Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 10

Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 Frá skákmót- inu í Tallinn Þegar þetta er ritað er lokið 12 umferðum af fimmtán á skákmót- inu í Tallinn í Eistlandi og er staðan þannig: 1. Paul Keres (Sovétr.), 9,5 v., 2. Friðfik Ólafs- son 8,5 v., 3. D. Bronstein (Sovétr.). 8 v., 4. W. Hort (Tékkósl.) 7,5 v., 5.-6. B. Spassky og A. Gipslis (Sovétr.) 7 v., 7.—8. Marovic (Júgósl.) og Espig (A.-Þýzkal.) 6,5 v., 9. Lom- bardy (U.S.A.) 6 v., 10. Taimanov (Sovétr.) 5,5 v., 11. Nei (Sovétr.) 5 v., 12.—13. Rytov (Sovétr.) og Rantanen (Finnl.) 4,5 v., 14.—15. Kjarner (Sovétr.), Lengyel (Ungvl.) og Hernandez (Kúba) 3,5 v. Frammistaóa Friðriks Olafsson- ar er með miklum glæsibrag og má hiklaust reikna með því að hann hafni í einu af allra efstu sætunum. Ekki hefur mér tekizt að afla frétta af töfluröó kepp- enda, en eftir þvi sem ég kemst næst á Friðrik eftir að tefla við þá Bronstein, Gipslis og Hernandez. 1 þessum þætti skal ekki fjölyrt um frammistöðu einstakra kepp- enda, en um mótió í heild verður fjallað þegar endanleg úrslit liggja fyrir. Engar skákir hafa mér enn bor- izt frá Taliinn, en nokkrar stöður hef ég séð. I 2. umferð tefldi Friðrik við Boris Spassky og hafði hvítt. Eftir 34. leiki hvíts kom þessi staða upp: Staðan virðist jafnteflisleg, en Spassky tókst að skapa sér nokkra vinningsmöguleika og nú skulum við sjá, hvernig skákin tefldist: 34. — b4! (Við fyrstu sýn gæti þessi leikur virzt ósköp sakleysislegur, en hvitur á nú úr vöndu að ráða. 35. Rxa4 — Ha6, 36. b3 — bxa3 væri svörtum í hag; og eftir 35„.axb4 — Bxb4 stæöi svartur einnig mun betur að vígi). 35. Rdl — b.'í! (35. — bxa3, 36. bxa3 — Bxa3, 37. Ha2 hefði auðvitað ekkert að segja, en nú verður hvítur að tefla mjög nákvæmt). 36. IId4 — Bf6, 37. Hxa4 — Hcl, 38. Rf2 — Bxb2, 39. Kd3 (Nú virðist jafnteflið blasa við). 30. — Bc3! (Nei takk. Hvítur má auðvitað ekki drepa hrókinn vegna 40. — b2 og vinnur). 40. Ha8+ — Ke7, 41. Ha7+ — Kd6, 42. Hb7 — Hbl, 43. e4 — f6, (Ekki 43. — b2, 44. Ke3 og hvítur heldur jöfnu). 44. Hb6+ — Kc7, 45. Hb5! — Bd4, 46. Rc5! (Skemmtileg skiptamunsfórn, sem þvingar fram jafntefli). 46. — Kc6 (Svartur á ekkert betra). 47. Rxh3! — Kxb5, 48. Rxd4+ — Kc4, 49. Rxe6 — g6, 50. Rf8 — f5, 51. exf5 — gxf5, 52. Rg6 — Kd4, 53. Kg2 — Kd5, 54. Kh3 — Hb2, 55. Re5 og hér sættust keppendur á jafntefli. M0S6DRBLABIB fyrir 50 árum ÍSAFIRÐI — Tekjuskattur var nýlega lagður á hjer kr. 27,700. í fyrra var lagt á kr. 18,000. Fiskreiti, mjög stóra, er enska útgerðarfjelagið Hellyer að láta gera í Hafnarfirði. Græna gyðjan heitir mynd, sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir. . . Mynd þessi er víða áhrifamikil, en það merki- legasta við hana er það, að sá sem leikur aðalhlutverkið, er lifandi eftirmynd Jónasar frá Hriflu í öllu útliti, og þarf hann þá ekki frekari lýsingar við. Sakamálarannsókn hefir dómsmálaráðuneytið skipað að höfða gegn Alþýðublaðinu fyrir guðlast, sem stóð í einni aðsendri grein í því fyrir skömmu. Málið er komið til bæjar- fógeta, og hefir ritstjóri Alþýðublaðsins sagt til um höfund greinarinnar, og heitir hann Brynjólfur Bjarnason, og mun vera stúdent. . . Ummæli þau, sem valda sakamálsrannsókn- inni, eru þessi um guð. . . „Þó að allir eiginleikar hans sjeu útskýrðir ítarlega og menn gangi þess ekki gruflandi, að hann sje ekki annað en öfundsjúkur harðstjóri og óþokki". 3—4 herbergi með eldhúsi og stúlknaherbergi óskast til leigu. Tilboð sendist blaðinu. Nýir bílar frá Ford Þó kostnaður vi8 að koma með nýjar gerðir bila á markaðinn sé nú gífurlegur, hefur það ekki aftrað Ford i Bretlandi frð að koma með algjörlega nýja gerð af einum mest selda bil sinum, sem er Escort. Boddýið er algerlega nýtt en er byggt utan um nokkurn veginn sömu gömlu „mekanisku" hlutina. Ford reiknar með að einfaldleiki og sparneytni séu mikilvægustu atriðin í nýjum bíl í dag. Það sem hefur tekist að gera er að skapa meira rum, stærri gluggafleti, aukin þægindi, meira úrval tegunda og þýðari gang að þvi er þeir segja. Billinn verður fyrst seldur i Bretlandi 19. mars og liklegt er að hann berist hingað með vorinu. Það er um hvorki meira né minna en nitján mismunandi gerðir að ræða. Munurinn liggur aðallega i mismunandi vélum og auknum eða minnkuðum þægindum. Allar eru vélarnar 4ra strokka. Sú minnsta er 1098 rúmsm. en sú stærsta og kraftmesta er 1840 rúmsm. Escortinn i sinni fyrri mynd var orðinn 7 ára gamall og nokkuð gamaldags á sumum sviðum og verður þvi spennandi að sjá nýja bilinn. Um verðið er varlegast að spá engu þvi það er erfitt hér, enda ekki komið endanlegt verð á hann i Bretlandi enn. br.h. og Chrysler. Lúxusbíllinn Ford Escort Ghia, 4ra dyra Nýi Escortinn, 2ja dyra Chrysler Cordoba er nýr bíll frá Chrysler í Bandaríkjunum. Hann er í sama stærðarflokki og Mercury Monarch. Cordoba er viðurkenndur sem stæling á Chevrolet Monte Carlo, nema hvað Cordoba er minni og á að vera aðlagaðri bílamarkaðinum nú um stundir. tfHMrVMV.'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.