Morgunblaðið - 27.03.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
3
Minnisblað
lesenda
MORGUNBLAÐIÐ hefur
að venju leitað upplýsinga,
sem handhægt getur verið
fyrir lesendur þess að
grípa til um hátíðarnar.
Slysadeild Borgarspltalans er
opin allan sólarhringinn, sími
81212.
Slökkviliðið I Reykjavík, simi
11100, í Hafnarfirði sími 51100.
Lögreglan í Reykjavik, sfmi
11166, upplýsingasími 11110, I
Kópavogi simi 41200, og í Hafnar-
firði sími 51166.
Sjukrabifreið í Reykjavfk, sími
11100 og í Hafnarfirði sími 51100.
Læknavarzla: Nætur- og helgi-
dagavarzla er fram til klukkan
08 á þriðjudagsmorgun í sima
21230.
Tannlæknavarzla. Neyðarvakt i
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
verður alla helgidagana frá
klukkan 14 til 15, nema laugar-
daginn þá er vakt frá klukkan 17
til 18, sími 22411.
Lyfjavarzla. Á skírdag er helgi-
dagavarzla i Garðsapóteki og
Lyfjabúðinni Iðunni og nætur-
varzla er í Garðsapóteki. Frá og
með föstudeginum langa er helgi-
dagavarzla í Laugavegsapóteki og
Austurbæjarapóteki, en nætur-
varzla er i Laugavegsapóteki.
Verður svo alla hátiðisdagana.
Messur. Sjá messutilkynningar
á öðrum stað i blaðinu.
Utvarp — sjónvarp. Dagskrár
eru birtar inni i blaðinu í dag.
Bilanir. Bilanir á hitaveitu og
vatnsveitu skal tilkynna til Véla-
miðstöðvar Reykjavíkurborgar,
en þar verður vakt alla hátíðis-
dagana i sima 18013. Simabilanir
tilkynnist í síma 05.
Söluturnar. Þeir verða opnir
eins og venjulega á skírdag, laug-
ardaginn fyrir páska og á annan í
páskum. Hins vegar eru þeir
lokaðir á föstudaginn langa og
páskadag.
Mjólkurbúðir. Þær verða opnar
á skírdag og laugardag til hádeg-
is, en lokaðar aðra hátíðisdaga. Þá
verða og þær matvörubúðir, sem
selja mjólk, opnar til hádegis á
laugardaginn.
Bensínafgreiðslur. Þær verða
opnar á skírdag og annan i pásk-
um frá klukkan 09.30 til 11.30 og
frá klukkan 13 til 18. Á föstudag-
inn langa eru þær lokaðar, svo og
á páskadag. Laugardag fyrir
páska eru stöðvarnar opnar eins
og á venjulegum laugardegi.
Strætisvagnar Reykjavfkur. A
skírdag verður akstri vagnanna
hagað sem á venjulegum helgi-
degi, en á föstudaginn langa er
ekið á öllum leiðum samkvæmt
tímaáætlun helgidaga i leiðabók
SVR, að þvi undanskyldu að vagn-
arnir hefja ekki akstur fyrr en
klukkan 13. Sama regla gildir um
akstur vagnanna á páskadag. Á
laugardag fyrir páska er ekið eins
og á venjulegum laugardegi og á
annan i páskum eins og á venju-
legum helgidegi.
Strætisvagnar Kópavogs. Á
skirdag og annan i páskum hefst
akstur um klukkan 10 og er ekið
samkvæmt tímaáætlun helgidaga
í leiðabók vagnanna. Á laugardag
er ekið sem á venjulegum laugar-
degi, en á föstudaginn langa og
páskadag hefst akstur klukkan 14
og er þá ekið samkvæmt timaáætl-
un helgidaga í leiðabók vagnanna.
Reykjavfk — Hafnarf jörður,
Landleiðir h.f. Akstur vagnanna
verður eins og hvern annan laug-
ardag á laugardag fyrir páska, en
hina dagana verður akstur eins og
á sunnudegi og hefst klukkan 10 á
skirdag og annan í páskum. Akst-
ur hefst hins vegar klukkan 14 á
föstudaginn langa og páskadag.
Skfðaferðir i Bláfjöll um pásk-
ana. Á vegum Iþróttaráðs Reykja-
víkur verða ferðir i Bláfjöll, sem
hér segir: Alla dagana er farið frá
BSI klukkan 10 og klukkan 13, en
af stað úr Bláfjöllum er haldið
klukkan 17,30 og 18. 15 mínútum
fyrir brottför i fyrri ferð er komið
við í Mýrarhúsaskóla, Melaskóla,
hjá Kaupfélaginu i Garðahreppi
og pósthúsinu í Köpavogi. Eftir
brottför frá BSl er komið við hjá
Shell við Miklubraut, í Vogaveri
og í Breiðholtsskóla.
AUGLÝSING
20 ÁR í FAK ARBRODDí
LEIKHtJSIN
Þjóðleikhúsið: Á skírdag
verða sýningar á Kardimommu-
bænum kl. 3 og Hvernig er
heilsan? kl. 8; og annan páska-
dag á Kardimommubænum kl.
3, Coppelíu kl. 8 og Lúkasi
(litla sviðið) kl. 8.30.
Leikfélagið: Fló á skinni
verður sýnd kl. 3 á skírdag en
Selurinn hefur mannsaugu kl.
20.30 í kvöld, og á annan páska-
dag sýnir LR Fjölskylduna kl.
20.30.
SÝNINGAR
Kjarvalsstaðir: Steinunn
Marteinsdóttir, leirkerasmiður
opnar sýningu á verkum sinum
I Kjarvalsstöðum n.k. laugar-
dag kl. 4, en á sýningu hennar
eru um 440 verk, flest frá sið-
ustu fjórum árum, en Steinunn
hefur ekki sýnt I mörg ár og
ekki látið neina hluti frá sér
fara. Sýning Steinunnar verður
opin til kl. 22 á laugardags-
kvöld, á páskadag frá kl.
15— 22, annan páskadag frá kl.
14—22, én síðan á venjulegum
sýningartíma hússins frá kl.
16— 22 virka daga nema mánu-
daga og 14—22 laugardaga og
sunnudaga.
Elztu verkin á sýningunni
eru frá 1960 rétt eftir að Stein-
unn kom heim frá námi í leir-
kerasmíði erlendis. Yrkisefni í
leirmuni sina sækir hún all oft í
náttúru Islands og m.a. hafa
Esjan og Snæfellsjökull orðið
henni drjúgt efni í form og
Hvað er að gerast um páskana?
UM BÆNADAGANA ætti fólki
að gefast gott tóm til að hyggja
að listinni i Reykjavík, enda
ýmislegt um að vera — listsýn-
ingar, leikhús og tónleikar á
flestum þessum dögum. Skal nú
stiklað á nokkru því helzta:
HLJÓMLEIKAR
Háskólabfó: Polyfónkórinn,
32ja manna hljómsveit, ásamt
einsöngvurunum Janet Price,
Ruth Litle Magnússon, Neil
Mackie og Glyn Davenport und-
ir stjórn Ingólfs Guðbrandsson-
ar flytja margfrægan Messias
HSndels á skirdag, föstudaginn
langa og á laugardaginn. Á það
skal bent að uppselt er á tón-
leikana á föstudag og örfáir
miðar óseldir á tónleikana á
\
skírdag og laugardag en þeir uppbyggingar á verkunum.
miðar verða seldir við inngang- Gjarnan tekur hún þá fyrir
inn. Tónleikarnir hefjast kl. 2 ákveðna hluta í landslaginu og
alla dagana. Framhald á bls. 47.
Ljósmyndasýning í Gallerf Súm: Uppi á hæðinni kallar Ijósmyndarinn þessa mynd og
Verður hún að teljast nokkuð táknræn fyrir páskana.
Ljósm Friðþjófur.
oteinunn Marteinsdóttir leirkerasmiður ásamt tveimur verka sinna. Vasinn fyrir
framan er byggður upp á Ifnum og formi sem hún sækir f Esjuna.
ALLAR UPPLÝSINGAR
UM ÚTSÝNARFERÐIR
1975 ERU í
ÚTSÝNARBLAÐINU
„20 ÁR 1 FARARBRODDI”
SEM FYLGDI
MORGUNBLAÐINU
í GÆR.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN#
Austurstræti 17,
símar 20100
- 26611