Morgunblaðið - 08.03.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975
3
Kaupstefnan Islenzkur fatnaður:
Það er auðséð að nemendur Hótel- og veitingaskólans una sér vel við
eldhússtörfin, en myndin var tekin þegar undirbúningur fyrir mat-
reiðslusýninguna stóð sem hæst.
Matreiðslusýning í Sjó-
mannaskólanum í dag
MATREIÐSLU- og framreiðslu-
sýning fer fram I Sjómannaskól-
anum f dag og hefst hún kl. 10.30.
Það eru nemendur í Hótel- og
veitingaskóla tslands, sem standa
fyrir sýningunni, en mestan hluta
kostnaðarins ber Sláturfélag
Suðurlands, sem verður með sýn-
ingu á afurðum I húsnæði skólans
um leið.
Það helzta, sem sýnt verður, er
sænskt kalt borð, kjötskurður,
hvernig matreiða á nokkra heita
rétti, borðskreytingu, framreiðsla
logandi rétta og blómaskreyting-
ar.
Nemendur munu annast útskýr-
ingar og svara spurningum gesta
auk þess sem sýndar verða kvik-
myndir og skýringamyndir. Gest-
um verður gefinn kostur á að fá
sér léttar máltiðir allan daginn,
og er verði veitinganna stillt í hóf.
Elhús skólans verður opið gest-
um.
Að sögn þeirra, sem að sýning-
unni standa, er tilgangurinn tvi-
þættur, — annars vegar sá að
veita nemendum þjálfun í starfi
og að kynna starfsemi skólans al-
menningi.
Það er von kennara og nem-
enda, að sýningargestir hafi bæði
gagn og gaman af því, sem fram
fer á sýningunni. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Isienzk iista-
verk á uppboði í
Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn, 7. marz.
Frá Braga Kristjónssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
LISTAVERKAUPPBOÐ Arne
Bruun-Rasmussen í Breiðgötu í
Kaupmannahöfn hefur dagana
11.—14. marz næstkomandi
uppboð á myndlist frá þessari
öld: málverk, höggmyndir,
grafík og keramik.
Meðal heimsþekktra lista-
manna eru Asger Jorn, Riehard
Mortensen, Appel, Georges
Braque, Bernard Buffet, Marc
Chagall, Salvador Dali, Max
Ernst, Giacometti, Káthe Koll-
witz, Matisse, Picasso, Vasarely,
Jacques Villon, Leger og
margir fleiri.
i þessum góða félagsskap er
m.a. að finna verk eftir þrjá
íslenzka myndlistarmenn:
Olíumálverk eftir Júlíönu
Sveinsdóttur, 54x65 cm að
stærð. Málverkið er í skrá upp-
boðsfirmans sagt vera frá Vest-
mannaeyjum, en þar mun vera
um misskilning að ræða. Mats-
verð listaverksins er d.kr. 5000
(l'sl. kr. u.þ.b. 150.000)
Listaverk eftir Sigurjón
Ólafsson myndhöggvara; skorið
í tré. Nafn listaverks þessa er
Móðir og barn og var það sýnt
árið 1944 á sýningunni i Char-
lottenborg. Aætlað söluverð
listaverksins er að áliti fyrir-
tækisins d.kr. 7000 (fsl. kr.
u.þ.b. 210.000).
Olíumálverk eftir Gunnlaug
Blöndal: Gladíólur í grænum
vasa á borði 61,5x46 cm. Áætlað
verð málverksins er d.kr. 8000
(ísl. kr. u.þ.b. 240.000).
Ofan á verð á uppboðum
þessum, sem fram fara hjá virt-
asta fyrirtæki Danmerkur, bæt-
ast 30% þóknun og söluskattur.
Islenzk málverk eru stundum
á uppboðum f Kaupmannahöfn
og hefur verð þeirra farið mjög
hækkandi undanfarið. T.d. má
geta þess, að málverk eftir þá
Ásgrím Jónsson og Jón Stefáns-
son voru s.l. vor seld á upp-
boðum þessum og var verð
þeirra frá d.kr. 7000—25000. Er
það fyllilega sambærilegt við
verð, sem fæst fyrir mörg lista-
verk heimsþekktra listamanna
á sömu uppboðum. Voru mál-
verk þessi eftir Asgrím og Jón
Stef. þó alls ekki meðal úrvals-
verka þeirra. Vaxandi áhuga
gætir í Danmörku á íslenzkri
list. Hefur áhugi þessi enn sem
komið er einkum beinzt að
hinum eldri málurum, en í
seinni tíð hafa danskir lista-
verkasafnarar lagt sig nokkuð
eftir verkum yngri myndlistar-
manna, einkum þeirra, sem hér
hafa verió búsettir: Alfreðs
Flóka, Tryggva Ölafssonar og
Vilhjálms Bergssonar.
17 framleiðendur sýna
vor- og sumarfatnaðinn
KAUPSTEFNAN Islenzkur fatn-
aður stendur nú að Hótel Loft-
leiðum. Hún var opnuð s.l.
fimmtudag og lýkur í dag. Þetta
er f f jórtánda sinn, sem slfk kaup-
stefna er haldin, en hún er aðeins
opin kaupmönnum, innkaupa-
stjórum og öðrum þeim aðilum,
sem starfa að sölu fatnaðar.
Sautján fyrirtæki taka þátt f
kaupstefnunni að þessu sinni og
er sýndur vor- og sumartízkufatn-
aður, sem von bráðar verður kom-
inn í verzlanir.
Davíð Sch. Thorsteinsson, for-
maður Félags fsíenzkra iðnrek-
enda flutti ræðu við opnun kaup-
stefnunnar. I henni kom m.a.
fram, að á s.l. ári nam útflutning-
ur ullar- og skinnavöruiðnaðarins
rúmlega 1.200 milljónum króna.
Davíð sagði, að á sama ári virtist
gjaldeyrissparnaður vegna fata-
iðnaðarins nema rúmum 850
milljónir króna, en hefði allur
fatnaður, sem keyptur var á árinu
1974 verið framleiddur hér á
Jeppi stór-
skemmdur
eftir veltu
STÓR amerfskur jeppi valt á
Háaleitisbraut laust f.vrir
klukkan 17 i gærdag. Bíllinn var
á leið suður Háaleitisbrautina.
Þegar hann var kominn suður
fyrir Hvassaleiti, á móts við
Brekkugerði, missti bílstjórinn
stjórn á jeppanum, en á þessum
kafla mjókkar Háaleitisbrautin í
eina akrein. Valt bíllinn, rakst á
ljósastaur og hafnaði loks á hjól-
unum. Bifreiðarstjórinn var einn
í bílnum og slapp hann ómeiddur,
en bifreiðin er mikið skemmd.
Grunur leikur á að bíllinn hafi
verið á töluvert mikilli ferð.
Alvarlegt vinnuslys:
Steyptur veggur
féll yfir mann
ALVARLEGT vinnuslys
varó í Kvistalandi i Foss-
vogshverfi í Reykjavík um
klukkan 14.30 í gærdág.
Veggur úr strengjasteypu
féll ofan á tvítugan pilt og
hlaut hann alvarleg
meiðsli. Hann var fluttur á
slysadeild Borgarsjúkra-
hússins og þaóan á gjör-
gæzludeild sjúkrahússins
og liggur hann þar nú.
Hann er þó ekki talinn í
lífshættu.
meiðsli hans voru þó ekki full-
könnuð þegar Mbl. hafði síðast
fregnir.
landi, hefðu sparazt 600 milljónir
króna í gjaldeyri að auki.
I ræðu sinni minntist Davið á
loforð, sem þáverandi ríkisstjórn
gaf íslenzkum iðnaði í sambandi
við inngöngu Islands i EFTA og
sagði hann stjórn Félags isl. iðn-
rekenda álíta, að um svo stórkost-
legar vanefndir hefði orðið að
ræða, að ekki yrði við unað, og þvi
hefði það verið, að iðnrekendur
hefðu farið þess á leit við núver-
andi ríkisstjórn i september s.l. að
sótt yrði um framlengingu aðlög'*
unartíma Islands að EFTA og
EBE um þrjú ár.
Helztu ástæður fyrir þessu kvað
Davíð vera verðstöðvanir, sem
staðið hafa nær óslitið frá 1. nóv.
1970 og til þessa dags, vanefndir á
EFTA-loforðunum, gengisbreyt-
ingar á íslenzkri mynt með til-
færslum til þeirra greina atvinnu-
lífsins, sem gengið er einkum
miðað við og 20% innflutnings-
skatt, sem enn væri lagður á allar
vélar og tæki framleiðsluiðnaðar.
Þá greindi hann frá viðræðum
við ríkisstjórnina vegna þessarar
málaleitunar, en þar kom fram,
að ríkisstjórnin taldi ekki stætt á
því að framlengja aðlögunar-
tímann að EFTA og EBE um þrjú
ár, en hins vegar hefði því verið
heitið að gerð yrði úttekt á stöðu
framleiðsluiðnaðarins og áhrifum
EFTA-aðildarinnar á hann, og
sagði Davið, að þessi rannsókn
Framhald á bls. 20
Snjóflóða-
söfnunin
30 milljónir
SNJÓFLÓÐASÖFNUNIN vegna
þeirra sem urðu fyrir ástvina-
missi á Neskaupstað nam ( gær
30.059.067 krónum.
Stærstu gefendur frá því er
síðast var skýrt frá heildarsöfn-
unarfjárhæð eru: starfsfólk
Sementsverksmiðju ríkisins á
Akranesi og í Reykjavík, 166.500
krónur, Starfsmannafélag KEA,
261 þúsund krónur, Kaupfélagið
Hringurinn, 100 þúsund krónur,
og Grafiska sveinafélagið og Hið
islenzka prentarafélag, 100 þús-
und krónur. Þá hefur Institut
Raoul Follerau sem vinnur að
málefnum holdsveikra fyrir milli-
göngu franska sendiráðsins gefið
348.500 krónur.
Gunnlaugur Blöndal: Gladiólur 1 vasa
Þar sem slysið gerðist er verið
að reisa einingarhús í strengja-
steypu. Inni í húsinu var veggur
úr sama efni, en hann var ekki
fullfrágenginn heldur tyllt með
fleygum. Þegar slysið gerðist var
verið að dæla pússningasandi inn
í húsið. Myndaóist mikill titr-
ingur i húsinu og þessi titringur
hefur líklega valdið því að vegg-
urinn féll. Pilturinn var að vinna
nálægt veggnum. Tók hann ekki
eftir því þegar veggurinn fór af
stað. Vinnufélagi hans varð hins
vegar var við það og hrópaði til
hins að gæta sin. Hörfaði hinn þá
undan veggnum og ætlaði að
reyna að komast inn í annað her-
bergi og forða sér þannig. Það
tókst hins vegar ekki og féll
veggurinn á manninn og kom
mesta höggið á brjóstkassann.
Hlaut hann þar mest meiðsli, en
Sýningu Ástríðar Ander-
sen lýkur á sunnudagskvöld
GÓÐ AÐSÓKN hefur verið að
málverkasýningu Ástríðar
Andersen að Hamragörðum við
Hávallagötu, en þar sýnir hún
50 olíumálverk, flest frá síð-
ustu árum. Sýningunni lýkur
nk. sunnudagskvöld, 9. marz.
Hún verður opin um helgina,
kl. 14—22, bæði laugardag og
sunnudag.
Sigurjón Ólafsson: Móðir og barn. Tré