Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 13 Einvígið um heimsmeistaratitil kvenna í skák Eins og skýrt var frá í þætti hér f blaðinu fyrir skömmu stendur nú yfir í Moskvu ein- vigi um réttinn til þess að skora á Nonu Gaprindaschvili, heimsmeistara kvenna, í ein- vígi um heimsmeistaratitilinn, sem hún hefur haldið um nokkurra ára skeið. Kepp- endur I þessu einvígi eru þær N. Alexandria og I. Levitina. Þegar síðast var frá skýrt hafði Levitina eins vinnings forystu, en siðan snerist dæmið við þegar Alexandria vann tvær skákir i röð, þá 7. og þá 8. Levitina vann síðan eina skák og þrjár urðu jafntefli þannig að eftir 12 skákir var staðan jöfn 6:6. Við skulum nú lita á 7. skák einvfgisins, sem er bæði skemmtileg og vel tefld. Hvftt: N. Alexandria Svart: I. Levitina SIKILEYJARVÖRN I. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — a6, 5. Rc3 — Rc6, 6. g3 — Dc7, 7. Bg2 — Rf6, 8. 0—0 — Be7 (Annar góður möguleiki er hér 8. — d6, 9. Hel — Bd7, 10. Rxc6,bxc6, 11. Ra4 — Be7, 12. c4 — 0—0,13. b3 o.s.frv.). 9. Hel — Rxd4, 10. Dxd4 — Bc5, 11. Bf4! (Sterkara en 11. Ddl — d6, 12. Be3 — 0—0 o.s.frv.). II. — d6, (11. — Bxd4, 12. Bxc7 — Bxc3, 13. bxc3 er hagstætt hvftum). 12. Dd2 — Rg4, (Algengast er hér 12. — h6, en með þessum leik vill svartur reyna að hagnýta sér að hvíti hrókurinn er farinn af reitn- um el). 13. He2 — Bd7? (Hér var nauðsynlegt að hróka stutt). 14. b4! (Nú nær hvítur afgerandi yfir- burðum). Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR 14. — Bxb4, 15. Rd5! — exd5, (Auðvitað ekki 15. — Bxd2, 16. Rxc7+ — Kd8, 17. Rxa8 og vinnur). 16. Dxb4 — 0—0—0, (Eða 16. — Re5, 17. Bxe5 — dxe5, 18. exd5 — a5, 19. d6 — axb4, 20. Hxe5+ — Kd8, 21. dxc7+ — Kxc7, 22. He7 og vinnur). 17. Bxd6 — Dc4, 18. exd5. — Dxe2, (18. — Dxb4, 19. Bxb4 — Hhe8, 20. Hael var álika von- laust fyrir svartan). 19. Dc5+ — Bc6, 20. dxc6 — b6, 21. Dxb6 — Dxf2+, 22. Dxf2 — Rxf2. 23. Bf4! (Nú fær svartur ekki varist fæðingu nýrrar drottningar). 23. — g5, (Örvænting; 23. — Rg4 dugði ekki vegna 24. Hbl) 24. Bxg5 — Hdl+, 25. Hxdl — Rxdl, 26. Bf4 — f5, 27. Bfl — a5, 28. Be5! (Mun sterkara en 28. Ba6 eins og síðar kemur í ljós). 28. — Hf8, 29. Ba6+ — Kd8, 30. c7+ — Kd7, 31. c8D+ — HxcS, 32. Bxc8 — Kxc8, 33. Bd4 (Nú kemur gildi 28. leiks hvíts glöggt I Ijós, svarti riddarinn er fangaður). 33. — a4, 35. a3 og svartur gefst upp. M0RGUHBL&BIB fyrir 50 árum Símað er frá Palestínu, að Aröbum þar í landi sje meinilla við hinn nýja háskóla Gyðinga. Eru þeir og mótfallnir þvi, að þeir hverfi aftur til landsins, því þeir óttast undirokun. Skoða Arabar landið sína eign, eftir margra alda dvöl sína í þvi. Sanokrysintilraunirnar á Vífilsstöðum — Einn sjúklingurdó núna rjett fyrir helgina, ótvírætt af völdum sanokrysinsins. Einn af sjúklingunum hefur tekið óvæntum bata, þó alls ekki fullum bata. Að sanokrysinið er mjög varasamt lyf — það hafði öll alþýða fengið að heyra, áður en þessar tilraunir byrjuðu. Morgunblaðið mun bráðlega birta hæstu útsvörin, er lögð hafa verið á i þetta sinn hjer i bæ. Hæsta útsvarið ber nú Kveldúlfur. Hefir hann 125 þúsund krónur og vantar 4 þúsund til að það sje jafnhátt allri niðurjöfnunarupphæðinni, sem lögð var á 1913 Sá, sem kaupir 1 bindislifsi, eina sokka eSa ein axlabönd. fær 1 flibba einfaldan eða tvöfaldan í kaupbætir. — Guðm. B. Vikar, Laugaveg 5. í gær tapaðist úr Landsbankanum að verslun Ásgeirs Gunnlaugssonar, 50 króna seðill i bláu umslagi. Skilist á A.S.Í. Hreinlegan og vanan mann vantar til að skera tóbak. — Tóbakshúsið, Austurstræti 1 7. MATSEÐILL VIKUNNAR Umsjon: Hanna Guttormsdóttir mAnudagur Fiskhringur með grænmetisjafningi, júlíönnusúpa. ÞRIÐJUDAGUR Steiktar kjötbollur, brún sósa, hrátt salat, kakósúpa með tvíbökum. MIÐVIKUDAGUR Soðinn rauðmagi (sjá uppskrift), sítrónusósa eða karrýsósa, appelsínur. FIMMTUDAGUR Kjöt í karrý með hrísgrjónum, hrísgrjónaábætir (sjá uppskrift). FÖSTUDAGUR Medistapylsur með lauk, eplum og sveskj- um, sveskjugrautur. LAUGARDAGUR Kryddsíld með köldu kartöflusalati (sjá uppskrift), Rúgbrauð og smjör súrmjólk með kornflögum. SUNNUDAGUR Blómkálssúpa (sjá uppskrift), nautasteik, franskar kartöflur, hrátt salat, kremhringur (sjá uppskrift). SOÐINN RAUÐMAGI 2 rauðmagar Hreinsið hveljuna, ef á að borða hana. Hellið yfir fiskinn sjóðandi vatni, og skafið, þangað til allar körtur eru farnar. Skerið uggana og hausinn af. Takið inn- yflin út, og hirðið lifur og svil. Skerið rauðmagann í sneiðar. Sé hveljan tekin af, skal það gert á eftirfarandi hátt: Skerió rauf meðfram hryggnum, og rífið hvelj- una af frá hrygg aó kviði. Skerið síðan hausinn, uggana og sogskálina af. Slægið fiskinn. Látið 2 msk. salt, 1 msk. edik, 6—8 piparkorn, 1 lárviðarlauf og 1 lítinn lauk í hvern lítra af vatni. Suðutími um 5 mín., en fer eftir þykkt fiskstykkjanna. Berið soðinn rauðmaga fram með soðnum kartöflum og ediki. 9 KRYDDSÍLD MEÐ KÖLDU KARTÖFLUSALATI 1 egg 100 g majones V4 dl. rjómi 1 lítill laukur 2 tsk ensk sósa 1 msk tómatkraftur um 250 litlar, soðnar kartöflur 2 kryddsíldarflök, sem legið hafa í ediks- legi graslaukur eða steinselja Harðsjóðið eggið. Þeytið rjómann, og blandið í majónesinn ásamt rifnum lauk, enskri sósu og tómatkrafti. Skerið kartöfl- urnar í sneiðar, og leggið þær á fat. Hellið majonesinum yfir. Skerið síldina í bita, og leggið þá yfir. Saxið eggið og stráið þvi á milli sildarbitanna. Stráió saxaðri stein- selju eða graslauk yfir. HRÍSGRJÓNAÁBÆTIR V41 mjólk 60 g hrísgrjón 1 tsk vaniljudropar 6—10 möndlur, ef vill 1 msk sykur 3 dl rjómi Sjóðið úr mjólkinni og hrísgrjónunum, og kælið hann (nota má afgang af hrísgrjóna- graut). Afhýðið möndlurnar, saxið þær, og látió. út í grautinn ásamt sykri og vaniljudropum. Þeytið rjómann, og bland- ið honum varlega saman við. Berið ávexti í sykurlegi, frosna ávexti, saftsósu eða þ.h. með hrísgrjónaábæti. Abætinn má búa til úr soðnum hrísgrjónum (2 dl hrísgrjón, 3 dl vatn), en þá þarf að láta 2 blöð af bræddu matarlími saman við. BLÓMKÁLSSÚPA l'A 1 soð (t.d. kjötsoð og soð af blómkál- inu) 25 g smjörlíki 25 g hveiti salt 1 eggjarauða 1—2 msk rjómi 1 lítið blómkálshöfuð Skiptið blómkálshöfðinu i skúfa, og sjóðið þá í 10—15 min. Sjóðið kjötsoðió og bland- ið þvi saman við blómkálssoðið. Jafnið með mjölbollu. Saltið. Hrærió eggjarauðu og rjóma saman í súpuskálinni. Hellið heitri súpunni út i smám saman. Látið blómkálið út i súpuna og látið blómkálið út í súpuna og látið suðuna koma upp. Berið fram blómkálssúpu með hveiti- brauðsneiðum, hnúðum eða þ.h. KREMHRINGUR 6—8 blöð matarlím 2 egg 40 g sykur 1 tsk vaniljusykur eða — dropar 4 dl mjólk 1 dl rjómi Leggið matarlímið i bleyti í kalt vatn. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum. Látið suðuna koma upp á mjólkinni, og hellið henni smám samgn út í eggjarauð- urnar. Kreistið vatnið úr matarlíminu, og látið það bráðna í heitu kreminu. Kælið kremið og hrærið í því við og við. Blandið þeyttum eggjahvítum og þeyttum rjóma varlega saman við, er það fer að þykkna. Hellið kreminu í skál eða hringmót, sem hefur verið skolað úr köldu vatni. Hvolfið hringmótinu, og berið kremhringinn fram með niðursoðnum ávöxtum eða þ.h.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.