Morgunblaðið - 27.03.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
7
AÐ SYNGJA
í KIIIKJUK ÓR
Sigurbjórg Hjörleifsdóttir, Ármúla-
skóla, sem var í starfsfræðslu hjá
Morgunblaðinu fyrir nokkru, skrifar
eftirfarandi grein:
Þegar ég var í starfsfræðslu hjá
Morgunblaðinu og fékk að fylgjast
með starfi blaðamanna þar, fannst mér
upplagt að skrifa um kórinn, sem ég er
í og segja svolítið frá starfsemi hans.
Ég fékk Ijósmyndara frá blaðinu með
mér eitt kvöldið á æfingu Þegar við
komum heyrðum við dynjandi kór-
söng, en svo var stoppað og Jón
söngstjóri var að skipa fyrir: ..Bassar
syngið sterkar, þið getið það vel, og
sópraninn má draga betur úr þar sem
við syngjum. altinn má gefa í á 75
takti
Svona er nú að stiórna kór. bað
verður alltaf að hafa eyrað opið fyrir
öllu. — Síðan var gert hlé og ég fékk
að tala við nokkra meðlimi kórsins, en
fyrst er hér samtal, sem ég átti við Jón
Stefánsson, organista og söngstjóra
kórs Langholtskirkju.
— Hvað er langt síðan kórinn tók
til starfa, Jón?
— Hann er búinn að starfa síðan
1953. Helgi Þorláksson stofnaði kór-
inn. en Máni Sigurjónsson var einnig
með hann, en svo tók ég við vorið
1964
Jón Stefánsson söngstjóri.
— Hefur hann alltaf starfað ein-
ungis sem kirkjukór?
— Helgi byrjaði strax á þvl að halda
tónleika um páskaleytið, sem svo varð
fastur liður og nefndust páskavökur.
Þegar ég tók við hélt ég þessum sið
áfram, en svo kom að því að þetta
nægði ekki og haldnir voru fleiri tón-
leikar og þá ekkert frekar bundnir við
páskana
— Hefurðu alltaf haft nóg fólk?
— Þróunin varð sú að verkefni kórs-.
ins urðu stærri og þá nægði þessi
fjöldi ekki. Þá fór ég að velta fyrir mér,
hvernig ég ætti að fá fleiri. Það var
auglýst eftir fólki, en það bar lítinn
árangur. Ég komst að þvi að kirkjukór-
ar stæðust ekki samanburð við aðra
kóra, starfið var of bindandi. — Þegar
kórinn átti 20 ára afmæli var haldið
upp á það með tónleikum, þar sem
m.a. var flutt kantata eftir Bach, og þá
fengum við hóp af aðstoðarfólki Það
kom i Ijós að þetta fólk hafði áhuga á
að starfa áfram, en fannst of mikið að
vera bundið allar helgar við að syngja I
messum.
— Og hvað tókstu til ráða?
— Sumarið eftir lagði ég hausinn i
bleyti ásamt stjórn kórsins, og við
komumst að þeirri niðurstöðu að það
þyrfti að breyta starfsháttum. Við sett-
um fram okkar hugmyndir, bárum þær
undir sóknarnefnd og presta og
árangurinn var sá. að haustið 1974
breyttum við starfi kórsins á þá leið, að
við hættum að láta allan kórinn syngja
við messur, en skiptum honum þess i
stað i hópa, sem mættu til skiptis og
leiddu þá einraddaðan safnaðarsöng.
Þetta fækkaði sunnudagsmætingum
niður í eina til tvær i mánuði.
— En var þetta nóg?
— Þetta hjálpaði mikið, en þó var
önnur breyting, sem var jafnvel enn
róttækari. Kirkjukórar við stærri
söfnuði hafa fengið laun, sem skipt er
á milli félaganna. i fljótu bragði mætti
álita, að þetta drægi fólk að kórnum.
en reynsla undanfarinna ára sýndi, að
þetta var ekki það, sem fólk sóttist
eftir, heldur að fá að takast á við
spennandí verkefní. Þess vegna hætt-
um við að skipta þessari fjárhæð á milli
félaganna en notuðum það sem
rekstrarfé fyrir kórinn t.d. til nótna-
kaupa og til þess að greiða aðstoðar-
fólki eins og hljóðfæraleikurum og ein-
söngvurum.
— Er það einungis i sambandi við
tónleika kórsins?
— Nei, eftir breytinguna haustið
1974 hætti kórinn að syngja raddað i
messum nema einn sunnudag í
mánuði og á stórhátiðum, þar sem
kórinn flytur þá einhver stærri verk. Nú
er það mitt álit að stór hluti kirkjugesta
komi ekki einungis til þess að hlusta á
boðskapinn fluttan í orðum heldur lika
i tónum. Þess vegna höfum við reynt
að bæta kirkjugestum það upp. Þegar
ekkert er sungið i röddum reynum við
að fá einleikara eða einsöngvara I
messurnar, og það borgar kórinn sjálf-
ur.
— Varð þessi breyting til þess að
það fjölgaði f kórnum?
— Já, strax eftir breytinguna
fjölgaði úr 17 í 36 og hefur farið
vaxandi síðan. Nú erum við yfir 50 og
er svo komið að við getum ekki bætt
fleiri við, þar sem við komum ekki
fleiri fyrir i þvi plássi, sem okkur er
ætlað í kirkjunni.
— Og hvernig varð svo starf kórs-
ins?
— Haldið var áfram að æfa tvisvar i
viku, og kórinn kom fram i fyrsta skipti
á fyrsta sunnudegi i aðventu 1974,
eftir eins mánaðar æfingu. Siðan æfð-
um við kantötu eftir Buxtehude, sem
flutt var 'ásamt hljóðfæraleik á jólun-
um. Svo fengum við óvænt verkefni
fyrir þessi jól, en það var að syngja í
jólamessu i sjónvarpssal. Það var kær-
komin kynning fyrir kórinn, enda bætt-
ust margir við eftir áramótin. Svo var
farið að hugsa fyrir vortónleikum, en
þá var okkur boðið að taka þátt i
norræna kirkjutónlistarmótinu i Lundí i
Sviþjóð Þetta virtist I fljótu bragði
óframkvæmanlegt vegna mikils ferða-
kostnaðar, en með bjartsýni og hjálp
góðra manna tókst þetta. Éinn af þeim,
sem hvatti mig mest til þess að láta
verða af þessu, var minn góði kennari
og velunnari dr. Róbert A Ottósson
söngmálastjóri Þegar hann svo lést i
Lundi í fyrravetur, langaði mig til að
sýna þakklæti mitt við hann i verki, svo
að við æfðum undir konsert, þar sem
við fluttum eingöngu lög úr 22 helgi-
söngvum útsettum af honum. Þessir
tónleikar voru svo fluttir bæði i Lang-
holtskirkju og Háteigskirkju og siðan
voru þeir fluttír í messuformi á hvíta-
sunnudag i sjónvarpí. Þetta kom okkur
einnig til góða í Lundi, þar sem sung-
inn var hluti af þessu á tónleikum. Þar
fluttum við líka verk eftir Gunnar R.
Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson,
sem valin voru af samnorrænni undir-
búningsnefnd mótsins.
— Og að hverju stefnið þið núna?
— Nú erum við að æfa krýningar-
messuna eftir Mozart, sem áætlað er
að flytja 13. og 14. apríl í Háteigs-
kirkju
— Er bað okki mikið fvrirtæki?
— Jú, við þurfum nærri 30 manna
hljómsveit auk fjögurra einsöngvara,
svo þetta er stærsta fyrirtæki kórsins
hingað til, kostar hátt á fjórða hundrað
þúsund.
— Hverjir verða einsöngvarar?
— Þeir verða Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, Sigríður E. Magnúsdóttir, Garð-
ar Cortes og John Speight.
— Og hvað svo?
— Ekkert ákveðið ennþá, en það
hefur komið fram sú hugmynd að fara í
tónleikaferð um landið i vor.
XXX
Eins og segir i upphafi ræddi ég við
nokkra kórfélaga Ólöf K. Harðardóttir
er raddþjálfari kórsins.
i — Hvernig vifdi til að þú fórst að
syngja í kirkjukór?
— Ég byrjaði i kórnum 14 ára, i
.febrúar 1964 Innan æskulýðsfélags
kirkjunnar var kór og fórum við þrjár úr
honum i kirkjukórinn.
| — Var ekki litið um að unglingar
færu í kirkjukórinn?
— Jú, jafnöldrum okkar fannst þetta
Skóla-
fólk
hjá
Morgun-
blaÖinu
Ólöf K. Harðardóttir.
einungis hæfa fullorðnum og hlógu,
svo að við lá í fyrstu að við færum með
leynd á æfingar. En svo kom að við
undum vel okkar hag og höfðum mikla
ánægju af þessu.
— Seinna ferð þú að læra að
syngja, hvað kom þér til þess?
— Haustið 1968 kom Elísabet Erl-
ingsdóttir heim frá námi i Þýzkalandi
og söngstjóri kirkjukórsins, Jón
Stefánsson, hvatti mig til þess að fara
að læra söng hjá henni. Fyrsta veturinn
sótti ég tima heím til hennar, en haust-
ið 1969 hóf Elísabet einsöngkennslu
við Tónlistarskóla Kópavogs og hélt ég
áfram þar Ég lauk siðan námi frá
skólanum vorið 1973.
Rúnar Matthíasson
— En hvenær fórstu að raddþjálfa
kórinn?
— Elísabet Erlingsdóttir sá um radd-
þjálfun þar til i fyrrahaust og þá tók ég
við.
Rúnar Matthiasson syngur bassa i
kórnum.
— Hvað fékk þig til þess að fara að
syngja i kirkjukór?
— Ég var búinn að syngja i kórum
áður, hef gaman af kórsöng Þegar ég
hætti i Kennaraskólanum fannst mér
ég verða að finna mér annan kór til
þess að syngja í, og um leið og
tækifærið gafst smellti ég mér i það.
— Nú býrð þú ekki i sókninni, en
sækir alltaf æfingar hingað níðureftir
eins og við stelpurnar. Er það áhuginn,
sem er svona mikill?
— Já, það gerir áhuginn.
Asdfs Sigfúsdóttir.
Stelpurnar, sem komu úr Arbæjarskóla, með söngstjóranum. Talið frá
vinstri Anna Rósa Njálsdóttir, Hólmfrfður Eggertsdóttir, Dagbjórt N.
Jónsdóttir, Björk Jónsdóttir, Bryndis Guðjónsdóttir, Jón Söngstjóri, Elfa
B. gurðardóttir og Sigurbjörg Hjórleifsdóttir.
Ásdis Sigfúsdóttir er búin að syngja
i niu ár i kór Langholtskirkju. — Mér
finnst skemmtilegasta tómstundaiðja
mín að vera í kór, segir hún, þar sem
svo góður andi ríkir. Eg hlakka alltaf til
að fara á æfingar
Og að lokum er hér álit nokkurra
skólasystra, sem allar syngja i kórnum:
— Vlð stelpurnar vorum einu sinni
Framhald á bls.47.
Óska eftir þýðanda sem getur þýtt úr ensku yfir i islenzku. Einnig er óskað eftir vélritara. Hringið strax í síma 21 1 84, Rvík., eða í síma 41271 Hveragerði. Til sölu bílkrani teg. Hiab 550, 3.2 tonn, 1 Vi árs. Lítið notaður. Allar nánari uppl. í síma 95-4662 eftir kl. 1 9 á kvöld- in.
Areiðanlegur maður óskast. Þarf að hafa viðskiptaþekk- ingu og gott vald á ensku. Spxjnskukunnátta æskileg. Tilb., sem farið verður með sem trúnað- armál sendist Mbl. merkt: Heimar & erlendis — 6667. Til sölu Buick La Sabre árg. '69 til 70. Innfluttur góður bil. Skipti mögu- leg. Uppl. i síma 1 9378.
RAPP kraftblökk Erum kaupendur að notaðri RAPP kraftblökk, gerð 1 9 eða 24 R. Upplýsingar i Hafnarfirði í sima 53148 (á vinnutíma) eða 41773 (utan vinnutíma). Trilla til sölu 3,5 tonna, Lister vél. Simrad dýpt- armælir. Verð 400 þús. Upplýsingar í sima 52486.
Til leigu 4ra herb., íbúð í Fossvogi með sima til leigu frá 1. mai. Fyrirframgreiðsla Lysthafendur leggi nöfn sín á afgr. Mbl. fyrir 5. apríl merkt: „H-97 1 1" Dömur — herrar Stytti, síkka og þrengi kápur og dragtir. Margs konar breytingar fyrir herra. Tekið á móti fötum mánud. og fimmtudagskvöld frá 7—9 s. 37683.
Skuldabréf Til sölu er vel tryggt skuldabréf kr. 1 millj. og 200 þús. til 10 ára með 1 0% vöxtum. Selst á hálfvirði. Tilboðs endist Mbl. merkt: Skuldabréf — 9-714". Dömur — herrar Sauma skinn á olnboga á peysur og jakka. Tekið á móti fötum mánud. og fimmtudagskvöld frá 7—9. s. 37683.
Hilmar Magnússon
garðyrkjukennari
sýnir og kynnir
val vorlauka
kl. 2—5 í dag.
GOÐIR
ÍSLENDINGAR
Vegna fjölda bréfa sem Handknattleikssarflband-
inu hafa borist vegna íbúðarhappdrættisins, vilj-
um við einfalda ykkur bréfaskriftirnar með
pöntunarseðli þessum. Vonumst við til að sem
flestir sjái sér fært að kaupa miða í happdrættinu
og styrkja þar með handknattleiksíþróttina.
Kær kveðja,
Stjórn H.S.Í