö. Agús* heitinn
var því alinn upp I tengslum við
stóran systkinahóp, sem eins og
gengur, dreifðist víða, þegar hver
fyrir sig fór sina leið út í lífsbar-
áttuna. En Ágúst heitinn var jafn-
an mjög tengdur bæði foreldrum
sinum og systkinum, og þegar
hann 18 ára að aldri réðst í að
flytja til Kanada, gerði hann það
sennilega fyrst og fremst vegna
þess, að þangað var kominn móð-
urbróðir hans og nafni og stund-
aði störf við fiskiðnað. Með þeim
hjónunum, Ágústi Guðjónssyni og
Olöfu Hinriksdóttur fluttist hann
siðan til Seattle-borgar á Kyrra-
hafsströndinni. Þar stunduðu
* ,
margfaldor
markað gðar