Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 14

Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 Hamragarðar heitir félagsheim- ili samvinnumanna við Hofsvalla- götu. Þar hafa verið haldnar nokkrar sýningar á undanförnum árum, og sannast að segja hefur þar verið nokkuð misjöfn fram- leiðsla á ferð. Þó hefur það komið fyrir, að þar hefur verið góð list á ferð, en nú er þar sýning, sem ég álit betri og skemmtilegri en flest það, sem áður hefur verið þar til húsa. Astríður Andersen hefur fengist mikið við að mála, og hún er langt frá því að vera byrjandi í listgrein sinni. Hún hefur áður haldið sýn- ingu á verkum sínum, en ég hef ekki séð verk hennar fyrr á opin- berum vettvangi. Maður er jafnan svolitið spenntur og kvíðinn, þeg- ar til stendur að kynnast verkum þeirra, er maður hefur ekki áður komist i snertingu við. Til allrar blessunar er þessi kvíði stundum ástæðulaus, en það er líka skelfi- legt á stundum að sjá, hvað manni er boðið að skoða. í þetta sinn varð ég ekki fyrir vonbrigðum og það gladdi mig að sjá, hvaða árangur er þegar kominn í ljós i myndgerð Ástriðar Andersen. Það er varla hægt að kalla þessi verk Astríðar stórkostleg, en þau hafa vissan menningarlegan blæ, sem skapast af meðfæddri tilfinningu og skóluðum vinnubrögðum. Þeg- ar ég tek svo til orða, meina ég ekki, að Astríður hafi löngum set- ið á skólabekk, heldur að hún beiti sjálfsaga og hemji hugdettur sínar innan þess ramma, sem list- grein hennar gerir kröfur til. Þetta er einmitt atriði, sem mörg- um sést yfir, þegar þeir fikra sig áfram á listasviðinu upp á eigin spýtur. Því er það svo algengt, að fólk taki sig alvarlega án þess að gera sér nokkra grein fyrir því, hvað það er, sem gerir málverk að list. Astríður hefur átt þess kost að kynnast mörgu af því besta, sem er á ferð í myndlist nútím- ans, og hún hefur gert sér grein fyrir, hvað er hvað, og því eru verk hennar á þessari sýningu Myndlisl eftir VALTÝ PÉTURSSON langt frá því að vera fálm og kák eða steindauðar eftirlíkingar náttúru eða abstraktionar. Það er viðmót, reynsla og þekking listakonunnar sjálfrar, sem er undirstaðan að þessum verkum, og þáu eru útfærð með þeirri tæknilegu getu, er hún ræður yf- ir. Og tæknikunnátta er mikill liður í allri myndgerð, hverju nafni svo sem hún nefnist. Þessi þáttur er í fullkomnu lagi hjá Astríði Andersen, og einmitt þess vegna tekst henni ýmislegt, sem við fyrstu sýn virðist svolítið létt- meti, en við nánari athugun kem- ur annað í ljós, sem nefna mætti fimi i meðferð linu og forms. Astríður hefur næma tilfinningu fyrir litum og þegar best lætur, nær hún skemmtilegum áhrifum í myndir sínar. Sama gildir um formið og myndbyggingu yfir- leitt. Blóm eru sérstakt viðfangs- efni, sem virðist hæfa Ástriði mjög vel. Sum af bestu verkum á þessari sýningu eru byggð upp af fyrirmyndum af blómum, en lista- konan fer frjálslega með fyrir- myndir og skapar þannig per- sónulegt viðhorf. Það er ýmislegt sem betur hefði getað farið á þessari sýningu, en mér finnst, að of þröngt sé á þess- um verkum í því húsnæði, sem sýningin er haldin í. Það er skoð- un mín, að Astriður hefði getað fengið miklu sterkari sýningu, ef ekki eins margar myndir hefðu verið sýndar og raun ber vitni. Það er alltaf nokkurt vandamál að búa þannig að listaverkum, að þau raunverulega fái að njóta sín. Listsýning íslenzkra kvenna 1975 merkilegri sýningu á líst is- lenskra kvenna, en þessi sýning virðist ekki nægilega hnítmiðuð og skilar þvi ekki þvi, sem efni standa til. Ekki veit ég ástæðu fyrir þessu, en það má ætla, að undirbúningur hafi ekki verið nægilega vandaður. Önnur skýr- ing virðist vart hugsanleg. Ekki ætla ég að tíunda listaverk sýnenda, enda ástæðulaust og yrði heldur dræm'iesning. Eg læf því þessar línur nægja, en ég heíd, að marga hijóti að fýsa eftir nánari kynnum af þessari sýn- ingu. Þar er margt að sjá, og sjálf- sagt fyrir fólk að sýna áhuga sinn í verki á kvennaári. Að lokum vil ég minnast á nokkuð, er vakti undrun mína, þegar ég skoðaði þessa sýningu. Sú kona Islensk, sem einna mestan orðstír hefur getið sér erlendis sem og hér heima, á ekki eitt einasta verk á sýningunni. Það er auðvitað Nina heitin Tryggvadóttir, sem ég hér á við, og spyr sá, er ekki veit: Hvað veldur? Nr. 19: Öldurót, bronsmynd eftir Gerði Helgadóttur. Sýning Ástríð- ar Andersen eftir VALTÝ PÉTURSSON konum, en við þekkjum heldur ekki nöfn þeirra höfunda, er rit- uðu margar af merkilegustu bók- um islenskum. Hver veit nema konur hafi þar einnig átt hlut að máli? Þannig mætti lengi telja, og mér dettur sist í hug, að konur eigi minni þátt i tilveru íslenskrar listar en karlar. Sýningin í Norræna húsinu er ekki sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Nokkrar sýningar, þar sem konur einar sýndu verk sin, hafa verið haldnar áður, en ég held, að fullyrða megi, að þessi sýning sé þeirra mest að vöxtum, og þar sem yfir 40 konur eiga verk á þessari sýningu, gefur það auga leið, að þessi sýning er sam an sett á breiðum grundvelli, jafnvel of breiðum. Þarna eru málverk, grafík, höggmyndir, vefnaður, silfursmíði og keramík, batík, húsgerðarlist og steint gler. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu, kennir þarna margra grasa og misjafnt það, sem sýnt er. Allt eru þetta verk eftir lifandi konur, að undanskildum verkum þeirra Kristinar Jónsdóttur og Júliönu Sveinsdóttur, en eins og alþjóð veit, voruþærbáðarítölu okkar fremstu listamanna, og ég sé ekki betur að þær standi sig með mikl- um ágætum á þessari sýningu. Þær eiga þrjú verk hvor á sýning- unni, en yfirleitt eiga aðrir sýn- endur aðeins eitt til tvö verk, en af þvi leiðir, að sýning þessi er all sundurlaus og ójöfn. Þarna er að finna urmul stiltegunda og óskild- ar, og verð ég að viðurkenna, að mér finnst íslenskar listakonur eiga skilið betra yfirlit af iist sinni en þarna er að finna. Ég er ekki í minnsta vafa um, að hægt væri að koma saman verulega til islenskrar listasögu, vita, að þáttur kvenna i sögu listarinnar hefur verið drjúgur, allt frá fyrstu tíð til þessa dags. Máli minu til stuðnings nefni ég þann margbreytta og merkilega vefnað, sem við eigum bæði á innlendum söfnum og sums staðar erlendis. Það er einnig nokkurn veginn vist, að mikið af listaverkum hef- ur orðið tímans tönn að bráð, og því má slá föstu, að konur hafa unnið meir að listvefnaði en menn gera sér yfirleitt grein fyr- ir. Okkur er stundum gjarnt að nefna af forni list fyrst og fremst bókmenntir, útskurð og silfur- smiðar, en það skulu allir hafa hugfast, að verk kvenna, útsaum- ur og vefnaður, eru ekki siður merkilegir listgripir, sem vitna um sérstæða og þróttmikla menn- ingu fyrr á timum. Og álít ég, að konur hafi síst verið afkastaminni í þeirri listgrein, er þær stunduðu mest, en karlar á sínu sviði. Það er og einnig kunnugt að kvenfólk stundaði útskurð og silfursmíði og gaf þar karlkyninu ekkert eft- ir, eða hver man nú ekki Margréti Nr. 12: Teppi eftir Asgerði Búadóttur. AÐ TILHLUTAN Sameinuðu þjóðanna hefur árið 1975 verið valið kvennaár, og hefur i því tilefni verið efnt til sýningar í Norræna húsínu á myndlist ís- lenskra kvenna. Þeir, sem þekkja hina oddhögu, er skar biskupa- stafi í hvalbein? Á Þjóðminjasafni má lita altar- isklæði, hökla og annan útsaum eftir konur fyrri tima. Við vitum aðeins um nöfn örfárra af þessum Nr. 6: Málverk eftir Júliönu Sveinsdóttur. Myndllsl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.