Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1975 35 fH tfn w m :íi [Ti IR MORGIINBLAfiSiniS Island þokast upp á við German DR 20 10 6 4 27:17 26:14 Germany FR 15 11 2 2 27:9 24 6 Netherlands 14 10 3 1 32:8 23:5 Brazil 16 9 5 2 19:6 23:9 Poland 15 10 2 3 29:15 22:8 Bulgaria 19 6 6 7 30:23 18:20 Uruguay 13 6 3 4 16:13 15:11 England 10 4 5 1 12:7 13:7 Scotland 11 5 2 4 15:9 12:10 Argentina 12 4 4 4 18:20 12:12 Zaire 10 5 1 4 16:21 11:9 Yugoslavia 12 4 3 5 21:14 11:13 Sweden 13 4 3 6 12:20 11:15 Belgium 7 4 2 1 8:4 10:4 CSSR 9 4 2 3 14:11 10:8 Hungary 8 4 1 3 11:13 9:7 j Rumania 9 3 3 3 7:6 9:9 Austria 5 3 2 1 5:2 8:2 Spain 5 3 1 1 6:4 7:3 Greece 7 2 3 2 9:11 7:7 Denmark 6 2 2 2 13:6 6:6 France 6 2 2 2 9:8 6:6 Wales 6 3 - 3 9:6 6:6 Australia 7 2 2 3 5:8 6:8 Ireland Rep. 5 2 1 2 7:6 5:5 Italy 7 1 3 3 6:8 5:9 Chile 7 1 3 2 3:6 5:9 Ireland North 5 2 - 3 4:4 4:6 Turkey 4 1 1 2 4:8 4:6 Finland 6 i 2 3 8:11 4:8 USSR 4 1 1 2 2:5 3:5 Switzerland 7 1 1 5 5:7 3:11 Portugal 3 — 2 1 0:3 2:4 lceland 4 — 2 2 4:7 2:6 Haiti 9 — 2 7 3:23 2:16 Norway 6 1 " 5 6:1,1 2:10 Malta 4 — 1 3 1:4 1:7 Luxemburg 2 2 2:7 0:4 ISLAND er ekki lengur neðst á' blaði, þegar árangur knattspyrnu- landsliða þjóða sem eiga aðild að FIFA, alþjóðasambandi knatt- spyrnumanna, er reiknaður út. Fjögur iönd eru fyrir aftan okkur á töflunni: Haiti, Noregur, Malta og Luxemburg árið 1974, en hing- að til hafa Islendingar jafnan ver- ið neðstir eða næstneðstir á töfl- Tafla þessi sýnir útkomu landsleikja á keppnistímabilinu 1974. Fremsta talan tákn- ar leikna leiki, næsta tala unna leiki, þriðja tala jafntefli, fjórða tala tap, fimmta tala markaskorun í leikjunum og sjöfta talan táknar unnin og töpuð stig viðkomandi landa. Dæmi: A-Þýzkaland lék 20 leiki, vann 10, gerði 6 jafntefli, tapaði fjórum, skoraði 27 mörk en fékk á sig 17, hlaut 26 stig, en tapaði 14 stigum. Arni Guðjónsson kominn 1 steinngarnar og skorar eitt fimm marka sinna í leiknum í fyrrakvöld FH-ingar léku vel meðan þess þurfti með unni. Á árinu 1974 léku Islendingar fjöra landsleiki í knattspyrnu sem FIFA viðurkennir; við Finnland, Belgfu, A-Þýzkaland og Dan- mörku. Tveir leikja þessara urðu jafntefli og tveimur töpuðu Is- lendingarnir og hlutu því tvö stig. Franska knattspyrnutimaritið „France football", hefur einnig reiknað út árangur aðildarþjóða FIFA, en gerir það á öðrum for- sendum. Skipar blaðið Islending- um aðeins ofar á blað, og er ástæða þess góð frammistaða í landsleikjunum við A-Þýzkaland og Belgíu. Það voru Austur-Þjóðverjar sem náðu beztum árangri í lands- leikjum s.l. sumar. Þeir léku sam- tals 20 leiki, unnu 10 gerðu 6 jafntefli og töpuðu 4. Vestur- Þjóðverjar eru í öðru sæti og Hol- lendingar í þriðja sæti. Liverpool tapaði 1 FYRRAKVÖLD fór fram einn leikur f ensku 1. deildar- keppninni í knattspyrnu. Mættust þá Liverpool og Newcastle á heimavelli síðar- nefnda liðsins og urðu úrsiitin þau að Newcastle vann yfir- burðasigur f leiknum: 4—1. Hafði Newcastle náð 3—0 for- ystu I leiknum þegar eftir 23 mfnútur með mörkum John Trudor, Malcolm McDonalds og Stewars Barrowclough. A 69. mfnútu skoraði Brian Hall fyrir Liverpool, en hinn mark- sækni MacDonald átti sfðasta orðið f leiknum og skoraði fyr- ir Newcastle á 72. mfn. Þá fór fram einn leikur f 3. deildar keppninni og urðu úr- slit hans þau að Aldershot tapaði fyrir Swindon 0—1. I fjórðu deild kepptu Hartlepool og Lincoln City og sigraði fyrrnefnda liðið 2—0. FH-liðið fékk óskabyrjun undir stjórn hins nýja þjálfara sfns, Geirs Ilallsteinssonar, er það sigraði Gróttu með 29 mörkum gegn 22 f Islandsmótinu f fyrra- kvöld. Verður ekki annað sagt, en að Geir hafi stjórnað sfnum mönnum vel f þessum leik, og vfst er, að FH-ingarnir léku ágætan handknattleik f fyrri hálfleik, meðan þeir voru að tryggja sér sigur f leiknum. 1 seinni hálf- leiknum tóku þeir hins vegar lff- inu með ró, reyndu lítið á sig í vörninni, og sóknarloturnar voru flestar stuttar. Það kom að engri sök fyrir þá, langflestar þeirra enduðu með mörkum, og FH- ingarnir héldu að mestu hlut sfn- um frá fyrri hálfleiknum f leiks- lok. Annars er það auðvitað ófyrir- séð hvaða áhrif það hefur fyrir FH-ingana að Birgir Björnsson lætur af störfum sem þjálfari liðs- ins. Þvf verður ekki á móti mælt að Birgir hefur náð frábærum árangri sem þjálfari hjá FH, og gert þar marga góða hluti, m.a. nú i vetur með þvi að leiða liðið í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninn- ar í handknattleik, sem teljast verður glæsilegur árangur. Það hefur oft gefizt misjafnlega fyrir lið að skipta um þjálfara á miðju keppnistimabili. A hitt ber svo að líta, að Geir Hallsteinsson er sá Islendingur sem einna mest kann fyrir sér í þessari íþrótt. Ekki einungis það að hann hafi sjálfur leikið handknattleik allt frá unga aldri, heldur öðlaðist hann dýr- mæta reynslu og kynntist mörgu af því bezta sem til er í þessari íþróttagrein með veru sinni hjá þýzka liðinu Göppingen i fyrra- vetur. Ef að likum lætur nýtur Geir nú þeirrar reynslu og hún mun fyrr eða síðar koma fram hjá FH-liðinu. Með tilliti til þessa kann það að vera ávinningur fyrir FH að skipta nú um þjálfara. Mestu munaði fyrir FH-inga í þessum leik að Gunnar Einarsson iék nú í fyrsta sinn í vetur af fullum krafti, og sýndi þá takta sem gerðu hann að einum bezta handknattleiksmanni lslands i fyrravetur. Gunnar hefur átt við þrálát meiðsli að stríða i vetur, og ekki verið nema svipur hjá sjón, þar til loksins nú, að bæði spil hans og skot voru eins og bezt verður á kosið. Munar miklu fyrir FH-liðið að hafa Gunnar með í fullu fjöri, og á það ugglaust eftir að koma betur í ljós seinna. Vörn FH-liðsins stóð sig með miklum ágætum í fyrri hálfleikn- um, og nánast var sem lokaður veggur fyrir Gróttuliðið, en leik- menn þess höfðu heldur ekki mikla þolinmæði að bíða eftir þvi að smugur gæfust. Hvað eftir ann- aó hálfvörðu varnarieikmenn FH skot Gróttumanna, þannig að eftirleikurinn varð Birgi Finnbogasyni í FH-markinu auð- veldur. Leit um tíma út fyrir að um algjört burst yrði að ræða í leiknum, en þegar FH-ingar höfðu náð tíu marka forskoti virt- ist svo sem þeir hefðu engan áhuga að láta kné fylgja kviði, og varnarleikur liðsins á köflum í seinni hálfleiknum var bara til málamynda. Gróttmenn fóru sinna ferða eins og þeim sýndist og slíkt kunnu skyttur liósins greinilega vel aö meta og skoruðu og skoruðu. Eins og i undanförn- um leikjum var hins vegar vörn Gróttuliðsins sem sáld, og það fer nú ekki að teljast til neinna tíð- inda lengur þótt liðið fái á sig 25—30 mörk i leik. Eru afdrif liðsins i 1. deildar keppninni enn ófyrirséð, en víst má telja að það verður að leika miklu betur en það hefur gert að undanförnu til þess að eiga sigurvon á móti lR- ingum, liðinu sem stendur í slagn- um við það um fallið, í seinni umferðinni. Það hafði sýnileg áhrif til hins verra, einkum í varnarleik Gróttu að Atli Þór Héðinsson lék ekki með liðinu, en sem kunnugt er dvelur hann við knattspyrnu- iðkanir í Skotlandi um þessar mundir. Við þetta bættist svo að Árni Indriðason, sem verið hefur kjölfestan i vörn liðsins var óvenjulega daufur i dálkinn i þessum leik, og lét litið að sér kveða. Hið sama má raunar segja um sóknarleikinn. Þar hefur Árni oftast unnið geysilega vel og opn- að fyrir félaga sina með baráttu og hreyfingu, en að þessu sinni var hann óvenjulega lítið á ferð- inni. Eins og venjulega var það Björn Pétursson sem skoraði mest fyrir Gróttu, en nýting hans í þessum leik var mjög góð þegar á heildina er litið. Halldór Kristjánsson naut sín líka vel þegar á leikinn leið, en til að byrja með hafði hann náð litlu út úr mörgum skottilraunum sinum. I STUTTU MALI: lslandsmótið 1. deild Iþróttahúsið í Hafnarfirói 12. febrúar ÚRSLIT; FH - - Grótta 29—22 (15-7) Gangur leiksins: Mln. FH Grótta 2. ólafur 1:0 3. ólafur 2:0 3. 2:1 Björn 4. Sæmundur 3:1 6. Árni 4:1 11. Árni 5:1 12. Gunnar 6:1 14. Arni 7:1 14. 7:2 Björn 14. Guðmundur 8:2 17. Gunnar 9:2 18. Guðmundur 10:2 19. 10:3 Halldór 21. 10:4 Halldór 21. Gunnar 11:4 22. 11:5 Halldór 23. 11:6 Björn (v) 24. Gunnar 12:6 26. 12:7 Björn (v) 27. Þórarinn 13:7 28. örn 14:7 29. Þórarinn 15:7 Framhald á bls. 22 LIÐ FH: Birgir Finnbogason 2, Sæmundur Stefánsson 2, Viðar Sfmonarson 3, Guðmundur Stefánsson 2, Tryggvi Harðarson 1, Jón Gestur Viggósson 2, Arni Guðjónsson 3, Örn Sigurðsson 1, Ölafur Einarsson 2, Þórarinn Ragnarsson 2, Magnús Ölafsson 2, Gunnar Einarsson 3. LIÐ GRÓTTU: Ivar Gissurarson 1, Björn Pétursson 3, Kristmund- ur Asmundsson 1, Þór Ottesen 1, Arni Indriðason 2, Halldór Kristjánsson 2, Grétar Vilmundarson 1, Georg Magnússon 2, Axel Friðriksson 1, Sigurður Pétursson 1, Magnús Sigurðsson 2, Guð- mundur Ingimundarson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.