Morgunblaðið - 08.03.1975, Síða 17

Morgunblaðið - 08.03.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 17 Mynd þessi var tekin f Pnom Penh höfuðborg Kambodfu í átökunum þar nýlega. Borgarbúar ieita skjóls undan eldflaugaárásum skæruliða. Ford leggur að þinginu að styðja Kambódíu Washington, 7. marz. Frá blaðam. Mbl. Geir H. Haarde. FORD Bandarfkjaforseti hélt f gær áfram herferð sinni til að fá þingið f Washington til að fallast á áframhaldandi fjárveitingar til aðstoðar Kambodiu. Á blaða- mannafundi sem forsetinn hélt, margftrekaði hann þá afstöðu Bandarfkjastjórnar að umbeðin 222 milljón daia aðstoð sé nauð- synleg, eigi Kambodia ekki að falla f hendur kommúnistum. Ford varð greinilega að leggja mjög hart að sér við að svara spurningum fréttamanna sem sjaldan áður hafa gert honum jafnerfitt fyrir á blaðamanna- Handteknir úti fyrir skrifstofu ísl. sendiráðsins í Stokkhólmi Stokkhólmi, 7. marz AP — NTB SÆNSKA lögreglan neitar með öllu að gefa nokkrar upplýsingar um Japanina tvo, sem handteknir voru á miðvikudagskvöldið, þar sem þeir voru að taka myndir og gera teikningar af byggingunni við Kommendörsgatan 35. Þar hafa sex sendiráð aðsetur sitt, þar á meðal fslenzka sendiráðið. Haft er eftir góðum heimildum, að lögreglan viti ekki ennþá hvort mennirnir höfðu uppi ráðagerðir um skemmdarverkastarfsemi i Sviþjóð. Það eina, sem vitað er, er að þeir komu til Sviþjóðar frá Noregi fyrir um það bil viku og höfðu þá fölsk vegabréf. Á gisti- húsinu, þar sem þeir dvöldust I Stokkhólmi kölluðu þeir sig Kazoo Watanalo og Ryoji Yone- jama, og báðir voru sagðir fæddir árið 1951. En þegar leitað var upplýsinga hjá japanska sendi- ráðinu í Stokkhólmi kom í ljós, að þetta voru ekki rétt nöfn. Mennirnir komu i bílaleigubíl frá Noregi. Þegar þeir voru hand- teknir, sátu þeir í bílnum úti fyrir sendiráðabyggingunni og voru i óða önn að draga upp skissur af byggingunni. Höfðu þeir þá þegar tekið hundruð mynda af húsinu og hefur sænska lögreglan unnið af kappi að athugun, bæði á ijós- myndavélum þeirra, filmum og teikningunum. Sænska lögreglan er sögð efins I, að menn þessir tilheyri japönsku skæruliðasamtökunum Rauða hernum, þeir eru alla vega ekki á skrá japanska sendiráðsins yfir þá, sem eftirlýstir eru á Norðurlöndum vegna meiritrar aðilar að þessum samtökum. Að sögn lögreglunnar verða engar frekari upplýsingar gefnar um mál þetta fyrr en á mánudag. Mennirnir voru yfirheyrðir í dag Danska þingið ræðir stjórnarfrumvörp um íhlutun í vinnudeilur Kaupmannahöfn, 7. marz.NTB FYRSTÁ umræða f Þjóðþinginu danska um sjö lagafrumvörp rfkisstjórnarinnar um deilurnar á danska vinnumarkaðinum gaf alis ekki ijósa vfsbendingu um niðurstöðu málsins og er jafn Brezkir þing- menn sveltir kynferðislega London, 7. marz. Reuter. NTB. CHARLES Irving, 48 ára gamali þingmaður brezka lhaldsflokks- ins, hefur lýst þvf yfir að annrfki brezkra þingmanna sé svo mikið og þungbært að enginn tími sé aflögu fyrir þá tii að stunda nauð- synlegt og eðlilegt kynlff. Segir hann að vinnudagur þingmanna sé iðulega frá klukkan tíu að morgni og fram til klukkan þrjú, fjögur á nóttu og sfðan bætir hann við: „Eg verð að viðurkenna hreinskilnislega að ég er ekki sá eini sem er langsoltinn að þessu ieyti." Hann kvaðst vera að íhuga að stofna samtök til að berjast fyrir að fá lagfæringu á vinnu- tfma þingmanna, svo að einhver stund yrði aflögu til kynlffs. Irving var kosinn á þing fyrir hálfu ári. Hann er piparsveinn og segir að síðan hann var kosinn á Framhald á bls. 20 og unnið verður að rannsókn málsins um helgina, að því er AP-fréttastofan hefúr' eftir lögregluforingjanum Olof Fraanstedt. Samkvæmt sænskum lögum getur lögregla þar í landi handtekið útlendinga, ef hún hef- ur grun um, að þeir séu tengdir skæruliðasamtökum og að sögn Hans Holmers yfirmanns sænsku öryggislögreglunnar, er ógerlegt að útiloka að svo kunni að reynast um þessa menn. Auk íslenzka sendiráðsins eru í byggingunni að Kommendörsgat- an 35 skrifstofur sendiráðs Bangladesh, Líbanons, Sómalíu, Uruguay og Austurríkis. Israelska sendiráðið er þar skammt frá, en japanska sendi- ráðið I öðrum borgarhluta. óljóst og áður, hvort þau nái fram að ganga eða ekki. Umræðan hófst klukkan sjö f kvöld að staðartfma og var henni iokið kl. 21, miklu fyrr en búizt var við. Fyrir utan talsmenn Sósíalistfska þjóðarflokksins, kommúnista og vinstrisósíalista voru allir ræðumenn sammála um, að þjóðþingið yrði að grípa í taumana til að koma i veg fyrir stórátök á vinnumarkaðinum, en ekki voru allir á einu máli um ágæti frumvarpa stjórnarinnar. Henning Christophersen, formað- ur Vinstri, sagði, að þau væru fljótfærnisleg og alls ekki í tengslum við þarfir efnahagslífs- ins. Mogens Glistrup frá Fram- faraflokknum vísaði frumvörpun- um á bug en Hilmar Baunsgaard frá róttækum vinstri lýsti sig sam- mála því, að tekið væri í taumana. Kjeld Olesen úr flokki jafnaðar- manna sagði, að þau átök sem fyrirsjáanleg væru á danska vinnumarkaðinum gætu orðið meiri en nokkur dæmi væru til um i Danmörku. Hann lagði áherzlu á, að frumvörp stjórnar- innar þýddu ekki, að flokkur hans væri í grundvallaratriðum and- vígur frjálsum samningsrétti. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um íhlutun í deilurnar höfðu í för með sér vfðtæk verkföll í Dan- mörku í gær og í dag söfnuðust um 2—3000 manns úti fyrir Kristjánsborgarhöll. Markmið stjórnarinnar er, að frumvörp hennar verði afgreidd i þinginu á mánudag. Rostropovich: ÓGERNINGUR AÐ STARFA í SOVÉT París, 7. marz. NTB. SOVEZKI sellóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovich, sem hefur búið I útlegð sfðan f maí f fyrra, hefur sagt að hann hafi orðið að hverfa úr ættlandi sfnu, vegna þess að stjórnvöld f Sovétrfkjunum hafi gert honum ókleift að starfa að listsköpun sinni. Segir hann i bréfi til Parísar- blaðsins Le Monde, en með því er hann að svara sovézka stærðfræð- ingnum Saferevich, að honum hafi verið kastað út úr upptökusal þar sem hann hafi verið að taka upp óperu Puccinis, Tosca, en þar söng kona hans Galina aðalhlut- verkið. Siðan hafi honum verið neitað um ieyfi til að fara til Parisar í janúar.í fyrra til að halda hljómleika, en þar átti hann að leika ásamt Yehudi Menuhin og Wilhelm Kemf. „Sendu stjórn- völd skeyti til Menuhins þar sem sagt var að ég yrði að hætta við ferðina vegna veikinda, þrátt fyrir að ég var við hestaheilsu," segir hann. 1 viðtali því við Saferevich, sem Rostropovich er Martha gefur yfirlýsingu: Ford náðar sak- bominga og fer frá Rostropovitsj að svara, hélt sá fyrrnefndi því fram að margir af helztu lista- mönnum Sovétríkjanna hefðu farið illa að ráði sfnu með því að hverfa frá Sovétríkjunum. Boston, 7. marz. Reuter. MARTHA Mitchell, þekktur orð- hákur og fyrrverandi eiginkona John Mitchell, fyrrv. dómsmála- ráðherra Bandarfkjanna sem nú hefur verið dæmdur f fangelsi vegna Watergatemálsins sagði f dag að hún spáði þvf að Gerald Ford myndi náða Watergatesak- borningana og segja sfðan af sér og láta Nelson Rockefeller taka við stjórninni. Hún sagði að þetta væri að visu aðeins persónuleg skoðun sín, og fundi, eftir að hann varð forseti. Ford sagði að margar ástæður lægju að baki þess að nú væri nauðsynlegt að veita meira fé til Kambodiu. 1 fyrsta lagi væri um að ræða beina aðstoð við fólkið i landinu, sem byggi við ótrúlegar hörmungar. í öðru lagi mundi aukin aðstoð stuðla að því að hægt yrði að ná pólitísku samkomulagi í landinu og í þriðja lagi væri um að ræða orð og æru Bandaríkja- stjórnar, þvi nú reyndi á hvort orðum hennar væri treystandi og hún kæmi þeim til hjálpar sem heitið hefði verið stuðningi. Ford lagði áherzlu á að ekki yrði um það að ræða að neinn bandarískur liðsafli yrði sendur til Kambodiu. „Bandarískri þátt- töku í Indókína er lokið," sagði Ford. „Allar okkar liðs sveitir hafa snúið heim“. Ford sagði enn- fremur aö blóðbaðinu í landinu myndi ekki ljúka ef bandarísk aðstoð yrði ekki veitt, heldur mundi sú ákvörðun verða til að herða árásaraðilann. Sagói Ford Framhald á bls. 20 hún tjáði einnig það álit sitt að Ford myndi ekki bjóða sig fram árið 1976. Martha sagði þetta á blaðamannafundi sem hún hélt í tilefni af því að hún á að koma fram i ákveðnum sjónvarpsþætti. Er hún var innt eftir þvi, hvaðan hún hefði upplýsingar sínar sagði hún að þetta hefði allt verið fyrir- fram skipulagt í stjórnartíð Nixons og samningar ýmiss konar verið gerðir. Sagðist hún vita sumt af þvi en hún ætlaði ekki að skýra frá því nánar. Kosningaaldur 18 ár á Ítalíu Rómaborg, 7. marz. Reuter. ÍTALSKA þingið hefur stað- fest lagafrumvarp, sem lækkar kosningaaldurinn i landinu niður í átján ár. Kjörgengi fá menn þó ekki fyrr en 21 árs gamlir. I nefnd italska þings- ins er um þessar mundir unnið að þvi að undirbúa að kjör- gengisaldur verði einnig lækkaður. Nýr ráðherra Washington, 7. marz. Reuter. ÖLDUNGADEILD Banda- ríkjaþings staðfesti i dag út- nefningu John Dunlops sem atvinnumálaráðherra í stjórn Geralds Fords forseta. Hann tekur við starfinu af Peter Brennan, sem sagði þvi lausu. Dunlop er sextugur að aldri og var prófessor i hagfræði við Harvard Háskóla. Hann hefur einnig starfað mikið að efna- hagsmálum, m.a. meðan Nixon var forseti. Kekkonen enn til Sovét Helsinki, 7. marz. Reuter. URHO Kekkonen Finnlands- forseti fer í óopinbera heim- sókn til Sovétríkjanna n.k. fimmtudag aó þvi er skýrt var frá í Helsinki í gærkvöldi. Kekkonen mun dveljast i land- inu í tvo eða þrjá daga og ræðir við helztu ráóamenn Sovét- rikjanna. Kekkonen hefur þri vegis farið í opinberar heim sóknir til Sovétrikjanna en aðrar ferðir hans þangað eru nú rösklega 20 talsins. Stjórnmálasam- band Colombiu og Kúbu Havana, 7. marz. Reuter. COLOMBIA hefur tekið á ný upp stjórnmálasamband vió Kúbu og var tilkynning þessa efnis birt í höfuðborgum beggja rikjanna samtímis. Segir þar að vonandi verói þetta Suður Amerikurikjum til hagsbóta og einingar. Einnig verða tekin upp verzlunarvióskipti og fljótlega veróur skipzt á sendiherrum, Colombia sleit stjórnmála- samskiptum við Kúbu þann 9. desember 1961. Milligöngu um að samskipti yrðu tekin upp á ný hafði svissneska stjórnin. Colombia, Venezuela og Costa Rica gáfu út um það yfirlýs- ingu i nóvember sl. aó þau litu ekki lengur svo á að Kúba væri sú ógnun við vesturhvel jarðar og áður hefði verið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.