Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 19
— Bók er milljón
Framhald af bls. 24
hægt að framleiða eins og kleinur.
Meðalgreind og eitthvað af pen-
ingum er allt sem þarf. Það gildir
ekki um meiriháttar skáldskapar-
gáfur. Þær eru fyrir utan og ofan
skóla.
Rithöfundar munu eðli málsins
samkvæmt ætið taka áhættu
umfram aðra þegna. Hundrað til
hundrað og fimmtiu krónur fyrir
heimlán bókar er lágmark og það
er lánþegi ekkert ofgóður til að
greiða rétt eins og hann greiðir
fyrir aðra fjölmiðlun, það er ekki
nema andvirði sigarettupakka,
ekki andvirði biómiða, ekki nema
fimmtungur andvirðis aðgöngu-
miða að Þjóðleikhúsinu — sem
þið borgið þó hundrað og tuttugu
milljónir á ári aukreitis. Ekki að
furða þótt það telji sér ekki skylt
að veita höfundum umsögn um
innsend verk, hvað þá meira.
Þvi hefur verið borið við að ekki
sé vinnandi vegur að tengja skrán-
ingu útlána nöfnum höfunda og
greiða þóknun samkvæmt þvi.
Það er auðvitað miklu hand-
hægara að stela henni. En skrán-
ing er hægðarleikur með tölvu,
rétt eins og hægt er með skref-
mæli að telja hvert símtal —
nema skráning útlána er miklu
einfaldari, raunar svo einföld að
hægur vandi er að framkvæma
hana með handafli.
Það vantar ekkert nema viljann.
sanngirnina og heiðarleikann. þá
mannrænu að viðurkenna að
verður sé verkamaður í vingarði
tungunnar launa til jafns við
annað fólk.
Athyglis-
verð erindi
og fögur
tónlist
í Aðventkirkjunni,
Ingólfsstræti 1 9,
hvern sunnudag kl. 5
Á föstudaginn langa
verður samkoma kl. 5.
Sigurður Bjarnason
predikar
Steinþór
Á páskadag kl. 5 flytur
Steinþór Þórðarson
erindi sem nefnist:
KRISTUR Á GOLGATA.
Óvenjufjölbreytt dagskrá
í tilefni páskadagsins.
Kirkjukór Aðvent-
kirkjunnar frumflytur
nýsamda kantötu eftir
Árna Hólm, sem fjallar
um fórnardauða og upp-
risu Krists. Höfundur
stjórnar. Einsöngvarar:
Jeanette Snorrason og
Birgir Guðsteinsson.
Framsögumaður: Bjarni
Sigurðsson.
Allir velkomnir
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
19
Einbýlishús í Hveragerði
Til sölu stórt og glæsilegt nýtt einbýlishús í
Hveragerði ásamt bílskúr.
Fasteignir s. f.,
Austurvegi 22, Selfossi,
sími 1884, heimasími 1682.
Fiskanes h.f.
Grindavík
vantar karlmenn til fiskvinnslustarfa.
Uppl. í síma 92-8280.
STARFSSTÚLKNAFÉLAGIÐ SÓKN
Aðalfundur
Starfsstúlknafélagsins Sóknar verður haldinn
miðvikudaginn 2. apríl 1975, kl. 8.30 e.h. í
Lindarbæ — niðri.
Fundarefni:
1 . Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga um verkfallsheimild.
3. Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.
Húsnæði óskast
Lionshreyfingin á íslandi hefur hug á að kaupa
húsnæði fyrir starfsemi sína.
Til greina getur komið:
1 . Stór íbúðarhæð um 1 50 — 200 ferm.
2. Fokhelt eða lengra á veg komið allt að 400
ferm.
Tilboð sendist i pósthólf 1321 eða í
Garðarstræti 8, Reykjavík.
Lionsumdæmið á íslandi.
mfúieíét □ n
BALLHMGSLÖV □ — LJ
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112
Electrolux fyrirtæki
Frá Svíþjóö
Við bjóðum innréttingar og skápa í:
Eldhúsið, búrið, baðherbergið, barnaherbergin, hjónaherberg-
ið, anddyrið og öll önnur herbergi hússins.
Við bjóðum 27 ólikar gerðir af hurðum:
Málaðar hurðir, 6 litir: grátt, hvítt, orange, brúnt, gult og
grænt. Askur, eik, hnota, tekk og palesander. Græn- og
blábæsaður askur. Pyramid í viðarlit, rauðu og brúnu. Dekor.
Fura í viðarlit og bæsuð í grænu, brúnu, bláu og rauðu.
Jalusihurðir í viðarlit og bæsaðar í grænu, brúnu, bláu og
rauðu.
Við bjóðum 32 ólíkar gerðir af handföngum.
Við bjóðum 1 3 ólíkar gerðir af borðplötum.
Við bjóðum margar gerðir af veggflísum.
Við bjóðum ótal gerðir, stærðir og breiddir af skápum.
Við bjóðum fjölda aukahluta, sem létta húsmóðurinni
störfin í eldhúsinu
Við bjóðum ókeypis aðstoð við skipulagningu á eldhúsinu
Við bjóðum sérstök kjör handa þeim, sem kaupa Electrolux-
heimilistæki.
Sýnishorn af eldhúsi frá BaHingslöv.
Skápakantana þ.e. bilið milli hurðanna er hægt að fá í
11 mismunandi gerðum.
Athugið:
Afgreiðslufrestur
er 2 mánuðir.
T0Y0TA
TOYOTA-UMBOÐIÐ,
NÝBÝLAVEGI 10,
SÍMI44144.
Fluttir
að Nýbýlavegi 10,
Kópavogi.
• Söludeild • Skrifstofur
• Varahlutir • Verkstæði