Morgunblaðið - 15.03.1975, Side 23

Morgunblaðið - 15.03.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 23 Minninq: ÞÓRUNN MARÍA ÞORBERGSDÓTTIR Þórunn María Þorbergsdóttir var fædd 16. sept. 1884 í Reka- vík bak Látur, Sléttuhreppi, dótt- ir hjónanna Margrétar Þorsteins- dóttur og Þorbergs Jónssonar, síó- ar bónda i Neðri-Mióvík. Þórunn giftist Friðrik Finnbogasyni 18. okt. 1902 og bjuggu þau fyrst i Neóri-Miðvík, en fluttust siöan aó Látrum sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1942 að þau flytjast til Akureyrar, en áriö 1943 flytjast þau til Keflavíkur, þar sem þau bjuggu til dauðadags. Þórunn og Friðrik eignuðust 17 börn. 3 dóu í frumbernsku, en 14 komust til fullorðinsára. Þau eru: Finnbogi (d. 1968) bjó, í Kefla- vík, Þórunn María býr i Hnífsdal, Þorsteinn býr í Reykjavík, Aóal- heiður býr i Keflavik. Sigurlaug býr í Reykjavík, Margrét (d. 1968) bjó á Patreksfirði, Jóhann býr í Keflavík, Öli (d. 1942) Aníta býr i Hnífsdal, Halldór býr i Kefalvík, Bjarni býr í Keflavík, Dóróthea býr í Keflavik, Þorberg- ur býr i Keflavík og Guðmunda býr í Keflavík. Einnig ólu þau dótturson sinn Kristbjörn Eydal, sem búsettur er á Isafirði. Þórunn er hjá foreldrum sínum þar til hún missir móður sina 5 ára gömul. Þá er hún tekin til frænku sinnar Rósu Gisladóttur á Hesteyri. Þar mun hún hafa dval- ið um 2ja ára skeið, en þá giftist faðir hennar Oddnýju Finnboga- dóttur, systur Friðriks, sem seinna verður eiginmaður Þór- unnar. Hún verður snemma að fara að hjálpa til við öll almenn störf, því systkinahöpurinn stækkaði ört, hálfsystkinin urðu 10, en einn albróður átti Þórunn, sem var henni mjög kær, hét hann Öli og drukknaði 1914. Það gefur að skilja að stúlka, sem er elst af stórum systkina- hópi veróur snemma að fara að vinna, enda verður vinnan heima hennar aðalskólaganga, þó var hún læs 4 ára gömul, enda mjög góðum gáfum gædd, jafnt til Fæddur 15. marz 1913 Dáinn 2. febrúar 1975. Harry Frederiksen, fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, hefði orðió 62 ára í dag, en hann lézt á ferðalagi erlendis 2. febrúar s.l. Harry átti sér langa starfssögu að baki hjá Sambandinu, um nær 50 ára skeið. Um langt árabil vann hann að afurðasölu innan- lands og utan, bæði heima og á skrifstofum Sambandsins í Kaup- mannahöfn og Hamborg. Metnaður hans var ávallt mikill fyrir fyrirtækið og honum rann það áreiðanlega oft til rifja að sjá á bak hráefninu í ull og skinnum úr landi á lægsta vinnslustigi og verðmætisgráðu. En einmitt hér auðnaðist honum að leggja gjörva hönd á plóginn. Þegar Harry var ráðinn fram- kvæmdastjóri nýrrar deildar, Iðn- aðardeildar 1949, hófst lokaáfangi ævistarfs hans, áfangi sem honum gafst aldarfjórðungur til að sinna. Þessi deild fæddist í fram- kvæmdabyltingu Sambandsins eftir stríðslokin undir stórhuga og framsýnni forystu forstjórans Vilhjálms Þórs, sem ekki einung- is reyndist glöggskyggn á fram- tíðarhlutverk Samvinnuhreyfing- arinnar í uppbyggingu islenzks efnahagslífs, heldur einnig á val manna til að láta draumana ræt- ast. Harry var í þeirri forystu- sveit, og hann brást engum. Þegar deildin var stofnuó, voru verksmiðjurnar á Akureyri mikil- vægur þáttur í íslenzkum iðnaði, munns og til handa, en mikið syrgði hún það alla tíð að hafa ekki átt kost á neinni skólagöngu. Síðan giftist Þórunn Friðrik Finnbogasyni ung að árum og hefja þau búskap hjá móður Frið- riks Herborgu Kjartansdóttur í Efri-Miðvík. Þar búa þau þar til þau flytjast að Látrum í sömu sveit 1911. Það mun hafa verið þungbært fyrir Þórunni að þurfa að fara frá Efri-Mióvík, sem var ágætis jöró, að Látrum í litið jarð- næði, þar sem aðallega var treyst á björgina úr sjónum. En þar byggja þau sér bæ, sem þau nefna Ysta-Bæ og' á Látrum dvelur Þör- unn öll bestu ár ævi sinnar. Þar kemur hún upp barnahópnum sinum stóra. Oft var erfitt hjá Þórunni meðan börnin voru ung og oft af litlu að miðla. En með dugnaði og sínum góðu hæfileikum að gera mikið úr litlu tókst henni að koma börnum sínum til manns. Þórunn var lengst af fátæk af veraldleg- um auði, en þeim mun ríkari var hún af andlegum auði, sem hún miðlaði börnum sínum ríkulega. Margir dvöldu hjá Þórunni og Friðrik á Ysta-Bæ i lengri eða skemmri tíma. Þar var engum út- hýst þó oft væri gestkvæmt enda hjartarými nóg. Hvert göfugt hjarta á sér helgidóm. Þar anga skínandi eilifðarblóm. Svo segir skáldið Stefán frá Hvítadal. Það sama mátti segja um Þórunni, þessa smávöxnu kviku konu, sem öllum vildi gott gera enda leituðu margir til henn- ar. Stundum þurfti að binda um sár eða hjálpa nýjum þjóófélags- þegni inn í þennan heim. Erfitt að ná í lækni, yfir fjallveg að fara, enginn simi fyrst framan af og ekki bílvegir í Aðalvík þá né nú. Ég sem þetta skrifa kynntist Þór- unni skömmu eftir að hún flyst til en á þeim 25 árum, sem Harry stfrði Iðnaðardeildinni, bar hann gæfu til að sjá þær margfaldast að stærð, eflast að vélakosti og veróa langfjölmennustu iðnfyrirtæki landsins undir einni stjórn. Harry varð þannig óumdeildur leiðtogi á sviði íslenzks iðnaðar og að sínu leyti áhrifamesti einstak- ur forystumaður hans i landinu. Hann sá bæói bjarta tima og svarta á þessum vettvangi, en áfram var haldið, þótt móti blési i bili, og á langri starfsævi voru áfangarnir vissulega margir, glæsilegir og heilladrjúgir íslenzkum iðnaði i heild sinni. Keflavíkur, er ég giftist syni hennar og byrja búskap ung og fákunnandi í sama húsi og hún bjó í. Ég get ekki hugsað mér betri tengdamóður, sem ávallt var boó- in og búin að veita hjálp sína og gefa góð ráð, ef til hennar var leitað, en sýndi aldrei ráðríki eða afskiptasemi í einu eða neinu. Börnum minum var það ómetan- legt að hafa afa og ömmu svona nálægt sér og geta leitað til þeirra hvenær sem þau þurftu með og fengið allan þann fróðleik sem þau veittu þeirn um liðna tið. Það fólk, sem komið var nokkuð á legg um síðustu aldamót hefur lifaó mestu breytingar, sem orðið hafa i islensku þjóðlífi fyrr og síðar og er þá sama hvert litið er, á atvinnuhætti, lifsafkomu, menntun og aðbúnað allan. Það er misjafnt hvernig fólki tekst að aðlaga sig öllum þessum breyting- um, frá hlóðaeldhúsi til allra þeirra heimilisvéla sem nú tíðk- ast, svo litið sé á málið frá sjónar- hóli konunnar. Þórunni tókst að- dáunarlega vel að semja sig að nýjum og breyttum háttum og var sama hetjan á því sviði eins og að sjá stórum barnahópi farborða við erfið skilyrði. Hún æðraðist aldrei, en tók öllu með jafnaðar- geði og trúði að með guðs hjálp mætti sigrast á hverri raun. Það er aó vísu ekki sama stemmning fyrir einföldum fyrir- boðum, í öllum þessum rafljósum, svo sem svip á undan gestakom- um, eða draumi sem hlaut aó koma fram en aó öðru leyti var ekki erfitt að fylgjast með í öllu þessu nýja sem sífellt sækir á. Þórunn var ein af þessum hetj- um hversdagsleikans, sem skilaði sínu með ágætum og sannaði þaó best með því að koma upp 14 börnum, með góðri hjálp eiginmanns sins og áttu þau við lát hans 212 afkomendur, en eiga nú við lát hennar 260 og mun það fátítt hér á landi ef ekki eins- dæmi, enda má nú segja að einn af hverjum þúsund íslendingum eða rúmlega það séu beinir af- komendur þeirra, þegar bæði eru öll. Nú þegar Þórunn hverfur héðan, er ég viss um að eiginmað- ur hennar og börn sem horfin eru héðan taka á móti henni, enda trúði hún á líf eftir þetta líf. Myndin, sem hér fylgir af Harry, var tekin s.l. haust, er hann undirritaói erlendan um- boðssamning fyrir nýtt mikilvægt markaóssvæói fyrir Sambandsiðn- aðinn. Þannig var þrotlaust haldið áfram og ekkert tækifæri látið ónotaó til að efla veg og virðingu þeirrar stofnunar, sem hann helg- aði óskipta starfskrafta sína til hinstu stundar. Harry var mikill gæfumaður i einkalífi. Hann var kvæntur Margrétu Jónsdóttur Frederik- sen, og eignuðust þau tvö börn, Ólaf og Guðrúnu. Guðrún er gift Halldóri Sigurðssyni og eiga þau eina dóttur, Eddu Hrund. Margrét er mikilhæf kona, og bjuggu þau heimili sitt svo fallega, samhliða óvenjulegri gestrisni, að unun var að vera þar gestkomandi. Þáttur eiginkonu i erilsömu starfi húsbóndans vill stundum falla i skuggann, en þarna voru hjónin svo sannarlega samhent um að byggja upp þann- ig, að reisn hins ábyrgðarmikla starfs Harrys varð ef til vill hvergi meiri en í hópi þakklátra gesta, jafnt innlendra sem er- lendra, innan veggja heimilisins. Hér var Harry jafn örlátur og veitull af eigin fé og hann var glöggur og nákvæmur í meðferð fjármuna annarra. Nafn Harry Frederiksen stendur í órofa tengslum við harðskreiða upp- byggingu islenzks iðnaðar siðustu áratugi og afrek hans. Þegar sag- an verður skráð, mun nafn hans bera hátt, og hans minnzt sem hins farsæla íorvigismanns og leiðtoga. Eg þakka aó leiðarlokum langt og náið samstarf og við hjónin vottum eiginkonu, börnum og skyldmennum öllum dýpstu samúð. Jón Arnþórsson. Harry Fredriksen, framkvœmdastjóri 1911, þar sem þau byggðu sér bæ, sem síðar var nefndur Ystibær. 1 Ystabæ bjuggu þau til ársins 1942, en þá yfirgáfu þau heima- byggð sína og fluttust til Akur- eyrar, en ári síðar til Keflavíkur og bjuggu þar eftir það. Amma og afi eignuðust 17 börn, þar af komust 14 til fullorðinsára en 3 misstu þau í bernsku. Lífs- stritið var oft erfitt, meó þennan stóra barnahóp, á þessum af- skekkta stað og reyndi það mikið á andlegt og líkamlegt þrek fólks- ins. Sambúð þeirra var löng og heimilislíf hlýlegt. Mjög gest- kvæmt var á heimili þeirra ömmu ogafa, af svostóru skyldu liði sem þau áttu, svo og af vanda- lausum. Glaðværð var mikil á Ystabæ, þar sem þau voru bæði söngelsk og félagslynd. Er börn þeirra komust á fullorðins aldur var Ystibær eitt glaðværasta og skemmtilegasta heimilið á Látr- um. Þarna á Ystabæ var spilað,_ sungið og yfirleitt sköpuð sú menningarneysla, sem þurfa þykir í dag. Amma var greind kona«skapgód og kjarkmikil. Hún var úrræðagóð er á reyndi. Er hún var á miðjum aldri varð ljós- móðurlaust i Sléttuhreppi. Þá var leitað til hennar um að hún tæki á móti börnum, og stóð þá ekki á hennar kjarki og dugnaði. Fór hún margar erfiðar ferðir frá stóru heimili i þessu skyni. Henni fórst þetta mjög vel úr hendi og tók hún á móti mörgum börnum, þar á meðal okkur sem þetta skrifum. Amma var gjafmild, um- hyggjusöm og vildi allt fyrir alla gera. Við sem heitum nöfnum þeirra ömmu og afa þökkum þeim af alhug það sem þau voru okkur á lífsleiðinni. Við kveðjum ömmu með þessum sálmi: Sefist sorg og tregi, þér saknendur við gröf, þvf týnd er ydur eigi hin yndisiegagjöf. Hún hvarf frá synd og heimi til himins fagni þvf svo hana guó þar geymi og gefi fegri ð ný. Þórunn og Fridrik. Ólafur Tryggvason huglœknir „Sem bliknar fagurt blóm á engi, svo bliknar allt, sem jarðneskt er. Ei standa duftsins dagar lengi, þótt dýran fjársjóð geymi 1 sér það eitt er kemur ofan að, um eillfð skín og blómgast það.“ V.B. Vinur minn, hjálparhellan, mannkostamaðurinn og læknir- inn, Ólafur Tryggvason frá Hamraborgum er dáinn. Mig setur hljöða, maður er alltaf jafn óviðbúin. Það er sagt að tíminn lækni öll sár, en ég hygg að það hemi yfir en gleymist aldrei. Svo mun fara um mig og mína fjöl- skyldu, hans skarð verður ætíð óuppfyllt. Við minnumst hans alla tíð, hann var alltaf reiðubú- inn að veita hjálp, hvort heldur að nóttu eða degi og hans hjálp brást aldrei. Við áttum oft, svo ótal oft, tal saman i síma, og er hann kom hingað til Reykjavíkur hittumst við, sfðast á siðastliðnu sumri, og áttum við langt samtal saman. Það eru ógleymanlegar stundir, dýrgripir sem verða varðveittir. Hann átti margt ógert hér á jörðu Sofffa Gunnarsdóttir. Afmælis-og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að aftnælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. - Minning er hann var burtkalláður þann 27/2 s.l. en örmagna af þreytu við að hjálpa öðrum fannst honum hann aldrei nógu miklu geta komið i verk. Ólafur var stórbrotinn persónu- leiki, heittrúaður á Guð og hans almætti og ávallt reiðubúinn með sínar líknandi hendur og sterkar bænir til handa öllum þeim er líkamlega og andlega vóru þjáðir. Með tregablöndnum huga kveð ég, eiginmaður minn og sonur, Ólaf Tryggvason sem nú er horf- inn „meira að starfa guðs um geim.“ Ég enda þessi fátæklégu kveðjuorð með erindi eftir séra Hallgrím Pétursson: „Eg lifi í Jesú nafni, i Jesú nafni ég dey, þó heilsa og lif mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi allt þitt né valdið gilt i Kristi krafti eg segi: kom þú sæll, þegar þú vilt. Guð blessi minningu þina. Haf þú þökk fyrir allt. Með Þórunni er fallin frá einn af hinum kjarkmiklu Aðalvíking- um sem yfirgáfu heimabyggð sína og fluttist víða um Iand, en þó mest til Reykjavíkur og Suður- nesja. Mörgu af þessu fólki hef ég kynnst og tel mig hafa mikið af þeim lært. Að lokum sendi ég börnum Þórunnar og öðrum ætt- ingjum samúðarkveðjur og þakka Þórunni samfylgdina. Sigurbjörg Pálsdóttir. Sunnudaginn 9. marz 1975 lést á sjúkrahúsinu i Keflavík amma okkar, Þörunn Marfa Þorbergs- dóttir, fædd 16. sept. 1884. Hún var því nítiu ára, frá þvi i haust. Amma var fædd í Efri-Miðvík í Aðalvík, dóttir Margrétar Þor- steinsdóttur ljósmóður og Þor- bergs Jónssonar útvegsbónda. Ung missti hún móður sina, eða aðeins fimm ára gömul. Faðir hennar kvæntist aftur nokkrum árum síðar og ólst amma þvi upp með föður sínum og stjúpu, i Efri- Miðvik. Atján ára að aldri gift- ist hún afa, Friðrik Finnbogasyni, sem einnig var fæddur og uppal- inn i Efri-Miðvík. Þar byrjuðu þau sinn búskap fyrstu árin, ‘en fluttust að Látrum í Aðalvík árið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.