Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975
Loftbrúin til
Phnom Penh
AÐEINS eitt flugfélag heldur
uppi farþegaflugi til umsetnu
höfuðborgarinnar Phnom
Penh, og það er kambódíska
flugfélagið Air Cambodge.
Engu að síður er Pochentong
flugvöllur við höfuðborgina,
sem svo til daglega liggur
undir eldflaugaárásum
kommúnista, upptekinn við
að sinna bandarískum flutn-
ingaflugvélum, sem sjá borg-
arbúum fyrir vistum.
Gömul Caravelle-þota Air
Cambodge heldur uppi dag-
legum ferðum til nærliggj-
andi höfuðborga eins og
Bangkok, Saigon og Singa-
pore. Hún flýgur yfir Phnom
Penh þegar hún kemur inn til
lendingar á Pochentong, því
yfir borginni sjálfri er minni
hætta á eldflaugaárás. í að-
fluginu snar-lækkar þotan
flugið, og kemur inn í 45
gráðu horni. Strax eftir lend-
ingu er Caravelle-þotunni ek-
ið hratt inn í skýli úr skot-
færakössum, sem fylltir eru
af mold. Farþegarnir, sem
oftast eru fáir til Phnom
Penh, flýta sér síðan inn í
flugstöðina. Biðstofan þar er
venjulega þéttsetin evrópsk-
um og víetnömskum fjöl-
skyldum, sem fylgja ráðum
sendiráða sinna um að fara
frá Kambódíu.
Úti á flugvélastæðinu, rétt
hjá Caravelle-þotunni, má oft
sjá risastóra DC8-þotu,
merkta „Airlift International''.
Flugvél þessi, sem getur bor-
ið 45 tonn af varningi, er ein
þriggja véla af þessari gerð,
sem leigðar voru til tíu daga
til að flytja vörur frá Thai-
landi. Hefur leigutíminn nú
verið framlengdur.
DC8 þoturnar voru fengnar
til viðbótar við Birdair, sem
er einkaflugfélag Bandaríkja-
mannsins Willis Bird. í upp-
hafi var Bird með fimm C1 30
flutningaflugvélar, sem hann
hafði á leigu frá bandariska
flughernum. Nú er hann að
fa sjö C130 til viðbótar. Get-
ur hann þá flutt 20 farma til
Phnom Penh daglega, en oft-
ast er farmurinn hjá honum
skotfæri.
Auk ofangreindra flugvéla
er á Pochentong flugvelli
fjöldi véla af gerðunum DC3
og DC4. Þær eru í hópum við
flugstöðina eins og dúfnager.
Þessar flugvélar eru i eigu
margra smáfélaga, sem flest
voru mynduð í fyrra þegar
rauðliðum Khmer Rouge
tókst að loka sex helztu þjóð-
vegunum til Phnom Penh.
Þessi litlu flugfélög nutu
stuðnings bandaríska sendi-
ráðsins, sem sá um að þau
fengu niðurgreitt eldsneyti.
Þau fljúga ekki utan
Kambódiu. Hlutverk þeirra er
að ferja hrísgrjón og önnur
matvæli frá svæðum stjórnar-
hersins til Phnom Penh og
frá höfuðborginni til svæð-
anna úti á landsbyggðinni,
sem enn eru í höndum stjórn-
arhersins. Við síðustu könn-
un voru þessi flugfélög orðin
29, og flest þeirra hagnast
ríflega.
KÍW/
atít THE OBSERVER
Eftir
Stewart Daiby
Litlu flugfélögin hafa dreg-
ið til sín fjölda ævintýra-
manna. Margir flugmann-
anna störfuðu áður hjá Air
America, sem bandaríska
leyniþjónustan CIA fjármagn-
aði. Halda þeir mikið til á
kaffiteríunni á Pochentong,
ásamt kambódískum her-
mönnum.sem jafnan ganga í
skotheldum vestum á flug-
vellinum.
Eins og svo margir staðir
aðrir í Phnom Penh hefur
kaffiterían séð betri daga.
Þar er alltaf mikill mann-
fjöldi, flugmenn, fjölskyldur
að biða komu ættingja, Viet-
namar að kveðja, og blaða-
menn að drekka í sig kjark
áður en þeir stiga um borð i
þotu Air Cambodge, því allt-
af er hætta á eldflaugum.
Ekki hefur kaffiterian upp á
mikið að bjóða, og maður
hefur það á tilfinningunni að
bráðum verði þar ekkert á
boðstólum.
Það er í rauninni hálf grát-
broslegt að flugvallarkaffiter-
ian hafi upp á svo litið að
bjóða, því Pochentong er nú
lifæð Phnom Penh. Frá því
um áramótin hafa Khmer
Rouge safnað saman 1 0 þús-
und manna her á bökkum
Mekong-fljótsins, og nota
tundurdufl, 107 millimetra
eldflaugar og hríðskotabyss-
ur gegn skipalestum, sem
reyna að komast upp fljótið
frá Saigon. Fljótið er vatnslit-
ið á þessum árstíma, og
rauðliðum hefur tekizt að
sökkva að minnsta kosti 16
skipum. Aðeins einni skipa-
lest tókst að komast til
Phnom Penh á þessu ári, og
það var í lok janúar.
Matvælaskortur var enn
ekki orðinn alvarlegur í fe-
brúarlok, vegna þess að fyrir
áramótin hafði tekizt að
koma upp miklum varabirgð-
um af hrisgrjónum, auk þess
sem mikil grænmetisrækt er
stunduð i Phnom Penh. Væri
hinsvegar ekki um neina
matvæla- og eldsneytisbirgð-
ir að ræða, þyrfti að flytja
1.500 tonn af vistum til höf-
uðborgarinnar daglega.
Þetta magn skiptist þannig
að 500 tonn þarf af hrís-
grjónum, 300 tonn af elds-
neyti, 200 tonn af öðrum
nauðsynjum, og 500 tonn af
skotfærum. Nú þegar skortir
eldsneyti til að tryggja nægt
rafmagn, og benzin til bif-
reiða er skammtað mjög
naumt.
DC8 þoturnar og C130
vélarnar flytja nú daglega um
700 tonn af skotfærum til
höfuðborgarinnar, en aug-
Ijóst er að fáist leigusamning-
ur vélanna framlengdur,
verði þær einnig notaðar til
matvælaflutninga. Vafasamt
er þó að unnt verði að sjá
Phnom Penh fyrir öllum
nauðsynjum flugleiðis. Það
tæki til dæmis 100 ferðir
C130 flugvéla til að flytja
1.500 tonn. Tæknilega yrði
það mögulegt, en kostnaður-
inn yrði gífurlegur.
Það eina sem þessir
bandarísku stuðningsmenn
Lon Nol stjórnarinnar geta
gert er að halda loftflutning-
unum áfram í lengstu lög, og
vona að að minnsta kosti
einni skipalest takist að brjót-
ast upp Mekong fljótið. Ein
skipalest gæti flutt höfuð-
borginni vistir til hálfs mán-
aðar.
Horfurnar á því að Me-
kong-fljótið opnist og skipa-
lest nái upp til Phnom Penh
eru vægast sagt mjög litlar,
Rauðliðar hafa komið sér
mjög vel fyrir á fljótsbökkun-
um, og allar tilraunir stjórnar-
hersins að undanförnu til að
hrekja þá þaðan hafa runnið
út í sandinn.
Minnkandi matarbirgðir og
orkuskortur blasa nú við íbú-
um Phnom Penh. Það verður
því sennilega vaxandi um-
ferð um Pochentong flugvöll-
inn meðan unnt verður að
halda honum opnum.
Vistum varpað niöur í fallhlífum til afskekktrar herstöðvar.
Sumarbústaðaland
Til sölu sumarbústaðaland 1
hektari eignaland 20 km frá
Reykjavík. Skipti koma til greina á
góðum bíl verð 500—600 þús.
Upplýsingar í síma 72596 eftir kl.
7 á kvöldin.
Reykjavík-Kaupmannahöfn
Gott húsnæði i Kaupmannahöfn
óskast í skiptum fyrir 3ja herb.
íbúð í Reykjavík síðari hluta næsta
sumars u.þ.b. 1 mán.
Tilboð sendist Mbl. f. 1. apríl
merkt Sumar 9686.
Atvinna
20 ára gömul stúlka óskar eftir
vinnu. Margt kemur til greina. Er
vön afgreiðslustörfum. Meðmælí
fyrir hendi, ef óskað er. Vinsam-
lega hringið i sima 50363.
Til sölu
er 314 tonna dekkuð trilla. Þarfn-
ast viðgerðar á vél og dekki. 40
grásleppunet fylgja.
Upplýsingar i sima 95-5453.
Kanarieyjaferð
Til sölu farseðill til Kanarieyja.
Selst með afslættí. Uppl. í sima
99-3246.
Springdýnur
Tökum að okkur að gera við
springdýnur samdægurs. Sækjum
og sendum ef óskað er.
Opið til 7 alla daga.
KM springdýnur, Helluhrauni 20,
Hafnarfirði. Sími 53044.
Keflavik
Til sölu glæsileg 2ja herb. nýleg
íbúð.
Eigna- og verðbréfasalan,
Hringbraut 90, Keflavik, simi 92-
3222.
Hver er stúlkan
sem um miðjan þennan mánuð
átti fertugsafmæli (eða 24 eða 25
ára afmæli) og vill skrifast á við
ógiftan, efnaðan menntamann
með hjónaband fyrir augum. Svar
(ásamt mynd sem verður endur-
send) sendist Sunder-ThG Póst-
hólf 1 1 59, Reykjavik.
vcRKimmiu
CHotXJB
r\
Fóöur
HAGSTÆTT VERÐ
Þær svíkja ekki
bandarísku
fóöurvörurnar
WAYNE
fóöur
BLÖNDUR
LU0jc
etUBGMSO®
Hann er víöa — en ekki í
nýja Globus-fóðrinu frá
ALLIED MILLS
í Bandaríkjunum
Allied Mills er meðal stærstu
fóðurvörufyrirtækja þar í
landi og framleiðir aðeins
úrvals fóður
HLAÐIÐ ORKU
Leitið upplýsinga — Pantið strax
1 Alltafgreitt ísterkumtrefjaplastsekkju
Höfúm til afgreiðslu
nú þegar
A kúafóðurblöndu með
15% meltanlegu hrápr
100 FE/ 100 KG
Maisinnihald 51%
B kúafóðurblöndu með
12% meltanlegu hrápr
100 FE/100 KG
Maisinnihald 61%
Eldissvínafóður með
1 3% meltanlegu hrápr
100 FE/ 1Ö0 KG
G/obus?
LÁGMÚLI 5, SÍMI 815 55