Morgunblaðið - 27.02.1975, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975
S j ávarútvegsr áðherr a:
Verðákvörðun míðist við
gæði afla til vinnslu
KARVEL Pálmason (SFV)
kvaddi.sér hljóðs utan dagskrár í
neðri deild Alþingis sl. mánudag,
vegna verðákvörðunar á steinbít,
og spurði sjávarútvegsráðherra:
1) hvort honum hafi verið kunn-
ugt um þessa verðákvörðun, áður
en hún var tekin, 2) hvort hann
hafi samþykkt eða staðfest
ákvörðunina og 3) ef svo væri
ekki, hvað hann hyggðist gera í
málinu?
Kjartan Ólafsson (K) kom sfð-
an í ræðustól, með hliðstæða
spurningu, þess efnis, hvað ráð-
herra hyggist gera til að koma í
veg fyrir stöðvun línubátaflotans
á Vestfjörðum?
IVIatthías Bjarnason (S) sjávar-
útvegsráðherra sagði m.a., aðekki
væri í verkahring sjávarútvegs-
ráðherra að staðfesta ákvörðun
verðlagsráðs sjávarútvegsins né I
valdi hans að breyta henni og
vitnaði til viðkomandi laga þar
um um starfssvið ráðsins. Las
hann síðan skýringu Verðlagsráðs
á þessari ákvörðun og gerði grein
fyrir störfum nefndar, sem fyrrv.
sjávarútvegsráðherra skipaði, og
reglugerð sem hann gaf út á sinni
tfð, þar sem m.a. segir, að steinbit-
ur megi ekki nema meiru en 5%
af afla úr hverri veiðiferð á tíma-
bilinu 1/11—15/3 ár hvert. Hann
hafi breytt þessari reglugerð og
stytt fyrrgreint tímabil um hálfan
mánuð.
Síðan gerði ráðherra grein fyrir
skýrslu Fiskifélags Islands um
steinbítsafla báta í Vestfirðinga-
fjórðungi á þessum árstíma, þar
sem segir að hann hafi verið
óverulegur á undanförnum árum
í janúarmánuði og fram eftir
febrúar og naumast vinnsluhæf-
ur. Reynslan hafi orðið önnur nú f
ár, þar sem steinbítur hafi gengið
fyrr á mið vestra og reynzt gott
hráefni.
Persónulega sagðist ráðherra
Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra.
vera andvígur verðákvörðun, sem
bundin væri til svo skamms tíma,
að sínu mati ætti hún að miðast
við tímabilið allt og gæði aflans,
að hann væri hæfur til frystingar.
Þingsályktunartillaga:
Áhrif hafíss á
vöruflutninga
fyrir Norðurlandi
Lárus Jónsson (S) flytur þings-
ályktunartillögu um ofanskráð
efni, sem hér fer á eftir ásamt
greinargerð:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta kanna afleiðing-
ar truflana á vöruflutningum til
byggðarlaga á Norðurlandi, ef
hafís kynni að leggjast þar að
landi, og gera áætlun um hvernig
bregðast skuli við slíkum vanda.
Jafnframt er rikisstjórninni falið
að kanna á hvern hátt unnt er að
bregðast við hafískomum, ef stór-
fyrirtækjum yrði valinn staður á
Norðurlandi.
GREINARGERÐ
Hafískomur að Norðurlandi
hafa sem betyr fer verið fátíðar á
þessari öld og' siglingar til norð-
lenskra byggðarlaga því lítið
truflast af þessum sökum. Engu
að síður er það skoðun flm., að til
þurfi að véra áætlun um hvernig
bregðast skuli við slíkum vanda,
ef svo vildi til að hafís legðist að
Norðurlandi og truflaði samgöng-
ur. Fyrir nokkrum árum starfaði
stjórnskipuð nefnd að athug-
unum á þessu máli og má vafalítið
styðjast allverulega við skýrslur
hennar á þessu sviði.
Síðari hluti tillögunnar er fram
kominn af því marggefna tílefni,
að embættis- og stjórnmálamenn,
sem fjalla um staðarval stórfyrir-
tækja, t. d. orkufrekra stóriðju-
fyrirtækja, virðast flestir hverjir
haldnir þeirri skoðun að staðarval
slíkra fyrirtækja sé útilokað á
Norðurlandi sökum hafíshættu.
Flm. telur að hér sé um vanhugs-
un og vanþekkingu að ræða og
vill freista þess með þessum til-
löguflutningi að fá því framgengt
að umsögnum kunnáttumanna á
þessu sviði verði safnað saman og
opinber grein gerð fyrir líkum á
hafiskomum við Norðurland, svo
MMnGI
og margvíslegum möguleikum á
því að bregðast við slíku þannig
að ekki komi til truflana á rekstri
stórfyrirtækja, sem þar kynni að
vera valinn staður.
Viðreisnarstjórnin skipaði á
sínum tíma nefnd í samræmi við
ákvæði samnings ríkisstjórn-
arinnar og Alusuisse, sem skyldi
kanna kosti þess að velja álveri
stað á Norðurlandi. Þessi nefnd
skilaði áliti árió 1972. Hún komst
að þeirri niðurstöðu að engin
tæknileg hindrun fælist í staóar-
vali slíks fyrirtækis við Eyjafjörð
sökum hafíshættu. Nefndin rök-
SENDIFERÐABIFREIÐ
Til sölu Volkswagen rúgbrauð árgerð 1 970.
Bifreiðin er til sýnis á venjulegum vinnutíma við
vörugeymslu okkar.
Eggert Kristjánsson & Co. h. f.,
Sundagörðum 4.
studdi þetta álit sitt í stórum
dráttum eins og hér segir, sbr.
fylgiskjal I hér á eftir:
1. Unnt er að gefa út hafísspár í
nóvember ár hvert, sem gilda
fram í september á næsta ári.
Þessar spár er unnt að leiðrétta
mánaðarlega í samræmi við ríkj-
andi vindátt.
2. Myndir frá gervihnöttum er
ný og áhrifarík aðferð til þess að
fylgjast með hreyfingu hafíss.
3. Jafnvel þótt hafís leggist að
landi er hann yfirleitt ekki svo
þéttur að sérstaklega útbúin skip
geti ekki komist Ieiðar sinnar í
gegnum hann með eða án að-
stoðar flugvéla.
A fylgiskjali II er sýnt hversu
fá ár hefur sést til hafíss á þessari
öld í hólfum, sem ná á haf út frá
Vestfjörðum, fyrir Norðurlandi
og ,suður með Austfjörðum:
Nitjánda öldin er mesta hafísöld í
sögu þjóðarinnar og er glöggt að
sióustu áratugi hefur reynslan
oróið gjörólík, þannig að segja má
að síðan 1910 hafi ekki komið
hafis við Norðurland, sem hugs-
anlegt er að trufli siglingar, nema
árið 1968. A því ári urðu þó engar
truflanir á siglingu gæsluskipa
við Norðurland að sögn forráða-
manna Landhelgisgæslunnar.
Vilji menn samt sem áður
tryggja sig gegn náttúrufyrir-
brigðum eins og hafís, sem hindr-
að gæti siglingar með sérstökum
skipum, sem sjáifsagt væri að
grípa til fyrir stórfyrirtæki á
Norðurlandi í hafísárum, er enn
fremur ljóst að unnt er að gera
ráð fyrir því að birgja sig vel upp
meó hráefni, þegar hætta er talin
á hafís, skv. ;spám sérfræðinga.
Fullyrða má að slíkar öryggisráð-
stafanir geta tæpast ráðið úrslit-
um um rekstur stórfyrirtækja
sem hugsanlega yrði valinn stað-
ur á Norðurlandi.
Þá sagði ráðherra orðrétt:
Það, sem hefur gerzt, er það, að
fiskvinnslustöðvarnar á Vest-
fjörðum eða á norðanverðum
Vestfjörðum, sem taka við þess-
um fiski, á ísafirði, Bolungarvík,
Súgandafirði, Flateyri og Þing-
eyri, hafa samþ. fyrir sitt leyti að
greiða það verð sem var á haust
inu, svo að útreikningar hv. þm.
Kjartans Ölafssonar eru þvf al-
gjörlega út í hött. Verðið á s.l.
haustí var 19,05 kr. fyrir slægðan
steinbít með haus og fyrir óslægð-
an 16,80 kr. Verðið á árinu 1974
var aftur 17,15 kr. frá áramótum
og 15,15 kr. af óslægðu frá ára-
mótum og til 31. ágúst. En hækk-
aði þegar ný ríkisstjórn tók við
um 11%, um 19,05 og 16,80, eins
og ég sagði áðan. Auk þessa kem-
ur uppbót á línufisk allan, þar
með steinbít. Þessi uppbót á línu-
fisk var á árinu 1974 — 31. ágúst
— 75 aurar, greiddir af fisk-
vinnslustöðvum, og 40 aurar,
greiddir af ríkissjóðL_Erá 1. sept.
til áramóta hækkaði þetta fram-
lag frá fiskvinnslustöðvum um 10
aura eða úr 75 aurum í 85 aura, en
ríkishlutinn var óbreyttur 40 aur-
ar. Frá áramótum breytist þetta
framlag á þann veg, að hluti fisk-
vinnslunnar er nú kominn í eina
krónu, hækkar úr 85 aurum í 1
kr., en hlutur ríkissjóðs hækkar
úr 40 aurum í 60 aura, eða um
50%. Þetta verður líka að taka
með í reikninginn.
Það er engin deila um það, hvað
fiskverðið verður eftir 1. marz, en
það sem ég hef mestar áhyggjur
af, er hvað verðið á steinbít er
lágt, en ekki þetta sem hér er um
að ræða, því að þetta er auðvelt að
brúa á svo margan hátt. Ég hef
haft það til athugunar núna und-
anfarna daga, að það verði breytt
lögunum um útflutningsgjaldið á
þann veg, að magnkvótinn í stein-
bít í útflutningi fari i sama flokk
og karfa vegna þess verðhruns,
sem orðið hefur á steinbít, eins og
gert var þegar breytt var með
karfa og ufsaflök.
Gylfi Þ. Gfslason (A) sagði það
rétt, að ekki væri á valdi ráðherra
að staðfesta eða samþykkja
ákvörðun verðlagsráðs, né breyta
henni. Hinsvegar hefði ráðinu
orðið á mistök, sem leiðrétta
þyrfti með einum eða öðrum
hætti.
Lúðvík Jósepsson (K) sagði
ívitnaða reglugerð, sem hann
hefði gefið út, hafa að meginefni
fjallað um möskvastærðir botn-
vörpu og þorskfisknetja og lág-
marksstærðir fisktegunda. Við sig
hefði aldrei verið sérstaklega
rætt varðandi magnhlut steinbíts
1 lönduðum fiskafla.
Kjartan Ólafsson (K) fagnaði
ummælum ráðherra, þess efnis,
að vinnslustöðvar myndu áfram
greiða sama verð fyrir steinbít, er
hæfur væri til frystingar, og gilt
hefði á sl. hausti.
Matthías Bjarnason (S) lagði
fram reglugerð, undirritaða af
Lúðvík Jósepssyni, þar sem skýrt
er tekið fram, að hluti steinbíts i
lönduðum afla, tiltekinn árstíma,
megi ekki fara yfir 5%.
Sumir framangreindra þing-
manna tóku margsinnis til máls
og urðu þessar steinbítsumræður
hinar hörðustu á köflum, en al-
mennt létu þingmenn í ljós
ánægju með það, að fiskvinnslu-
stöðvar á Vestfjörðum greiddu
áfram haustverð fyrir vinnslu-
hæfan steinblt, þó að lágmarks-
verð í ákvörðun Verðlagsráðs
væri mun lægra.
Páls Þorbjörnssonar
minnzt á Alþingi
1 UPPHAFI fundar á Alþingi f
fyrradag mælti Asgeir Bjarnason
forseti sameinaðs Alþingis eftir-
farandi minningarorð um Pál
Þorbjörnsson fyrrum alþingis-
mann:
Páll Þorbjörnsson skipstjórí og
fyrrverandi alþingismaður varð
bráðkvaddur í heimabæ sfnum,
Vestmannaeyjum, síðastliðinn
fimmtudag, 20. febrúar, 68 ára að
aldri.
Páll Þorbjörnsson var fæddur
7. október 1906 í Vatnsfirði í
Norður-lsafjarðarsýslu. For-
eldrar hans voru Þorbjörn
héraðslæknir á Bíldudal Þórðar-
son bónda á Neðra-Hálsi í Kjós
Guðmundssonar og kona hans,
Guðrún Pálsdóttir prófasts og
alþingismanns f Vatnsfirði Ólafs-
sbnar. Hann hóf ungur sjó-
mennsku úr heimabyggð sinni og
vann sjómannsstörf lengstum á
árunum 1920—1932. Gagnfræða-
prófi við Menntaskólann í Reykja-
vík lauk hann utanskóla vorið
1922, var við nám í Stýrimanna-
skólanum f Reykjavík veturinn
1929—1930 og lauk þaðan
farmannsprófi vorið 1930. Eftir
það var hann um skeið stýri-
maður hjá Skipaútgerð rfkisins.
Árið 1932 fluttist hann til Vest-
mannaeyja og gerðist þar kaup-
félagsstjóri og sfðar skipstjóri og
útgerðarmaður. Síðustu árin
stundaði hann umfangsmikil
kaupsýslustörf, rak heildsölu- og
smásöluverslun með veiðarfæri
og aðrar útgerðarvörur.
Páll Þorbjörnsson átti sæti í
bæjarstjórn Vestmannaeyja á
árunum 1934—1950 og gegndi
öðrum trúnaðarstörfum fyrir
bæjarfélagið. Landskjörinn
alþingismaður var hann eitt kjör-
tímabil 1934—1937, sat á fjórum
þingum. Hann var í stjórn Síldar-
verksmiðja rfkisins 1935—1937 og
yfirskoðunarmaður ríkisreikn-
inga 1936—1937.
Víst má telja, að ungum hafi
Páli Þorbjörnssyni staðið opnar
ýmsar leiðir til frama. Hann valdi
sér sjómennsku að ævistarfi og
vann flest störf sfn í tengslum við
sjósókn og siglingar. Á Alþingi
átti hann sæti í sjávarútvegs-
nefnd, og ræður hans á þingi fjöll-
uðu flestar um þau málefni. Á
heimsstyrjaldarárunum var hann
löngum f siglingum, og auðnaðist
honum þá að bjarga mörgum
mannslífum úr sjávarháska. I
vestmannaeyjum átti hann
heimili í rúma fjóra áratugi við
miklar athafnir og umsvif og þar
féll hann frá skyndilega.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að minnast Páls Þorbjörns-
sonar með því að rísa úr sætum.