Morgunblaðið - 01.05.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 01.05.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAI 1975 1 X l. mat „Það er svo dýrt að kaupa í matinn ff SIGURVEIGU Friðgeirsdóttur hittum viö í Isgerð Mjólkursam- sölunnar. Hún er gift kona, á eitt barn og hefur unnið þarna i 4 ár: „Mér finnst dýrt að lifa núna og kaupið mætti vera meira, það er svo dýrt að kaupa í matinn. Maður vonar bara að þetta lag- ist eitthvað og vöruverð lækki. Við erum að byggja í blokk í Kópavogi, en erum nú í leiguhús- næði. Annars er ég bjartsýn og vona bara að þessir erfiðleikar gangi yfir sem fyrst. Ef það verður tekið áfram föstum tökum á þessum málum, þá tekst það, en hins vegar finnst mér ástæða til að vekja athygli á þvi að það vantar fleiri leikskóla og barna- heimili. Ég þarf ekki að kvarta sjálf, en ég veit að margar vinkon- ur mínar sem vilja vinna úti eiga í erfiðleikum með að koma börnum sinum fyrir.“ <=> „Það mjakast, þótt reki undan landiff I Slippnum litum við inn i málningargeymsluna og hittum að máli einn verkamanninn, sem hefur unnið þar i 26 ár. „Ég hef nú heitið Rögnvaldur til skamms tima,‘\ svaraði hann, þegar við spurðum nafns, „og Guðbrandsson." „Lízt mér á ástandið?" Mér er alveg sama, ég geri ekkert út af þessu, hef aldrei verið ánægóur. Við höfum orðið að þræla fyrir okkur allt lífið, fyrir dótið sem ekki nennir að vinna." „Hverjir eru það helzt?“ „Það eru nú svo margir á okkar könnu, sem gætu unnið, en nenna ekki að vinna. Efnahagsmálin? Ég skil ekki í að ég hafi trú á þessum efnahags- aðgerðum. Það bitur ekkert á Rögnvaldur Guðbrandsson að verki, en hann er einn af þessum rótgrónu mönnum sem er stanz- laust að verkí. okkur þessum gömlu jöxlum. Við segjum eins og kallinn: „Það mjakast“, þótt hann væri að reka undan landi.“ <=> „ Vona að stjórn sé að komast á málin í landinuff Grétar Sigurðsson hittum við i tré smiðju Slippsins: „Það eru sjálf- sagt allir óánægðir með launin sín, en við vonum nú að ástandið fari að skána úr þessu eftir þessar feikilegu gusur sem yfir hafa gengið. Ég vona að toppurinn sé búinn og þá hlýtur þetta að fara að lagast. Ég hef þá trú að yfir- standandi efnahagsaðgerðir rikis- stjórnarinnar séu til bóta, þótt þetta séu reyndar orðin svo flókin mál að maður botnar ákaflega lít- ið í þeim, en þó er sitthvað sem ekki fer á milli mála og ég er að vona að með þessum aðgerðum, komist stjórn á málin i landinu. Það bendir allt til þess þótt það eigi eftir að sýna sig.“ „Bara að málin verði rœdd og ákveðinff 1 Hraðfrystihúsi BUR á Grandanum var enginn fiskur í vinnslu frekar en flestum öðrum frystihúsum vegna verkfalls togaranna, en nokkrir menn voru að vinna þar við hreinsun og við- hald véla. Við röbbuðum við Magnús Guðjónsson, sem hefur unnið hjá BÚR í 2 ár. „Mér lízt illa á ástandið í launa- málum,“ sagði hann, „Mér finnst þetta ganga allt of seint fyrir sig að fá eitthvað raunhæft í gegn. Láglaunabæturnar eru nákvæm- lega ekkert, því þær eru teknar morguninn eftir aó þær hafa verið settar á. Annars er ekki gott að segja um þær efnahagsaðgerðir sem verið er að framfylgja, það virðist þó að eitthvað raunhæft sé á feróinni. Bara að það verði ekki eins og svo oft áður þegar eitthvað raunhæft hefur verið gert, að það renni jafnharðan út í sandinn. Maður vonar þó að þetta lagist, það þýðir ekkert annað en að vera bjart- sýnn og lifa i voninni og víst er þetta i áttina sem verið er að gera miðað við ástandið í fyrra, en nú er bara að vona að málin verði rædd og ákveðin fyrir 1. júni n.k. Það er stóra málið." Pétur Sigurðsson: Vá fyrir dyrum NÚ ÞEGAR hátíðisdagur laun- þega er runnin upp, verður mörg- um hugsað til okkar mikilvirku atvinnutækja, stærri togaranna, sem nú eru bundnir við bryggju vegna verkfalls vélstjóra og und- irmanna. Fjögur fjölmenn sveitarfélög, með meira en helming íbúa alls landsins innan sinna vébanda verða fyrir stórkostlegu tjóni vegna þessa. En frá Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði og Akra- nesi eru nær allir hinna stærri togara gerðir út. Öll hafa þessi sveitarfélög sérstöðu vegna stað- setningar þeirra og sóknarlengd- ar á togveiðimið. Hinir minni skuttogarar, sem isa afla sinn í kassa eru hin ágæt- ustu skip fyrir nær alla stærri útgerðarstaði á landinu, sem hafnarskilyrði hafa. Bezta afkom- an verður hjá þeim, sem eiga stutt að sækja á fengsæl mið, enda verða þeir að landa a.m.k. á 6 daga fresti, svo aflinn sé fyrsta flokks. Stærri togararnir verða og geta verið lengur úti, enda sér- staklega gerðir til þess að sækja á dýpri og fjarlægari mið. Það er ömurlegt til þess að vita, að nú skuli nokkuð á sjötta hundr- að sjómenn af hinum stærri skip- um ganga um götur meðan þau eru bundin. A sama tima hefur bæði laus- og fastráðnu starfsfólki frystihúsa áðurnefndra staða verið sagt upp vinnu sinni og mun nú um að ræða allt að 1500 manns, sem nú er verkefnalaust, þegar frystihús- in verða að loka vegna hráefnis- skorts. Ekki er öll sagan sögð með þessu. Ekki eru eigendur skip- anna betur settir, því verkfallið veldur þeim gifurlegu tjóni. Fastakostnaður skipanna og lausaskuldir halda áfram að vera til og auka vaxtabyrðina — ekk- ert kemur á móti. „Af hverju semja þeir ekki?“ spyrja sumir. En það er auðvitað vonlitið aó ætla útgerðunum að hefja útgerð þessara skipa á ný, ef þeir sjá ekki annað framundan en tug- eða hundruð þúsunda króna halla í veiðiferð, þvi að óbreyttum að- stæðum er ekki rekstrargrund- völlur til þessarar útgerðar. En þegar litið er til þess, að verkfall þetta nær ekki aðeins til þeirra sem beina aðild eiga að málinu heldur þjóðarinnar allrar mætti ætla að ríkisstjórn og Alþingi létu málið til sín taka. Ekki sist þegar gjaldeyrissjóóir eru þUrrausnir og erlendar skuldir geigvænlegar. En á móti þvi verður ekki mælt, að stóru togararnir eru atvinnu- tæki, sem afkastamest eru til öflunar erlends gjaldeyrís. fleiri manna á stærri skipunum og hærri lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtök undirmanna hafa léð máls á fækkun, ef réttlát umbun kemur fyrir til þeirra sem auka vinnu sína. En þeir benda á að ekki sé nóg að fækka hásetum, heldur megi einnig fækka yfir- mönnum. Þá er sá annmarki á fækkun háseta, miðað við gild- andi lög, að sparnaður við fækkun þeirra, skiptist á alla skipshöfn- ina, þ.á.m. yfirmenn, en þótt yfir- mann vanti skiptist sá sparnaður aðeins milli yfirmanna. Lög þessi voru sett af þáverandi sjávarút- vegsráðherra, „alþýðuleiðtogan- um“ Lúðvík Jósepssyni og stuðn- ingsmönnum hans, er þeir lög- festu kröfur yfirmanna, sem fóru í verkfall að loknu verkfalli undirmanna 1973. Við uppsögn yfirmanna á „samningum" sínum ber að nema þessi lagaákvæði úr gildi. Samt sem áður banna vökulögin nú skilyrðislaust lengri vinnutíma en 12 klst. ásólarhring. Undirritaður hefur hreyft þeirri hugmynd að sett verði ákvæði i þau lög er heimili ákveðinn fjölda yfir- vinnutíma á dag, sem að sjálf- sögðu yrði greitt sérstaklega fyr- ir. Vitað er að þessi ákvæði lag- anna eru margoft brotin, en ekki veit undirritaður hvort greiðsla kemur fyrir. Greiðslur í lífeyrissjóðinn geta vel verið með sama fyrirkomulagi og á bátum og minni skuttogurum eða fast gjald. En togarasjómenn munu aldrei samþykkja að upp- hæðin verði sú sama og nú er á bátunum, hún þarf að hækka svo Pétur Sigurðsson alþm. sjóóurinn geti staðið undir skuld- bindingum sínum. Ekki vill undirritaður draga úr því að yfirmenn togaraflotans eigi fyllilega hverja krónu sem þeir fá i laun. En óneitanlega virðist sem um nokkuð mikinn launamismun sé að ræða og virðist sem þá lág- markskröfu verði að gera, að það bil aukist ekki heldur minnki. Til þessa verður að treysta að sú rikisstjórn sem tókst það, sem launþegasamtökunum sjálfum ekki tókst, að minnka bilið veru- lega milli láglauna og hærri laun, hafi forystu um. Ef eitthvað vantar á, svo koma megi þessum skipum úr höfn, virðist ekki siður þörf á því en stórauknum niðurgreiðslum á áburði. Með þeirri ósk að vá þessa verk- falls verði hrundið á næstu dög- um með samningum eða aðgerð- um rikisstjórnarinnar, flyt ég ís- lenzkum launþegum hamingju- óskir með þennan hátiðsdag þeirra. Magnús L. Sveinsson: AFKOMA HEIMIL- ANNA ER í HÆTTU Eg hygg að fáa hafi órað fyrir því þegar kjarasamningarnir voru undirritaðir í febrúar 1974, sem gilda áttu til 1. april 1976, eða i rúm tvö ár, að áöur en ár væri liðið af samningstimanum þyrfti öll verkalýðshreyfing landsins aö heyja harða baráttu fyrir því að samningarnir væru í heiðri hafð- ir. Það voru ekki tveir mánuðir liðnir frá undirskrift samning- anna, þegar þáverandi ríkisstjórn setti bráðabirgðalög sem bönnuðu visitölubætur á öll laun umfram þær, sem tóku gildi 1. marz 1974. Þessu banni hefur siðan verið við haldið af núverandi rikisstjórn, sem þó ákvað með bráðabirgða- lögum, að laun undir 50.060,- kr. á mánuði skyldu bætt með kr. 3.500.- frá 1. október s.l. Það er viðurkennt af öllum að þjóðin hefur átt við óvenjumikla efnahagsörðugleika að etja allt frá upphafi siðast liðins árs. Menn greinir jafnan á um ástæð- urnar fyrir efnahagsörðugleikun- um sem þjóðin hefur svo oft þurft að glíma við á undanförnum ár- En hvað skal til varnar verða? Forsætisráðherra skýrði frá þvi á Alþingi fyrir skömmu, að boðið væri að lengja lánstíma bygging- arlána og breyta lausaskuldum í föst lán. Auk þess myndu togara- sjómenn eins og bátasjómenn njóta hinna sérstöku skattfríð- inda til handa sjómönnum, sem samþykkt voru á Alþingi fyrir nokkrum dögum. En það er hækk- un brúttófrádráttar úr 8% i 10% og lækkun þess tíma, sem sjó- menn þurfa aó vera lögskráðir til að njóta þessara friðinda úr 6 mánuðum í 4. Og að sjálfsögðu munu þeir njóta þeirra almennu úrbóta i skattamálum, sem einnig hafa þegar verið samþykktar. En ekki mun þetta nóg. Útgerð- ir stærri togaranna segja aö kostnaðurinn við mannahald þeirra á ársgrundvelli sé um 10 millj. kr. hærri en á skuttogurum undir 500 rúmlestir. Sé þetta að mestu vegna tveggja liða, þ.e. Magnús L. Sveinsson, varaformaður Verzlunarmannafélags Reykjavfkur. um. Ekki fer hjá því, að mörgum er tíðrætt um það, að verkalýðs- hreyfingin sé sá aðili í þjóðfélag- inu sem valdi mestu um efnahags öróugleikana hverju sinni með óhóflegum kaupkröfum. Mál- flutningur stjórnmálamanna i því sambandi fer gjarnan eftir því hvort þeir eru i stjórn eða stjórn- arandstöðu en i reynd er hiutur þeirra allra jafn þegar í stjórnar- sætin er komið varðandi niður- skurð á kaupgjaldsvísitölunni og skiptir þá engu máli hvort þeir snúa sér til hægri eða vinstri. Nærtækasta dæmið um það er af- nám kaupgjaldsvisitölunnar sem fyrrverandi og núverandi ríkis- stjórn tóku af á siðast liðnu ári. Oft heyrist talað um það aö kaupgjaldsvisitalan, sem veka- lýðshreyfingin hefur lagt áherzlu Framhald á næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.