Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. föllnu, er ætti rætur aö rekja til gamalla andúð- ar gegn ástalífi. LEIÐRÉTTING: í símtalinu s.l. laugar- dag, féll nióur að kyn- lífsfræsludeildin er til húsa í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg, sími 22400. Wéí y.t'ÍV». p«a a g e\w vvvvvtt ka!t' e^' - " iatnt twvé . aö v,\tvsW»td2uí6slUt^öa etvW V .. aíéve„„ aðta’ ttvvtvw- r *** V^fatt^ nV^VtvaJ^aöV^- ;^s^oíl0svws‘: ;Map('t«e -Aet SSSCSgSBSfr-* eö et A stofnfundi Baráttu- samtaka fyrir sjálfs- ákvöróunarrétti kvenna til löglegra fóstureyð- inga, sem haldinn var aö Hótel Sögu s.l. mánu- dagskvöld, komst einn ræðumanna að orði á þá leið um andstöðu gegn rýmkun núgildandi laga um fóstureyðingar, að hún væri byggö á refsi- gleði gagnvart hinum Karlmaðurinn samkeppni konunnar KARLMAÐURINN OTTAST SAMKEPPNI KONUNNAR, segir Francoise Giroud, franski ráðherran, sem Giscard d'Estating, Frakk- landsforseti útnefndi í júlí 1 974 til að fara með málefni kvenna. Giroud telur að meðal brýnustu verkefna sinna sé að bæta löggjöf, sem stuðlar að jafnrétti kynjanna, að veita giftum konum rétt til að undirrita skattskýrslur ásamt eiginmönnum sínum og kanna áhrif auglýsinga- iðnaðarins, sem stefnir að því að konur verði stöðluð kyntákn; að tryggja konum betri lífeyri, meira félagslegt öryggi, aukna barnagæslu og fæðingarorlof í viðtali við Giroud, sem birtist í janúarhefti Mst) þetta ár, segir blaðamaðurinn: „Hægt er að setja lög til að bæta stöðu kvenna, en hvernig á að breyta venju- bundnum viðhorfum?" Giroud viðurkennir að sá þáttur sé mun erfiðari við- fangs. „En það er ekki hægt að segja við konu ! minni stöðu", segir hún, „að konur geti ekki unnið eins vel og karlar Ég gef út tímarit og 40% starfsmannanna eru konur, sem gegna mikilvæg- um störfum utan hins viður- kennda verksviðs kvenna". Er hún var spurð, hvort konur gætu verið giftar, átt börn og staðið utan við vinnumarkaðinn, en samt verið ánægðar, svaraði hún: ,,Já, á vissu æviskeiði". Og hún bætir við: „En lífið er langt". Frjálsar fóstureyðingar hafa nú verið lögleiddar í Frakklandi og Giroud er þeim fylgjandi: „Þegar frjálsar fóstureyð- ingar komu til tals í Frakk- landi, fyrir sex eða sjö árum, taldi ég óheppilegt að lög- festa þær áður en konur lærðu notkun getnaðar- varna. En nú tel ég að þær eigi rétt á sér". í viðtali við danska blaðið Söndags B.T , 2. janúars.l., kemur fram, að hún telur að takmark réttindabaráttu kvenna eigi að vera að gera konur ábyrgar fyrir sjálfum sér og þjóðfélaginu. Fram að þessu hafi þær engin völd haft og þar af leiðandi enga ábyrgð. Eigi boðskapur kvenna að heyrast, megi konur ekki vera færri en þriðjungur ráðamanna. Breytingarnar, sem nú eru að verða á stöðu kvenna, vill hún ekki nefna uppreisn, heldur óhjákvæmilega af- leiðingu hærri meðalaldurs, minnkandi barnadauða og uppgötvunar pillunnar. Er hún var spurð hvort allar konur óskuðu sjálfstæðis og áhrifa á samfélagið eða hvort þær óttuðust að sleppa hinu hefðbundna hlutverki . kvenna, svaraði hún: „Ekki er hægt að breyta konum, sem hafa staðnað í ákveðnu lífsformi, líkt og forfallnir drykkjumenn lækn- ast varla. Og þó til eru konur með börn og eiginmann, sem elskar þær og hafa eng- ar fjárhagsáhyggjur, sem spyrja: „Hvað viljið þið okk- ur? Hjá okkur gengur allt vel". En ef þessar friðsælu ingu og vináttu. Þeir óöruggu séu árásargjarnir og hæðist að kvenréttinda- konunum. Athugasemdir um að það sé eins gott að þær klæðist síðbuxum, svo komist verði hjá að sjá fót- leggi þeirra, sé í rauninni angistaróp þess öryggis- lausa. (Heimildir: Söndags B.T. nr. 1 1975 og Ms magazine, janúar 1 975) L.Ó. 1) Bandarískt tímarit um jafnréttismál, aðalritstj. Gloria Steinem. kringumstæður breytast og þær standa snögglega einar uppi, er athyglisvert hve fljótt þær skilja það, sem var þeim algjörlega framandi fá- um árum áður. Ungu kon- urnar fylgja okkur og, þótt undarlegt virðist, margar, sem komnar eru yfir fimmt- ugt, en ýmsum þeirra finnst þær hafa verið sviknar. Þeg- ar þær líta um öxl, segja þær við sjálfa sig: „Hefði ég lært eitthvað og fengið önnur tækifæri til að þroska mig, væri margt öðru visi núna". Mörgum á þessum aldri finnst þær vera úr tengslum við lífið". Giroud segir að það þurfi að róa karlmennina, breyt- ingarnar eigi að gerast við hlið þeirra. Karlmenn óttist að fá keppinauta og að verða metnir af raunveruleg- um hæfileikum sínum. Þeir hræðist að verða ekki lengur sjálfkrafa álitnir sterkari og duglegri, eingöngu vegna kynferðis síns. Það séu að- eins þeir sjálfsöruggu sem veiti konum sinum hvatn- óttast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.