Morgunblaðið - 27.02.1975, Page 16

Morgunblaðið - 27.02.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975 Dalvíkingar vilja nýjan skuttogara Inúk vel tekið á Norðurlöndum UTGERÐARFÉLAG Dalvíkinga hf. hefur lagt inn umsókn til rfkisstjórnarinnar um leyfi til kaupa á nýjum skuttogara aó svipaðri stærð og togarinn Björg- vin, sem er f eigu félagsins. Björgvin er 407 bróttólestir að stærð og 46 metra langur. Tilboð hafa borizt frá tveimur norskum skipasmfðastöðvum og er kaup- verð áætlað um 420 milljónir á núgildandi gengi. Frá þessu er skýrt i blaðinu íslendingi á Akureyri fyrir stuttu. Kemur það fram i samtali sem blaðið á við Hilmar Daníels- son stjórnarformann Otgerðarfé- lags Dalvíkinga hf., að ástæðan fyrir væntanlegum skuttogara- kaupum sé óvissa sem ríki um áframhaldandi útgerð Aðalsteins Loftssonar á skuttogaranum Baldri, sem er af stærri gerðinni, um 1000 tonn, en útgerð hans mun hafa gengið erfiðlega. Frystihús KEA hafi tekið við öllum afla hjá Björgvin og Baldri og það skapað samfellda vinnu. Björgvin geti ekki einn haidið frystihúsinu gangandi með afla sínum og þvf sé nauðsynlegt að fá nýjan skuttogara af minni gerð- inni ef útgerð Baldurs verður hætt og hann seldur frá Dalvik. Athugað var hvort innlendar skipasmíðastöðvar gætu tekið að sér smíði togarans, en hún leiddi í ljós að enginn þeirra gat afgreitt togarann nægilega fljótt fyrir félagið, segir í frétt Islendings. Rekstur togarans Björgvins gekk nokkuð vel sl. ár. Afli tog- arans 11 mánuði ársins var 3000 tonn að verðmæti 82 millj. króna. Er sú útkoma í góðu meðallagi af togara af hans stærð að vera. Ut- gerðarfélag Dalvfkinga er í eigu sveitarfélagsins, Kaupfélags Ey- firðinga og Björgvins Jónssonar. EINS OG áður hefur verið getið fór leikflokkur á vegum Þjóðleik- hússins nýiega til Norðurland- anna og sýndi inúk I f jórum borg- um. Alls urðu sýningar 13 á 11 dögum, 5 f Stokkhólmi, 2 f Vasa, 3 f Þrándheimi og 3 I Kaupmanna- höfn. Inúk hefur hlotið mjög lofsam- lega dóma í blöðum, t.d. segir Hufvudstadsbladet i Finnlandi, að leikurinn hafi verið svo hríf- andi og nýstárlegur, að áhorf- endur hafi setið sem steini losnir þar til lófatakið fyllti salinn. Svenska Dagbladet segir, að sýn- ingin hafi endurspeglað ljóðræna viðkvæmni, um leið og miskunnarlaus hreinskilni hafi verið notuð til að koma boðskap leiksins á framfæri. Þá segir Politiken að hér hafi verið um að ræða yfirlætislausan en óvenjulegan leikviðburð, sem hafi verið gott dæmi um hvernig hægt sé að nota nútímaleikhús. Inúk er árangur samstarfs leik- aranna fimm, Brynju Benedikts- dóttur, Helgu Jónsdóttur, Ketils Larsen, Þórhalls Sigurðssonar og Kristbjargar Kjeld, sem fóru til Grænlands ásamt Haraldi Ölafs- syni til að safna efni f leikinn. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir. 1 leikför hópsins til Norðurlandanna var Sveinn Einarsson fararstjóri. Nú hefur komið til mála, að farið verði með Inúk á leiklistarhátið í Frakk- landi í vor, auk þess sem óskað hefur verið eftir fleiri leiksýn- ingum á Norðurlöndunum. NýaLssinnar skora á alþingismenn að fella fóstureyðingarfrumvarpið MBL hefur borizt eftirfarandi áskorun til alþingismanna, sam- þykkt á félagsfundi Nýalssinna 5. febrúar s.l.: „1. Fundurinn samþykkir að skora á alþingismenn að fella frumvarp það, sem nú er til með- ferðar á alþingi um greiðari að- gang að framkvæmd fóstureyð- inga en verið hefur hingað til. 2. Fundurinn litur svo á að fóstureyðing skuli aðeins fram- kvæmd í neyðartilfellum að læknisfræðilegu mati (til dæmis til þess að bjarga lífi móðurinnar, eins og gert hefur verið hingað til hér á landi), en alls ekki af félags- legum ástæðum, eins og til dæmis vegna fátæktar, aldurs, ósam- komulags foreldra eða eigin geð- þótta móðurinnar, eins og sumir mæla meó. 1 stað þess að grípa til þess neyðarúrræðis sem fóstur- eyðing er, ættu menn að beina orku sinni að þvi að bæta aðstöðu þeirra mæðra sem illa eru settar. 3. Fundurinn telur að fóstur- eyðing sé illt verk, ekki aðeins vegna þess að þar er verið að stytta æviskeið einstaklings, sem þegar hefur eignast sitt sérstaka svipmót, heldur einnig vegna þeirra skaðlegu áhrifa, sem slíkt kann að hafa á framlíf fóstursins. Þvi verður ekki lengur neitað, að fullgild vísindaleg og heimspeki- leg rök eru nú komin fram fyrir framlifi einstaklingsins á öðrum hnöttum að Ioknu lifi hér á jörð. Og alþingismenn geta ekki leyft sér að setja lög, sem gætu skaðað framlíf manna, án þess að hafa áður kynnt sér rökin í því máli.“ FÁEINIR BÍLAR TIL GAZ-24 AFGREIÐSLU STRAX. Á GAMLA VERÐINU Ásetlaö verö meö ryövörn 831.675 góölr greiösluskllmólar Bifrei Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Sudurlandsbraut 14 - llrykjavik - Simi 38600 Óska eftir að kaupa netaútbúnað á einn bát strax. Uppl. í síma 92-2707 eftir kl. 7 á kvöldin. Hestamannafélagið Fákur FRÆÐSLU- OG MYNDAKVÖLD verður haldið í félagsheimili Fáks fyrir unglinga mánudaginn 3. marz kl. 8.30. Sýnd verður kvikmynd af hestum. Rætt um meðferð hesta. Þeir sem ætla að vera í reiðskála Fáks eru sérstaklega boðið ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. Skemmtinefnd Fáks. Bifvélavirkja, vélvirkja eða mann vanan viðgerðum á vörubílum og þungavinnuvélum óskast strax. Upplýsingar í síma 52050. Ýtutækni h. f. Kerfisfræðingur — Programmer Óskum að ráða kerfisfræðing og / eða programmer, er hafi reynslu í einhverju eða öllum eftirfarandi forritunarmálum: Basic, — Fortran, — Assembler, — PL1 — Cobol. Til greina kemur að ráða tækni- eða verkfræðing er hafi reynslu í kerfissetn- ingu. Starfið hefzt á námskeiði og kynningu erlendis. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 3. marz 1975 merkt: K-8824. Skrifstofustarf Stúlka óskast nú þegar til almennra skrif- stofustarfa við stofnun í Reykjavík. Góð vélritunarkunnátta áskilin. Umsókn, er greini nafn, aldur, menntun og fyrri störf, sendist blaðinu merkt: ,,almenn skrifstofustörf — 661 9". Framtíðarstörf Plastprent h.f. óskar að ráða karlmenn, 27—40 ára, til starfa við nýja verk- smiðju. Hér er um vaktavinnu að ræða og krefst starfið áhuga og þekkingu i með- ferð véla. Reglusemi skilyrði. Umsækjendur þyrftu að eiga bifreið. Umsækjendur komi til viðtals kl. 1 0—1 1 og 1 4 — 1 6 næstu daga. Plastprent h. f. Skrifstofustörf Vantar stúlku eða karlmann til skrifstofu- starfa við vinnulaunaútreikning og bók- hald. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Reglu- semi áskilin. Upplýsingar í síma 86431. Laus staða Dósentsstaða í stærðfræði í verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Dósentinum er einkum ætl- að að starfa á sviði tölfræði. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsækjendur um stöðu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlega upplýsingar um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 20. febrúar 1975.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.