Morgunblaðið - 08.03.1975, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975
19
Áður en píanóið kom til sög-
unnar og varð hljómlistarmönn-
um vinsælt viðfangsefni, jafn-
framt þvf að verða almennt heim-
ilishljóðfæri, hafði semballinn
skipað þann sess f hartnær þrjár
aldir. Mikill fjöldi þeirra tón-
verka sem nútímafólk hefur alizt
upp við, leikin á píanó, voru f
raun og veru samin fyrir sembal
— eða jöfnum höndum fyrir
sembal og klavichord, sem segja
má, að hafi staðið milli þessara
tveggja hljóðfæra, en var píanó-
inu skyldara að þvf leyti að þar
eru strengirnir slegnir en á
sembal kippir f strengina svo-
framhaldsnáms í
píanó-
lelk - kom helm
semballelkari
nefndur kfll, lítill broddur úr
fjöðurstaf, leðri eða plasti.
A seinni tfmum hefur áhugi á
semballeik og hinni gömlu semb-
al músik farið hraðvaxandi og æ
meiri tilhneigingar gætt til að fá
þessu hljóðfæri aftur sinn fyrri
sess, til dæmis f kammermúsik.
Hafa vinsældir sembalsins fylgt f
kjölfar aukins áhuga á barokk-
músik, ekki sfzt meðal ungs fólks
og nútímatónskáld hafa talsvert
samið af músik fyrir þetta gamla
hljóðfæri.
tslendingar eiga einn sér-
menntaðan einleikara f sembal-
leik, Helgu Ingólfsdóttur, sem ár-
ið 1963 fór utan til Þýzkalands til
framhaldsnáms f pfanóleik eftir
að hafa lokið einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
undir handleiðslu Rögnvalds Sig-
urjónssonar píanóleikara. Þegar
hún kom aftur heim var það ekki
sem píanóleikari heldur sembal-
leikari — og síðustu árin hefur
hún, auk þátttöku í hljómleika-
haldi, miðlað öðrum af kunnáttu
sinni og útskrifar fyrsta sembal-
einleikarann frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík að vori.
I dag, laugardag, heldur Helga
einleikshljómleika í Austurbæj-
arbíói á vegum Tónlistarfélags
Reykjavíkur. Þar leikur hún á sitt
eigið hljóðfæri, sem er dálítið
skemmtilega til komið. Blaðamað-
ur Morgunblaðsins frétti af þvi
fyrir nær ári, að Helga hefði
keypt þetta hljóðfæri frá Banda-
ríkjunum allt í pörtum og maður
hennar, Þorkell Helgason stærð-
fræðingur sett það saman sjálfur
með hinum prýðilegasta árangri.
Þá stóðlil að forvitnast frekar um
þetta og rabba við Helgu stundar-
korn um nám hennar og starf, en
af því varð ekki ýmissa hluta
vegna fyrr en í síðustu viku, að
við sóttum hana heim, þar sem
þau hjón búa við Löngubrekku í
Kópavogi.
Semballinn stóð þar i stofu,
langur og rennilegur, fagurgrænn
að lit, lokið rauðmálað innan og
rósaflúr fyrir ofan hljómborðið
eins og vera ber, því að hljóðfæri
þessi voru á sínum tima oft mjög
skrautleg. Hljómborðið er tvö-
falt, og svörtu nóturnar þær sem
hvítar eru á píanóinu og öfugt.
Hljóófærið er sérstaklega hljóm-
fagurt og hljómsterkara en ég
hafði búizt við.
„Til eru tvær mismunandi gerð-
ir af sembal,“ útskýrði Helga,
„við getum kailað þær nútima-
gerð og klassiska gerð. Nútíma-
gerðin hefur til skamms tíma ver-
ið mun algengari, enda eru þau
hljóðfæri verksmiðjuframleidd,
en síðari árin hefur klassíska
gerðin unnið mjög á, og er nú í
þann veginn að ná yfirhöndinni á
sembalmarkaðinum. í Þýzkalandi
lærði ég á nútimasembal, en að
námi loknu tók ég þátt í sembal-
keppni, sem þýzku útvarpsstöðv-
arnar efndu til, og þar gátu þátt-
takendur valið um þessar tvær
gerðir. Ég hafði þá aldrei fyrr séð
klassísku gerðina en hún er ná-
kvæm eftirlíking af því hljóðfæri,
sem notað var á barokk-tímanum.
Þetta kom mér á óvart, og það olli
mér dálitlum vonbrigóum að upp-
götva.að ég hafði alls ekki verið
að læra á það hljóðfæri, sem
gömlu meistararnir höfðu samið
verk sín fyrir. Klassíska gerðin
reyndist miklu hljómbetri og
skemmtilegri og áslátturinn allt
annar og léttari.
Þegar þetta gerðist vorum við
búsett í Boston og svo skemmti-
lega vildi til, að þar er einn bezti
smiður klassískra sembala i heim-
inum, Frank Hubbard að nafni.
Við komumst að því, að h.ann væri
nýbyrjaður að selja efni og teikn-
ingar til smiði á klassískum semb-
ölum. Vió ákváðum að prófa að
kaupa svona hljóðfæri og Þorkell
smiðaði það svo samkvæmt leið-
oeiningum og teikningum sem
fylgdu.
Þetta var geysimikið og seiniegt
verk — en ég á það sem sagt
honum að þakka að geta spilað á
klassiskan sembal; ég hefði vart
haft tök á að kaupa hann tilbúinn,
því að svona hljóðfæri kostar i
dag l‘/i—2 milljónir króna.“
„Þetta er raunar fyrsti klassiski
semballinn, sem til íslands kem-
ur,“ hélt Helga áfram, „þvi að
bæði mitt gamla hljóðfæri og
sembalarnir i Barnamúsikskólan-
am og útvarpinu eru af nútíma-
gerð. En nú er annar kominn upp,
nemandi minn, Elin Guðmunds-
dóttir, sem tekur væntanlega ein-
leikarapróf i vor, keypti lika
svona hljóðfæri og faóir hennar
setti það saman.
Semballeikurinn
fyrst aukagrein
Eg spurði Helgu, hvernig það
hefði borið við, að hún hvarf frá
píanóleik og sneri sér aó sembal-
leik.
I „Það vareittsinnskömmu eftir
að vió hófum nám í Þýzkalandi, að
ég hafði orð á þvi við Þorkel.
hversu hrifin ég væri af þessu
hljóðfæri. Ég hafði verið að
hlusta á semballeik í skólanum
þennan dag en þar kynntist ég
hljóðfærinu fyrst að ráði. Hugur-
inn er nú svo opinn fyrir öllum
nýjum áhrifum, þegar maður
kemur utan til náms svona ungur,
en ég hafði alltaf haft ákaflega
jgaman af barokkmúsik. Þorkell
|stakk þá að mér þeirri hugmynd
jað taka semballeik sem aukagrein
ji dálítinn tíma með pianóinu og
sjá hvernig mér líkaði. Smám
saman fór ég svo að taka sembal-
inn fram yfir píanóió og fyrr en
varði var hann orðinn aðalvið-
fangsefnið. Ég hélt píanónáminu
þó áfram, eftir sem áður, enda
skylda fyrir semballeikara bæði
að læra á píanó og klavichord.
Hljómleikar
|í Boston
Þegar Helga hafði lokið einleik-
'araprófi á sembal, frá Tónlistar-
háskólanum i Múnchen 1968, lá
leið_ þeirra hjóna til Boston, þar
sem Þorkell stundaði nám við
Massachusettes Institute of Tech-
nologi i þrjú ár. Þar hélt Helga
tvenna sjálfstæða hljómleika,
fyrst i salarkynnum MIT og siðan
;í listasafni í Boston, Gardner Mus-
eum.
„Stofnandi þessa safns var auð-
ug kona, Isabella Gardner að
nafni, sem hafói dálæti á gömlum
*s*«.
málverkum, húsgögnum og postu
líni, “ sagði Helga. „Hún hafði
Iátið eftir sig sjóð, sem ætlaður
var m.a. til að styrkja hljómlistar-
menn til tónleikahalds í safninu.
Þarna gat maður farið ókeypis á
tónleika nokkrum sinnum í viku.
Hátalari var í hverju herbergi í
safninu og gátu gestir hvort held-
ur þeir vildu gengið um og skoðað
safnmuni meðan þeir hlustuðu
eða setiö í hljómleikasalnum.
Þetta var afskaplega skemmtilegt
og notalegt. Húsið er í feneyskum
stíl og úti fyrir stór og mikill
blómagarður, umlukinn hárri
girðingu."
Eftir heimkomuna hélt Helga
hljómleika í Norræna húsinu og
síðan hefur hún, sem fyrr segir,
stundað kennslu jafnframt hljóm-
leikahaldi ásamt öðrum, en hún
er m.a. félagi I Kammersveit
Reykjavíkur, sem hefur átt
skemmtilegan þátt i tónlistarlifi
höfuðborgarinnar í vetur. Þar á
svo sannarlega ekki við sú stað-
hæfing, sem oft má heyra, að ungt
fólk nú á dögum nenni ekkert á
sig að leggja nema fyrir peninga.
Kammersveit Reykjavíkur hefur
fjórum sinnum haldið hljómleika
á sl. ári, fyrst á Kjarvalsstöóum og
siðan í samkomusal menntaskól-
ans í Hamrahlið og þrátt fyrir
mjög mikla aðsókn að öllum
hljómleikunum hefur enginn
hljóðfæraleikaranna fengið sína
vinnu greidda. „Þetta er allt sjálf-
boðavinna," sagði Helga, „en við
höfum haft fyrir kostnaði og það
er hugsanlegt, að hvert okkar fái í
sinn hlut um fimm þúsund krón-
ur við uppgjör í vor.“
Fyrstu byrjend-
ur á sembal
I tónlistarskólanum í Kópavogi
hefur Helga fyrstu byrjendurna i
semballeik en til þessa hafa semb
alleikarar yfirleitt lært fyrst á
píanó eða orgel. „Það er spenn-
andi segir hún, að sjá hvernig
þetta reynist og hvort þeir þurfa
að læra lika á pianó. Ég býst við
að þess reynist þörf, m.a. vegna
þess, að nútímatónskáld eru farin
að semja svo mikið fyrir sembal
og með þvi að læra eingöngu
sembaltæknina af barokkmúsik
fellur niður meira en heil öld, 19.
öldin, — og sú tækni sem kom
með rómantisku tónskáldunum.
Hún var um margt frábrugðin
þeirri tækni, sem tíökazt hafði
fram á þann dag, tökum menn
eins og Chopin og Liszt. Ég held,
að pianónám sé nauðsynlegt til að
hafa þetta allt á valdi sínu og
fullnægja þannig þeim tækni- og
leikkröfum, sem nútimatónskáld
gera.“
Aðspurð, hvort íslenzk tónskáld
hefðu samió eitthvað fyrir sembal
sagði Helga, að Hafliði Hallgríms-
son væri að semja verk fyrir sig
um þessar mundir. „Hann samdi
annað verk í fyrra fyrir sembal
og strengjatríó og það flytjum við
hjá Kammersveit Reykjavíkur á
tónleikunum í apríl nk. Eitthvað
held ég að Þorkell Sigurbjörnsson
hafi skrifað fyrir sembal og önnur
hljóðfæri en ég þekki þau verk
ekki né önnur, ef til eru islenzk.
Ég spurði Helgu, hvort hún
hefði ánægju af því að leika nú-
timamúsik og hún svaraði: „Já
afskaplega. Mér finnst það hafa
reglulega hressandi áhrif á mig að
breyta yfir í nútímamúsik öðru
hverju. Ánnað mál er, að ég hef
svo rnikið að gera við gömlu verk-
in, mér hefur ekki gefizt tími til
að kynna mér nærri því alla þessa
tónlist. Athugaðu að, músik er
skrifuð fyrir sembal í heilar þrjár
aldir og það eru til ógrynni af
skemmtilegum og forvitnilegum
viðfangsefnum frá þessum tirna.
Nú er líka uppi svo mikil og sterk
barokkhreyfing; alltaf er verið að
gefa út ný og ný verk, sem aldrei
hafa sézt fyrr og feiknin öll leikin
á hljómplötur. Hér heima virðist
líka vaknandi áhugí áþessari mús
ik og viðtökurnar sem Kammer-
sveitin hefur fengið, sýna, að hún
á sér hljómgrunn. Þetta er tónlist-
arliður, sem til þessa hefur verið
vanræktur, en við höfum fullan
hug á að bæta þar úr.“
Helga Ingólfsdóttir við hljóðfæri sitt.
— mbj.