Morgunblaðið - 27.02.1975, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975
I
Sendiherra Slagslðnnnar í Noregi skrifar:
• Leiðir Slagslðunnar liggja
víða, ekki aðeins innanlands
heldur einnig til annarra
landa. Á dögunum var Slag-
síðan að þvælast i Noregi og
hlýddi þá meðal annars á leik
hljómsveitar sem kallar sig
FOLK FLEST. Einn af fimm
meðlimum hijómsveitarinnar
er Islendingur, Þorvaldur Örn
Arnason, Ifffræðinemi við
Háskólann í Þrándheimi. Aðrir
meðlimir hljómsveitarinnar
eru frá Þrándheimi.
Þorvaldur byrjaði að leika
með hljómsveitinni í septem-
bermánuði. Hann hafði ekki
áður leikið með norskum
hljómsveitum, en heima á
Fróni lék hann í eina tið með
hljómsveitinni Eldum, sveita-
ballahljómsveit, sem einkum
lék fyrir austan Fjall. Tals-
verður munur er á þessum
tveimur hljómsveitum, sem
Þorvaldur hefur leikið með. Sú
íslenzka lék eingöngu tónlist
sem ætluð var til að dansa eftir
og gerói ekki miklar kröfur til
áheyrenda sinna. Folk Flest er
hins vegar hljómsveit, sem
leikur „konsert-músík“, sem
ekki er ætluð til að dansa eftir
og telst sennilega til samblands
af þjóólagatónlist og poppi.
Hljómsveitin Folk Flest var
stofnuð árið 1973. Til að byrja
með voru þrír piltar í hljóm-
sveitinni, en nú eru þau orðin
fimm. Tónlistin er öll samin af
þeim sjálfum, bæði lög og
textar. Þau láta ýmis baráttu-
mál til sin taka og yfirleitt eru
textar þeirra mjög pólitískir. —
Við notum tónlist okkar til að
koma skoðunum okkar á fram-
færi, sagði Þorvaldur í samtali
við Slagsíðuna, þar sem þau
höfðu sett sig niður í þægilegu
eldhúsi á stúdentabænum að
Sogni í Osló og hámuðu í sig
hangikjöt, sunnudagsmorgun
fyrir nokkru síðan. — Við erum
ekki fylgjendur þessarar
„tyggigúmmítónlistar" sem
stöðugt glymur í eyrum og
sljóvgar alla hugsun, hélt Þor-
valdur áfram. — Við höfum
ekki áhuga á að flytja bara ein-
hverja fallega, slípaða tónlist,
jafnvel með erlendum texta
sem fáir skilja.
Flestir textar þeirra í Folk
Flest eru á þrænsku, málýsku
þeirri, sem töluð er í Þrænda-
lögum. Ástæðan er sú að þau
vilja syngja á mállýzku fólks-
ins, sem þau syngja fyrir. Texti
sá sem hér fer á eftir er að vísu
á nýnorsku og er saminn af
einum meðlimi hljóm-
sveitarinnar, Petter Næss.
Fjallar textinn um baráttu Is-
lendinga fyrir afkomu sinni og
er saminn um það leyti sem
Islendingar færðu landhelgi
sína út í 50 mílur.
ÍSLAND
Kvinne stár med vind i hár
og stirer ut fra ei strand.
Song og rop fra barn i leik
som vinden ber
med seg fra land.
Venter pá ein fiske-sjark
med föde og med far.
Islands sjö gir Island bröd,
og Islands hage er hav.
Utan skogar, utan korn
ligg Islands karrige strand.
Mann og kvinne
för opp sine barn
mellom hav og bre og vulkan.
Sjark og sköyte hauster inn
det havet kaster av.
Islands sjö gir Island bröd,
og Islands hage er hav.
Ransmenn sörfrá trengde inn
mot Islands, lystne pá rov.
Trálar havet tomt for torsk
mens kanoner finn sitt mál.
Eit lite folk stár samla ná:
Stans rovfisket, er várt krav;
Várt levebröd er Islands sjö
og Islands hage er hav.
Plötur með þeim í Folk Flest
eru væntanlegar á markaðinn í
Noregi á næstu mánuðum.
Fyrst kemur lítil plata þar sem
þau flytja annað lagið, en hitt
er flutt af einni vinsælustu
hljómsveit Norðmanna,
Vömmöl Spelmannslag, sem
einnig er frá Þrándheimi og á
margan hátt er á sömu línu og
þau í Folk Flest. Kór frá félagi
norskra simvirkja syngur undir
i báðum lögunum, en sim-
virkjar voru i löngu verkfalli í
vetur. Þá á Folk Flest tvö lög á
plötu, sem listafólk frá Þránd-
heimi stendur að og er hugsuð
sem málefnalegur og fjárhags-
legur stuðningur við Palestínu-
menn.
Eigin 12 laga plata verður svo
væntanlega tekin upp um
páskana og veróur lagið
ISLAND á þeirri plötu. Sem
sagt, nóg að gera hjá þeim í
Folk Flest, enda reyna þau að
spila fyrir fólk flest og styója
það með tónlist sinni í barátt-
unni gegn hinum drottnandi
öflum í þjóðfélaginu, eins og
Þorvaldur orðaði það. — áij.
„Já, það er komið nýtt fólk í
hljómsveitina, en við höfum gætt
þess að kasta gömlu stefnunni
ekki fyrir róða. Við höfum haldið
henni að langmestu leyti, en víkk-
að tónlistarsviðið og bætt flutn-
inginn. Þetta er betri hljómsveit
en nokkru sinni áður. Við höfum
færzt nokkuð frá hreinu þjóðlaga-
linunni yfir í nútímalegra efni, en
eins og áður er söngurinn okkar
aðalsmerki. Þó má segja, að í þess-
ari heimsókn höldum við okkur
að langmestu leyti við gamla stíl-
inn, því að söngkonan okkar,
Andie Sheridan, er veik og getur
ekki sungið og önnur hefur hlaup-
ið í skarðið, Carol Hammond heit-
ir hún. Carol er meira á þjóðlaga-
línunni en Andie.“
Aðrir nýir liðsmenn hljómsveit-
arinnar eru: George Jeffrey,
trommuleikari, Chris Johnstone,
HLJÓMSVEITIN FOLK FLEST; myndin er tekin á hljómleikum í Þrándheimi í október sl. Meðlimir
hljómsveitarinnar eru frá vinstri: Þorvaldur Örn Árnason, Trond Lillealtern, Gunn Blásmo, Petter
Næss og Öyvind Svaleng.
M,MMNNUI
SETTLERS — hin nýja liðsskipan: George trommuleikari, Chris bassaleikari,
Andie söngkona (komst ekki til íslands vegna veikinda, en Carol Hammond kom í
hennar stað), Mike gítarleikari og fyrirliói og Paul gítarleikari.
Jvin” SETTLERS
komnir í heimsókn
„VID flytjum enn að miklu leyti
svipaða tónlist þeirri, sem þið haf-
ið séð í sjónvarpsþáttunum, en
höfum einnig bætt við nýju efni,
þannig að við náum yfir breiðara
tónlistarsviðen áður og höfðum til
stærri áheyrendahóps en áður.“
Það er Mike Jones, sem þannig
lýsir tónlistinni, sem hljómsveitin
Settlers mun flytja íslendingum
næstu vikurnar á skemmtunum
víða um land.
Hljómsveitin er kunn hér á
landi af skemmtiþáttum, sem
sýndir voru í íslenzka sjónvarp-
inu á síðasta ári, en mikil breyt-
ing hefur orðið á liðsskipan
hljómsveitarinnar frá þeim tíma,
enda þættirnir meira en tveggja
ára gamlir. Er nú einungis einn
liðsmaður eftir af þeim, sem sáust
i sjónvarpinu, og það er einmitt
Mike Jones, sem hefur verið fyr
irliði hljómsveitarinnar frá stofn
un hennar fyrir 13 árum.
Mike er skeggjaði gítarleikar
inn, sem oftast hafði orð fyrii
hljómsveitinni í sjónvarpsþáttun
um, og hann hafði einnig orð fyrii
hljómsveitinni í fyrrakvöld, er
Slagsíðan tók hús á henni á Hótel
Esju. Hljómsveitin var þá nýkom-
in á hótelið frá Keflavíkurflug-
velli eftir flugferðina frá London.
Mike var spurður, hvort þeir
Settlers, sem nú hefðu komið til
Islands, væru ekki í rauninni allt
aðrir Settlers en þeir gömlu, sem
kunnir eru úr sjónvarpsþáttun-
um.
bassaleikari, og Paul Greedus,
gítarleikari. Þeir Paul og Chris
eru fjölhæfir hljóðfæraleikarar,
leika m.a. á píanó og skyld hljóð-
færi og einnig ýmiss konar gítara,
bæöi rafmagnaða og órafmagn-
aða. Mike Jones leikur sjálfur á
gítara af ýmsum gerðum.
Áður en hljómsveitin kom til
Islands hafði hún m.a. unnið að
gerð sjónvarpsþátta i London og
áður verið í Monte Carlo-
spilavítunum — að spila fyrir
gesti um jólaleytið. Að Islands-
dvölinni lokinni taka við hljóm-
leikar i London, sjónvarpsþættir i
Amsterdam og sigling á skemmti-
ferðaskipi um Miðjarðarhafið, svo
að nokkuð sé nefnt.
Hljómsveitin mun dveljast hér
á landi fram til 13. marz og leika á
skemmtunum víða um land á
þeim tíma, m.a. í tengslum við
ferðakynningar Sunnu. Þá er
einnig i bígerð upptaka á þætti
fyrir íslenzka sjónvarpið. Hljóm-
sveitin átti að skemmta i Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi (ef
veðrið leyfði), en í kvöld og næstu
kvöld mun hún m.a. skemmta í
Klúbbnum, Sigtúni, Festi og víð-
ar.
„Við munum leggja mikið upp
úr góðri þátttöku áheyrenda, með
klappi, söng og tilheyrandi kæti,“
sagði Mike. „Við munum reyna aó
flytjá eitthvað fyrir alla, svipað
og áður, og vonum að fólk muni
skemmta sér vel.“
Talið berst svo að fyrstu kynn-
um þeirra félaga i Settler.s af Is-
landi og brátt heyrast hinar hefð
bundnu ferðmannasetningar:
„Loftið er svo tært... og vatnið
svo mjúkt og gott... og bjórinn
svo skritinn...“ Og Paul klykkir
út með þessum orðum:
„okkur var sagt, að hér væri
ískalt, og að við ættum að dúða
okkur eftir megní. Svo höfum við
setið kófsveitt í flugvélinni.. og
komumst aó þvi við komuna til
Keflavíkur, að hér er hlýrra en
var i London, þegar við fórum!“
Hvenær ætli ferðamenn geti
treyst því að fá að kynnast al-
mennilegu islenzku óveðri, eins
og þeim hefur verið iofað?
— sh.
FOLK FLEST -
íyrir flest fólk
™ tek-íslenzk hljómsveit á uppleið