Morgunblaðið - 27.03.1975, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
Útgefandi
Framkvæmdastióri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn
Augiýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
rátt fyrir mikla
umræðu um efnahags-
mál, hafa i vetur spunnizt
allmiklar umræður um
lista- og menningarmál-
efni. Það er í sjálfu sér
fagnaðarefni, þó að menn
séu vitaskuld ekki á eitt
sáttir um það, er fram
hefur komið, enda varpa
þessar umræður ljósi á þá
staðreynd, að þjóðin hefur
ákaflega vakandi auga með
því, sem fram fer á þessu
sviði. Ugglaust verður
lengi deilt um það með
hverjum hætti ríkisvaldið
og aðrir opinberir aðilar
eigi að hafa afskipti af list-
um. I frjálsu þjóðfélagi
skiptir þó mestu máli, að
opinberir aðilar treysti
sem bezt má verða undir-
stöður sjálfstæðrar list-
sköpunar.
Eflaust geta flestir verið
á einu máli um þetta al-
menna markmið, en um
hitt er fremur deilt,
hvernig eigi að ná því. í
þessu efni er líka ógern-
ingur að setja fram
almenna reglu, sem átt
getur við allar listgreinar.
Að því er myndlistina varð-
ar sýnist nokkuð ljóst,
að einn áhrifamesti
stuðningur opinberra aðila
felst í því að kaupa lista-
verk. Hér er ekki einvörð-
ungu átt við kaup á lista-
verkum til geymslu á söfn-
um, heldur í því skyni að
setja upp í opinberum
byggingum og á almennum
útivistarsvæðum, þar sem
fólk er í daglegum tengsl-
um við listina. Allt er þetta
gert í nokkrum mæli, en
hitt er þó ljóst að stærri
átök mætti gera.
1 umræðum um þessi
málefni nýlega minnti Vil-
hjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra, á
það ákvæði í lögum um
skólakostnað, sem heimilar
að verja ákveðnum
hundraðshluta af bygg-
ingarkostnaði skóla til list-
skreytingar þeirra. Þessi
merka lagaheimild var sett
árið 1967 og hefur í
nokkrum tilvikum komið
til framkvæmda. Ljóst er
þó að full ástæða væri til að
nýta þessa heimild í miklu
ríkari mæli en gert hefur
verið, og fyllilega er athug-
andi, hvort ekki væri rétt
að gera þessa reglu al-
mennari en nú er, þar sem
hún miðast einvörðungu
við skóla. En það eru ekki
aðeins opinberir aðilar,
sem gera ættu meira að þvi
að efla list í landinu með
því að kaupa listaverk. Það
mætti gjarnan vera miklu
mun ríkari þáttur í rekstri
fyrirtækja en raun ber
vitni um. Einstök atvinnu-
fyrirtæki hafa sýnt þessum
málum mikinn skilning, en
betur má, ef duga skal.
Sveitarfélögin gegna
einnig mikilvægu hlut-
verki í þessu efni. Reykja-
víkurborg hefur t.a.m. lagt
allmikið af mörkum til
lista- og menningarmála. I
því sambandi má nefna
Kjarvalsstaði, og menn
hljóta að vona, að þeir
gegni áfram mikilvægu
hlutverki í listalífi borgar-
innar, þrátt fyrir þær leiðu
deilur, og að margra
dómi óþörfu deilur, sem
risið hafa á milli borgaryf-
irvalda og myndlistar-
manna. Reykjavíkurborg
hefur gert talsvert að því á
umliðnum árum að kaupa
listaverk, bæði höggmynd-
ir og málverk. Davíð Odds-
son, borgarfulltrúi og fleiri
hafa gert þessi mál að um-
talsefni. Davíð lagði m.a.
til, að tekinn yrði upp nýr
háttur í þessum efnum og
benti á, að rétt kynni að
vera að fela þetta verk
stjórn Kjarvalsstaða, er
fengi þá listrænan ráðu-
naut sér til fulltingis.
Hér hefur borgarfulltrú-
inn hreyft þarfri tillögu,
enda æskilegt að mál sem
þessi séu sett í ákveðinn
farveg, en þar ráði ekki
tilviljanir. Þá hefur
borgarfulltrúinn einnig
vakið athygli á nauðsyn
þess, að við gerð næstu
fjárhagsáætlunar verði
veitt heimild til þess að
ráða listrænan ráðunaut að
Kjarvalsstöðum og eins að
rekstrarfé hússins verði
stórlega aukið, þannig að
Kjarvalsstaðir geti staðið
undir nokkurri listrænni
starfsemi upp á eigin spýt-
ur og af nokkrum myndar-
skap. Engum vafa er undir-
orpið að á þessu er mikil
nauðsyn. Hér er um svo
glæsilegt hús að ræða, að
eðlilegt hlýtur að teljast að
það standi fyrir og hafi
frumkvæði að listrænni
starfsemi bæði með inn-
lendum og erlendum sýn-
ingum.
Fram til þessa hafa ekki
verið tök á að efla starf-
semi af þessu tagi á Kjar-
valsstöðum, en brýnt er að
úr þessu verði bætt.
Myndlistarmenn hafa ein-
mitt bent á mikilvægi þess
að koma slíkri starfsemi á
fót í þessu húsi. Það er ekki
einvörðungu, að borgin
þurfi að koma til móts við
sjónarmið þeirra í þessu
efni, heldur á hér að vera
um að ræða eðlilegan þátt í
starfsemi Kjarvalsstaða.
Að mörgu leyti er óhætt
að fullyrða, að gerð hafi
verið myndarleg átök í
lista- og menningarmálum
af opinberri hálfu, en eigi
að síður má færa f jölmargt
til betri vegar og mikil-
vægt er að almenningur
hafi jafnan vakandi auga
með þessum mikilvæga
þætti í íslenzku þjóðlífi.
Að efla listsköpun
1 FYRRI grein, Bók er bíó, kvaðst
ég ætla að styðja rökum hvers
vegna tekjur höfunda hlytu í fram-
tiðinni að verða að koma að veru-
legu leyti frá bókasöfnunum.
Það er sýnt hvert stefnir.
í nýlegu útvarpsviðtali við Eirik
Hrein forstöðumann Borgarbóka
safnsins kom fram að bókaeignin
er u.þ.b. 360 þús. bindi og útlánin
á liðnu ári námu röskri milljón
eintaka.
Þegar forstöðumaðurinn var
spurður hvort hann héldi ekki að
þessi gífurlegu útlán drægju úr
bóksölu svaraði hann i véfréttar-
stil:
Ég held að þau auki fremur
áhuga á bókum.
Það er út af fyrir sig hárrétt. En
þau auka ekki áhuga á bókakaup-
um. Þau auka áhuga fólks á að fá
enn fleiri bækur að láni, sem þýðir
i raun að höfundar hér á skeri
verða að öllu óbreyttu steindrepn-
ir áður langt liður, þeir sem enn
tóra við iðju sína, og i sömu gröf
fer bókaútgáfan — uns við hvilum
þar allir með kjaftinn fullan af
mold, höfundar og útgefendur — í
sátt og samlyndi að lokum.
Meðal þjóða. þar sem bóka-
safnsþjónusta er á háu stigi, þvi
stigi sem hófst hér með útibúum
úg bókabilum. eru heimilisbóka-
söfn hreinar undantekningar.
Bækur i eigu fjölskyldunnar, ef
undan eru skildar orðabækur og
uppsláttarrit, sjást varla á heimil-
um. Nákvæmlega það sama mun
gerast hér, og þegar skólabóka-
söfnin taka til starfa mun fyrst
taka í hnúkana. Börnin venjast
bókum sem hlutum sem engin
ástæða sé til að kaupa, þær eru
alstaðar innan seilingar, i hillum i
skólanum, í bókaútibúunum og í
bókabilum við húsdyrnar. Þessi
börn munu ekki þegar þau vaxa
eftir JOHANNES
HELGA
upp, flest hver, kaupa bækur svo
neinu nemi, nema þá uppsláttar-
bækur, þurfa þess ekki. Kynslóðin
sem er að vaxa úr grasi mun verja
umframfjármunum sínum i allt
annað en bækur: fatnað, skraut-
muni. bingó, sólarferðir — með
tilheyrandi grísaveislum til upprifj-
unar ferðarinnar þegar heim er
komið.
Við þessari þróun er ekkert að
segja, hvað þá að viturlegt sé að
reyna að sporna við henni. Félags-
lega og menningarlega er hún
meira að segja æskileg, hún er
hagkvæm, hún er framþróun, og
höfundum þjóða og þjóðum höf-
unda hin þarfasta, með þeim fyrir-
vara þó að lifvænleg greiðsla til
höfunda fyrir afnot hugverkanna
komi til, svo sem tíðkast með
öðrum þjóðum. Sú hliðin, hún sem
vissi að rétti höfunda. gleymdist
bara hjá okkur eins og venjulega
þegar við öpum löggjöf frændþjóð-
anna. Og það er skammgóður
vermir. Bókmenntir þjóðar sem
þannig hagar sér drabbast vita-
skuld niður á örskömmum tima,
nýjar bækur verða verri og verri,
málfar og hugsun sljórri, og hlut-
fall þýddra bóka, i versnandi þýð-
ingum að auki, verður hættuleqa
hátt i samanburði við frumsamin
verk sem máli ná.
Ætli menn geri sér almennt Ijóst
hvert verðmæti i þéttum leir bók
er i raun og veru, þetta sem menn
rogast með heim til sín gratís úr
söfnunum og bilunum. Maður
með tiu bækur i skjóðu sinni hefur
undir höndum framleiðsluverð-
mæti að upphæð tíu milljónir
króna hið minnsta; hann er á and-
legu framfæri þessara tiu höf-
unda, réttur og sléttur þurfalingur,
fyrir utan að hann er þjófsnautur
stjórnvalda fyrr og síðar. Það er
veigalitil bók sem kostar undir
einni milljón að framleiða. Sumar
bækur tekur mörg ár að semja,
aðrar miklu skemur. Til einföld-
unar verður reiknað með ári. Bók
er þá mannár og milljón. Það er
ekki á færi allra að semja bækur
— og aðeins á færi örfárra að
setja saman góðar bækur. Fram-
leiðsluverð sigarettupakka er milli
tiu og tuttugu krónur. Menn láta
sig hafa það að kaupa hann á
hundrað og fimmtiu krónur. Fram-
leiðsluverð viskíflösku er um
hundrað krónur. Fólk greiðir fús-
lega af hendi tvö þúsund og fimm
hundruð fyrir að mega njóta
hennar. Framleiðsluverð bókar
sem maður hefur að láni er
milljón. Fyrir að njóta hennar
greiðir hann ekki neitt, fimm aura
kannski; tiu aura. Aðgangskort að
bókasófnunum kostar hundrað
krónur og gildir i þrjú ár; mátt fá
eins margar bækur á ári og þú vilt.
Borgarbókasafnið lánar út röska
milljón eintaka á ári. Það jafngildir
milljón mannárum, og reikni
maður framleiðsluverð hvers
eintaks á þúsund krónur, sem er
vægt áætlað, þá er það hvorki
meira né minna en heill milljarður,
verðmæti að upphæð þúsund
milljónir króna i beinhörðum pen-
ingum, sem Borgarbókasafnið er
að vafstra með ófrjálsri hendi i
borginni ár hvert.
Það er skyni skroppinn maður
sem ekki sér samhengið milli
minnkandi bóksölu og vaxandi
umsvifa Borgarbókasafnsins.
Hvað fá svo útgefendur.
óumdeilanlegir meðhöfundar
bóka, ómissandi tengiliður höf-
unda og þjóðar, i bætur fyrir það
að söfnin taka vöru þeirra þannig
traustataki hverjum og einum til
lestrar sér að kostnaðarlausu.
Svar: Ekkert. Væri ekki nema
sanngjarnt að þeir fengju sem
stofngjald fimmfalt andvirði ein-
taksins. Og rithöfundar. Hvað fá
þeir i þóknun fyrir ótakmörkuð
afnot þjóðarinnar af verkum
þeirra. Við og við forsmán sem
heitir listamannalaun, sjaldnast i
tengslum við útgáfur bókanna, ein
til tvenn mánaðarlaun — og beint
frá söfnunum að meðaltali tvö til
þrjú þúsund krónur á ári, eina
milljón allir til samans, innifaldir
eigendur höfundaréttar látinna
höfunda.
Og forsvarsmenn rithöfunda eru
að reyna að mjaka þinginu til að
sletta einhverri nánös ofan á
þessa milljón, nuddandi i þing-
mönnum ár eftir ár rétt eins og
betlarar. Það vantar engan slatta
ofan á milljónina. Það þarf ekki að
tvöfalda hana, ekki tífalda hana,
það þarf að hundraðfalda hana á
einu bretti — og væri þjóðþrifa-
verk, því *yrr þvi betra fyrir alla,
og þetta er hlutur sem ekki verður
samið um. Þennan rétt taka menn
sér aðeins með allsherjarbanni
innlendra og erlendra höfunda og
eigenda höfundaréttar á útlánum.
Og ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á
því að islenska þjóðin unni ekki
höfundum sinum launa til jafns
við hana sjálfa, að hún kæri sig
um að vera um aldur og ævi
sníkjudýr á rithöfundum sinum —
fyrir tilstilli skammsýnna vald-
hafa.
Hundrað milljónir á ári fyrir út-
lánin, árslaun rúmlega hundrað
manna, nema ekki lögboðnum
bankavöxtum af milljarðinum fyrr-
nefnda, þær eru tíundi hluti þess
sem við borgum Norðmönnum
fyrir að éta lambakjötið okkar,
þritugasti og fimmti hluti þess
sem þjóðin ver til áfengiskaupa,
ekki nema þreföld sú upphæð sem
þingið gefur dagblöðunum árlega
o.s.frv. o.s.frv.
Milljón útlán, milljón mannár,
milljón milljónir, ef mannárið er
reiknað á milljón. Hundrað
milljónir á ári fyrir það, það er
gjafverð, spotprís, ekki tiltökumál,
ekki nema einn tlu þúsundasti
hluti af umsetningu Borgarbóka-
safnsins, reiknað I mannárum á
milljón krónur hvert.
Hundrað milljónir gera ekki
meira en að setja okkur við sama
borð og Danir sitja við. Þegar
Guðmundur Hagalín útlánahæstur
hérlendra höfunda fékk I hitteð-
fyrra krónur átján þúsund fyrir
útlán sln það árið hlaut útlána-
hæsti höfundur Dana eina milljón
og átta hundruð þúsundir. Sum sé
hundraðfalt. Við erum kotríki,
raunar að mannfjölda óralangt
fyrir neðan þau mörk að geta
kallast riki, samt borgum við öll-
um starfsstéttum áþekk laun og
tíðkast I nágrannalöndunum,
alveg án tillitis til mannfæðar —
öllum nema rithöfundum, nokkr-
um tugum manna. Gagnvart þeim
erum við alltaf fátækir og smáir
— sem er kenning öllu viti firrt —
af þvi að höfundar eru ekki loft-
andar, þeir hafa sömu þarfir sér til
viðurværis og þú og þínir.
Hér er ekki verið að krefjast
þess að höfundar verði settir á
launalista, þessa venjulegu, og
greitt hið sama, hvort heldur þeir
eru lesnir eða ekki lesnir, góðir
eða lélegir og allt þar á milli, þótt
t.d. læknar, verkfræðingar og lög-
fræðingar fái raunar innbyrðis
sömu laun hvort heldur þeir
klúðra mál eða leysa þau. Nema
þetta fólk, að því ólöstuðu, er
Framhald á bls. 19.
Bók er milljón