Morgunblaðið - 15.03.1975, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAROAGUR 15. MARZ 1975
Hversu mikið gagn
er að trimmi?
Vöðvar og æðar
breytast við trimm
Trimin er í tizku. Það er víst
óhætt að fullyrða Ef við viljum
fylgjast með skokkum við um ná-
grennið eða eigum alténd æfingar-
hjól. Það er ekki eins áberandi,
bæði þegar það er notað og ekki
siður þegar það er ekki ! notkun,
vegna þess að hjólið er þungt f
vöfum. Og þetta er i tizku.
Á þessa lund skrifar dr. med
próf. N.H. Karup við Bispebjerg-
sjúkrahúsið i Danmörku i bókaum
sögn, sem birtist i vikuriti lækna-
samtakanna. Til grundvallar
þessum skrifum liggur sú nötur-
lega staðreynd, að um það bil
helmingur allra dauðsfalla er af
völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Og hlutfallið hækkar stöðugt.
Ævin er að styttast
Okkur hefur verið tjáð að fólk
nái sífellt hærri aldri. Áætlaður
meðalaldur hjá fullorðnum karl-
manni á Vesturlöndum hefur þó
stytzt um hér um bil átta mánuði
síðustu 10—15 árin, vegna þessa
sjúkdóms.
Vaxandi fjöldi dauðsfalla af
völdum hjartasjúkdóma helzt svo í
hendur við það, að kröfur um
líkamlega áreynslu minnka stöð-
ugt. Fólk, sem vinnur svokallaða
kyrrstöðuvinnu fær minna en lág-
markshreyfingu og þeim fækkar
sem vinna störf, sem reyna á
líkamann. Þeir verða æ fleiri sem
hreyfa sig varla meira en sem því
nemur að stökkva inn i bílinn sinn
og úr honum aftur.
Um hjartað
En hvaða gildi hefur trimm-
hreyfingin? Eru sannanir fyrir
samhengi milli kyrrsetulífs og vax-
andi fjölda hjarta- og æðasjúk-
Læknirinn
hefur
orðið
r
eftir ERIK
MtÍNSTíJR
dóma? Kemur líkamleg þjálfun að
gagni sem fyrirbyggjandi ráðstöf-
un og einnig sem eftirmeðferð við
sjúklinga sem hafa fengið blóð-
tappa.
Fimmtiu lífeðlisf ræðingar og
sérfræðingar i hjartasjúkdómum
hafa setið á ráðstefnu í Kaup-
mannahöfn til að fjalla um þessi
vandamál. Fyrirlestrar þeirra og
umræður eru nú komnar út i
bókarformi hjá forlagi Munk-
gaards og ber hún heitið
„Coronary heart desease and
physical fitness".
Engin endanleg sönnun
Karup prófessor dregur þá
niðurstöðu af þessari stóru bók að
enn sé ekki hægt að fullyrða að
endanleg sönnun sé fyrir lækn-
ingamætti hreyfingar og þjálfunar,
hvort sem slikt er hugsað sem
fyrirbyggjandi ráðstöfun eða
endurhæfing eftir sjúkleika. En
hann kemst að þeirri niðurstöðu
að engu að siður sé margt sem
mæli með þvi og rétt sé að
hvetja til meiri likamsræktar og að
slíkt hafi fyrirbyggjandi áhrif.
Nú eru um tuttugu ár síðan
menn veittu því athygli fyrsta
sinni að æðakölkun var algengari
dánarorsök hjá þeim sem hreyfðu
sig litið en hjá þeim sem stunduðu
störf sem kostuðu meiri áreynslu.
En örðugt er að dæma um áhrif
Þessar röntgenmyndir af hjartanu sýna er mótefni er sprautað inn í
kransæðarnar. Á þeim sést munurinn á hjarta sem farið er að kalka og
æðar að þrengjast (t.v.) og hins vegar heilbrigt hjarta þar sem blóðrásin
er með eðlilegum hætti.
hreyfingarleysis vegna þess hve
margir þættir gripa inn i og hafa
áhrif á þróun sjúkdómsins m.a.
hár blóðþrýstingur, aukið fitu-
magn i blóði, sigarettureykingar,
sykursýki og óeðlilega mikill
líkamsþungi.
Hafa má áhrif á vöðvana og
æðarnar
Rannsóknir á síðustu árum
benda engu að síður til að skortur
á hreyfingu og þjálfun bjóði
ákveðinni hættu heim. Rannsókn-
ir hníga að því að breytingar á
lifnaðarháttum gætu dregið úr
hættu á hjartasjúkdómum allveru-
lega.
Menn hafa álitið að hin
jákvæðu áhrif líkamsþjálfunar
kæmu meðal annars fram örara
blóðrennsli um æðar og að meira
súrefni bærist til hjartans. En
þessi kenning fær varla staðizt.
Nú er skoðun sú almennari að
áhrif likamsiðkunar komi ekki
fyrst og fremst hjartanu sjálfu til
góða, en hafi i för með sér breyt-
ingar á vöðvabyggingu líkamans
og áhrif á útvikkun og samdrátt
æðanna.
Efnaskipti vöðvanna
Þjálfunin hefur í för með sér
breytingu á lífefnafræðilegum lög-
málum vöðvanna og áhrif á þau
enzym, sem taka þátt í efnaskipta-
starfi þeirra. Hjartað verður fyrir
óeðlilegu álagi, þegar beitt er
vöðvum, sem litt eða ekki eru
þjálfaðir.
Þvi meira sem maður verður að
beita sér til að leysa af hendi verk,
Framhald á bls. 29
Húsavík — SUS
Er ríkisstjórnin á réttri leið
Samband ungra sjálfstæðismanna efnir
til almenns fundar á Húsavík um stjórn-
málaástandið. Friðrik Zophusson, for-
maður SUS mun hafa framsögu um ofan-
greint mál.
Að framsögu Friðriks lokinni verða al-
mennar umræður. Fundurinn verður
haldinn sunnudaginn 16 n.k. í félags-
heimilinu og hefst hann um kl. 1 4:30.
öllum er heimil þátttaka
Akranes
Almennur fundur i sjálfstæðishúsinu
Heiðarbraut 20 þriðjudaginn 18. marz kl.
8.30 síðdegis. Dagskrá: Efnahagsí og
atvinnumál frummælandi Geir
Hallgrimsson forsætisráðherra
Öllum heimill aðgangur.
Kaffiveítingar.
Sjálfstæðisfélögin Akranesi.
Aðalfundur
í Sjálfstæðisfélaginu Snæfell, verður i Röst Hellisandi, sunnu-
daginn 16. mars, kl. 14.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosningar.
Stjórnin.
Selfoss
Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu heldur
bazar í sjálfstæðishúsinu Tryggvagötu 8,
Selfossi sunnudaginn 1 6. marz kl. 2 e.h.
Margt glæsilegra muna. Gerið góð kaup.
Nefndin.
Verkalýðsskóli
Sjálfstæðisflokksins
20. — 23. marz n.k.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda i Reykja-
vik Verkalýðsskóla Sjálfstæðisflokksins frá 20. — 23. marz.
n.k.
Megintilgangur skólans er að veita þátttakendum fræðslu um
verkalýðshreyfinguna, uppbyggingu hennar, störf og stefnu
og ennfremur þjálfa nemendur i að koma fyrir sig orði, taka
þátt i almennum umræðum og ná valdi á góðum vinnubrögð-
um í félagsstarfi.
Meginþættir námskrár verða sem hér segir:
1. Saga verkalýðshreyfingarinnar.
Leiðb.: Gunnar Helgason, ráðningarstjóri.
2. Meginstefna Sjálfstæðisflokksins og afstaða hans til
verkalýðshreyfingarinnar.
Leiðb.: Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra.
3. Fjármál og sjóðir verkalýðshreyfingarinnar.
Leiðb.: Björn Þórhallsson, viðskiptafræðingur.
4. Vinnu löggjöfin og samningar.
Leiðb.: Hilmar Guðlaugsson, múrari og Magnús Óskars-
son, vinnumálastjóri.
5. Verkmenntun og endurmenntun á vegum verkalýðs-
hreyfingárinnar.
Leiðb.: Gunnar Bachmann, Kennari.
6. Launakerfi — Vísitölukerfi.
Leiðb.: Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri.
7. Starfsemi og skipulag verkalýðshreyfingarinnar og A.S.I.
Leiðb.: Pétur Sigurðsson, alþingismaður.
8. Heilbrigði og öryggi á vinnustöðum.
Leiðb.: Baldur Johnsen, yfirlæknir.
9. Stjórn efnahagsmála.
Leiðb.: Jónas Haralz, bankastjóri.
1 0. Framtíðarverkefni verkalýðshreyfingarinnar.
Leiðb.: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður.
1 1. Framkoma í sjónvarpi.
Leiðb.: Markús Örn Antonsson, ritstjóri.
1 2. Þjálfun í ræðumennsku, fundarsköpum o.fl.
Leiðb.: Guðni Jónsson, skrifstofustjóri og Friðrik Sophus-
son, lögfræðingur.
Skólinn verður heilsoagsskóli meðan hann stendur yfir frá kl.
9:00 — 19:00 með matar- og kaffihléum og fer kennslan
fram í fyrirlestrum, umræðum, með og án leiðbeinanda og
hringborðs- og panelumræðum.
Skólinn er opinn Sjálfstæðisfólki á öllum aldri, hvort sem það
er flokksbundið eða ekki.
Þátttökugjald hefur verið ákveðið kr. 2.500.000.
Það er von skólanefndarinnar, að það Sjálfstæðisfólk, sem
áhuga hefur á þátttöku i skólahaldinu, láti.skrá sig sem fyrst í
sima 17100 eða 18192 eða i siðasta lagi mánudaginn 17.
marz.
Hafnarfjörður
Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur fund mánudaginn
1 7. marz i sjálfstæðishúsinu kl. 8.30
Fundarefni:
Sigurveig Guðmundsdóttir, formaður bandalags kvenna i
Hafnarfirði mætir á fundinn.
Kaffi.
Reykjaneskjördæmi
Bingó
Sjálfstæðisfélag Vatnsleysustrandarhrepps heldur bingó í
Glaðheimum, Vogum, sunnudaginn 16. marz kl. 8.30. Spil-
aðarverða 12 umferðir. Góðir vinningar.
Skemmtinefndin.
Al bert
Guðmundsson
Isleifur
Gunnarsson
Hvar eru
þingmenn
Reykjavíkur?
HEIMDALLUR S.U.S. í Reykjavik gengst
fyrir almennum fundi um hagsmuni
Reykjavikur á Alþingi. Fundurinn verður
haldinn í Glæsibæ (niðri) þriðjudaginn
1 8. mars n.k. kl. 20.30.
Framsögumenn á fundinum verða þeir
Albert Guðmundsson alþm. og Birgir
ísleifur Gunnarsson borgarstjóri.
Öltum Þingmönnum
Reykjavíkur er sérstaklega
boðið á fundinn.
Eru hagsmunir Reykjavikur
Fyrir borð bornir á Alþingi ís-
lendinga?
Stjórnin.
Hveragerði
Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði verður
haldinn laugardaginn 15. marz kl. 16.00 í Hótel Hveragerði.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Hreppsnefndarfulltrúar D-listans sitja fyrir svörum.
Stjórnin.
Fulltrúaráð
Kjósarsýslu
Aðalfundur fulltrúaráðs Kjósarsýslu verður haldinn að Hlé-
garði, laugardaginn 15. marz kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundastörf. — Þingmenn kjördæmisins mæta á
fundinn.