Morgunblaðið - 27.03.1975, Side 11

Morgunblaðið - 27.03.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 11 Þarna liggur að baki löng og merk saga íslensku prestskon- unnar, sem á þessu sviði hefur unnið mikið starf fyrir þjóð sína. Þetta starf hefur alltaf verið sjálf- boðastarf, unnið án nokkurs end- urgjalds, en hins vegar hafa líka komió á móti hlý og þétt handtök, sem yljað hafa um hjartarætur. En þennan stóra hluta starfs frú Ingibjargar vil ég ekki láta hjá líða að þakka, því engan veginn Sameiginlegt takmark Sú var 110111 aö þjóöin átti tilveru sína beinlinis undir samgöngum viö umheiminn. Svo er aö vissu leyti enn í dag. En jafnvel þótt þjóöin gæti lifað hér sjálfri sér nóg, þá hefur hún aldrei ætlaö sér þaö hlut- skipti að búa viö einangrun, um þaö vitnar sagan. Takmark þjóðarinnar hefur ætíö veriö aö sækja allt þaö besta sem umheimurinn hefur boöiö upp á, og einnig aö miöla öörum því besta sem hún hefur getað boöið. Þess vegna markaöi tilkoma flugsins þáttaskil í samgöngumálum íslendinga, þar opnaöist ný samgönguleiö, sem þjóöin fagnaði, og þegar reglubundið áætlunarflug til útlanda hófst, varö bylting í samgöngumálunum. Þaö varö hlutverk félaganna beggja aö hafa á hendi forystu í þróun flugmálanna. Hvernig til hefur tekist skal látiö ósagt, en eitt er víst aö aldrei hefur skort á stuöning landsmanna sjálfra. Nú hafa félögin veriö sameinuð. Þaö er gert til þess aö styrkja þennan þátt samgöngumála. Meö sameiningunni aukast möguleikar á þjónustu við landsmenn og hagræðing í rekstri veröur meiri. Þannig þjónar sameiningin því takmarki sem þjóöin hefur sett sér aö hafa á hverjum tíma öruggar og greiöar samgöngur til þess aö geta átt samskipti viö umheiminn. Þaö er sameiginlegt takmark félaganna og allrar þjóöarinnar. FLUGFELAC LOFTLEIDIfí /SLA/VDS Félög sem byggðu upp flugsamgöngur þjóðarínnar Það kom nokkurn veginn af sjálfu sér, að frú Ingibjörg var kosin formaður í Kvenfélagi Nes- kirkju, er það var stofnað og gegndi því starfi með litlum frá- vikum, þar til sr. Jón hætti störfum. Leiddi hún þannig hinn mikla þátt kvenfélagsins að því, að Neskirkja reis og var svo vel búin, sem raun ber vitni. Hún mun einnig hafa starfað í vara- stjórn Prestskvennafélags Islands og verið fulltrúi félags síns í Bandalagi kvenna i Reykjavík. Eins og af þessum línum má sjá, hefur verkahringur frú Ingi- bjargar verið stór. Samt sem áður gat hún, einkum á síðari árum, leyft sér ýmis hugðarefni önnur. Hún hafði mikinn áhuga á ýmsum andlegum málum og hefur t.d. þýtt tvær bækur hins þekkta yoga Paramahansa Yogananda, sjálfs- ævisögu hans og Spakmæli. Hún sótti einnig mót á vegum hreyf- ingar, er yogi þessi stofnaði i Kali- Af sjötugum sjónarhóli getur frá Ingibjörg Thorarensen því lit- ið yfir fjölbreytta lífsreynslu og mikið starf. Það er ánægjulegt fyrir okkur vini hennar að finna, hve þakklát hún er og hámingju- söm við þessa tímamót. Hún segir það oft nú hin síðari ár, að hún hafi Guði mikið að þakka fyrir handleiðslu hans. Hún segist þakka honum góða ástvini og marga trygga og góða vini og hafi því ríkulega ástæðu til að vera þakklát bæði Guði og mönnum. Slik hugarafstaða undir lok langs starfsdags er mikils virði. En við erum líka mörg sóknar- börn úr Nessókn fyrr og síðar, sem eigum henni þakkarskuld að gjalda. Mig langar til að þessi fátækiegu orð mín megi tjá þá þökk. — Ég óska henni og fjöl- skyldu hennar heilla og hamingju á þessum timamótum. Guð blessi þau öll. Reykjavik, 21. marz 1975 Þórir Stephensen. Ingibjörg Thorarensen sjötug, 2. marz síðastl. forniu. Hefur hún sagt, að það sem hún kynntist þar, hafi gert henni fært að skilja betur hina æðstu hugsjón hennar eigin trúar. Það fer oft svo, því miður, að merkisdagar líða hjá án þess að eftir þeim sé tekið af þeim, sem þó vildu minnast þeirra vel. Svo fór fyrir mér 2. marz sl., að sá dagur leið, og fleiri reyndar, án þess ég vissi um sjötugsafmæli frú Ingibjargar Thorarensen. En frú Ingibjörg er kona, sem á mikl- ar þakkir skildar frá sinu sam- félagi, þakkir, sem að minum dómi eiga ekki að liggja í þagnar- gildi. Því skrifa ég þessar Iínur þótt siðbúnar verði. Frú Ingibjörg fæddist hér í Reykjavik 2. marz 1905. Foreldrar hennar voru Ólafur Hróbjartsson, sjómaður og siðar verkamaður, frá Húsum í Holtum í Rangár- vallasýslu, og kona hans Karitas Bjarnadóttir, frá Skarðshömrum í Norðurárdal. Þau voru hin mestu merkishjón. Ég kynntist Ólafi lít- ið eitt og féll maðurinn ágæta vel. Ingibjörg ólst upp í foreldra- húsum til 17 ára aldurs, en þá sigldi hún til Englands og fór þar til starfa á hinu fagra og glæsi- lega heimili þeirra frú Asu og dr. Newcome Wright. Þar var hún um þriggja ára skeið, en er heim kom, hóf hún störf við bæjar- símann í Reykjavík og var þar í ein fjögur ár eða þar til hún gift- ist sr. Jóni Thorarensen, sem hálf- um mánuði fyrr hafði verið vígð- ur sem sóknarprestur að Hruna. Þau bjuggu i Hruna rúm 10 ár eða þangað til sr. Jón fékk veitingu fyrir Nesprestakalli hér í Reykja- vik i janúar 1941. Þá fluttu þau að sjálfsögðu hingað suður. Ég man, að ég sá þau frú Ingi- björgu og sr. Jón fyrst á þeim árum, er þau voru í Hruna. Ég vissi þá, að við sr. Jón vorum tengdir ættarböndum og góður kunningsskapur milli hans og föður míns. Hann hafði og talað við líkbörur náins frænda mins og gert það mjög vel. Þannig sköpuð- ust snemma hlý tengsl á milli. Þegar hann sótti svo um Hallgrímsprestakall í Reykjavík 1940, sameinaðist stór hópur fólks i hinu nýstofnaða Nesprestakalli og skoraði á sr. Jón að sækja heldur um þar. Fjölskylda mín var þá nýflutt í Nessókn og tók þátt I þessu. Er mér þvi kunnugt um, að þar kom ekki bara til álita traust á sr. Jóni sem góðum klerki og kennimanni, hitt var einnig vitað, að hann átti ágæta konu, traustan lífsförunaut, og slíkt er hverjum presti ómetanlegt. Hinum nýkjörnu prestshjónum var vel fagnað í Nessókn, er þau komu suður. Og þau reyndust bæði trausts verð. Fyrstu átta ár- in bjuggu þau reyndar vió þröng- an kost, a.m.k. hvað húsnæði snertir. Litla fjögurra herbergja íbúðin við Brávallagötuna, þar sem þau bjuggu með þremur börnum sínum ungum, hún varð eins konar safnaðarheimili, því söfnuðurinn var kirkjulaus fyrstu árin og því var stærsta herbergið í senn skrifstofa og fundarherbergi pre'sts og kapella til skírna og giftinga. Og þá var það ekki svo lítill hluti af starfi frú Ingibjarg- ar að taka á móti sóknarbörnun- um og ekki bara að bjóða þeim inn á fallegt og hreint heimili, heldur einnig að umvefja fólkið með hlýleika, sem hún á mikið af. Þar við bættist svo, að hún lék á hljóðfæri við allar athafnir, sem þarna fóru fram. Sr. Jón hefur sagt mér, að þær hafi verið milli fjögur og fimm þúsund athafn- irnar, sem fram fóru á heimili þeirra þarna og síðar við Ægis- síðuna, áóur en Neskirkja reis og var vígð 1957, en þá fluttist flest prestsverk þangað. getum við talið þetta sjálfsagðan hlut. Foreldrar mínir sóttu mikið kirkju og við bræður með þeim. Neskirkja var ekki reist fyrr en eftir að ég var fluttur út á land. Minningar minar um kirkjuferðir í Nessókn á þessum árum eru þvi úr Háskólakapellunni. En þær geyma líka flestar mynd frú Ingi- bjargar sitjandi þar innarlega, og við mættum alltaf hýru brosi hennar, er messu lauk og kirkju- gestir kvöddu þau prestshjón. Frú Ingibjörg var alltaf trú sínu hlutverki við hlið manns síns, trú þeirri baráttu, sem hann hafði helgað sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.