Morgunblaðið - 01.05.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975
23
I anda fyrstu trygginga á Islandi:
FORSENDUR FRUMVARPSINS I DYR-
KEYPTRI REYNSLU ÞJÓÐARINNAR
Athyglisverð yfirlýsing:
verðmæti: Allar húseignir og
lausafé, sem brunatryggt er hjá
vátryggingarfélagi, sem starfs-
leyfi hefir hér á landi.
Vátryggingarupphæðir verði þær
sömu og brunatryggingarfjárhæð-
ir á hverjum tima.
Viðlagatryggingin er fyrst og
fremst trygging, er bætir meiri
háttar tjón. Tjónsuppgjör á þvi
ekki að vera daglegur viðburður,
heldur vonandi undantekning.
Eigin áhætta hinna tryggðu verð-
ur því að vera all há. 1 7. gr.
frumvarpsins er gert ráð fyrir að
hún verði 5% og ekki bætist tjón
undir kr. 100.000.00.
Tekjuöflun fer fram á þann
hátt, að innheimt verður vægt ið-
gjald af þeim verðmætum, sem
tryggð eru. Lagt er til að iðgjalds-
taxtinn verði 0.25 prómíil. Til
samanburðar má geta þess, að ið-
gjaldstaxti hjá tryggingarfélögum
fyrir jarðskjálftatryggingu ein-
göngu er frá 1 prómill. upp I 2.55
prómíll eftir gerð húsa og aðstæð-
um. Er því augljóst, að iðgjaldi er
mjög í hóf stilit. Þess ber og að
geta, að þegar tryggingarsjóður
stofnunarinnar hefir náð ákveð-
inni upphæð, þ.e. 2 prómíll. af
vátryggingarverðmætinu, lækkar
þessi iðgjaldstaxti um helming og
iðgjaldsinnheimta felluralveg nið
ur, þegar upphæð hans hefir náð
3 prómill. eða 1.8 milljörðum
króna, miðað við áætluð trygg-
ingarskyld verðmæti í dag (600
milljarðar). Þá er að nefna mjög
veigamikið atriði um framkvæmd
tryggingarinnar. Sbr. 8. gr. frum-
varpsins skal hagnýta tryggingar-
kerfi starfandi vátryggingar-
félaga. Vátryggingarfélögin sjái
um innheimtu iðgjalds til viðlaga-
tryggingarinnar um leið og þau
innheimta brunatryggingarið-
gjaldið. Þetta verður að telja
mjög hagkvæmt og auðvelt i fram-
kvæmd. Vátryggingarfelögin sjá á
sama hátt um uppgjör á tjónum,
hvert við sinn viðskiptamann,
eins og um brunatjón væri að
ræða. Að sjálfsögðu hefir stjórn
stofnunarinnar yfirumsjón með
þessari starfsemi, en þar sem ætl-
ast er til að samið verði við Seðla-
banka íslands um vörzlu sjóða og
bókhald fyrir stofnunina, verður
komizt hjá að ráða fast starfsfólk,
sem að sjálfsögðu hefir veruiegan
sparnað í för með sér.
Áætlað er að heildárfjárhæð
þeirra verðmæta, sem trygging
þessi nær til verði um 600
milljarðar m.v. verðlag i dag. Há-
marksbætur, sem tryggingunni er
ætlað að ráða við eru 5 prómill.
eða 3 milljarðar. Viðlagatrygging-
in ber sjálf fyrstu 2 prómill. eða
1.2 milljarð í hverju tjóni, en það
sem umfram er endurtryggir
ríkissjóður. Þá er gert ráð fyrir að
Viðlagatryggingin leiti endur-
tryggingar hjá tryggingarfélög-
um, innlendum eða erlendum, á
hluta af eigin áhættu sinni, eink-
um meðan verið er að byggja upp
sjóði stofnunarinnar.
Eins og áður er getið, var Við-
lagasjóður stofnaður til þess að
leysa tiltekin verkefni. Þegar þvi
er lokið gera lögin ekki ráð fyrir
Magnús bað um stuðning
ALÞÝÐUFLOKKS og
SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
við járnblendifrumvarpið
I LOK umræðna á Alþingi um
járnblendiverksmiðju i Hval-
firði gaf Gilfi Þ. Gíslason, for-
maður þingflokks Alþýðu-
flokksins, athyglisverða yfirlýs-
ingu, efnislega á þessa leið:
Nokkrum mánuðum áður en
Magjpús Gylfi
Magnús Kjartansson lét af emb-
ætti iðnaðarráðherra, og meðan
hann hafði enn vonir um
áframhaldandi ráðherradóm,
kallaði hann á okkur Gunnar
Thoroddsen, formenn þing-
flokka þáverandi stjórnarand-
stöðu, til fundar við sig á skrif-
stofu sinni í Arnarhvoli. Er-
indið var að ræða við okkur
samninga við Union Carbide,
sem þá voru á lokastigi. Mála-
vextir voru þá þeir, að hann var
orðinn í minnihluta í eigin
þingflokki i þessu máli, sem
hann persónulega og þáverandi
rikisstjórn vildu tryggja fram-
gang i þinginu. Leitaði hann
eftir stuðningi okkar við erindi,
er hann hugðist senda U.C., þar
sem fram átti að koma að tryggt
væri, að i byrjun næsta þings
yrði þingmeirihluti fyrir lög-
gjöf til staðfestingar á samn-
ingsgerð um járnblendiverk-
smiðjuna, sem þá lá fyrir i
grundvallaratriðum eins hún
nú er.
Ég tjáði ráðherranum, i
umboði þingflokks Alþýðu-
flokksins, að við myndum
styðja þetta mál. Þessari stefnu
er Alþýðuflokkurinn enn trúr
og í því efni breytir það engu,
þö frumvarpið sé nú fram borið
af öðrum iðnaðarráðherra en
þeim, sem þá leitaói eftir stuðn-
ingi Alþýðuflokksins við það.
Snúningur Magnúsar í málinu,
sem snúizt hefur gegn eigin
afkvæmi, er svo annar kapituli,
sem segir meir en margur hygg-
ur.
Matthías Bjarnason, tryggingamálaráðherra,
mælti fyrir frumvarpi til laga um Viðlagatrygg-
ingu íslands í efri deild Alþingis í gær. Rúm
þingsíðunnar leyfir því miður ekki birtingu
ræðu ráðherrans í heild, sem æskilegt hefði
verið, en hér fara á eftir meginatriði úr ræðu
hans:
séum betur undir það búnir að
mæta slikum tjónum. Sú aðferð
að setja lög um bætur og fjáröfl-
un í hvert sinn, er tjón ber að
höndum, er afar seinvirk og þung
I vöfum. Auk þess, sem hætt er
við að einstaklingur, sem einn og
sér verður fyrir tjóni af völdum
náttúruhamfara, eigi ekki eins
greiðan aðgang að fá bætur á
þessum grundvelli, eins og þegar
stærri atburðir gerast, en tjón
hans er þó jafn tilfinnanlegt. Ég
ákvað þvi að skipa nefnd til þess
að gera tillögur um þessi mál.“
Ráðherrann gerði siðan grein
fyrir skipan og störfum nefndar-
innar.
Efni
frumvarpsins:
Síðan sagði ráðherra:
„F'rumvarpið gerir ráð fyrir
þvi, að sett verði á fót stofnun er
nefnist Viðlagatrygging íslands
og skal hún tryggja gegn tjóni af
völdum eftirtalinna náttúruham-
fara, sbr. 4. gr. frumvarpsins: eld-
gosa, jarðskjálfta, snjóflóða og
skriðufalla. Nefndin taldi ekki
ráðlegt að innifela í tryggingu
þessari tjón af völdum ofviðra,
vegna hinna mörgu vandamála,
sem kynnu að koma upp í sam-
bandi við skilgreiningu á slíkum
tjónsatburðum, enda munu slíkar
tryggingar orðnar all almennar
einar sér eða sem liður i
húseigendatryggingu. í 5. gr.
frumvarpsins er gert ráð fyrir, að
tryggingarskyld séu eftirtalin
Aðdragandi
„Nauðsyn trygginga hefir verið
okkur Islendingum ljós um lang-
an aldur. Við búum i harðbýlu
landi — landi elds og Isa — eins
og það oft er orðað. A þjóðveldis-
öldinni giltu innan hreppanna
ákveðnar reglur um samhjálp eða
samábyrgð íbúa hreppsins, þegar
bær brann eða búfé fórst. Þessi
samtrygging lagðist þó af þegar
við misstum stjórnarfarslegt
sjálfstæði okkar, eins og kunnugt
er.
í nútíma þjóðfélagi eru hvers-
konar tryggingar taldar æ nauð-
synlegri. Það hefir á síðustu ára-
tugum orðið ný og mikil aukning
verðmæta hér á landi, bæði i
byggingum og lausafé. Eignatjón-
ið, þegar út af ber, verður þvi æ
stærra og tilfinnanlegra. Eldgosið
í Vestmannaeyjum er okkur öll-
um I fersku minni og hið mikla
eignatjón er þar varð. Og svo urðu
í desember sl. hinir sviplegu at-
burðir I Neskaupstað, er snjóflóð-
in lögðu helztu atvinnufyrirtæki
staðarins í rúst í einni svipan og
tóku um leið stóran toll í manns-
lífum.
Með lögum nr. 4 frá 27. marz
1973 var Viðlagasjóður stofnaður,
en hlutverk hans er að bæta tjón
vegna eldgossins í Vestmannaeyj-
um og var tekjuöflun við það eitt
miðuð. Eftir snjóflóðin í Neskaup-
stað kom upp svipuð staða — stór-
tjón var orðið — atvinnulif heils
bæjarfélags lá í rústum. Stjórnar-
völd tóku málið upp á sína arma á
sama grundvelli og Vestmanna-
eyjatjónið og Alþingi samþykkti
lög, þar sem Viðlagasjóði er falið
að bæta þessi tjón og fleiri, en
fjár aflað með hækkun á sölu-
skatti, sbr. lög nr. 5 frá 28. febrú-
ar sl. Stjórnarvöld og Alþingi
hafa þvi ótvírætt sýnt, að fullur
vilji er fyrir hendi að bæta slik
áföll.
Mér var þó ljóst, þrátt fyrir
ofangreinda afgreiðslu þessara
mála, að nauðsynlegt væri að við
Þjóðminjavernd:
Húsfriðunarsjóður
Vilhjálmur Iljálmarsson,
menntamálaráðherra, mælti fyrir
stjórnarfrumvarpi i n.d. Alþingis
í gær til breytinga á lögum um
Þjóðminjasafn Islands. Mergur-
inn málsins í frumvarpinu er sá,
að stofnaður verði húsfriðunar-
sjóður, er ríkissjóður greiði í kr.
20,00 af hverjum þegni þjóð-
félagsins og sveitarfélögin jafn-
háa upphæð. Þetta myndi gera
rúmar 8 m. kr. á ári, sem myndi
bæta að nokkru aðkallandi fjár-
þörf starfandi húsfriðunarnefnd-
ar. 1 lok máls sins sagði ráðherra
orðrétt:
„Það er trú margra, að ls-
lendingar hafi lítt eða ekki átt.sér
umtalsverða húsagerðarlist á liðn-
um öldum, og jafnvel allt fram
undir okkar daga. Þetta er mikill
misskilningur. Unnið hefur verið
rnikið starf við undirbúning og
ritun sögu um húsageróarlist á
Islandi. Mun sú saga hnekkja
rækilega þessum hugniyndum,
sem ég áðan nefndi. Væri betur
að útkoma þess rits drægist ekki
úr hömlu, og það mætti sjá dags-
ins ljós á húsafriðunarárinu. Er
enginn vafi á því, að útkoma þess
mun mjög glæða skilning
íslendinga á nauðsyn þess að
varðveita merkilegar minjar um
húsagerðarlist Islendinga á liðn-
um tima.“
Matthfas Bjarnason, trygginga-
ráðherra.
frekari starfsemi hans. Það má
þvi telja eðlilegt, að Viðlagatrygg-
ingin yfirtaki eignir og skuldir
Viðlagasjóðs með þeim hætti, er
um getur I 21. gr. frumvarpsins.
Viðlagatryggingin er hrein
eignatrygging, eins og bruna-
trygging. Það er staðreynd, að
margskonar óbeint tjón hlýzt af
þegar byggingar og tæki brenna,
sama gildir að sjálfsögðu um tjón
á þessum eignum af völdum
náttúruhamfara. Rekstur fyrir-
tækja raskast, framleiðsla minnk-
ar eða leggst niður, fólk missir
atvinnu og fleira mætti telja. Við-
lagatryggingunni er ekki ætlað að
bæta slík óbein tjón. Minna má á,
að búnaðardeild Bjergráðasjóðs
veitir lán og styrki vegna ýmissa
óbeinna tjóna á landbúnaði. Hin
almenna deild Bjargráðasjóðs
ætti á sama hátt að geta hlaupið
hér undir bagga, þar eð með til-
komu þessarar tryggingar er vitað
að mjög mun létta á henni á þvi
sviði, sem viðlagatryggingin nær
til.“
Tjónavarnir.
í lok máls sins sagði ráðherr-
ann:
„Að lokum vil ég nefna, að sam-
kvæmt 19. gr. frumvarpsins er
stjórn stofnunarinnar heimilt að
veita styrki til framkvæmda, sem
ætlað er að varna tjóni af völdum
náttúruhamfara. Er hér að sjálf-
sögðu fyrst og fremst átt við varn-
ir gegn snjóflóðum, skriðuföllum
og flóðum. Eg tel þetta mjög já-
kvætt og veigamikið atriði, ef með
varnaraðgerðum yrði hægt að
forða eignatjóni og jafnvel
mannslífum."
AlÞinCI
Sauð-
naut
FRUMVARP til laga um inn-
flutning og eldi sauðnauta,
scm landbúnaðarnefnd flytur,
kom til atkvæða i neðri deild
Alþingis í gær, eftir 2. um-
ræðu. Frumvarpið felur í sér
heimild til Búnaðarfélags ls-
lands til innflutnings og eldis
sauðnauta í einangraðri stöð
og síðar stöðvum, eins og nán-
ar er á kveðið um í frumvarp-
inu.
Frumvarpið var samþykkt
til 3ju urnræðu i deildinni.
Þaó, sem vakti athygli, er
nafnakall var viðhaft um til-
teknar frumvarpsgreinar, var,
að meiri hluti deildarmanná
sat hjá við atkvæðagreiðsluna
eða var fjarverandL 15 þing-
menn greiddu fruntvarps-
greinunum atkvæði (2.-5.
gr ), 2 mótatkvæði, 11 sátu hjá
og 12 voru fjarstaddir. 23 af 40
þingdeildarmönnum sátu þvi
hjá eða voru fjarverandi, sem
ekki lýsir sérlegum áhuga á
málefninu.