Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
Piltur og stúlka asa
boróum. Raunar þótti það ósióur aó ganga ekki til
borðunar, og flestir voru svo leiðitamir aö ganga í
boróstofu og að minnsta kosti gína yfir kjötbollun-
um, þó þeir ætu ekki. Sumum gekk ekki góðmennsk-
an ein til, heldur hitt, að þeir annað hvort vildu vera
öllum þóknanlegir, sem hlut áttu að Spörtu, eður og
að þeir hugðu að kennarinn, sem stóö yfir piltakind-
unum, mundi koma auga á sæti þeirra og rita það í
minnisblöðin, að þeir kæmu ekki til borðunar. En
Ormur skeytti lítiö um þess konar hégiljur og hugs-
aði með sér: Riti þeir í guðs nafni, blessaðir, allt
jafnar sig. Ormur hafði alltaf nógan starfa, þegar
piltar voru inni, og því varð hann að nota þann
tímann, sem nokkur kyrrð var á, til að bóka latínuna,
ella mundi kompa hans síðbúin, þegar þjónustu-
sveinn kennarans tók að heimta saman kompurnar.
En kyrrðin varð ekki löng; allt í einu heyrast sköll og
HÖGNI HREKKVÍSI
Hvernig sem á því stendur, þykir Högna klippingin
áhugaverð.
glumragangur, sem þá er margir lausir hestar eru
reknir hart yfir stórgrýti; þá voru piltar aö hlaupa út
úr borðstofu sinn í hverja átt; og í sama vetfangi var
skólahurðinni svip upp, en maóur hvatlegur hleypur
inn; sá hét Vigfús og var Oddsson. Hann átti oft
sökótt við Orm, og sama morguninn hafði Ormur í
miðjum tíma beóið um útgönguleyfi, en þó ekki átt
Skarfarnir frá Utröst
Þegar þar að kom, fór ísak til þess að hjálpa
feðgunum í Útröst og setja skútuna á flot, hann
stýrði eftir skörfunum, og komst leiðar sinnar á
skömmum tíma. En hann hafði aldrei séð eins stórt
skip og skútu feðganna, svo löng var hún, að þótt
stafnbúinn kallaði til stýrimanns þá heyrði hann það
ekki, og varð að setja einn mann í viðbót miðskipa, til
þess að koma boðunum. Fiskinn hans ísaks settu þeir
í framlestina, og hann vann sjálfur að því að flytja
hann i skútuna, en hann skildi ekki hvernig á því
stóð, að stöðugt kom fiskur í hjallana í stað þeirra
sem hann tók, og þegar þeir létu í haf á skútunni
voru hjallarnir jafn fullir og þegar hann kom.
í Björgvin seldi hann allan fiskinn og fékk svo
mikið fyrir hann, að hann keypti sér skútu með
öllum útbúnaði, en þaö ráðlagði karlinn honum. Og
seint um kvöldið, áður en ísak ætlaði að sigla heim,
kom karlinn til hans, og baó hann aó gleyma ekki
þeim sem lifóu eftir nágranna hans, því sjálfur væri
nágranninn látinn. „Ef þú annast þessa munaðar-
leysingja muntu verða heppinn með nýja skipiö,“
sagði karlinn. „Þetta er gott skip,“sagði karlinn,,,því
hlekkist ekki á og ekki fer mastrið um.“ Með því
meinti hann, að einhver ósýnilegur væri um borð og
styddi siglutré, ef á reyndi.
ísak hafi alltaf hamingjuna með sér upp frá þessu.
Hann vissi vel, hvaðan allt hið góða kom, sem hann
varð aðnjótandi, og gleymdi heldur ekki að hygla
hinum ósýnilega skipverja á skútunni í mat og
drykk, þegar hann réói skipinu til hlunns á haustin
og setti það í naust, og hverja jólanótt sást ljós í
skútunni, og heyrðist þar fiðluleikur, þá var dansað í
skútunni hans ísaks.
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
©FIB
COrCNNkCIN
FEROINANQ
Erling Hafto
í heimsókn
ERLING Hafto, sem var foringi
norskrar flotadeildar, sem hér
var á stríðsárunum, er hér á landi
um þessar mundir.
Hann kom hingað til fundar
Oddfellow-félaga á Norðurlönd-
um, en fundinum er nýlokið.
Erling Hafto á marga vini og
kunningja hér á landi. Hann var
hér á árunum 1940—42, og var
flotadeild hans mikið í austfirzk-
urn höfnum. Þar eignaðist Hafto
fjölda vina. Hann hefur ekki kom-
ið hingað til lands síðan flotadeild
hans fór héðan, en tjáði okkur, að
hann hefði nú hitt marga gamla
kunningja.
Hann sagðist ekki hafa kynnzt
eins mikilli gestrisni og vinsemd
annars staðar en hér á Islandi,
þegar hann dvaldist hér á sínum
tíma, og kvaðst hann hafa orðið
var við það núna, að þetta hefði
ekki breytzt.
Eftir strið fluttist Erling Hafto
til Honningsvag, þar sem hann
var hafnarstjóri um margra ára
skeið. Nú er hann búsettur í Lar-
vik.
Meðal íslenzkra vina hans er
Ríkarður Jónsson og Tulin Johan-
son, en Hafto sagðist hafa orðið
þess áskynja þegar hann kom
hingað, að margir þeir, sem hann
kynntist hér á sínum tíma, væru
nú látnir.
Hann lét mjög vel af dvöl sinni
hér, en hann heldur til Noregs á
mánudaginn kemur.
Umræður um
mannúðar-
sálfræðí
PRÓFESSOR Carmi Harari og Dr.
Zaraleya koma fram á kynningar-
fundi hjá SIM, Samband á Islandi
um mannúðarsálfræði, n.k.
fimmtudag, 27. marz i stofu 201,
Arnagarði, kl. 15—17. A fundin-
um fjalla þau um mannúðarsálar-
fræði og áhrif hennar á sálfræði-
ráðgjöf, menntamál og hópstarf,
eóa „grúppu-dynamik“. Dr.
Harari og Dr. Zaraleya eru með-
limir alþjóðanefndar mannúðar-
sálfræðifélagsins og einnig eru
þau í alþjóðanefnd mannúðarsál-
fræðideildar bandaríska sálfræð-
ingafélagsins (APA). Þau starfa
saman i mannúðarsálfræðisetri i
New York borg. Dr. Harari kennir
við Queens College í New York og
Dr. Zaraleya vinnur m.a. við þjálf-
un starfsfólks við sálfræðideild
skóla í New York.
Almennt námskeið í hópefli,
öðru nafni „grúppu-dynamik",
hefst sama dag klukkan 19:30. Því
verður haldið áfram á föstudag-
inn langa.