Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 31 Guðný Guðmundsdóttir. Sinfóníu- tónleikar Stjórnandi: Robert Satanowski Einleikari: Guðný Guðmundsdótt- ir. Efnisskrá: Beethoven Leonora, forleikur nr. 3. Mozart Fiðlukonsert nr. 1 í B-dúr. Saint-Saens Havanaise op. 83. Dvorak Sinfónía í e-moll op. 95. Þessir tónleikar voru á margan hátt sérstæðir og, að því er undir- ritaður bezt veit, komu hljóm- leikagestum þægilega á óvart. Fyrst kemur til sérstæð túlkun stjórnandans á forleik Beethov- ens og ennfremur „músikölsk" mótun blæbrigða, eins og t.d. í sinfóníunni, þar sem úir og grúir af fögrum blæbrigðum. 1 stjórnun sinni virðist Satanowski leggja áherzlu á túlkun og andstæður blæbrigða og skýrt form. Sata- nowski er ekki aðeins kunnáttu- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON maður heldur og listamaður. Það fer því miður ekki alltaf saman. Guðný Guðmundsdóttir er góð- ur fiðluleikari og var leikur henn- ar víða glæsilegur. 1 konsertinum eftir Mozart lék hún nokkuð mik- ið beint áfram og heldur hvasst og eiris og hún réði ekki ferðinni sjálf. Það vantaði að staldra við og íhuga, en slíkt kemur ef til vill með aldrinum. Havanaise Saint- Saens hefur oft verið notað af „virtúósum“ til að spila á hlust- endur, með snöggum tilþrifum, miklum andstæðum í hryn og alls konar tóndekri. Þessvegna er það dálítið hættulegt, er ungir hljóð- færaleikarar ,ætla sér að slá í gegn með svona vinsælum númer- um. Guðný lék verkið án alls leik- araskapar, en þó ekki án tilþrifa og var leikur hennar víða með glæsibrag og hvergi reynt að yfir- drifa i leik eða túlkun. Sjaldan hefur hljómsveitinni tekizt betur upp og sýndi sig bezt hve góður hljómsveitarstjóri er mikilvægur aðili i starfi stofnana sem Sinfón- íuhljómsveitar Islands og ábyrgð- arleysi að fela viðvaningum og ,,amatörum“ stjórnun slíkra fyrir- tækja. Aðeins það bezta er nógu gott og með því að slaka aldrei á og vera jafnvel ósanngjarn í kröf- um sinum, geta ísl. tónlistarmenn náð því marki að teljast gjald- gengir hvar sem er i heiminum. Auk þess, er framtið hljómsveit- arinnar að nokkru i höndum hlustenda, hvort uppskera þeirra er jákvæð eða neikvæð. A móti slíkum kröfum verður að koma því svo fyrir, að isl. listamönnum sé gert kleift að iðka list sina. Það er orðið meira en nauðsyn, að gerð sé úttekt á þeim möguleik- um, sem fyrir hendi kunna að vera, í að nýta hæfileika ísl. lista- manna í þágu almennings. Islend- ingar eru eyðslusamir, en virðast samt ekki hafa efni á öðru en að eyðileggja listamenn sína í at- hafnaleysi, hneppa hugsun þeirra í viðjar vesalmennsku og flokka- drátta og gefa þeim til siðasaka eitt og eitt tækifæri, til þess eins að sannfæra sig og aðra um van- hæfni þeirra. Listamennska er þrældómur og góður listamaður þiggur ekki af Framhald á bls. 47. eftir RAGNAR BORG ÞAU leiðu mistök urðu f mynt- þætti sl. Iaugardag að myndin sem átti að birtast með þessum texta varð viðskila við hann. Birtist hann þvf aftur með réttri mynd og biðjumst við af- sökunar á mistökunum. Þessi skrautlega uppstilling á myndinni hér til hægri er af ýmiss konar gjaldmiðli, sem notaður hefir verið. I bakgrunninum er sænsk plötumynt frá 1726: þetta er þung koparplata, nærri 3 kíló, um 29x26 cm á kant og á henni stendur verðgildið: 4 dalir í silfurgildi. — Perlufestin hefir verið, og er jafnvel ennþá, gangmynt i Súdan, og búrhvals- tönnin er notuð á mörgum eyj- um i Kyrrahafinu. A miðri myndinni er kringlótt íhvolf silfurmynt frá Laos og svoköll- uð manilla (eins og armband i laginu, en minna og því ekki nothæft sem slikt). Þessar man- illur notuðu menn í Nígeríu, en þær voru innkallaðar sem gangmynt uppúr 1920 og var greitt fyrir hvert stykki 2H skildingur. Stóri kringlótti bronspeningurinn með Janus arhöfðinu er rómverskur frá þrióju öld fyrir Krist. Hann vegur rúm 250 grömm. Fyrir framan hann er söðullagaóur peningur frá Austur-Indlandi, þrir postúlínspeningar frá Siam, en þeir voru innkallaóir um miðja seinustu öld. Fremst í horninu hægra megin eru skelj- ar, sem notaðar hafa verið sem gangmynt víóa i Afríku. Löngu, snúnu járnstengurnar eru kissi-peningar frá Vestur- Afríku kringlóttu peningarnir sem festir eru saman á band, eru kínverskir, en svona pen- inga hafa þeir notað undanfar- in u.þ.b. 2000 ár. Peningurinn með gatinu og ferkantaða mynt- in við hliðina á honum, eru frá Japan (1835 og 1868). Silfur- hnullungurinn meó stimplun- um þrem er gangmynt, sem lengi hefir verið notuð á Aust- ur-Indlands-skaganum til skamms tíma. í forgrunninum eru svo kúlulagðir peningar frá Síam, 8 mismunandi verðgildi. Myntin heitir tieal og af pening- unum má lesa að þeir voru slegnir fyrir Haha Mongkut um Myndin er úr bók Johans miðja síðustu öld. Chr. Holm „De gamle mönter“. Ofnhitastillarnir frá DANFOSS spara heita vatnið. Sneytt er hjá ofhitun og hitakostnaðurinn lækkar, því DANFOSS ofnhitastill- arnir nýta allan "umfram- hita” frá t.d. sól, fólki, Ijósum, eldunartækjum o. fl. Herbergishitastiginu er haldið jöfnu með sjálfvirk- um DANFOSS hitastill- tum lokum. DANFOSS sjálfvirka ofnloka má nota á hita- veitur og allar gerðir miðstöðvarkerfa. RAVL ofnhitastillirinn veitir aukin þægindi og nákvæma stýringu herbergishitans, vegna þess að herbergishitinn stjórnar vatnsmagninu, sem notað er. Ef höfuðáherzla er lögð á að spara heita vatnið, skal nota hitastillta FJVR bakrennslislokann, þá er það hitinn á frá- rennslisvatninu, sem stjórnar vatnsmagninu. DANFOSS sjálfvirkir þrýst- ingsjafnarar, AVD og AVDL, sjá um að halda jöfnum þrýstingi á öllum hlutum hitakerfisins, einnig á sjálfvirku hitastilltu ofnlokunum. Látkf Danfoss stjóma hitanum VÉLAVE^zÍuN-SfMI^4260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.