Morgunblaðið - 01.05.1975, Side 1

Morgunblaðið - 01.05.1975, Side 1
40 SIÐUR „Við stefnum aðeins að sátt- um til að bjarga lífi fólksins” sagði Minh forseti S-Víet- nams í uppgjafarræðu sinni Lengsta stríði nútímasögu lokið með sigri kommúnista Saigon, Washington, París og víðar 30. apríl AP—Reuter. SAMBANDSLAUST hefur verið við S-Vfetnam frá þvf um kl. 11.00 að fsl. tíma f gærmorgun, miðvikudag, eftir að stjórn S-Víetnam gafst skilyrðislaust upp fyrir innrásarsveitum kommúnista og var þar með endi bundinn á 35 ára strfð, lengsta strfð f nútímasögu. Fregnir af ástandinu f landinu eru þvf ákaflega óljósar, en þær fregnir, sem bárust fyrstu klukkutímana eftir að Saigon féll, bentu tii þess að Saigonbúar hefðu fagnað innrásarmönnum og að aðeins hefði komið til óverulegra átaka hermanna kommúnista og örfárra flokka stjórnar- hermanna, sem börðust til síðasta manns. Bandarísk þyrla lenti á þaki sendiráðsbyggingar Bandaríkj- anna f Saigon 10 mfnútum fyrir miðnætti f gær og sótti síðustu Bandaríkjamennina. sem eftir voru f landinu, 11 landgönguliða, sem höfðu varið brottflutning sendiráðsstarfsmanna. Rúmum þremur klukkustundum sfðar eða um kl. 03.00 las Duong Van Minh, forseti landsins frá því á laugar- dag, upp tilkynningu, þar sem hann lýsti þvf yfir, að Saigon- stjórnin gæfist skilyrðislaust upp og hann væri tilbúinn til að afhenda fulltrúum Viet Cong öll völd f hendur. Jafnframt skoraði hann á hermenn S-Vfetnams, að hætta bardögum og afhenda inn- rásarmönnum vopn sfn. Hann skoraði á kommúnista að hætta skothrfðinni þannig að hægt væri að framkvæma valdaskiptinguna sem fyrst og koma f veg fyrir óþarfa blóðbað eins og forsetinn orðaði það. Sfðan sagði hann: „Við stefnum aðeins að sáttum fólksins og samvinnu, til þess að bjarga Iffi fólksins.“ Minh forseti hafði strax eftir valdatöku sfna farið fram á vopnahlé víð N- Vfetnam og Viet Cong, en þvf var kuldalega tekið. Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjaanna, sagði á fundi með fréttamönnum i Washington í dag, að hann hefði vitað frá því á laugardag, að Saigon myndi falla, en að upp- gjöfin hefði komið fyrr en hann hefði átt von á. Kissinger sagðist hafa búizt við að Saigonstjórnin myndi geta samið um uppgjöfina, en ekki að hún yrði að lýsa henni yfir svo til fyrirvaralaust og skil- yrðislaust. Útvarpið i Hanoi skýrði frá falli Saigon örfáum mínútum eftir að Minh forseti flutti ávarp sitt með eftirfarandi tilkynningu: „Fáni Ky, fyrrum forsætisráð- herra S-Vietnams, fiúði Saigon f hópi hinna sfðustu f gær og sést hér við komuna um borð f bandarfska skipið USS Blue Ridge undan ströndum S-Vietnams. Ky flutti fyrir nokkrum dögum ræðu á fjöldafundi f Saigon, þar sem hann kallaði alla föðurlandssvikara, sem yfir- gæfu land sitt. byltingarstjórnar S-Vietnams var dreginn að húni yfir forsetahölj- inni í Saigon kl. 11.30 árdegis“ (3.30 ísl. tima). Við þessa tilkynn- ingu þusti fólk í Hanoi út á götur borgarinnar og faðmaðist í gleði- vímu yfir sigrinum að sögn júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug. Framhald á bls. 22 Gffurleg eyðilegging varð f Saigon áður en borgin féll, eftir eldflaugna- og stórskotaliðsárásir kommún- ista. Hér sjást rústir kirkju einnar f borginni og er krossinn það eina sem uppi stendur. Dansað í Peking og Hanoi „Sár persónuleg reynsla” segir Kissinger um Igktirnar í S-Víetnam Singapore, Peking, Washington, 30. apríl REUTER — AP. MIKILL fögnuður varð f Peking og Hanoi, þegar fregnir um upp- gjöf Saigonstjórnarinnar bárust þangað. 1 Peking þustu sendiráðs- starfsmenn kommúnistarfkjanna út á götur, syngjandi og dansandi og skutu upp flugeldum. Sama gerðist í Hanoi og þar grétu menn | af gleði. Stjórnir ýmissa nágrannarfkja létu f ljós ánægju yfir að styrjöldinni skyldi lokið en f Washington voru menn held- ur daufir f dálkinn. Gerald Ford, forseti Bandarfkjanna, sagði, að mál þetta markaði þáttaskil f bandarfskri reynslu og Kissinger, utanrfkisráðherra sagði, að það sem undanfarið hefði gerzt í Víetnam væri sér sár persónuleg reynsla. 1 yfirlýsingu, sem Bandarikja- forseti birti um það sem gerzt hafði í Saigon, sagði meðal ann- ars, að með brottflutningi siðustul Bandarikjamannanna frá borg-l inni hefði verið mörkuð þáttaskil í bandarískri reynslu. Skoraði hann á bandarísku þjóðina að forðast ásakanir út af því, sem gerzt hefði i fortiðinni — lita heldur fram á við og taka saman höndum i baráttu fyrir þeim margvislegu markmiðum, sem hún ætti sameiginleg og til starfs að þeim mörgu verkefnum, sem hún ætti óleyst. Skömmu eftir að yfirlýsing Fords hafði berið birt, kom Kissinger fram í sjónvarpi þar sem hann gaf stutt yfirlit yfir atburðarásina sióustu daga. Aðspurður, hvort fall Saigon- stjórnarinnar mundi skerða möguleika hans til að standa að milliríkjasamningum i framtíð- inni, sagóist Kissingers sennilega ekki manna dómbærastur á áhrif S-Víetnams á framtið sína. „En það sem undanfarið hefur gerzt hefur verið sársaukafull reynsla", sagði hann. Peter Griffiths, fréttaritari Reuters í Peking, skrifar, aó sendi fulltrúar bráðabirgðabyltingar- stjórnarinnar i S-Víetnam hafi þust út í garðinn úti fyrir sendi- ráði þeirra í Peking og hrópað fréttina um uppgjöf Saigon- stjórnarinnar, sem sióan hafi breiózt út eins og eldur i sinu. Innan skamms hafði fjöldi sendi- manna kommúnistaríkjanna safn- azt saman á götunni fyrir framan bygginguna, þar sem þeir sungu og dönsuðu, .jafnvel kínversku verðirnir sem allajafna eru held- ur brúnaþungir, segir Griffith, „lögðu frá sér byssurnar og klöpp- uðu saman lófunum“. „Við höfum beðið þessa lengi, lengi,“ sagði einn af s-viet- namísku sendimönnum og minnti á, að liðin væru 50 ár frá þvi Ho Chi Minh stofnaði samtök bylt- ingarsinnaðrar vietnamískrar æsku, sem varð síðan kjarni Framhald á bls. 19 Sjá greinar um ástandið í S-Kóreu, Laos, Thailandi, Singapore og Malaysíu á bls. 16. Bls. 18: Síðustu stundir stríðsins, samtal við frú Binh, utanríkis- ráðherra bylt- ingarstjórnar kommúnista. Blóð- bað í S-Vietnam? Ennfremur fleiri fréttir á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.