Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 20

Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 Haldið af strandstað Skipverjar af Isleifi búa sig undir að ganga 7 km leið f björgunarskýlið á Ingóifshöfða eftir að hafa verið f gúmmfbátnum daglangt f fárviðr- inu. Einn skipverja sést róta sandi að bátnum til að festa hann f rokinu. Neðri mynd: Skipverjar leggja af stað eftir sandinum til Ingólfshöfða, en á leiðinni höfðu þeir 12 vindstig f fangið, gadd og gekk á með hrfðarkófí. Eins og fram hefur komið f Mbl. var það feikilega erfið ganga. Ljósmyndir Kári Birgir. ísleifur Kaupstefna — Hvassafell Framhald af bls. 36 lestir að stærð. í skipinu eru 1100 tonn af áburði. Sem kunnugt er strandaði Hvassafellið í Finn- landi um 20. janúar, en eftir bráðabirgðaviðgerð þar var því siglt til Þýzkalands þar sem fulln- aðarviðgerð fór fram og kostaði' hún að sögn Hjartar 25 millj. kr. Frá Þýzkalandi hélt skipið til Hol-' lands og tók áburðinn, sem það var að flytja til hafna landsins er slysið átti sér stað. Hér fer á eftir frétt um strandið frá fréttaritara Mbl. á Húsavík: Hvassafell, vöruflutningaskip SÍS, strandaði við Flatey á Skjálf- anda um kl. 5 í morgun. Skipið var á leið frá Akureyri til Húsa- víkur og var væntanlegt hingað að bryggju um kl. 7. Afgreiðslu- maður skipsins, Skúli Jónsson, var mættur á afgreiðslunni kl. 6,25 í morgun, en þar er örbylgju- stöð, svo að hann kallaði í skipið til þess að fá vítneskju um frekari komutíma þess. Fékk hann þá strax svar og þær upplýsingar að skipið væri strandað austanvert við Hnísuvik, sem er norðan á Flatey. Höfðu þeir á Hvassafelli árangurslaust reynt að ná sam- bandi við Siglufjarðarradíó, en loftnet skipsins höfðu slitnað svo að þeir náðu ekki sambandi, þvi að Siglufjörður hefur ekki ör- bylgjustöð. Skúli hafði strax sam- band við Siglufjarðarradíó, sem náði sambandi við m.s. Dagný og um hana náði það sambandi við hið strandaða skip, en á milli þess og Siglufjarðar eru mjög há fjöll. Eru því loftskeytaskilyrði mjög erfið. Framkvæmdastjóra Slysavarna- félagsins, Hannesi Hafstein, var þegar tilkynnt um strandið og eftir að aðstæður höfðu verið athugaðar var björgunarsveitin á Húsavík kölluð út en hér var þá norðaustan stórhríð og mikill sjór, en samt fóru tveir bátar með björgunarsveitina, m.b. Jón Sör, 54ra tonna bátur, skipstjóri Pétur Olgeirsson, og m.b. Svanur, 35 lesta bátur, skipstjóri Ingvar Hólmgeirsson, sem er uppalinn í Flatey og staðháttum mjög kunn- ugur. Um leið fór björgunarsveit- in Strákur frá Siglufirði með m.s. Drang sem staddur var á Siglu- firði, en veðurtepptur á leið til Grímseyjar. Um klukkan 12 voru Húsavíkurbátarnir komnir að Flatey, en þá braut alveg fyrir innsiglinguna og ófært að komast í land, en björgun talin óhugsandi nema frá landi. Lónuðu bátarnir svo þarna í eina klukkustund og biðu lags og rétt fyrir klukkan 13 komust þeir heilir og höldnu inn fyrir brotið. Þegar inn fyrir var komið var sjólag sæmilega gott og engir örðugleikar að komast í land. Drang var þá snúið við til Siglufjarðar. Hófust þá þegar björgunar- aðgeróir, og var skotið línum frá Hvassafelli í land og um klukkan 16 var búið að bjarga 11 mönnum. Átta voru þá eftir um borð og vildu þeir bíða og sjá hvað gerðist meó flóðinu, sem er um klukkan 20. Er komast átti frá Flatey í kvöld, þurfti að fara fyrir ljósa- skipti, vegna brims og var þá ákveðið að Jón Sör færi með þá ellefu skipverja, sem komnir voru í land, til Húsavíkur. Mennirnir, sem eru um borð, eru ekki taldir í hættu. Björgunarsveitarmenn standa við strandstað og hafa stöðugt samband við skipið, en hafast annars við í húsi á eynni. Björgunarskýlið, sem neyðarstöð Slysavarnafélagsins var í, brann fyrir nokkru eins og áður hefur verið getið í fréttum. Nú með flóðinu brýtur á skip- inu og ljósavélar þess ganga ekki nema til klukkan ellefu i kvöld, því að þá munu þær missa kæli- vatnið út aftur um leið og fjarar út — eins og gerðist i dag. Um kl. 21 í gærkvöldi kom Jón Sör með skipbrotsmennina 11 til Húsavíkur og heilsaðist öllum vel. Leiðrétting Í FRÁSÖGN Morgunblaðsins af vali unglingalandsliðsins I handknattleik í gær var farið rangt með nafn eins leikmannsins. Sá er Kristján Sig- mundsson, markvörður úr Þrótti. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. Framhald af bls. 36 þannig að stefnið vísi á haf og munu jaróýturnar aðstoða við það verk. M.a. munu þær ryðja upp varnargarð fyrir ofan ísleif, sem á að stöðva brimrennslið upp fjör- una þannig að meiri sjór flæði undir skipið. Skammt fyrir utan Isleif á strandstað er flakið af brezka togaranum Lord Stanhop, sem strandaði þarna 1963 og varð til. Er reiknað meó að flakið valdi ekki vandræðum, því ef ísleifur næst á flot á straumurinn að bera hann vestur með ströndinni og þá sleppur hann við flakið af Lord- inum. 1 dag kl. 3—4 er háflóð á strandstað, en hagstæðara hefði verið að reyna að draga bátinn út í nótt leió, þvi þá var flóðið 40 sm hærra, en það verður í dag. • ♦ •---- — 9 ára Framhald af bls. 36 veginn þegar bifreiðin var stödd á móts við hús númer 122. Kvaðst ökumaðurinn hafa snarhemlað, en ekki geta afstýrt slysinu. Lenti stúlkan á hægra framhorni bif- reiðarinnar, kastaðist langan spöl og skall á götuna. Ökumaðurinn kvaðst hafa ekið á 45 kílómetra hraða er slysið gerðist. Hemlaför bifreiðarinnar mældust rúmir 20 metrar á þurru malbikinu. Þegar bifreiðin var slóar látin hemla á 45 kílómetra hraða mældust hemlaförin rúmir 8 metrar. Baader-Meinhof félögunum vísað frá Jemen V-Berlín, 7. marz NTB Fimmmenningarnir úr Baader — Meinhof samtökunum, sem látnir voru lausir úr fangelsi á dögun- um til að bjarga lffi v-þýzka stjórnmálamannsins Peter Lorenz, hafa fengið boð um það frá yfirvöldum Jemen að verða brott úr landinu. Sendiherra Jemens f Austur-Berlfn skýrði frá þessu 1 kvöld f yfirlýsingu, þar sem sagði, að stjórn Jemens hefói neitað að veita þeim landvistar- leyfi til langframa. t hópnum eru þrjár konur og tveir karlar. Ekki er vitað hvenær þau eiga að fara eða hvert þau geta farið. Framhald af bls. 3. væri nú í þann mund að hefjast. Þá hefði ríkisstjórnin lofað að beita sér fyrir því að aðeins yrði greiddur helmingur söluskatts í tolli af vélum og tækjum fram- leiðsluiðnaðarins frá áramótum 1975. 1 lok ræðu sinnar lét Davíð Sch. Thorsteinsson þá skoðun sína í ljós, að skilningur stjórnvalda á því að grundvöllur hins íslenzka veiferðarþjóðfélags væru fram- leiðsluatvinnuvegirnir þrír, fisk- veiðar, fiskiónaður og fram- leiðsluiðnaður, og því aðeins væri þess að vænta að þjóðin kæmist út úr vítahring verðbólgu og gengis- fellinga, að landinu væri stjórnað af mönnum sem skildu þetta grundvallaratriði. Eins og fyrr segir lýkur kaup- stefnunni í dag. í tengslum við hana var haldin tízkusýning á fimmtudaginn og munu birtast myndir frá henni i blaðinu síóar. — Ford styður Framhald af bls. 1 var sfðasta vígi stjórnarhersins við neðanvert Mekong-fljót, fyrir sunnan ferjubæinn Neak Luong. Gerðu skæruliðar stanzlausar sprengjuárásir á stjórnarliðið unz það hörfaði og er nú búizt við árás þeirra á Neak Luong. Tíu kíló- metrum fyrir sunnan Phnom Penh var áfram haldið bardögum um bæinn Prek Phnew, sem skæruliðar réðust á sl. fimmtu- dag. Þá skutu þeir átta eldflaug- um að höfuðborginni í dag og særðist einn maður. í fréttum frá S-Vietnam í dag er greint frá hörðum bardögum, þar sem við áttust þúsundir stjórnar- hermanna og skæruliða. Reyndu stjórnarliðar að opna mikilvægan þjóðveg á miðhálendinu, en Sai- gon-stjórnin segir, að N- Vietnamar séu að skera á mikil- væga samgönguæó þar og sé það liður í undirbúningi meiri háttar sóknar á þeim slóðum. Sendinefndir frá Sovétríkj- unum og Kína hafa heimsótt Hanoi síðustu daga og telja vest- rænir fréttamenn í Saigon það vísbendingu um endurnýjaðan áhuga þessara stórvelda á átök- unum í Indo-Kína. — Uppsagnir Framhald af bls. 2 mörgum yrði sagt þar upp, en þegar hefðu 6 til 7 menn fengið uppsögn. Kvað hann það í raun ekki vera mikinn fjölda, þegar það væri haft f huga að á launa- skrá fyrirtækisins væri 90 manns. Ástæðurnar kvað hann vera, að bílasala hefði dregizt stórlega saman í desember, janúar og febrúar og nú síðast væru menn farnir að draga við sig viðgerðir á bflum sínum. Sagði hann, að sagt hefði verið upp viðgerðarmönnum og skrif- stofufólki, einkum mönnum á söluskrifstofu, þar sem vinna hefði stórminnkað við samdrátt í bflasölu. — Brezkir þingmenn Framhald af bls. 17 þing hafi hver konan eftir aðra gefist upp á honum vegna þess þær geti ekki unað við hve vinnu- tími hans sé mikill og bitni harka- lega á honum og þeim. Anne Winerton sem er gift öðr- um íhaldsþingmanni hefur lýst því yfir að hún telji að kvartanir af þessu tagi eigi vissulega rétt á sér og svo virðist sem fleiri muni taka í sama streng segja frétta- stofur. - Vilja leiðtogafund Framhald af bls. 1 Brtissel eða Bonn en vestur-þýzka stjórnin mun h.afa áhuga á þvf, að hann verði í Bonn, þar sem hún vilji gjarnan sýna þar með, að V-Þjóðverjar séu fullgildur aðili að bandalaginu, 30 árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar siðari, og jafnrétthár öðrum aðildarríkjum. í aðalstöðvum NATO f Bríissel er sú skoðun ríkjandi, að öryggis- málaráðstefnunni muni ljúka með leiðtogafundi, þar sem æ fleiri NATO-ríki muni láta undan Sovétmönnum í þvi efni. Af hálfu vestrænna ríkja hefur því verið haldið til streitu, að þvf aðeins sé ástæða til að ljúka ráðstefnunni með leiðtogafundi, að verulegur árangur hafi náðst þar varðandi aukið upplýsingastreymi milli ríkja austurs og vesturs og aukna ferðamöguleika fólks landanna í milli. Öryggisráðstefnan verður eitt af aðalumræðuefnunum á leið- togafundi aðildarríkja Efnahags- bandalags Evrópu, sem haldinn verður í Dublin, höfuðborg ír- lands i næstu viku. — Minning María Framhald af bls. 27 hennar sem hjálpuðu. Atti hún þá eitt barn, um 2 ára, Þorvald Garð- ar alþingismann og annað, óskírða stúlku Kristjönu er hlaut nafn föður sfns. Álltof fáa daga varð sambúð þeirra, við Dalssjó, en gleðilegir og kær er minningin að koma þreyttur utan af „Fjör- um“, og fá að þiggja gistvináttu þeírra, á nótt sem degi. Og þeg- arallt varfarið af jjrundinni, hún húsið hennar með börnin, til Flat- eyrar, sat maður hnfpinn, þyrstur og þreyttur af göngunni, jafnvel á hornsteinum horfna hússins hennar. Mariu og Kristjáns. Og á Flateyri áttum við, fjölskyldan frá Hrauni, sömu ástúð að mæta, jafnt yngri sem eldri. Sama munu margir Ingjaldssandsmenn geta sagt. Svo oft vildu þær systur, María og Elísabet prófastfrú frá Holti, mæta mund móður okkar og systrum, að bær lögðu leið sína heim til hennar, út á Sand, erfiða leið. Mun þessi vináttu Maríu og móður okkar Hraunsbarna, hafa. valdið því, að Þorvaldur Garðar var 7 sumur hjá móður minni f fóstri og hjálpardrengur. Og þeg- ar þetta allt er liðið hjá, myndin farin af tjaldinu, stendur minn- ingin ein eftir, indæl og blfð, þvi hvar er kærleikurinn meiri i lífi mannanna en hjá sannri og göf- ugri móður og mæðrum. Fagurt lff er liðið. Fagrir dagar, gera „fagran dag á morgun“. Innilega kveð ég frú Maríu Einarsdóttur og bið henni bless- unar Guðs og óska börnum og ættmönnum hennar sömu vernd- ar. Guðmundur Bernharss. frá Ástúni. Ingjaldssandi. — 12 fórust Framhald af bls. 1 að athuga, að hraðlestin milli Miinchen og Ingolstadt var rétt ókomin. Strætisvagninn ók inn á teinana og skipti það engum tog- um, hraðlestin ók á hann miðjan með 120 km hraða. Brak úr lest- inni og strætisvagninum dreifðist yfir stórt svæði meðfram járn- brautarlínunni, þar sem lestin dró strætisvagninn næstum eins kílómetra leið meðfram henni. Tveir vagnar af sjö í lestinni fóru af spori, en enginn farþega lestar- innar varð fyrir meiðslum. — 5 lík Framhald af bls. 1 Kröfur gerast æ háværari f ísra- el um hefndaraðgerðir gegn skæruliðum, en gert er ráð fyrir, að Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra bfði með þær þar til útséð er um árangur af ferð Henrys Kissingers, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, til landanna við Miðjarðarhafsbotn. Er hann væntanlegur til Egyptalands í nótt. Af hálfu ísraels er í dag lögð áherzla á, að þeir hafi ekki ástæðu til að ætla, að Egyptar hafi átt nokkurn hlut að árás skærulið- anna í Tel Aviv. Kissinger kom við í London og BrUssel á leið sinni og ræddi m.a. f dag við Harold Wilson, forsætis- ráðherra Bretlands og Dimitrios Bitsios, utanrfkisráðherra Grikk- lands. — Kambódía Framhald af bls. 17 að tilraunir Bandaríkjanna til að koma á samningum hefðu mis- tekizt, þar á meðal sex umleitanir sem hann hefði beitt sér fyrir eftir að hann varð forseti. Lét forsetinn f ljós þá von að áfram- haldandi fjárhags- og hernaðarað- stoð núna mundi geta tafið fram- gang herja kommúnista þar til rigningartíminn hæfist í lok júní, en þá mætti frekar búast við árangri af samningaumleitunum. Þess má geta að mikil og al- menn andstaða er í Bandaríkjun- um gegn frekari aðstoð við stjórn Lon Nol í Kambodiu og er af mörgum talið ólíklegt að þingið samþykki frekari fjárveitingar til landsins. Ford sagði sjálfur i gær- kvöldi, að hann teldi líkurnar fyr- ir því að aðstoðin fengist vera 50 á móti 50. Fundur Fords með frétta- mönnum í gærkvöldi var sá ellefti sem hann hefur haldið frá því hann varð forseti í ágúst sl. Fundurinn var liður í meiri háttar herferð til að fá þingið og almenning á band forsetans i Kambodiumálinu. Ford hefur gripið til þess ráðs að halda 'marga blaðamannafundi og ræður á opinberum vettvangi og höfða með þeim hætti beint til kjósenda vegna þeirra erfióleika sem hann á við að etja í þinginu í öllum mikilvægustu málum. Andstöðu- flokkur Fords, Demókrata- flokkurinn, hefur mikinn meiri- hluta í báðum deildum þingsins og getur farið sínu fram að miklu leyti án vilja Fords. Þingió hefur þannig tafið eóa fellt mörg mál sem Ford hefur beitt sér fyrir. Mikil barátta á sér nú stað f Washington um hvar hió raun- verulega vald liggur, hjá forsetan- um eða þinginu. Á blaðamannafundinum í gær minntist Ford lftillega á efna- hagsmál og hvatti þingið til að hraða afgreiðslu skattalækkana þeirra, sem hann hefur farið fram á til að auka heildareftirspurn og koma efnahagnum þannig úr lægðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.