Morgunblaðið - 27.02.1975, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975
Jafntefli
hjá Friðrik
og Keres
Moskvu, 26. febr. AP.
JAFNTEFLI varð í biðskák
Friðriks Ólafssonar og Pauls
Keres frá Sovétrfkjunum á
skákmótinu f Tallinn í dag,
miðvikudag. Sömdu þeir jafn-
tefli eftir 74 leiki.
Tass fréttastofan segir að
Friðrik hafi átt erfiða vörn
gegn Keres en honum hafi tek-
izt að koma í veg fyrir
vinningstilraunir hans.
Úrslit í öðrum biðskákum
urðu þau, að sovézki skák-
meistarinn Taimanov vann
Espig frá Austur-Þýzkalandi,
en gerði jafntefli við landa
sinn Kyarner. Marovic frá
Júgóslaviu vann Fernandez
frá Kúbu og Rytov frá Sovét-
rikjunum vann Kyarner. Stað-
an er nú: Keres með 6V6 v,
Spassky 5* lÆ v., Bronstein og
Friðrik Olafsson hafa 5 vinn-
inga hvor og Hort, Gipslis og
Marovic 4V$ v. hvor.
Búnaðarþingsfulltrúar:
Fá 61þúsund
krónur fyrir
sautján daga
ATHYGLI vakti f umræðum
á Alþingi í fyrradag, er því var
haldið fram að fulltrúar á búnað-
arþingi fengju þingmannalaun á
kostnað hins opinbera meðan
þingið stæði yfir og svo gilti raun-
ar einnig um fulltrúa á fiski-
þingi. Taldi ræðumaðurinn, Gylfi
Þ. Gfslason, þetta fráleita máls-
meðferð og spurði hvaða rök
væru fyrir því að íslenzka ríkið
greiddi Búnaðarþingsfulltrúun-
um alþingismannalaun fyrir
þingsetuna.
I tilefni af þessu sneri Morgun-
blaðið sér til þeirra Halldórs Páls-
sonar búnaðarmálastjóra, og Más
Elíssonar fiskimálastjóra og leit-
aði nánari stafestingar á því aó
hér væri rétt með farið. Már Elís-
son kvað svo ekki vera. Hann
benti á að langfiestir þingfulltrú-
Hans G. Andersen um fundi Evensen-hópsins:
Ný ammomákverksimðja
og nauðsynleg virkjun
kosta 40 milljarða kr.
Á FUNDI Búnaðarþings í gær
flutti Runólfur Þórðarson, verk-
smiðjustjóri Áburðarverksmiðj-
unnar f Gufunesi, erindi um
áburðarframleiðslu á tslandi. Það
kom m.a. fram f erindi Runólfs að
nú eru framleiddir í Gufunesi %
hlutar þess áburðarmagns, sem
notað er f landinu, en það byggist
á innflutningi til blöndunar f
verksmiðjunni. Með stækkun
saltpéturssýruverksmiðju mætti
framleiða allan þann áburð, sem
þörf væri fyrir í landinu f dag,
þ.e.a.s. með jafnhliða innflutn-
ingi á ammoníaki, fosfór og kalf.
Slík stækkun á saltpétursýru-
verksmiðjunni og bætt hafnarað-
staða í Gufunesi og aukið
geymslurými er áætlað að mundi
kosta rúmlega 1000 millj. króna.
Það þarf tiltölulega litla orku eða
aðeins 2 megawött til viðbótar, ef
lagt væri í þessa framkvæmd.
I sambandi við aukna ammoní-
akframleiðslu kemur tvennt til
greina. Miða framleiðsluna fyrst
og fremst við innlenda notkun og
þá nokkur ár fram í tímann. Ef
afköstin yrðu þrefölduð frá því
sem þau eru í dag, þyrfti um 30
mw til vióbótar í orku. Talið er að
1 mw þurfi til að framleiða eitt
tonn af ammoníaki. Með þreföld-
un á afköstum í Gufunesi þyrfti
ekki aukinn mannafla, en fjár-
festing gæti orðið 3500—4000
millj. króna. Hugsanlegt er einnig
að byggja stóra ammoníaksverk-
smiðju, en þá er staðarvalið ekki
sjálfgefið, því aðrir staðir á land-
inu koma fullt eins vel til greina
eins og Gufunes. Algeng stærð á
verksmiðjum erlendis er 800—
1000 tonna framleiðsla af ammon-
íaki á dag. Orkuþörf fyrir 800
tonna verksmiðju er talin 400—
Framhald á bls. 27
0
Utlánatakmark-
anir enn í athugun
ar á fiskiþingi væru jafnan frá
Reykjavík og af Suðurnesjum og
fengju þeir engan ferðastyrk
greiddan né dagpeninga. Hinir
sem væru lengra að komnir
fengju aftur á móti eðlilega
greiddan ferðakostnað og þing-
fulltrúarnir fengju síðan greitt
vinnutap vegna þingsetunnar, en
þar væri um að ræða ákveðna
fasta upphæð. Már sagði, að fiski-
þing kostaði hið opinbera engar
stórar upphæðir, það stæði aðeins
i 6 daga og þinghaldið væri þar að
auki greitt að þriðjungi af sjávar-
útveginum sjálfum.
Halldór Pálsson búnaðarmála-
stjóri upplýsti, að búnaðarþing
hefði árið 1973 kostað 1.7 milljón-
ir króna og í fyrra hefði það kost-
að 2.1 milljón króna. Tölur fyrir
yfirstandandi þing liggja enn
ekki fyrir.
Alls áttu um 25 fulltrúar sæti á
búnaðarþingi í fyrra en sjálft
þingið stóð í 17 daga. Reikna má
með 2 dögum í ferðalög og jafnvel
þrjá fyrir þá lengst að komnu,
þannig að reikna má með að um
20 dagar hafi farið í þingið í fyrra
fyrir hvern þingfulltrúa. Að sögn
Halldórs fengu þingfulltrúar
Framhald á bls. 27
Hannes afhend-
ir trúnaðarbréf
HANNES Jónsson afhenti forseta
ríkisráðs Rúmeníu, Nicolae
Ceausescu, trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra Islands í Rúmeníu
með aðsetri í Moskvu hinn 25.
febrúar sl.
„Gagnlegir - en engin
endanleg niðurstaða”
hve naumur tími væri til stefnu.
Olafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri VSl, kvað báða aðila hafa
gert grein fyrir sínum sjónarmið-
um á fundinum'með sáttasemjara
og andrúmsloftið hefði verið gott
á milli aðila, eins og jafnan fyrr i
þessum samningaviðræðum.
SÁTTAFUNDUR — Sátta-
semjari ríkisins hélt fyrsta
fund sinn með aðilum vinnu-
markaðarins i gær: F.v.
Skúli Pálmason, formaður
vinnumálasambands Sam-
vinnufélaganna, Ólafur
Jónsson, framkvæmdastjóri
VSl, Jón H. Bergs, formaður
VSl, Torfi Hjartarson, rikis-
sáttasemjari, Björn Jónsson,
forseti ASÍ, Björn Bjarna-
son í Iðju og Benedikt Dav-
íðsson, formaður Sambands
ísl. byggingarmanna.
Forsvarsmann bankanna hafa
haft til umræðu undanfarið út-
lánamál bankanna og þá einkum
samræmdar aðgerðir hvað snertir
takmörkun útlána. Eftir því sem
Mbl. hefur fregnað er að vænta
einhverrar niðurstöðu i þeim efn-
um nú alveg á næstunni.
AKURNESINGAR hafa nú tekið til sýningar „Ertu nú ánægð
kerling?" — revfuna sem sýnd var í Þjóðleikhúskjallaranum til
skamms tfma við góðar undirtektir. Verður hún frumsýnd í Bfóhöll-
inni f kvöld kl. 21. Leikstjóri er Jón Júlfusson, en yfir 20 manns taka
þátt í sýningunni. Næsta sýning verður annað kvöld, en ætlunin er að
sýna revfuna einnig um nágrannabyggðirnar.
fyrsta
í gær
ur í upphafi og kvað þau störf
sem Evensen-hópurinn hefði þeg-
ar innt af hendi mundu geta spar-
að tíma þegar til ráðstefnunnar í
Genf kæmi. Ekki væri heldur
óeðlilegt að mun skemmri tima
tæki að ná samkomulagi milli 25
aðila en 150 auk þess sem hver
togaði í sinn spotta á hinum form-
legu fundum ráðstefnunnar og
þar færi jafnan mikill tími í karp
og málalengingar.
Annars kvað Hans G. Andersen
Evensen-hópinn hafa með ýmsa
aðra þætti hafréttarráðstefnunn-
ar að gera en einungis efnahags-
lögsöguna, svo sem landhelgi,
landgrunnið, fiskveiðar í úthaf-
inu, og reyndar kvað Hans gert
ráð fyrir að Evensen-hópurinn
næði til allra þátta hafréttarráð-
stefnunnar áður en lyki, þar á
meðal mengunar í sjó.
Sr. Jóhann
til Hafnar
Sr. Jóhann Hlfðar hefur verið
ráðinn prestur meðal Islendinga í
Kaupmannahöfn frá 15. aprfl
næstkomandi og til næstu þriggja
ára. Sr. Jóhann hefur undanfarin
ár verið sóknarprestur í Nes-
kirkju.
Skýrslugjöf á
sáttafundinum
SATTASEMJARI ríkisins hélt
fyrsta fund sinn með fulltrúum
Alþýðusambands tslands og
Vinnuveitendasambandi lslands
kl. 2 í gær og stóð fundurinn í tvo
og hálfan tima. Sagði Torfi Hjart-
arson sáttasemjari, að tyrsti fund-
urinn hefði að mestu leyti snúist
um skýrslugjöf, þar sem aðilar
hvor f sínu Iagi og sameiginlega
gerðu grein fyrir stöðunni.
Björn Jónsson, forseti ASÍ,
sagði að þeir fulltrúar ASÍ hefðu
gefið sáttasemjara skýrslu um
stöðu samningamála á þessum
fundi. Engin ákvörðun hefði ver-
ið tekin um næsta fund aðilanna,
enda kvað Björn liklegt að sátta
semjari þyrfti að ráðfæra sig við
þriðja aðila þessarar vinnudeilu
— ríkisstjórnina — áður en hann
boðaði aðila aftur á fund. ASl
hefur boðað til ráðstefnu 3. marz
nk. og bjóst Björn við að hún yrði
næsti þáttur þessa máls nema al-
gjörlega ný viðhorf sköpuðust,
sem aldrei væri að vita þó að það
gæti varla talizt liklegt vegna þess
Þessir fundir hafa verið mjög
gagnlegir, enda þótt ekkert end-
anlegt hafi komið út úr þeim,“
sagði Hans G. Andersen, sendi-
herra í samtali við Morgunblaðið
um árangurinn af fundum Even-
sen-hópsins í New York dagana
10.—21. febrúar sl. Þessari nefnd
var ætlað að samræma mismun-
andi kröfur og sjónarmið ólfkra
hagsmunahópa meðal þátttöku-
ríkja hafréttarráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna, og var nefndinni
komið á fót óformlega, ef svo má
segja, en í samráði við forseta
ráðstefnunnar f Caracas. 1 henni
eiga sæti formenn 25 sendinefnda
eða einungis sjötti hluti sendi-
nefnda allra þátttökuríkja á ráð-
stefnunni, og var Hans G. Ander-
sen einn þeirra.
Reglulegir fundir voru haldnir
af þessum hópi meðan á Caracas-
ráðstefnunni stóð, svo aftur í New
York um mánaðamótin október-
nóvember, nú aftur í New York
og fundum verður svo haldið
áfram meðan Genfarráðstefnan
stendur yfir en hún hefst 17.
næsta mánaðar.
Hans G. Andersen sagði, aó á
öllum þeim fundum sem hingað
til hefðu verið haldnir innan Ev-
ensen-hópsins hefði hugtakið 200
mílna efnahagslögsaga verið lagt
til grundvallar en síðan væri ver-
ið aó forma og móta ýmsar grein-
ar i kringum það. Engin endanleg
niðurstaða væri þó komin í þess-
um efnum og þessu starfi yrði
haldið áfram á Genfarráðstefn-
unni. Sagði Hans að menn yrði að
hafa það hugfast, að ekki legóu
allir sama skilning í hugtakið 200
mílna efnahagslögsaga, en full-
trúar ýmissa ríkja gætu hins veg-
ar lýst því yfir að þeir væru til-
búnir að fallast á þetta grund-
vallarhugtak svo fremi að tillit
væri tekið til þessara eóa hinna
hagsmuna viðkomandi ríkja.
„Vandinn er því að finna sam-
nefnara hinna ýmsu sjónarmiða
innan þessa grundvallarhugtaks,"
sagði Hans.
Hann lét vel yfir störfum
nefndarinnar, eins og fram kem-
Varðskipið Týr
í reynsluferð
HIÐ nýja varðskip Týr mun
fara í fyrstu reynslusiglingu á
laugardaginn, að sögn Péturs
Sigurðssonar, forstjóra Land-
helgisgæzlunnar. Skipið er
væntanlegt heim frá Dan-
mörku um miðjan næsta mán-
uð. Nokkrir skipsmanna eru
þegar farnir utan, þar á meðal
skipherrann, Guðmundur
Kærnested. Nokkrir fara út
um þessa helgi, en flestir fara
utan að sækja skipið þegar það
verður tilbúið til heimsigling-
ar.