Morgunblaðið - 01.05.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975
Á hverjum degi er Bibliufræðsla f einhverri mynd.
Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar
Nú er um það bil mánuður þar
til Sumarbúðir þjóðkirkjunnar
hefja starfsemi sína. Að þessu
sinni verða þær starfræktar í öll-
um landsfjórðungum, Holti í
Öndundarfirði, Vestmannsvatni í
Aðaldal, Eiðum í Suður-
Múlasýslu og Skálholti í Biskups-
tungum.
Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar
bjóða upp á skemmtilega og gagn-
lega veru fyrir börn á aldrinum
7—12 ára. Úti við er nágrenni
sumarbúðanna skoðað og farnar
gönguferðir, og stundaðar ýmsar
íþróttir eða leikir eftir því sem
börnin vilja og aðstæður eru fyrir
hendi á hverjum stað. Inni við er
lögð stund á ýmis þroskandi verk-
efni, börnin sjá sjálf að verulegu
leyti um kvöldvökur, og eru þá
æfð leikrit, helgileikir, sagðar
sögur og lesnar og ýmislegt fleira.
Á hverjum degi er svo einnig
fræðslustund í Biblíusögum eða
Biblíulestur. Hver dagur í sumar-
búðunum býður því upp á þrosk-
andi og stælandi verkefni til
líkama og sálar.
1 Skálholti verður hafður á
sami háttur og í fyrra, að hverri
sókn i Reykjavík og Snæfellsnesi
og Suðurnesjum er gefinn kostur
á einni viku til að senda sín börn
og komast 60 að í einu. Sóknar-
prestar eða fulltrúar þeirra munu
síðan reyna að heimsækja börnin
í sumarbúðirnar. Ef sóknirnar ná
ekki að fylla flokkana fyrir 10.
maí verður fyllt í þá með al-
mennri innritun. Hún fer fram á
skrifstofu æskulýðsfulltrúa Þjóð-
kirkjunnar. Upplýsingar um
sumarbúðir þjóðkirkjunnar í öðr-
um landshlutum er að fá hjá við-
komandi söknarprestum.
Þjóðin sameinist í
bœn um frið á jörð
I FRÉTTATILKYNNINGU frá
Biskupsstofu er minnt á að hinn
almenni bænadagur er á sunnu-
daginn kemur — 4. maí. Hefur
biskup Islands óskað eftir því, að
þjóðin sameinist þann dag í bæn
um frið á jörð.
Um þetta segir biskup:
„Þrátt fyrir það, sem gert hefur
verið til þess að draga úr spennu
milli stórvelda er vígbúnaðar-
kapphlaup þeirra í algleymingi.
Njósnadufl fylla höfin, gervi-
hnettir eru hvarvetna á gægjum í
geimnum og birgðir morðtækja
hrúgast upp. Æ fleiri valdhafar
geta nú ógnað með gereyðingar-
vopnum. Hermdarverk öfga- og
oíbeldismanna og gífurmæli
óhlutvandra lýðskrumara minna
á, hvað í vændum gæti verið. Vér
skulum því á þessum bænadegi
samhuga og með kristnum bræðr-
um og sytr'um allra landa biðja
Guð að frelsa oss frá illu. Vér
skulum minnast þeirra, sem hafa
þolað hryllilegar hörmungar
styrjaldar eða eiga þá skelfingu
yfir sér vofandi. Vér skulum biðja
Guð að styrkja allan góðan vilja
og láta vit og góðfýsi, réttlæti og
sanngirni ráða í viðskiptum
manna. Vér skulum biðja Guð
vors lands að gefa islenzku þjóð-
inni aukinn styrk og þroska i
fylgd friðarhöfðingjans sanna,
Jesú Krists."
Sýning á léttbyggingum
TILRAUNASTOFNUN burðar-
forma opnar sýningu á morgun
kl. 18 undir nafninu Léttbygging
’75 — að Hamragörðum, Hávalla-
götu 24. Sýningin verður opin
dagana 2.—11. maí frá 14—22. Á
sýningunni eru líkön, teikningar
og ljósmyndir af um 40 létt-
byggingum og auk þess sýnd gerð
geómetriskra bygginga og fleira.
Dagana 4., 6., 8. og 10. mai kl.
20.30 verða sýndar og skýrðar lit-
skyggnur um efnin: Erlendar létt-
byggingar almennt; Olympiu-
tjöldin; Metastandt-kerfið og
Space structures research centre;
Islenzkar léttbyggingar.
Tilraunastofa burðarforma tók
til starfa 1973. Hún hefur einbeitt
sér að hönnun léttbygginga fyrir
íslenzkar aðstæður og er árangur
tveggja ára starfs tilraunastof-
unnar sýndur nú. Stofnandi til-
raunastofunnar, Einar Þorsteinn
Ásgeirsson, nam arkitektúr í
Hannóver 1963—69 og var við
framhaldsnám i léttbyggingum
hjá prófessor Frei Otto við
Háskólann í Stuttgart 1969—71.
Aðalfundur Starfsmanna-
félags ríkisstofnana
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning:
Aðalfundur Starfsmannafélags
ríkisstofnana var haldinn 28.
apríl s.l. Á fundinum var m.a.
kosin stjórn fyrir næsta starfsár.
Allar tillögur trúnaðarmannaráðs
um stjórnarmenn voru samþykkt-
ar og hlutu þær 75,7% greiddra
atkvæða.
Formaður var kosinn Einar
Ölafsson, ÁTVR, með 649 atkvæð-
um, en Jóhann Guðmundsson,
Landspítalanum, fékk 178 at-
kvæói. I aðalstjórn voru eftirtald-
ir félagsmenn kosnir: Agúst Guð-
mundsson, Landmælingar Is-
lands, 646 atkv., Erla Valdimars-
döttir, Landspítalinn, 622 atkv.,
Guðbjörg Sveinsdóttir, Land-
spítalinn, 607 atkv., Guðmundur
Sigurþórsson, Innkaupastofnun
ríkisins, 590 atkv., Ölafur Jó-
hannesson, Veðurstofa islands,
616 atkv., og Sigurður Ö. Helga-
son, Tollstjóraskrifstofan, 628
atkv. I varastjörn voru kosnir:
Framhald á bls. 22
Námskeið í
félagarétti
I FRÉTT frá Lögfræðingafélagi
Islands, sem Morgunblaðinu hef-
ur borizt, kemur fram, að félagið
gengst fyrir námskeiði í félaga-
rétti að Flúðum í Hraunamanna-
hreppi laugardaginn 3. maí n.k.
Á námskeiðinu munu flytja er-
indi: Jónatan Þórmundsson
prófessor, Hrafn Bragason
borgardómari, Brynjólfur
Kjartansson hdl., Stefán Már
Stefánsson borgardómari, Skúli J.
Pálmason hrl., Már Pétursson
héraðsdómari og Skarphéðinn
Þórisson cand. jur. Þátttöku ber
að tilkynna til Páls Skúlasonar á
morgun, föstudag, frá kl. 13 til 17.
Hann veitir ennfremur allar nán-
ari upplýsingar.
Lögbanniá
„Þjófinn”
mótmælt
FÉLAG íslenzkra rithöfunda
hefur sent frá sér eftirfarandi
fréttatilkynningu:
Félag íslenzkra rithöfunda mót-
mælir lögbanni á útvarpslestri á
skáldsögu Indriða G. Þorsteins-
sonar, Þjófur í paradís, skáldsögu
sem verið hefur á almennum
markaði í um það bil átta ár, án
þess nokkur hafi séð ástæöu til aó
leggja á hana lögbann fyrr en nú.
Félagið lýsir yfir furðu sinni á
því: að hægt skuli vera að leggja
lögbann á flutning listaverks að
svo löngum tíma liðnum að fyrn-
ingarréttur t.d. skuli ekki vernda
höfund og verk hans gegn svo
úrtímabærri aðför að umhugs-
unartimi ákæruaðilja skuli svo
takmarkalaus að ekki skuli þurfa
nema hundrað þúsund krónur til
að stöðva flutning á listaverki að
kröfu aðilja sem engan þátt eiga í
sköpun listaverks.
I þessu sambandi vaknar sú
spurning, hvort hér sé framkomin
aðferö sem beita mætti höfunda
sem skrifuðu óæskilegar bækur,
að dómi hagsmunahópa, einstakl-
inga og jafnvel rikisvalds.
Félag islenzkra rithöfunda
varar alvarlega við slíkri aðför að
frjálsri listsköpun i landinu, sem
gæti orðið bókmenntum þjóðar-
innar til ófyrirsjáanlegs tjóns,
auk þess að skaða hagsmuni rit-
höfunda, þeirrar stéttar i landinu
sem sizt er launuð.
Kynningardagur
unglingareglunnar
er á sunnudaginn
HINN árlegi fjáröflunar- og kynn-
ingardagur Unglingareglunnar
verður n.k. sunnudag, 4. maí. Þá
verða eins og venjulega seld
merki og bókin Vorblómið til
ágóða fyrir stúkustarfsemina víðs
vegar um landið. Merkin kosta 50
krónur en Vorblómið kostar að-
eins 200 krónur. Kemur bókin nú
út í 12. skipti og á þessum árum
hefur hún aflað sér vinsælda
meðal yngstu kynslóðarinnar.
Misskilningur
JON Sigurðsson, fyrrverandi
borgarlæknir, óskar að láta þess
getið, að fullyrðing sú, sem höfð
er eftir honum i Morgunblaðinu i
gær um að ástand matvöru á
markaði í Reykjavík sé betra og
jafnvel miklum mun betra en hjá
öðrum þjóóum sé ranglega eftir
honum höfð. Það sé alls ekki á
sínu færi né annarra að dæma um
það. Jón segist þvi ekkert hafa
um þetta sagt.
Hér var átt við aðstæður til
framleiðslu á matvælum. Þær eru
sízt verri hér en i erlendum borg-
um almennt, sumt er þar betra en
hins vegar er hér minna af mjög
slæmum stöðum. Þá má geta þess
að Skúli Johnsen borgarlæknir er
nú kominn heim úr leyfi.
NYKOMIÐ
DRAGTIR ÚR
RIFFLUÐU FLAUELI
HERRAFÖT ÚR
RIFFLUÐU FLAUELI