Morgunblaðið - 01.05.1975, Side 22

Morgunblaðið - 01.05.1975, Side 22
♦ I ♦ > 22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 Hafnfirzkar konur fagna Gullskipið frumsýnt á Akureyri Skopleikurinn „Gullskipið" eftir Hilmi Jóhannesson verður frum- sýndur hjá Leikfélagi Akureyrar annað kvöld. Leikendur eru 11 að tölu, en leikstjórn annast Eyvindur Er- lendsson. Leiktjöld hefur Jón Þórisson gert. Myndin hér að ofan er af Kjartani Ólafssyni í hlutverki sínu í leiknum, en Kjartan á 40 ára leikafmæli um þessar mundir. Smábarna- skóli í Stykkishólmii Stykkishólmi, 28. apríl. í VETUR hafa st. Fransiskussyst- ur á sjúkrahúsinu 1 Stykkishólmi starfrækt leik- og smábarnaskóla til mikils hagræðis fyrir húsmæð- ur sem vinna úti. Er þetta skóli fyrir börn á aldrinum 2 til 7 ára. I vetur voru í skólanum 15 börn 2 ára, 32 börn 3—5 ára og 43 börn 5—7 ára. Börnin eru 1 skólanum frá kl. 10 að morgni til 5 á daginn. Þeim er kennt allskyns föndur og mikil rækt lögð við kristin fræði og að ala hið góða og fagra með þeim. Kennslutæki eru mjög ein- föld, myndir við barnahæfi og allt þannig gert að allir hafa áhuga og reyna að gera sitt besta og er undraverður árangur sem náðst hefir. Það sást best á sýningu barnanna sem systurnar héldu s.l. laugarda^ 26. apríl, enda vakti hún verðskuldaða aðdáun þeirra sem komu að líta á hana. Starf systranna á þessum vettvangi er ómetanlegt fyrir Stykkishólm og ibúa hans. Áhugi þeirra til að vekja hið fagra og sanna með börnunum strax i frumbernsku og stjórn þeirra á stórum hópi er til fyrirmyndar. Tvær reglusystur stjórna skólanum og hafa svo ung- ar stúlkur sér til aðstoðar. Sérstaka aðdáun vakti hvað 2 ára börn gátu gert og sýnir það að snemma má beygja krókinn og sérstaklega þegar að er hiúð sem hér er gert. Hafi systurnar þökk fyrir dugnað sinn og árvekni. — Fréttaritari. Varla staett fyrir roki Bæ, Höfðaströnd, 30. apríl. MIKIÐ veður hefur gengið hér yfir undanfarinn sólarhring. Fyrst af norðaustri með snjókomu og. 10—11 stiga frosti. Nú er aftur orðið frostlftið eða frostlaust, en varla stætt fyrir roki. Menn eru uggandi um vorgróður, sem kom- inn var. Töluverð eftirspurn er eftir heyfóðri, og því óvenjugjafa- frekur hefur veturinn verið eða víða frá þvi í september og hross óvenjumikið á gjöf. Grásieppu- og rauðmagaveiði hefur verið töluverð, en nú má búast við miklum skaða á netum eftir þetta stórveður. Bj örn kvennaári HAFNARFJARÐARKONUR halda kvennaáriö hátíðlegt, að því er segir í fréttatilkynningu frá Bandalagi kvenna í Hafnar- firði. Er ætlunin að halda virðu- lega veizlu f Skiphóli sunnudag- inn 4. maí kl. 3.30, sem Ifka er almennur bænadagur. Er þangað boðið konum f Hafnarfirði og sem búið hafa í Hafnarfirði, auk þess sem helztu kvennasambönd í nágrenninu hafa lofað að þiggja boð Hafnfirðinga. I veizlunni, þar sem verða góðar veitingar, munu hafnfirzkar kon- Fyrirlest- ur fransks afbrota- fræðings ÞRIÐJUDAGINN 6. maí kl. 20.30 verður fluttur fyrirlcstur i Franska bókasafninu, Laufásvegi 12. Jacques Arnal talar um afbrot og afbrotamenn. Jacques Arnal er kunnur afbrotafræóingur, ekki aðeins i heimalandi sínu, Frakklandi, heldur einnig víða um lönd. Hann er lærður maður í lögfræði og stjórnmálafræði og hefur gegnt ábyrgðarstöðum innan frönsku lögreglunnar. Meðal annars hefur hann stjórnað sókn gegn alþjóð- legum fíknilyfjahringum og náð á þvi sviði árangri, sem mikla athygli hefur vakið. J. Arnal hefur helgað sig rit- störfum, og árið 1965 fékk hann opinber verölaun fyrir bók sina „Lokuð skjalasöfn". Hann á mikl- um vinsældum að fagna sem fyrirlesari og keraur hingað — á vegum Alliance Francaise— úr fyrirleslraför um Bandaríkin. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Framhald af bls. 1 FÖGNUÐURISAIGON 1 Saigon fögnuðu borgarbúar innrásarliðinu, sem ók inn í borg- ina í jeppum og herbílum og for- ingjar kommúnista tóku við stjórn útvarpsstöðvarinnar og lásu þar upp eftirfarandi tilkynn ingu: „Við fulltrúar frelsisherja Saigon lýsum þvi formlega yfir, að Saigon hefur verið algerlega frelsuð og við tökum við skilyrðis- lausri uppgjöf Minhs forseta fyrr- verandi stjórnar." Engar óeirðir né skemmdar- verk voru unnin i borginni, nema á bandaríska sendiráðinu og öðr- um bandarískum byggingum svo og ibúðum Bandaríkjamanna, en æstur múgur fór rænanúi og rupl- andi um þær og kveikt var í mörg- um þeirra. Aðeins tvær vikur eru frá því að Kambódía féll í hendur komm- únista og ástandið í Laos, þriðju þjóðinni, sem aðild átti að Parisarsamkomulaginu 1973, er afar ótryggt og fregnir tíðari um átök milli herja hægri manna og kommúnista, en þessir aðiljar hafa starfað saman I samsteypu- stjórn frá því að Parísarsam- komulagið var undirritað. Ýmsar aðrar þjóðir í Asiu endurskoða nú afstöðu sína til Bandaríkjanna og hefur Marcos, forseti Filipseyja, lýst því yfir að hann hafi nú til endurskoðunar samkomu- lag um bandarískar herstöðvar á Filipseyjum. Stjórn Thailands reynir nú af fremsta megni að forðast að styggja hina nýju valdhafa Rauðu Khemeranna í Kambódiu og hef- ur gefið til kynna, að hún vilji að bandaríska herliðið í Thailandi verði flutt á brott á næsta ári. Hefur stjórnin fyrirskipað flótta- fólki frá S-Vietnam að yfirgefa landið þegar í stað og hefur veitt ur flytja ljóð, ávörp og tónlist, innblásið af anda þeim sem í Hafnarfirði ríkir. Ný stjórn hefur verið kosin i bandalagið. Formaður er Sigur- veig Guðmundsdóttir, varafor- maður Sjöfn Magnúsdóttir, gjald- keri Soffía Stefánsdóttir, ritari Erna Fríða Berg, Meðstjórnandi Ásthildur Ólafsdóttir og vara- menn Jóhanna Helgadóttir og Þórunn Jóhannsdóttir. Endur- skoðendur eru Ágústa Kristjáns- dóttir og Ragnheiður Svein- björnsdóttir og varaendurskoð- andi Dagbjört Sigurjónsdóttir. Færeysk bókasýning NU stendur yfir færeysk bóka- sýning í útibúi Borgarbókasafns- ins í Bústaðakirkju. Eru þarna til sýnis flestar færeyskar bækur sem eru fáanlegar á færeyskum bókamarkaði og allmargar fleiri. Er meginhluti bókanna í eigu Borgarbókasafnsins. Þó hafa nokkrar barnabækur verið fengn- ar að láni frá Landsbókasafninu í Færeyjum. Einnig eru þarna til sýnis þær bækur færeyskra höfunda sem þýddar hafa verið á íslenzku. Rétt er að vekja sérstaklega at- hygli á færeysku barnabókunum, sem hafa verið lítt þekktar hér á landi til þessa. En Færeyingar eiga ágæta barnabókahöfunda, svo sem Steinbjörn B. Jacobsen, Chr. Höj o.fl. og ekki síður at- hyglisverða myndskreytendur barnabóka, svo sem Elinborg Lutzen, Bárð Jacobsen, Zakarias Heinesen, Fridu í Grjótinum o.fl. Eru á sýningunni verk eftir alla þessa listamenn. Einnig mætti vekja athygli á færeysku ritsafni um listir, Fra Færeöerne — Ur Föroyum, sem komið hefur út í nokkrum heft- um. A sýningunni eru myndir af nokkrum færeyskum rithöfund- um og fáeinar landslagsmyndir frá Færeyjum o.s.frv. Sýningin stendur yfir út næstu viku. flóttamönnum frá Kambódiu mánaðafrest til að koma sér úr landi. Einnig hefur stjórnin lýst þvi yfir að flugvélar og önnur farartæki, sem flóttamenn noti til að koma sér til Thailands, verði afhent stjórnum landanna, fari þær fram á það. STEFNA FRIÐAR OG HLUTLEYSIS Fulltrúar byltingarstjórnar kommúnista, Viet Cong, I Paris sögðu á fundi með fréttamönnum þar í borg i dag, að hin nýja stjórn S-Vietnams myndi fylgja stefnu friðar og hlutleysis í utanríkis- málum og væri reiðubúin til að þiggja skilyrðislausa efnahagsað- stoð frá hvaða landi sem væri. Þrátt fyrir harkalega árás á Bandaríkin lýsti Dinh Ba Thi, sendiherra, því yfir, að allir út- lendingar í Saigon yrðu undir vernd ríkisstjórnarinnar. Hann sagði einnig að stjórn sin væri reiðubúin til að taka upp stjórn- málasamband við allar stjórnir heims án tillits til stjórnmálakerf- is eða þjóðfélagshátta, á grund- velli gagnkvæmrar virðingar fyr- ir sjálfstæði og fullveldi. Hin nýja stjórn myndi stuðla að friðsam- legri sameiningu landsins og ein- ingu þjóðarinnar. Hann sagði að með uppgjöf Saigonstjórnarinnar væri bundinn endi á árásarstefnu bandarískra nýlendusinna, sú stefna hefði í reynd algerlega mistekizt. S-Vietnam væri nú frjáls og óháð þjóð og hinu heilaga takmarki Ho Chi Minb, fyrrum forseta N-Vietnams hefði endanlega verið náð. Hér væri um að ræða gífurlega mikilvægan heimssögulegan sigur, sigur í þágu friðar, sjálfstæði þjóða og réttar allra þjóða heims. Að lok- um þakkaði hann stuðning allra kommúnistarikjanna. ENN BARIZT í NOKKR- UM HÉRUÐUM Foringjar Viet Cong gáfu í dag hermönnum sínum strangar fyrir- skipanir um að vernda líf og eigur erlendra manna i Saigon, að því er sagði í fréttum í útvarpinu i Hanoi. Utvarpið sagði einnig að hermenn sigurliðsins væru önn- um kafnir við að af afvopna her- menn S-Vietnams og brjóta á bak aftur mótspyrnu einstakra her- flokka. Einnig skoraði útvarpið á stórnarhermenn í nokkrum hér- uðum umhverfis Saigon að gefast upp og bendir það til, að enn sé barizt á nokkrum stöðum, hugsan- lega þar sem ekki hefur tekizt að koma boðum til hermanna um uppgjöfina. 70 ÞUSUND flótta- MENN HJA BANDA- RlKJAMÖNNUM Bandarísk herskip héldu í dag áfram björgunaraðgerðum sínum undan ströndum S-Vietnams, þar sem þúsundir flóttamanna voru um borð í bátum og prömmum og allskonar fljótandi útbúnaði. Herma fregnir að herskipin hafi nú alls tekið þannig um borð um 18 þúsund flóttamenn og hafa þá Bandaríkjamenn tekið upp á sína arma um 70 þúsund s-vietnamska flóttamenn. I yfirlýsingu Banda- ríkjastjórnar fyrir nokkrum vik- um var gert ráð fyrir að s- vietnamskir flóttamenn yrðu alls um 200 þúsund, en þeirri tölu tókst ekki að ná sökum þess hve Saigon féll miklu fyrr er ráð hafði verið fyrir gert. Viðbrögð bandarísks almenn- ings við falli S-Vietnams voru mjög á þá leið, að fólki virtist létta við að stríðinu væri loks lokið, en ýmsir létu I ljósi ótta vð þá ákvörðun Bandríkjastjórnar | að flytja tugir þúsunda S- Vietnama til Bandaríkjanna, þar sem þar væri þegar fyrir mikið atvinnuleysi. Nokkrir þingmenn gagnrýndu Ford forseta fyrir að leggja svo mikla áherzlu á að1 bjarga S-Vietnömunum, en forset- inn svaraði gagnrýninni gegnum blaðafulltrúa sinn með eftirfar- andi yfirlýsingu: ,,„Ég Iét flytja fólkið úr landi til að bjarga lífi þess og ég er stoltur af því.“ Fréttamenn segja að forsetinn hafi verið mjög daufur í dálkinn. Fyrsta landið til að viðurkenna hina nýju stjórn S-Vietnams var Malaysia, en íkjölfarið fylgdu Thailand, Laos, Sviþjóð og Finn- land og búizt er við að fjöldi til- kynninga um viðurkenningu verði birtar á morgun. Komm- únistar hafa þegar breýtt um nafn á Saigon og skýrt hana Ho Chi Minh borg, til heiðurs hinum látna leiðtoga sinum, en því nafni hafa þeir raunar nefnt borgina um árabil. ♦ » » — Þrengsli Framhald af bls. 2 holtsskóla, en sá tími, sem þar hefur verið til umráða, fellur mjög illa að stundaskrá Hvassa- leitisskóla, þannig að skóladag- urinn er sundurslitinn, auk þess sem nemendur fá ekki fulla leikfimikennslu sam- kvæmt námsskrá. Yngstu nem- endurnir hafa ekki sótt leikfimi utan Hvassaleitisskóla, heldur fer kennslan fram í stofu, þar sem einnig fer fram teikni- og tónlistarkennsla. Böð eru þar engin. Handavinnustofa drengja er engin í skólanum. Kennsla fer fram i almennri kennslustofu, þar sem bráðabirgðaaðstaða er fyrir hendi en fulltrúi öryggis- eftirlitsins hefur lýst því yfir að kennsla við þær aðstæður, sem þar eru, sé varhugaverð. Auk þess, sem hér er talið, vantar ýmiss konar sérkennslu- húsnæði. Leshjálparkennsla fer t.d. fram í 12 fermetra her- bergi, sem þiljað hefur verið af á gangi milli 1. og 2. áfanga skólans. Þar er mikill umgang- ur og ónæði, sem gerir kennslu illmögulega. Á fundinum kom fram, að áform um að ljúka við Hvassa- leitisskóla hafa verið uppi mörg undanfarin ár, gert hefur verið ráð fyrir framkvæmdum við 3. áfanga, en síðan hefur jafnan verið fallið frá því að veita fé til byggingarinnar. Skólastjóri og kennarar telja ástandið hafa verið óviðunandi svo lengi, að ekki verði öllu lengur hjá því komizt að bæta úr því. — Chicago Tribune Framhald af bls. 2 Sovétríkjunum hafi aukizt úr 4,5% gjaldeyristekna i 11,2% og að þessa stundina skuldi Is- lendingar Sovétríkjunum um 10 milljónir dollara eða um 1500 milljónir íslenzkra króna og segir blaðið að skuld þessi verði að greiðast í Bandaríkja- dölum. — S-Kórea Framhald af bls. 16 fyrir þremur árum, mátti á ýmsu skilja að Kínverjar virtust stefna eftir friðarbraut, sem lýsti sér meðal annars í að hvetja til að Norður-Kóreumenn og Norður- Víetnamar héldu sér i skefjum. Þetta er nú að engu orðið og kannski hefur þessi kenning aldrei staðist í Indókina. En spurningin hlýtur að vera hvort hún stenst í Kóreu. Það gæti farið að koma í ljós á næstu vikum. — Ragnhildur Framhald af bls. 2 lenda eins og á mörkum ýmissa stofnana, milli þeirra eða jafnvel utan við þær vegna þrengsla og skorts á möguleikum í þeim stofn- unum, sem fyrir eru. Önnur eru bæði vangefin og auk þess mjög fötluð og vanheil að öðru leyti, að þau þurfa mikla hjúkrun og sérstæða umönnun. Vegna þessara einstaklinga þyrfti t.d. verulega að efla og bæta hjúkrunardeild Kópavogshælis. Auk þessara ráðstafana er þörf á að gefa vaxandi gaum ráðstöf- unum til kennslu og þjálfunar við hæfi hinna ýmsu hópa vangef- inna og fjölfatlaðra og kappkosta, að nútímaþekking nýtist þeim til nokkurs þroska. — Aðalfundur Framhald af bls. 5 Elías Jónsson, Vegageró ríkisins, 639 atkv., Guðrún Ágústsdóttir, Hjúkrunarskóli Islands, 635 atkv. og Þórólfur Jónsson, Rafmagns- veitur ríkisins, 592 atkv. Tillögur um aðra stjórnarmenn fengu 179—222 atkv. — Thailand Framhald af bls. 16 liðsafli frá bandarískum her- stöðvum í landinu verði á braut innan árs. I ræðu, sem varnar- málaráðherrann hélt nýlega sagðist hann „ekki koma fyrir sig hve hárri upphæð Bandaríkja- menn vörðu til hernaðaraðstoðar við Thailand“ á sl. ári. Malaysia og nokkur önnur lönd í Suðaustur-Asíu virðast ætla að fylgja fordæmi Thailands, hvað snertir flóttamenn frá Indókína. Flugvélar og aðrir farkostir sem flytja fljóttamenn verða kyrrsett- ar og hefur þegar reynt á þetta varðandi litla báta, sem komu frá Vung Tau til Singapore. Þó mun nokkur hópur Suður-Víetnama hafa fengið hæli, að minnsta kosti um sinn, á norðurhluta Borneo. Malaysiumönnum mun verða þetta flóknara, þegar i hlut eiga flóttamenn frá Kambodiu. All- stório-hópar þeirra komust með einhverjum ráðum í gegnum Thailand og niður í Kelantan- hérað á austurströnd Malaysiu. Þessir flóttamenn eru Múhammeðstrúar og það bryti í bága við yfirlýsta stefnu stjórnar- innar að gera þá afturreka. I stuttu máli sagt: nú er það alvörupólitík sem gildir. Nú verða mannúðarhugmyndir látnar víkja. Fyrri skilningur á hugtaki um sameiginlegu öryggi þessara landa verður endurskoðaður. Þetta eru viðbrögð grannríkja Víetnama. Viðbrögðin eru einnig og ekki hvað sizt að hlúa að sínum eigin vörnum og reyna að sjá eig- in hagsmunum sem bezt borgið. Víetnamstríðinu lokið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.