Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 4

Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA f CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR 25555 flBIR CARJJENTAL FERÐABÍLAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbilar — stationbilar — sendibilar — hópferðabilar. Hópferðabílar 8—21 farþega í lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson Simi 861 55-3271 6-37400. Afgreiðsla B.S.I. HAFSKIF SKIP VOR MUNU LESTA ERLENDISÁ NÆSTUNNI SEM HÉR SEGIR: HAMBORG: Langá 28. april + Selá 1 5. maí Skaftá 21. mai + Langá 26. maí + ANTWERPEN: Langá 2. mai + Skaftá 1 6. mai + Langá 29. mai + FREKRIKSTAD: Hvitá 1 2. maí Hvitá 2. júni KAUPMANNAHÖFN: Langá 5. maí + Hvitá 1 5. maí Hvítá 4. júni GAUTABORG: Hvitá 1 6. mai Hvitá 5. júni GDYNIA/GDANSK: Selá 1 7. mai LE HAVRE: Skaftá 1 3. mai + + Skip er munu losa og lesta á Akureyri og Húsa- vík + HAFSKIP D.F. HAFNARHUSINU REYKJAVIK SIMNEFN!: HAFSKIP SIMI 21160 Fyrsti maí í fyrra Fyrsti maf I fyrra sat að völd- um vinstri stjórn f landinu. Ráðherrar Alþýðubandalagsins fóru með yfirstjórn margra þýðingarmestu þátta þjóðarbú- skaparins: sjávarútvegsmál, viðskiptamál, iðnaðar- og orku- mál og heilbrigðis- og trygging- armál. 1 lok ráðherraferils Magnúsar Kjartanssonar og Lúðvfks Jósepssonar var lítill glæsibragur yfir þessum mála flokkum. Rekstrarstaða f út gerð og fiskvinnslu var þann veg komin, að við blast rekstrarstöðvun og atvinnu leysi í þessum helzta atvinnu vegi þjóðarinnar. Gjaldeyris varasjóðurinn og stofnlánasjóð ir atvinnuveganna voru upp urnir. Algjör kyrrstaða rfkti f orkumálum heilla landshluta. Engin afgerandi spor höfðu verið stigin f heilbrigðis- og tryggingamálum. Það er athyglisvert að skoða þennan starfsárangur í Ijósi þeirrar gagnrýni, sem blöð og talsmenn Alþýðubandalagsins hvolfa nú yfir landslýðinn. Síðustu viðbrögð vinstri stjórnar Sé þeirri áróðurstýru, sem Alþýðubandalagið heldur nú á loft, beint að sfðustu viðbrögð- um vinstri stjórnarinnar í efna- hags- og kjaramálum, kemur margt athyglisvert til skoðun- ar: 0 Það var vinstri stjórnin, með aðild Alþýðubandalagsins, sem rauf tengsl kaupgjaldsvísitölu og launa, og undirstrikaði þann veg í verki, að svokallaðir febrúarsamningar á sl. ári hefðu reynst óraunhæfir. 0 1 umræðum um myndun nýrrar vinstri stjórnar höfðu foringjar Alþýðubandalagsins fallist á allt að 17% gengis- lækkun sem óhjákvæmilega leið til að styrkja rekstrarstöðu útflutningsatvinnuveganna. 0 1 sömu umræðum höfðu Alþýðubandalagsmenn fallist á verulega hækkun söluskatts. Lækkun söluskatts varð ekki sálhjálparatriði hjá þeim, fyrr en staðið var upp úr ráðherra- stólunum. 0 Þáverandi orkuráðherra Alþýðubandalagsins hafði samið frumvarp um verð- jöfnunargjald á raforku, þ.e. verulega hækkun raforkuverðs til neytenda. Þetta gjald er nú 13% álag á söluverð hinna ýmsu rafveitna f landinu. Alþýðubandalagið hafði, ýmist með beinum stjórnar- aðgerðum f vinstri stjórninni eða f viðræðum um myndun nýrrar vinstri stjórnar, viður- kennt viðblasandi vanda í at- vinnu- og efnahagslffi þjóðar- innar. Það hafði stigið fyrstu skrefin f eða fallist á þau Sir- ræði, sem f aðalatriðum hefur verið fylgt til að koma f veg fyrir stöðvun atvinnuveganna og atvinnuleysi í landinu. Öll stóru orðin, sem nú eru sögð af talsmönnum þess, verða því jafnóðum innantóm og ómerk, f Ijósi þeirra eigin gerða og ákvarðana. Fólk er hvorki svo gleymið né skilningssljótt, að það sjái ekki í gegnum þann loddaraleik, sem kommúnistar sviðsetja nú eins og þeir hafi aldrei nálægt þessum málum komið. Guðfaðirinn Norðlendingar, Austfirðing- ar og Vestfirðingar gengu bón- leiðir til búðar frá fyrrverandi orkuráðherra öll vinstri stjórn- arárin, þrátt fyrir verulegan orkuskort f þessum landshlut- um og þrátt fyrir margföldun olfuverðs til dieselstöðva þeirra; er sáu þeim fyrir veru- legum hluta tiltækrar raforku. Allan þennan tíma sat orkuráð- herra Alþýðubandalagsins að samningum um járnblendi- verksmiðju í Hvalfirði. Það mál er út af fyrir sig spor fram á við i íslenzku atvinnu- og efnahagslffi og væri naumast veruleiki f dag án þess undir- búnings, sem öll orka ráðherr- ans fór í hans ráðherraár. Af- staða hans innan stjórnar og utan til þessa máls, sem hann telst óumdeildur guðfaðir að er dæmigerð fyrir Alþýðubanda- lagið. I þvf speglast og áréttast það skoðanahringl og sú tæki- farissinnaða afstaða til mála, sem mótar stefnu þess, eftir því hvort foringjar þess eiga kost á ráðherrastólum eða ekki. Alþýðubandalagið getur naumast iogið sig frá ábyrgð vinstri stjórnaráranna. Það ætti að minnast hinna gömlu spakyrða: „Að Ijúga að öðrum er ljótur vani, en ljúga að sjálf- um sér hvers manns bani.“ Hjálparstarf í hafnarbæ í S-Víetnam Hont Thap Tu-stræti,i Saigon, klukkan tiu að morgni. Sfðustu fjórtán vörubifreiðar og bllaleigu- bilar Rauða krossins eru farnir frð aðalstöðvunum. Ferðinni er heitið til hafnarbæjarins Vung Tau, f 135 km fjarlægð, þar sem um 50.000 flóttamenn hafast við. Daginn áður kom þangað skip með 6.000 manns og 50 lík. Álfka mikill fjöldi kemur til bæjarins á hverjum degi. Hjálparaðgerðir Rauða krossins að þessu sinni miða að þvf að koma eins miklum vistum og hjálpargögnum og eins fljótt og kostur er til 35.000 manna sem þegar hefur verið komið fyrir f Chi Linh, nálægu þorpi, þar eru búðir með nfu hópum flóttamanna og f hverjum hóp eru 3.000 til 5.000 manns. „Við verðum að láta liggja milli hluta hvort einhverjir fái meiri skammt en þeim ber og reyni jafnvel að selja eitthvað af þvf sem þeir fá," segir yfirmaður aðgerðanna. „Ástandið er svo hörmulegt að við hugsum um það fyrst og fremst að tryggja það að birgðirnar berist til þeirra." Mörg hundruð flóttamannafjöl- skyldur hafa enn ekki fengið þak yfir höfuðið. Annar helzti til- gangur hjálparaðgerða Rauða krossins er að drei.fa 1350 tjöld- um sem eru gjöf frá vestur-þýzka Eftir Antoine Bosshard Rauða krossinum. Margir flótta- menn hafa reynt að fá sér þak yfir höfuðið hvar sem nokkurt skjól er að finna — f kofum sem eru f niðurníðslu, kofaskriflum sem þeir hafa klambrað saman og tjöldum. Ennþá er veðrið nógu gott til þess að fólkið getur hafzt við úti á vfðavangi en regntíminn hefst eft- ir einn mánuð og þá verða tjald- stæðin eitt moldarsvað. Þá veit heldur enginn með vissu hvað verður orðið um fólkið. Alls komu eitt hundrað sjálf- boðaliðar undir tvftugsaldri frá Saigon til Vung Tau til að aðstoða 30 unga starfsmenn Rauða kross- ins sem þar voru fyrir og hafa haft umsjón með búðum 4.500 flótta- manna I nokkra daga. Þeir hafa meðferðis 35 lestir af hrísgrjónum sem verður að skipta milli flótta- mannanna á tveimur dögum. Hver flóttamaður fær 500 grömm af hrfsgrjónum á dag. Þar við bætast 240 kassar af niðursoðnu kjöti, 24 dósir I hverjum, sem er gjöf flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Hver fjölskylda fær eina niðursuðudós sem verður að nægja henni f einn dag. Loks verður dreift 1 50 kössum af þurr- mjólk. f hverjum kassa eru 48 dósir. Aðgerðunum verður haldið áfram á morgun og þá koma vöru- bílarnir með svefndýnur (handa þeim sem hafa engin tjöld), matar- potta, vatnsfötur. Sjálfboðaliðarn- ir gista allir i bænum og hjálpa til við dreif inguna á morgun. Sfðan fara hjálparsveitir Rauða krossins til fleiri flóttamannabúða. Ein þeirra er í Phuoc Tuy en þang- að eru komnir 10.000 flóttamenn. Loks fara þær til eyjunnar Phu Quoc undan strönd Kambódfu þar sem stjórnin hyggst koma fyrir þúsundum manna. Nú þegar eru 40.000 manns á eynni og 10.000 til viðbótar bfða um borð f skipum. f ástandi sem þessu virðist yfir- leitt hægt að kaupa matarbirgðir á staðnum og að vegasamgöngur séu f lagi. Helzta vandamálið er vatnsskortur. Nokkrir brunnaf eru f búðunum en vatnið er óhæft til neyzlu nema það sé soðið fyrst og smithætta er mikil. Finna verður aðra lausn til að útvega þessum mikla fjölda fólks nægilegt vatn. Til dæmis má útvega vatnstanka- bfla og vatnshreinsunartæki. Matardreifing í hafnarbænum Vung Tau, sem er aðalhöfn Saigon. Hann hefur verið í hættu síðan annar hafnarbær nokkru norðar, Ham Tan, féll á þriðjudaginn. Sagt var frá hjálparstarfi þar f fyrri greih um starf Rauða krossins í Suður-Víetnam. Frá Tafl- og bridgeklúbbnum Þegar tveimur umferdum er lokið I barometerkeppninni hjá okkur er staða efstu para þcssi: Björn Kristjánss — ÞArrtur Ellass 209 Bernhardur Guðmundsson — Júlíus Guðmundsson 180 Baldur Asgeirsson — Zóphónfas Benediktsson 154 Gunnlaugur Óskarss — Ragnar Óskarss 148 Högni Torfas — Þorvaldur Valdimarss 125 Eiríkur Hejgason—Sigurjón Helgas 114 Sigurbjörn Ármannss — Þórarinn Ámas 106 Arnar Ingólfss — Magnús Eymundss 103 Haukurlskass — Karl Ádolphss 67 Árni Guðmumiss — Margrét Þórðard. 62 Spilarar eru beðnir að athuga vel að ekki verður spilað í kvöld — þriðja umferðin verður spil- uð á laugardaginn kemur kl. 13.30. Spilatf er i Domus Medica að venju. XXX Frá bridgefélagi Suður- nesja Síðustu keppni vetrarins sem var einmenningskeppni er nú lokið. Spilað var í þrjú kvöld — í þremur riðlum og spiluðu efstu pörin í úrslitariðli síðasta kvöldið. Röð paranna f riðlinum varð þessi: Helgi Jóhannsson 83 — Logi Þormóðs- son 77 — Óskar Pálsson 75 — Kolbeinn Pálsson 74 — Haraldur Brynjólfsson 72 — Guðmundur Ingólfsson 67 — Gunnar Jónsson 65 — Gunnar Sigurjónsson 65 — Elías Guðmundsson 60 — Hafsteinn Ög- mundsson 53 — Birgir Scheving 52 — Sigurður Þorkelsson 49. Árshátið félagsins verður á laugardaginn kemur í Festi i Grindavík og hefst kl. 20 með borðhaldi. Þá verða veitt verð- laun fyrir keppnir vetrarins. Væntanlegir gestir hafi sam- band við Val Simonarson i sima 1246. Þess má einnig geta að félag- ið fyrirhugar að spila í sumar. A.C.R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.