Morgunblaðið - 08.03.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 08.03.1975, Síða 18
r ► 18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinssort. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm Auglýsingar Flest iðnaöarríki heims eiga nú við mikla efnahagsörðugleika aó etja. Hvort þar er um tímabundinn samdrátt aö ræða eða upphaf langvar- andi kreppuástands skal ósagt látið. Hitt er ljóst, að fæst þessara ríkja hafa getað komið í veg fyrir verulegt atvinnuleysi vegna þessara erfiðleika. Þannig er nú mikió at- vinnuleysi í V-Þýzkalandi, Bretlandi, Danmörku og Bandaríkjunum, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þegar þetta ástand i helztu nágranna- og við- skiptalöndum okkar er skoðað kemur bezt í ljós, hvílíkt afrek hefur í raun og veru verið unnið í glim- unni við efnahagsvandann hér. Enn sem komió er, hefur vofa atvinnuleysis ekki barið aö dyrum okkar og vonandi tekst okkur að halda þannig á okkar málum, að til þeirrar ógæfu komi ekki. Þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar tók við völdum sl. haust blasti við stöðvun atvinnuveganna og í kjölfar þeirrar gengis- breytingar, sem þá var framkvæmd sögðu verka- lýðsfélögin upp samn- ingum og margir óttuðust að til verkfalla mundi koma strax sl. haust. Að sex mánuðum liðnum stendur sú staðreynd óhögguð, að tekizt hefur að halda atvinnuvegunum gangandi þrátt fyrir ný og ný áföll frá því aó rikis- stjórnin breytti genginu í septembermánuði. Margir óttuóust, aö ekki yrði gert út á loónu i vetur vegna verðhruns á loðnuaf- urðum. Loðnuvertíóin er nú í fullum gangi og mikil verðmæti komin á land. Þannig hefur tekizt þrátt fyrir gífurleg áföll að halda undirstöðuatvinnuveg- unum gangandi og er það afrek út af fyrir sig. Á þessu tímabili hefur vinnufriður einnig haldizt í landinu og helzt enn. Þegar haft er í huga, að vísitalan var tekin úr sambandi 1. júni sl. af fyrrverandi ríkisstjórn og óhjákvæmi- leg kjaraskeróing hefur orðió hjá öllum almenningi verður ljóst, að einnig á þessu sviði hefur vel verið haldið á málum. Enginn vafi leikur á því, að ríkast- an þátt í þessu á sú stefna ríkisstjórnarinnar að gera það sem unnt er til þess að verja láglaunafólk þyngstu áföllunum af þessari kjara- skerðingu. Þannig er ljóst, ef tekið er tillit til lág- launabótanna sl. haust, 3% kauphækkunar hinn 1. desember sl. og tilboós vinnuveitenda um hækkun láglaunabóta nú, að þetta þrennt bætir launþegum í lægstu launaflokkum aó fullu þá hækkun fram- færsluvísitölu, sem orðið hefur siðan í haust. Að auki hefur ríkisstjórnin boðið fram nokkrar skatta- breytingar, sem jafngilda allt að 7% kauphækkun hjá hinum lægstlaunuðu. Þessi stefna á áreiðanlega mikinn þátt í því, að tekizt hefur aö halda vinnufrið- inn. En þess ber einnig aó gæta, að verkalýðssam- tökin hafa sýnt fullan skilning á þeim miklu vandamálum, sem viö er að glíma og á sú afstaða einnig ríkan þátt í því, að vinnufriður hefur haldizt. Á sama tíma og aðrar þjóðir eiga við að etja milljónaatvinnuleysi er þetta vissulega árangur, sem ber að meta. Ríkis- stjórnin hefur nú undan- farnar vikur gripið til margvíslegra ráðstafana, sem hafa það meginmark- mið að tryggja jafnvægi á ný í efnahagsmálum þjóð- arinnar, halda fullri at- vinnu og bæta gjaldeyris- stöðuna. Á döfinni eru við- bótarráðstafanir, sem væntanlega sjá dagsins ljós bráðlega. Öllum er ljóst, að með þessum aðgerðum hef- ur verið lagður grundvöll- ur að því að draga mjög úr þennslunni í þjóðfélaginu. Hemlarnir hafa verið settir á og var vissulega tími til kominn. En menn verða að gera sér grein fyrir því, að það mun nokkur timi líða áður en áþreifanlegur árangur af þessum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar byrjar að koma í ljós. Stærsta spurningin, sem þjóðin stendur frammi fyr- ir nú er sú, hvort nýir kjarasamningar geti tekizt, sem taki mið af þeim alvar- legu horfum, sem við blasa í þjóðarbúskap okkar. Þeir samningar hljóta að grund- vallast á því, að ekki er svigrúm til almennra kjara bóta nú. Hins vegar ber að gera ráðstafanir sem mið- ast við að verja láglauna- fólk áföllum eins og frekast er kostur. Það væri þjóðarógæfa á þeim alvarlegu tímum, sem við nú lifum á, ef ekki tækjust samningar á vinnumarkaðnum og til verkfalla kæmi. Framhjá þeim skerjum verða menn að sigla. Þar ríður á mestu að gott samstarf verði milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins. Laun- þegasamtökin geta treyst því, að hjá núverandi ríkis- stjórn er sterkur vilji til þess að koma til móts við þau og óskir þeirra eins og framast er kostur. Ljóst er hins vegar að svigrúmið, sem ríkisstjórnin hefur er afar lítið. Takist okkur að halda rétt á málum nú er óhætt að fullyrða að síðari hluta þessa árs mun fara að birta til á ný. Þangað til verðum við að sýna þolin- mæði og taka óhjákvæmi- legri kjaraskerðingu. Umtalsverður árangur Kapphlaup demókrata THE OBSERVER C/T A L um Hvíta húsið f raun réttri hafa þrír síðustu forsetar Bandaríkjanna horfið nauðugir úr embætti, Richard Nixon vegna glæpsamlegs atferlis. Lyndon Johnson vegna óánægju yfir striðsrekstri, og John Kennedy var myrtur á svívirðileg- an hátt. Talið er óliklegt, að sá sem nú ræður rikjum i Hvíta hús- inu verði endurkjörinn næsta ár, jafnvel þó að hann gæfi ko„‘ á sér. j fyrsta lagi kynni hann að gjalda verstu efnahagskreppu í landinu sl. fjóra áratugi, og í öðru lagi kann vel að vera, að hann hafi fengið sig fullsaddan á forsetaem- bættinu, sem hann stefndi aldrei að. að núverandi kjörtimabili loknu. Heilsufar konu hans ætti að vera honum fullgild ástæða til að draga sig i hlé með sæmd. En þótt starfið sé vandasamt og ekki á hvers manns færi að leysa þau vandamál, sem krafizt er af forseta, og þó að lif og vinsældir þeirra séu stöðugt í hættu eins og dæmin sanna, er aldrei skortur á frambjóðendum. Vongóðir repúblikanar verða að biða sins vitjunartima og hinkra við, þar til Ford hefur ákveðið sig, en ekkert slíkt bindur hendur demókrata. Enn er rúmt ár þar til fyrstu forkosningarnar 1976 verða haldnar, og hálft annað ár, þar til flokksþing demókrata mun til- nefna frambjóðanda og núverandi kjörtimabil er rétt hálfnað. en þeg- ar hafa nöfn fimm demókrata verið nefnd i sambandi við forsetakosn- ingarnar, svo að ekki sé getið þeirra tveggja, sem hafa talið nauðsynlegt að taka fram, að þeir gefi ekki kost á sér, en það eru þeir öldungadeildarþingmennirnir Edward Kennedy og Walter Mondale. Einn af fjölmörgum um- sjónarmönnum skoðanakannana i Bandarikjunum var nýlega spurð- ur að þvi, hver væri liklegastur til að verða frambjóðandi demókrata á næsta ári. og svaraði hann því til, að hann hefði heyrt 31 nafn nefnt i þvi sambandi. Það er út í hött að leiða getum að því á þessu stigi málsins, hver verður sigursælastur, enda þótt þær byggðust á talsverðri þekk- ingu. Sumir þeirra keppenda, sem tilnefndir hafa verið, munu hljóta skrámur. aðrir draga sig i hlé, nokkrir munu verða fyrir miklum áföllum, enn aðrir hafa ekki efni á að reiða fram veðféð. Sumir munu falla um fyrstu hindrun en aðrir munu gufa upp. Hins vegar er hægt að skrá nið- ur fyrstu þátttakendur, hvernig svo sem þeim reiðir af, og nöfn þeirra eru sem hér segir. Henry „Scoop" Jackson öld- ungadeildarþingmaður frá Washingtonríki, sem flestir veðja á, hóf þjálfun fyrir um það bil 1 5 árum. Árið 1960 reyndi Jackson í fyrsta sinn að fá forsetatitil og stefndi þá að þvi að verða varafor- seti JohnKennedys. í byrjun þessa árs nam fé í kosningasjóði Jacksons 1.139.000 dollara, og hann hefur einnig vel þjálfað starfslið, bæði á kosningaskrif- stofu sinni og i öldungadeildinni. Kostir hans eru vel kunnir, hann nýtur stuðnings frá verkalýðs- stéttinni, sem og frá viðskipta- heiminum, og hann hefur getið sér meira orð nú en árið 1972, þegar kosningabarátta hans var alger- lega misheppnuð. Einkum tvennt mælir gegn honum: Hatrömm and- staða gegn honum frá mörgum demókrötum vegna stuðnings hans við stríðsreksturinn í Viet- Lloyd Bentsen og frú. Henry „Scoop" Jackson og frú. nam á sínum tima, og i annan stað er lítill Ijómi yfir persónu hans i opinberu lifi. Lloyd Bentsen öldungadeildar- þingmaður frá Texas hefur nýlega gert kunnugt, að hann stefni að útnefningu sem forsetaefni. Einn- ig hann hefur safnað rúmri milljón dollara i kosningasjóð. Hann hefur aðeins setið í öldungadeildinni um fjögurra ára skeið, en á lengri þingsetu að baki. Hann er 53ja ára milljónamæringur, sem hófst upp af eigin rammleik, mjög slétt- máll, og hefur orð fyrir að vera i hópi mestu gáfumanna á Banda- rikjaþingi. Hann var áður i banda- lagi við Lyndon Johnson og John Connally, sýslunga sína, en eftir að tók að halla undan fæti fyrir Connally, hefur hann haft minna saman við hann að sælda en áður. Bentsen leggur sig I framkróka um að sýnast af öðru sauðahúsi en Lyndon B. Johnson og aðrir stór- karlalegir Texasbúar. Sá er helztur Ijóður á ráði Bentsens, að hann er ekki málssvari fyrir ákveðnar stjórnmálaskoðanir, og hann er til- tölulega lítt þekktur i Banda- ríkjunum. Morris Udall fulltrúadeildarþing- maður frá Arizona er jafnaldri Bentsen. Hann var manna fyrstur til að tilkynna þátttöku sina opin- berlega, en á siðasta ári tókst honum aðeins að öngla saman i kosningasjóð 20.000 dollurum frá stuðningsmönnum sínum. Hann ber kápuna á báðum öxl- um, og er ihaldsmaður og frjáls- lyndur i senn eins og Kennedy og Mondale, og hagnast þvi væntan- lega á þvi, að þeir eru ekki i kjöri. „Mo" Udall er risavaxinn, og var körfuboltahetja í skóla. Hann hefur glerauga, á 6 börn og flýgur eigin flugvél. Lifnaðarhættir hans eru mjög fábreyttir, hann berst litið á og jaðrar við að vera sem múgamaður. Að hans hyggju verða kosningamálin einkum þrjú, efnahagsmál, orkumál og um- hverfismál, allt eru þetta lítt frum- legir málaflokkar, og segir þetta sína sögu um nægjusemi og tildursleysi frambjóðandans. Fred Harris, fyrrum öldunga- deitdarþingmaður frá Arizona, er 44ra ára að aldri. Þetta er önnur atrenna hans, en hann beið alvar- legan hnekki árið 1 972. Hann hef- ur boðað baráttu undir merkjum nýrrar stefnu fyrir fjöldann, en um þá stefnu hefur hann ritað bók. „Forréttindin eru meinið," segir hann. „Þau koma f veg fyrir fulla atvinnu og réttláta sköttun. Þau eiga sök á hækkandi verðlagi og setja blett á lýðræðið. Við verðum að lækka skatta fyrir venjulegt fólk, en hækka skattana á Rocke- fellerum og Gettyum". Nú er sem sé komið annað hljóð f strokkinn en áður, þegar Harris var kjörinn til öldungadeildarinnar með til- styrk olfugróða frá Oklahoma. En fátt er yfirstéttarlegt við Fred Harris. Faðir hans var landbún- aðarverkamaður og kona hans er Indiáni f aðra ættina. Þótt hann biðli ákaft til alþýðu manna, er hann fremur Iftt þekktur. enda þótt hann hafi nýlega verið formaður Demókrataflokksins. Næst ber að telja Jimmy Carter, fyrrum ríkisstjóra i Georgiu. Hann er fimmtugur að aldri, myndarleg- ur og kannski dálitið áþekkur Kennedyunum, frjálslyndið upp- málað, en svo til algerlega óþekkt- ur utan rikis síns. En það telur hann að geti verið sér i hag, þvi að hann trúir þvi statt og stöðugt/að fólk vilji nýtt blóð, þar sem eldri stjórnmálamenn hafi reynzt litt hæfir og haft ýmislegt óhreint I pokahorninu. Hann ætlar i og með að berjast gegn stefnu George Wallace og reyna að brjóta hið mikla veldi hans i Suðurrikjunum á bak aftur. Þessir fimm, sem taldir hafa verið upp, og ætla að gefa kost á sér, koma allir frá Suðurríkjunum, Vesturríkjunum og Suð- Vesturrikjunum. Enn hafa engir frambjóðendur skotið upp kollin- um frá hinum fjölmennu rikj- um á austurströndinni, Mið- Vesturrikjunum og Nýja Englandi. Það er bersýnilegt, að Jackson og Bentsen er full alvara, þeir vilja verða forsetar, en vafamál er um hina þrjá. Likur þeirra eru taldar svo hverfandi, að menn ætla, að þeir berjist fyrir öðru en forseta- tign i þetta skipti. Ef til vill er Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.