Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975
25
Bjarni Helgason:
Athugasemdir við villandi viðtal um
áburðarverð og tilraunastarfsemi
Að undanförnu hafa lærðir
menn og leikir í vaxandi mæli
haidið þvi fram, að áburðar-
notkun bænda væri fjarri allri
skynsemi, þvi að það skipti engu
máli, hvað áburðurinn kostaði, —
allt kæmi það til baka eftir ein-
hverjum leiðum, — styrkjaleið-
um. Búf járáburðinn virðast marg-
ir álíta fara meira og minna for-
görðum, og ef ekki öðru visi, þá
beint í bæjarlækinn.
Hvað er nú hæft í þessu? Eitt er
víst, að áburðarnotkun bænda
almennt er ekki eins röng og
margur heldur, og hitt, að íslenzk
náttúra kallar á meiri áburðar-
notkun hlutfallslega en gerist
með grannþjóðunum.
A síðastliðnu hausti skipaði
landbúnaðarráðherra hina svo-
kölluðu áburðarnefnd til að
kanna áhrif hinna gífurlegu verð-
hækkana á erlendum áburði á is-
lenzkan landbúnað og almennt
efnahagslíf. Það var hlutverk
mitt i þeirri nefnd að kanna
hvaða ályktanir mætti draga af
þeim áralöngu tilraunum með
tilbúinn áburð, sem verið hafa á
tilraunastöðvunum samfleytt i
allt að 20 ár. Niðurstöðurnar birt-
ust I nefndarálitinu og voru í
stuttu máli: Áburðarnotkun
bænda eins og hún er að meðaltali
samkvæmt skýrsium hefur, a.m.k.
að undanförnu verið mjög nálægt
þvi hámarki, sem hagkvæmast má
telja frá fjárhagslegu sjónarmiði.
Með þvi að um meðaltal er að
ræða, verður óhjákvæmilega aó
gera ráð fyrir, að einhverjir
kunni að hafa notað meiri áburð
en ástæða var til, og einnig eitt-
hvað minna en það, sem bezt
hefði gefið af sér i fjárhagslegu
tilliti.
Umræddar niðurstöður hvila að
sjálfsögðu á því, hver hey-
uppskeran hefur verið í hinum
tilteknu tilraunum og meðaltali
uppskerunnar um fyrrgreint 20
ára skeið. Eini áþreifanlegi mæli-
kvarðinn til að meta verðmæti
þessarar uppskeru er söluverð
heysins á hverjum tíma, og eini
örugglega áþreifanlegi kostnaðar-
mælikvarðinn er verð áburðarins
á verzlunarstað. Fleiri þættir
koma að sjálfsögðu inn í þetta
dæmi, svo sem vinna bóndans við
áburóardreifingu, fjármagns-
kostnaður, áhrif tíðarfars á
nýtingu áburðarins o.fl., en vægi
hvers þessara þátta er ekki unnt
að meta með neinni fjárhagslegri
vissu. — En sem sagt: niðurstaða
þessi um áburðarnotkun bænda
og hver hagkvæmni hennar hafi
verið fyrir bóndann, hvilir á rann-
sóknum undanfarinna ára, og get-
ur reyndar ekki hvílt á neinu
öðru.
Að sjálfsögðu hefði mátt reikna
út eins og hagfræðingar vilja,
hvert heyverðið þyrfti að verða á
næstkomandi hausti og þá einnig
afurðaverð til bænda. Að sjálf-
sögðu hefði orðið að miða við
væntanlega heyuppskeru. Þvi
miður er ekki unnt að miða við
neitt annað. En heldur virðist það
fáfengilegt að miða við uppskeru,
sem enginn veit, hver getur orðið,
sérstaklega þegar haft er í huga,
að uppskeran af einum og sama
blettinum getur sveiflast milli 16
og 80 hestburða af hektara, allt
eftir því hvernig tiðarfarið er.
Slika útreikninga geta þeir gert,
sem gaman hafa af, en ekki kallar
þetta á neinar nýjar tilraunir,
hvað sem liður viðtali Elínar
Pálmadóttur við forstöðumann
Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins í Mbl. 24. þ.m. undir
fyrirsögnini: „Áburðartilraunir
þarf að endurskoða vegna stór-
hækkaðs áburðarverðs"
I umræddu viðtali er m.a. að þvi
látið liggja, að áburðartilraunir
undanfarinna ára hafi verið
gerðar án tillits til hagkvæmnis-
sjónarmiða, og sagt fullum fetum,
að „tilraunir þessar, svo og leið-
beiningar um áburðargjöf væru
miðaðar við allt annað áburðar-
verð, 3—4 sinnum lægra en nú er
og við uppgjör á þeim ekki hugsað
um ábúrðarnotkun". — Þetta er
alveg dæmalaus misskilningur.
Aburðarverð hefur reyndar
sifellt verið að hækka á því 20 ára
timabili, sem tilraunirnar hafa
staðið. En svo er fyrir að þakka,
að umræddar tilraunir eru ekki
miðaðar við einn áburðarskammt,
heldur eru reyndir fleiri áburðar-
skammtar til að sjá, hvaða upp-
skeru þeir muni gefa hver fyrir
sig og hver áhrif þeirra eru við
langvarandi notkun sem likast
þvi, er gerist i venjulegu túni. Og
það er einmitt þetta, að um fleiri
áburðarskammta er aó ræða, sem
gerir kleift að kanna, hvar hin
hagkvæmustu mörk hafa legið
hverju sinni, þegar tekið er tillit
til áburðarverðs annars vegar og
söluverðs á heyi hins vegar. I
þessu sambandi má benda á, að
verð á heyi hefur algjörlega verið
háð framboói og eftirspurn,
sennilega ein af fáum vöru-
tegundum, sem svo er enn ástatt
um. Heyverðið hefur til þessa
ekki verið háð hinum skipulags-
bundnu hagstjórnartækjum
nútímans, nefndunum og ráðun-
um, sem sifellt eru að gera áætl-
anir og taka ákvarðanir um verð á
varningi, sem ekki er búið að afla,
sbr. fiskverð o.fl. Það er kannski
von, að þeim sem lifa og hrærast i
slíkum áætlanagerðum út í óviss-
una, reynist erfitt að átta sig á,
þegar lögmálið um framboð og
eftirspurn fer allt í einu að ráða á
innlendum markaði.
Nei, — áburðartilraunir sem
þessar þarf ekki að endurskoða
vegna breytinga á áburðarverði,
— það eru aðeins ný sjónarmið
um túlkun, sem geta komið upp
varðandi notkun á niðurstöðun-
um. Hins vegar má fullyrða, að án
umræddra tilrauna hefðum við
vafalitið staðió eins og glópar, og
ekkert getað dæmt um, hvaða
skynsemi væri f núverandi
áburðarnotkun bænda. Sem betur
fer hafa úrtöluraddirnar, sem
talað hafa gegn langtimatilraun-
um, enn sem komið er, ekki feng-
ið að ráða ferðinni i tilrauna-
málum íslenzkrar jarðræktar, og
vonandi verður það aldrei.
En ég kemst ekki hjá því að
telja það furðulegt viðhorf og
vafasamt hrós i garð okkar, er
staðið höfum fyrir jarðræktar-
tilraunum i þágu landbúnaðarins
undanfarin ár og áratug, þegar
sjálfur forstöðumaður
Rannsóknastofnunar land-
búnaóarins segir í umræddu
Morgunblaðsviðtali: „Niðurstað-
an er sú, að þetta verður allt að
gera upp aftur. Við eigum tölu-
vert af tilraunum. Fyrst yrði þvi
að endurreikna allt, sem við höf-
um og gera upp tölulega meó nýj-
um forsendum, m.a. tölvuvinnu.
Við yrðum að setja krónutöluna
inn i og reikna út hagkvæmn-
ina . .. “ Svo mörg voru þau orð.
Maður skyldi halda, að ekkert af
þessu hafi verið gert hér áður,
eða að hverju er verið að drótta?
Aður en svona yfirlýsingar eru
gefnar, verða menn að hafa kynnt
sér, þótt ekki nema Iitillega, hvað
áður hafi verið gert.
Ennfremur sagði i viðtali
þessu: „Það er erfitt að gera sér
grein fyrir þvi, hve mikið gæti
sparast með þessu, þó hægt sé að
slá föstu, að mikið mætti auka
nýtinguna á áburðinum." Gott
Fjölbreytt starf
Krabbameins-
félags íslands
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Islands var haldinn 18. aprii s.l.
Aður en aðalfundurinn hófst
flutti Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri, yfirgripsmikið og fróðlegt
erindi um skipun heilbrigðismála
í hinum ýmsu þjóðlöndum heims.
I þvi sambandi ræddi hann þýð-
ingu frjálsra félagasamtaka i heil-
brigðiskerfinu.
Þá flutti Guðmundur Jóhannes-
son, yfirlæknir, skýrslu um starf-
semi leitarstöðva á vegum
Krabbameinsfélags Islands og
deilda þess. I leitarstöðvunum fer
fram hópskoðun kvenna, sem
ekki hafa sjúkdómseinkenni og
miðast skoðunin við það að finna
krabbamein á byrjunarstigi i leg-
bol og leghálsi. Hefur þetta verið
eitt af aðalverkefnum Krabba-
meinsfélags Islands undanfarin
ár. Með aðstoð deilda Krabba-
meinsfélags Islands viðs vegar
um landið hefur tekizt að koma á
slikum hópskoðunum um allt land
og er öllum konum á aldrinum
25—70 ára gefinn kostur á þessari
rannsökn annað hvert ár. Leitin
að krabbameini á byrjunarstigi í
leghálsi og legbol byggist að veru-
legu leyti á frumurannsókn. Á
árinu 1974 voru skoðuó 12827
frumusýni í þessum tilgangi.
Allmiklar umræður urðu um er-
indi þeirra Páls og Guðmundar og
tóku ýmsir fulltrúa, sem mættir
voru til aðalfundar Krabbameins-
félags tslands, þátt í þeim.
I skýrslu formanns Krabba-
meinsfélags Islands, sem flutt var
á aðalfundinum, kom fram, að
Hrafn Tulinius læknir hefur
verið ráðinn yfirlæknir að
krabbameinsskráningunni, en
hann hefur undanfarið starfað
við Alþjóðakrabbameinsstofnun-
ina í Lyon. Krabbameinsskrán-
ingin hefur nú starfað i 20 ár og
hefur á þessum tíma safnast
mikill efniviður til úrvinnslu og
upplýsingar um hinar ýmsu teg-
undir krabbameins á Islandi.
Verður aðalverkefni Hrafns til að
byrja með að vinna úr þessum
gögnum.
Samband krabbameinsfélaga á
Norðurlöndum hélt sinn árlega
fund i Stokkhólmi 1974. I sam-
bandi við þann fund var haldið
læknaþing, sem fjallaði um grein-
ingu krabbameins með ónæmisað-
ferðum.
Formaður gat þess i skýrslu
sinni að Gunnlaugur Geirsson
læknir hefði á s.l. ári verið ráðinn
til þess að hafa yfirumsjón með
frumurannsóknum í Leitarstöð
Krabbameinsfélags Islands i
Reykjavik. Gunnlaugur hefur
hlotið sérmenntun i meinafræði
og frumurannsóknum í Banda-
rikjunum og bindur Krabba-
meinsfélagið miklar vonir við það
að takast megi að veita honum
aðstöðu til þess að byggja upp
frumurannsóknir hér á landi til
aðstoðar við greiningu á krabba-
meini í fleiri liffærum, svo sem
lúngum, maga, þvagfærum og
brjósti.
Þing Alþjóðasambands krabba-
meinsfélaga (International
Union Against Cancer) var haldið
I Florens á Italiu í október s.l„ og
var það hið 11. í röðinni. Prófess-
or Ölafur Bjarnason mætti á þing-
inu sem fulltrúi Krabbameins-
Ólafur Bjarnason
félags Islands. I sambandi við
Alþjóðaþingið höfðu krabba-
meinsfélögin á Norðurlöndum
sameiginlega útstillingu, sem
sýndi I fáum, skýrt afmörkuðum
dráttum, aðalatrióín í starfsemi
félaganna.
Fræðslustarfsemin hefur svo
sem undanfarið að mestu verið i
höndum Reykjavikurdeildarinn-
ar og hefur fyrst og fremst snúist
um áróður gegn tóbaksreykingum
og almenningsfræðslu um skað-
semi þeirra. Krabbameinsfélag
Reykjavikur hefur unnið ötullega
að fjársöfnun og afhenti for-
maður þess dr. Gunnlaugur Snæ*
dal á aðalfundinum ávisun að
upphæó 4,2 milljónir sem árstil-
lag til Krabbameinsfélags Is-
lands. Krabbameinsfélag Reykja-
víkur er stærsta og öflugasta
deildin innan Krabbameinsfélags
lslands og var framlag þess næst-
hæsti tekjuliður Krabbameinsfé-
lags Islands á árinu 1974. Hæsti
tekjuliður Krabbameinsfélagsins
var opinber styrkur sem á árinu
1974 nam rúmlega 6,8 milljónum.
Á fjárlögum fyrir árió 1975 hefur
styrkur þessi verið hækkaður
verulega og er stjórn félagsins
■
Sigríður J. Magnússon
þakklát fyrir þann skilning sem
Alþingi og fjárveitinganefnd hafa
sýnt fjárþörf félagsins og starf-
semi þess i þágu heilbrigðismála.
Hefði þessi hækkun ekki komið
til hefði félagið orðið að draga
saman seglin á ýmsum sviðum
sökum fjárskorts.
Vegna herferðar samstarfs-
nefndar um reykingavarnir í fjöl-
miðlum undanfarið samþykkti
fundurinn einróma að senda
nefndinni eftirfarandi kveðju:
„Aðalfundur Krabbameinsfé-
lags Islands haldinn 18. april 1975
sendir samstarfsnefnd um reyk-
ingavarnir kveðjur sínar og
þakkar nefndinni fyrir hina ötulu
baráttu gegn sigarettureykingum
og áhugaverðar ábendingar til al-
mennings i fjölmiðlum undanfar-
ið.“
Við stjórnarkosningu var
prófessor Olafur Bjarnason
endurkjörinn formaður félagsins.
Frú Sigríður J. Magnússon, sem
setið hefur i stjörn frá stofnun
Krabbameinsfélags Islands, baóst
eindregið undan endurkosningu.
Þakkaði formaður frú Sigriði
fyrir llennar mikla og fórníúsa
Framhald á bls. 28
væri, ef vinur minn reyndist
sannspár í þessu efni, en menn
skyldu hafa það i huga, að það,
sem mestu ræður um nýtingu
áburðarins hér á landi, er tiðar-
farið. Svo að ég nefni annað dæmi
til viðbótar því, sem ég benti á i
upphafi um áhrif tíðarfarsins á
uppskeruna, skal á það bent, að
árið 1958 fengust 88 hestburðir
heys af hektara í tiltekinni
tilraun, tveimur árum síðar varð
uppskeran hins vegar aðeins 41
hestburður. Svo vilja menn gera
áætlanir á grundvelli svona
sveiflna, — það mundi vera verra
en i útgerð.
En fyrir þá, sem ekki vita
betur, má nefna, að allt frá þvi
kringum 1960 hefur þeim bænd-
um, sem þess hafa óskað, verið
sérstaklega leiðbeint varðandi
áburðarnotkun á grundvelli jarð-
vegsefnagreininga, og hefur það
verið gert i nánu samstarfi við
viðkomandi héraðsráðunauta. Við
þessar leiðbeiningar hefur verið
reynt að taka tillit til ólíkra jarð-
vegsgerða, ræktunarsögu, o.fl., og
inn i þetta hefur einnig fléttast
notkun búfjáráburðar. 1 mörgum
tilfellum hafa þessar leiðbein-
ingar einungis orðið til þess að
staðfesta það, sem bændurnir
sjálfir hafa verið búnir að finná
út, og það út af fyrir sig getur
verið gagnlegt. I öðrum tilfellum
hefur verið unnt að benda á atriði
til lagfæringar en hins vegar
hefur ekki alltaf verið unnt að
fara eftir slikum ábendingum
sökum þess verzlunarmáta, er til
skamms tíma hefur tíðkazt hér
með tilbúinn áburð. Hitt er svo
auðvitað annað mál, að alltaf má
gera meira, og það er einmitt það,
sem þarf. Það þarf að auka og efla
þaó, sem fyrir er án þess að gera
litið úr því og án þess að tala eins
og ekkert hafi verið gert nema
hálfgerð vitleysa. Þótt einhverj-
um þyki lítið bera á tilraunastarf-
semi landbúnaðarins og vilji jafn-
vel eigna henni fátt, er það engu
að siður staðreynd, að hún hefur
skapað grundvöll og treyst grund-
völlinn að mörgu þvi, sem talið er
til framfara i islenzkum land-
búnaði. Betlistafur og glamur á
henni hins vegar að vera fjarlægt.
Að lokum skal bændum bent á
það, þegar aðrar upplýsingar eru
ekki fyrir hendi, t.d. úr jarðvegs-
efnagreiningum, og enginn
búfjáráburður er tiltækur, að
100—120 kg af hreinu köfnunar-
efni (N), um 60 kg og P2 05 og
50—70 kg K2O á hvern hektara
túns er það áburðarmagn, sem
enn er skynsamlegt að nota þrátt
fyrir hækkað áburðarverð. Er þá
miðað við meóaluppskeru síðast-
liðinna 20 ára. Ef einhver er svo
lánsamur að geta með aðstoð
tölvu eða völvu séð fyrir tíðarfar
og sprettu á þessu sumri, er
auðvitað sjálfsagt fyrir viðkom-
andi að nota áburðinn sinn í sam-
ræmi við það. Jafnframt vil ég
vekja athygli þeirra, sem aka
áburðinum i plastpokunum i
stæður beint út á túni, að breiða
vel yfir stæðurnar, ef þær þurfa
eitthvað að standa. Plastpokarnir
eru yfirleitt með örsmáum loft-
götum og þvi ekki vatnsþéttir eins
og margur heldur. Þannig má
kannski hindra það, að einn og
einn poki fari forgöróum, en pok-
inn kostar alla vega eitthvað
nálægt 1500 krónum fyrir utan
niðurgreiðsluna. Á þessu hefur
ekki verið vakin næg athygli á
undanförnum árum.