Morgunblaðið - 15.03.1975, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975
Utgefandi
Framkvaemdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgraiBsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Arni GarSar Kristinsson.
ABalstrnti 6, sfmi 10 100.
ABalstraeti 6. sfmi 22 4 80.
Hafréttarráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna hefst
á ný í Genf á mánudag.
Miklar vonir hafa verið
bundnar vió þessa ráð-
stefnu, þar sem mikill
meirihluti þátttökuríkj-
anna hefur lýst yfir stuðn-
ingi við meginregluna um
200 mílna efnahagslög-
sögu. En þrátt fyrir þessar
aðstæóur er full ástæóa til
þess aó sýna hæfilega
bjartsýni nú vió upphaf
þessa hluta ráóstefnunnar.
Ljóst er, að ryója þarf
mörgum steinum úr vegi
áður en samkomulag getur
náóst um þá meginreglu,
sem flestar þjóðirnar virð-
ast þó fylgja.
Hvað sem nióurstöóum
þessarar ráóstefnu líður,
mun ríkisstjórnin taka
endanlega ákvörðun aö
henni lokinni um útfærslu
fiskveiðilandhelginnar í
200 sjómílur á þessu ári.
Það er yfirlýst stefna, sem
ekki veróur hvikaó frá. Á
hinn bóginn veróa menn að
gera sér grein fyrir, að það
mun kosta haröa baráttu
aó fylgja fram rétti okkar
til 200 sjómílna fiskveiói-
lögsögu gagnvart öórum
þjóðum. Aö vísu er traust-
ari grundvöllur fyrir út-
færslu í 200 sjómílur nú en
út í 50 sjómílur fyrir þrem-
ur árum, svo ör hefur þró-
unin verið í átt til víóáttu-
mikillar efnahagslög-
sögu. En vió veróum aó
varast að láta þessa hag-
stæðu þróun villa okkur
sýn og telja eftirleikinn
auóveldari en efni standa
til.
í samtali við Morgun-
blaðið í gær leggur Hans G.
Andersen, sendiherra og
formaöur íslenzku sendi-
nefndarinnar í Genf,
áherzlu á, að við upphaf
ráðstefnunnar sé rétt aó
sýna hóflega bjartsýni um
árangur. Sendiherrann
bendir á, að enn liggur fyr-
ir mikill fjöldi tillagna, þó
aó verulegur árangur hafi
oróió á fundum ráðstefn-
unnar í Caracas aö því er
varðar fækkun á þeim val-
kostum, sem settir hafa
verió fram. Þá er einnig
ljóst, að á Evensenfundun-
um svonefndu hefur oröið
verulegur árangur í við-
leitni þátttökuríkjanna við
að ná samkomulagi um
einn texta fyrir hvert atr-
iói, sem um er fjallaó. En
þrátt fyrir þessa hagstæóu
framvindu málsins til
þessa, er meö öllu útilokað
að hafa uppi spádóma um
endanlega niðurstöðu þess
hluta ráðstefnunnar, sem
nú er að hefjast.
Varaformaóur banda-
rísku sendinefndarinnar á
hafréttarráðstefnunni hef-
ur lýst yfir því, að hann sé
mjög bjartsýnn á, að 200
sjómílna efnahagslögsagan
verði samþykkt á Genfar-
ráðstefnunni. Þessi bjart-
sýni Bandaríkjamanna
mun vera sprottin af því,
að þeir hafa á Evensen-
fundunum náó fram því,
sem þeir sætta sig við. Þeir
vilja þannig fallast á, að
erlendar þjóðir fái í sinn
skerf þann hluta fiskstofn-
anna innan 200 sjómílna
lögsögunnar, sem strand-
rikin geta ekki sjálf nýtt,
og þeir vilja ennfremur
fallast á, að gerðardómur
skeri úr ágreiningi, sem
upp kunni að rísa vegna
þessa. Bandaríkjamenn
eru reiðubúnir að staö-
næmast viö þennan áfanga.
Með hliósjón af þessum aö-
stæóum er von aó Banda-
ríkjamenn séu bjartsýnir
um árangur af þessum
hluta ráðstefnunnar.
íslendingar hljóta á hinn
bóginn aó leggja afdráttar-
laust á það áherzlu, að
strandríkin sjálf hafi
óskerta lögsögu yfir fisk-
veiðum innan 200 sjómílna
og þau meti sjálf, hvort um
umframmagn er aó ræða
og hvernig það verður
nýtt. Við ætlum okkur með
öórum orðum að ná mun
lengra en Bandaríkjamenn
og getum af þeim sökum
ekki verið jafn vongóðir
um árangur eins og þeir.
Næstu vikur skera úr um
það, hvort takast muni að
ná bindandi samkomulagi
um óskilyrtan rétt strand-
ríkjanna yfir 200 sjómíl-
um.
1 nefndu viðtali segir
Hans G. Andersen m.a.:
„Nú þegar við höldum til
Genfar má minnast þess,
að ísland hefur ekki nema
eitt atkvæði á ráðstefnunni
af eitt hundrað og fimmtíu,
en við höfum trú á því aó
með starfi undanfarinna
ára hafi verió lagður
grundvöllur að því, aö okk-
ar hagsmunum veröi borg-
ió, þegar upp verður staðið.
En aö mínu áliti munu lín-
ur ekki skýrast nægilega
fyrr en á síðari hluta Gen-
farráóstefnunnar.“ Víst er
að það mikla starf, sem
unnió hefur verið til þess
að ná samkomulagi um al-
þjóólegar réttarreglur á
þessu sviði, styrkir aðstöðu
okkar í þeirri baráttu, sem
nú hefur staðið svo til óslit-
ið í hart nær þrjá áratugi.
Viö hljótum því að leggja
ríka áherzlu á að ná kröf-
um okkar fram í Genf, en
um leió verða menn að
gera sér grein fyrir, aö hér
er um mjög flókið úr-
lausnarefni að ræóa og
mikið verk er enn óunnió.
Hafréttarráðstefnan í Genf
Stundaði snyrtingu undir
handleiðslu lækna á spítala
GUNNHILDUR Gunnarsdótlir
starfaói scm snyrfisérfræðing-
ur vió húósjúkrahús Christian-
Albrechts háskóla i Kiel í
Þýzkalandi, þegar fréttamaóur
Mbl. hitti hana fyrst. Þar vann
hún vió snyrlimeóhöndlun húó-
sjúkdóma undir handleióslu
læknanna. Þar sem slíkt starf
mun óþekkt hér, notuóum vió
takila rió til aó spyrja Gunn-
hildi nánar um þaó, þegar vió
hittum hana um daginn hér í
Reykjavík, þar sem hún var aó
opna snyrtistofu, ú'tlit í Garða-
stræti 3.
Aóur en Gunnhildur fór aó
vinna vió húósjúkrahúsið, hafói
hún stundað nám í Kieler
Fachschule fúr Kosmetik í eitt
ár. En sérgreinar í þeim skóla
fara fram í þessu húðsjúkra-
húsi. Eftir að Gunnhildur hafði
sótt skyldunámskeið í sjúkra-
húsinu véfurinn 1972 og orðið
efst á prófinu, var henni boðin
föst staða í sérstakri snyrtideild
í sjúkrahúsinu, þar sem fram
fer svonefnd „medizinsche
Kosmetik". I sjúkrahúsi háskól-
ans vann hún svo vió snyrtingu
og meðhöndlun húósjúkdóma
undir handieióslu læknanna
frá haustinu 1972 til ársloka
1974. En hún og maður hennar,
Karl Johann Ottosson, fluttu
heim í vetur, eftir að hann
hafði lokið prófi í hagfræði.
— Þarna er mjög stórt
sjúkrahús fyrir húð- og kyn-
sjúkdóma, enda kemur þangað
fólk úr öllu Norður-Þýskalandi,
sagói Gunnhildur til skýringar.
1 sjúkrahúsinu er snyrtistofa og
þangað senda Jæknarnir sjúkl-
inga, ef þeir telja eftir rann-
sókn að eitthvað sé hægt að
gera fyrir þá. þar. Og þeim fylg-
ir að sjálfsögðu kort með fyrir-
mælum um það hvað eigi aó
gera og hvaða krem eða meóul
eigi að nota. Þar gat verið um
að ræða margs konar kvilla i
húðinni, í andliti, á höndum og
fótum eða til dæmis á baki og
bringu, eins og algengt er hjá
unglingum. Til dæmis notuðum
við rafmagnstæki á fótasár. Til
okkar voru sendir sjúklingar úr
sjúkrahúsinu sjálfu og eins
þeir, sem komu í göngudeildina
með margvísleg vandamál.
Þessi tilhögun er til mikils hag-
ræðis fyrir læknana, sem ekki
hafa tima til að hreinsa húðina,
nudda hana, kreista bólur og
þess háttar. Þeir fylgjast svo
meó sjúklingunum og líta á
árangurinn vikulega eða’mán-
aðarlega, eftir því sem við á.
Sjúkrahúsið veitir þetta sem
læknisþjónustu og borgar hana
sem slíka.
— Ef nýtt krem kom á mark-
aðinn, var það einnig sent til
prófunar í háskólasjúkrahúsið,
hélt Gunnhildur áfram. Þar
voru gerðar ofnæmisprófanir
og við tókum það til neytenda-
prófunar. Létum fólk reyna það
og fylgdumst með því hvernig
það reyndist.
— Eins kom oft til okkar fólk,
sem hafði átt í einhverjum
erfiðleikum meó snyrtivörur,
virtist hafa ofnæmi fyrir þeim
eða eitthvað slíkt. Við gerðum
þá prófanir og veittum ráð.
Þarna i sjúkrahúsinu höfðum
við allar þýzkar snyrtivöruteg-
undir og nokkuð af innfluttum
snyrtivörum. En þar sem við
seldum ekkert, þá höfóum við
óbundnar hendur með aó ráð-
leggja hvað'a merki bezt hent-
aði og leiðbeindum fólki um
það, hvað ætti best við hvern og
einn.
Því má skjóta hér inn i, að í
meðmælum frá lækninum dr.
Proppe, segir að Gunnhildur
hafi góða þekkingu á lífeðlis-
fræði yfirhúðarinnar, greini
vel mismunandi næmi og þekki
hættur ofnæmis. En Gunnhild-
ur tók fram, að snyrtifræðing-
unum við sjúkrahúsið væri
kennt að greina sjúkdóma og
lögð mikil áherzla á að þeir
hefðu vit á að senda sjúkling-
ana til læknisins, þegar þeir
sæju merki um þá, en snerta
ekki við þeim á eigin spýtur. Til
dæmis mega þeir aðeins slípa
yzta borð húðarinnar, en senda
sjúklinginn ávallt til læknis, ef
slípa þarf dýpra. En oft fólu
læknarnir þeim að slípa yfir-
borð húðarinnar vegna sveppa-
sjúkdóma.
Ekki kvaðst Gunnhildur hafa
haft samband við nokkurn
lækni hér né vita hvort þeir
vildu nýta slíka þjónustu. Af
sömu ástæðu hefði hún engin
meðul undir höndum á snyrti-
stofu sinni hér. En hún kvaóst
hafa tekið heim með sér nudd-
tæki, gufudreifara með súr-
efnislampa til sótthreinsunar
og fá slípivél fyrir grófa húð.
Eins kvaðst hún hafa valið sér
snyrtivörur, sem hún þekkir
vel og það merki, sem lætur
sýnishorn. — Það er nauðsyn-
legt að geta gefið fólki kost á að
reyna vöruna, sem maóur er að
ráðleggja því, áður en það er
búið að verzla fyrir háar upp-
hæðír, sagði hún til skýringar.
Annars finnst mér snyrtivörur
alls ekki dýrar hér, þær eru
a.m.k. mun ódýrari en í Þýska-
landi.
— Mér fannst ákaflega gam-
an að fá tækifæri til að starfa
með læknunum í sjúkrahúsinu
í Kiel. Þeir rannsökuðu af
hverju gallarnir í húðinni
stöfuðu í hverju tilfelli og mað-
ur sá árangur af starfi sínu. Það
var til dæmis mjög skemmtilegt
að sjá muninn á unglingum,
sem voru allt að því hættir að
þora að líta upp, en fengu sjáls
traustið aftur við að losna við
bólurnar, sagði Gunnhildur að
lokum. —E.Pá.
BU8IWS OW l«W0*
Gunnhildur Gunnarsdóttir í sn.vrtistofu sinni