Morgunblaðið - 27.03.1975, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
Að eyða heilum degi
í eina Ijósmynd
Rætt
við Hjálmar Bárðarson,
siglingamálastjóra,
um Ijósmyndun
SKRIFSTOFUGLUGGINN hans í
Hamarshúsinu veit mót norðri, út
yfir höfnina þar sem kyrrðin er
að færast yl'ir, encla áliðið dags,
og dagsverki áskrifstofumlokið. I
gegnum hálfrökkrið má þó sjá
hvar Ksjan speglast á lygnum
Sundunum og einmitt f þessum
svifum þokast inn um hafnar-
kjaftinn tveir sjóbarðir þegnar
Siglingamálastof nunar ríkisins,
sem viðmælandi okkar veitir for-
stöðu; annar er einn af hinum
blámáluðu Fossum Kimskips,
hinn drekkhlaðinn loðnubátur og
stefnir á bræðsiuna í Örfirisey.
Flest var með öðrum hætti hér
við höfnina fyrir liðlega fjörutfu
árum, þegar hópur hafnarverka-
manna gekk fram á ísfirzkan
skólasvein, þar sem hann var að
bjástra við að setja kassavélina
sfna á þrffót til að festa á mynd
höfnina í höfuðstaðnum með
gamla kolakranann sem höfuð-
prýði. Kitthvað mun verkamönn-
unum hafa þótt allar þessar til-
færingar f litlu samræmi við
tækjabúnað Ijósmyndarans unga
og Hjálmar R. Bárðarson minnist
enn hláturs þeirra. Staðurinn er
varla finnanlegur, aðstæður allar
gjörbreyttar og mótffið naumast
þekkjanlegt. Að vfsu er Ksjan á
sfnum stað í bakgrunninum en
Hegrinn er horfinn, háar bygg-
ingar hafa risið af grunni við
hafnarbakkann, og þar sem
bryggjurnar teygja sig út f höfn-
ina liggja ný og traustbyggð skip
við landfestar.
Sjálfur hefur Hjálmar R.
Bárðarson eignast töluvert full-
komnari og viðameiri Ijósmynda-
búnað og enginn hlær lengur að
Ijósmyndun hans. Hjálmar er f
hópi kunnustu Ijósmyndara hér-
lendis, þó að hann hafi hana ekki
að atvinnu heldur annist dags
daglega yfirstjórn íslenzkra sigl-
ingamála úr skrifstofu sinni f
Hamarshúsinu. Undirritaður er
líka kominn á fund Hjálmars til
að spjalla við hann um Ijósmynd-
un en ekki skip og siglingar. Hún
hefur ásamt náttúruskoðun verið
hjartans mál Hjálmars frá því að
hann var unglingur, og naumast
verður bent á sk.vnsamlegri
blöndu áhugamála. Hvenær sem
Hjálmar á lausa stund er hann
horfinn út í guðsgræna náttúruna
og þá er Ijósmyndavélin ævinlega
förunautur hans.
Hjálmar segir, að eins og hjá
fleirum hafi þetta, byrjað með þvi
að hann fékk myndavél í
fermingargjöf, kassamyndavélina
sem fyrr er getið. Um svipað leyti
fór að vakna hjá honum áhugi
fyrir náttúruskoðun og útilífi,
ekki hvað sízt eftir að hann hafði
gengið í skátafélagið Einherja,
en foringi þess var Gunnar
Andrew, sem hvatti drengína
mjög til ferðalaga og útilífs.
„Ég fór þannig snemma að fara
í gönguíerðir út frá ísafirði, þar
sem ég er fæddur og uppalinn,"
sagði Hjálmar, „og auðvitað var
ég alltaf með myndavélina með-
ferðis. Með mér á þessum ferðum
var iðulega Haraldur Olafsson, en
faðir hans var Ijósmyndari.
Haraldur hafði sjálfur mikinn
áhuga á ljósmyndun, svo að ég
lærði töluvert af honum, einkum i
sambandi við framköllun og
„kóperíngu'- en hins vegar fór ég
ekki að stækka sjálfur fyrr en
seinna.“
Leið Hjálmars lá um Mennta-
skólann á Akureyri og síðar um
Menntaskólann í Reykjavík, og á
þessum árum endurbætti hann
stöðugt vélakost sinn eftir þvi
sem fjárráðin leyfðu. Hann hélt
áfram aó taka myndir á ferðalög
um sínum og voru landslagsmynd-
ir, sérstaklega frá Vestfjörðum,
þar mestar að vöxtum, og enn er
íslenzk náttúra höfuðviðfangsefni
hans.
Að loknu stúdentsprófi ákvað
Hjálmar sumarið 1939 að fara í
gönguferð um Hornstrandir
ásamt leikfélagasínumfrá barn
æsku, Hermanni Björnssyni,
reyndar í algjöru trássi við al-
menningsálitið, sem þótti þetta
heldur mikið ábyrgðarleysi skóla-
pilta svona yfir hábjargræðistím-
ann. „Við tókum fyrst bát til
Grunnavíkur en gengum þaðan
um Jökulfirðina, vorum að vísu
ferjaðir yfir að Kvium en gengum
siðan meðfram fjörðunum allt til
Hesteyrar. Þaðan héldum við
áfram ferðinni yfir i Aðalvík,
fyrst aó Sæbóli en síðan yfir að
Mióvík. Þar ætlaði félagi minn að
reyna orf og Ijá en ekki tókst
betur til en svo að hann hjó sig á
fæti og varð þar með óferðafær.
Endaði það með þvi að ég fór með
hann á hesti aftur til Hesteyrar og
þaðan var hann fluttur á bát yfir
til ísafjarðar. Fyrir mig voru góð
ráó dýr — átti ég að hætta við allt
saman eða halda einn áfram. Ég
valdi síðari kostinn, og varð úr að
ég gekk áfram fjallleiðina yfir á
Strandir. Bar ég á þeirri leið
tjald, svefnpoka, matföng auk
myndavélar. Vélin sem ég átti i þá
daga var 6x6 sm „Reflex“-vél, sem
ég hafði breytt í sparnaðarskyni
þannig taka mátti 16 myndir á
filmu. A þessa vél tók ég mikið af
myndum í ferðinni. Töluvert af
þessu landsvæði var þá enn i
byggð, en eins og fyrri daginn
hafói ég hugann aðallega við
landslagið. Ég tók þó nokkrar
myndir af fólki, samt sem áður
Ljósmyndarinn, Hjálmar Bárðarson, hefur hér tillt sér við vörðubrot á fjallstindi og skyggnist um eftir
mótffi.
A þessari mynd má sjá hvernig góður ljósmyndari getur náð tvenns konar árangri út úr , sama mótffi. Með þvf að færa sjónarhornið lítið eitt til breytir Hjálmar hreinni
landslagsmynd f töfraheim, sem er meira f ætt við mánalandslag en jarðar.