Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 28

Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 28______________ Þórunn Þorgríms- dóttir - Minningarorð Þórunn Þorgrímsdóttir, fæddist i Gautavík, á Berufjarðarströnd 21. 1 1885. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Sigurðardóttir og Þorgrímur Þorláksson. Eignuðust þau hjónin fjórar dætur, var Þór- unn þeirra næst elzt. Konu sína missti Þorgrimur að fimmta barni, sem var drengur. Dóu þau bæði, móðir og sonur. Stóó Þorgrimur þá einn eftir með dæturnar sínar fjórar, þá elztu sex ára, en yngstu dótturina á öðru ári. Auk barnanna varð Þor- grímur að sjá farborða tveim gamalmennum, tengdaföður sin- um, blindum, og móður sinni ias- burða. Lifsförunauturinn trausti og trúi var horfinn, en ekki dugði að láta reka undan straumnum. Nú harðnaði barningurinn, en Þorgreímur, sem þekktur var að eljusemi og atorku, andæfði eftir megni. Rúmu ári seinna giftist Þor- grímur ekkju, sem átti mörg börn, kona þessi hét Guðrún og var Marteinsdóttir. Guórún reyndist bæði dugleg og stjórnsöm, sem kom sér vel í lífsbaráttunni. Sjö ára fór Þórunn að heiman til vandalausra. Kom heim aftur eftir tæp tvö ár, var heima um stundarsakir, en fór svo að Strýtu við Hamarsfjörð til hjónanna Jóns Þórarinssonar og Olafar Finnsdóttur, konu hans. I Strýtu var Þórunn i þrjú ár. Rikarður Jónssonílistamaðurinn þjóðkunni kynntist Þórunni þá fyrst. Mynd- aðist með þeim börnunum vin- átta, sem entist báðum ævilangt. Frá Strýtu fór Þórunn að Steinaborg á Berufjarðarströnd. Dvaldist þar hjá Þorsteini Marteinssyni og konu hans, foreldrum Marteins, sem var um langt árabil kaupmaður á Búðum við Fáskrúðsfjörð. Frá Steinaborg fór Þórunn til tengdaforeldra Marteins, að Hóli við Stöðvarfjörð. Er þau hjón brugðu búskap 'fór Þórunn til Marteins kaupmanns og konu hans, en þau bjuggu í Búðakaup- túni sem fyrr segir. Hjá þessari fjölskyldu var Þórunn rúma tvo áratugi og batzt því fólki vináttu- böndum, sem aldrei rofnuðu. Þórunn giftist árið 1921 Snorra Erlendssyni, trésmið á Fáskrúðs- firði. Þau hjónin (Þórunn og Snorri) bjuggu á Gestsstöðum í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Á Gests- stöðum voru hjá þeim hjónum faðir Snorra og stjúpa, bæði sjúkl- ingar. Sjúkdómur sá, er konuna þjáði, var mjög vandmeðfarinn. Þurfti þar að viðhafa stökustu gætni, árvekni og svo auðvitað hreinlæti. Vökunætur yfir sjúkl- ingunum urðu margar. Reyndi þá á þrek og þolgæði húsfreyjunnar, auk hins erilsama starfa sveita- konunnar. Má nærri geta, að við slíkar aðstæður, sem þá var um að ræða á sveitaheimilum, hafi verið við mikla erfiðleika að etja. Hér er þvi um afrek að ræða, sem aðeins varð unnið af þeim einum, sem hafði fórnfúsa lund og ylrikt hjarta, en þá kosti átti Þórunn Þorgrímsdóttir i ríkum mæli. Gamla konan lézt eftir ellefu ára sjúkdómslegu. Maður hennar (tengdafaðir Þórunnar) lézt fjórum árum siðar. Ekki létu þau hjónin Þórunn og Snorri hér staðar numið við að likna og hlynna að gamalmennum. Þrjú vandalaus gamalmenni voru á þeirra vegum um lengri og skemmri tíma. A Gestsstöðum fæddist einka- dóttir þeirra hjóna. — Árið 1932 fluttist fjölskyldan út i Búða- kauptún. Byggði Snorri þar hús, sem þau bjuggu i unz dóttir þeirra giftist. Fluttust þau þá með Bergljótu dóttur sinni og Karli Þórarinssyni, manni hennar, suður i Borgarfjörð og seinna austur i Árnessýlu. Snorri Erlendsson andaðist á heimili dóttur sinnar 18. 2 1966. Ríkarður Jónsson (frá Strýtu) minntist á Þórunni Þorgrimsdótt- ur við þann, sem þetta ritar. Um- mæli hans um Þórunni voru eink- ar fögur og athyglisverð. Dáði Ríkarður Þórunni af sinni al- kunnu rökvisi. Lýsti kostum hennar líkt og að framan er skráð. Á sjötugsafmæli sínu bauð Rikarður Þórunni og lét hana sitja næsta sér sem heiðursgest Hélt hann gjöfunum frá Þórunni hátt, svo allir viðstaddir mættu sjá svo þjóðlegar gjafir. Gjaf- irnar, sem Ríkarður sýndi, voru þessar: Sortulitaðir sauðskinnsskór með eltiskinnsbryddingum og rósaíleppum. Þelbandssokkar og útprjónaðir vettlingar. Allt unnið af Þórunni sjálfri, hvert handtak. Slikar gjafir kunni Ríkarður vel að meta, ekki sízt þegar gjafirnar voru svo vel unnar, að unun var á að horfa. Þess má og geta að þetta var sjötíu og þriggja ára kona, sem verkið vann. Kona, sem um ævina hafði unnið á öðrum vettvangi en hannyrðanna. Rikarður er sjálfur heimildar- maður minn fyrir gjafafrásögn- inni. Áttatiu og þriggja ára fékk Þórunn heilablæðingu. Eftir það hnignaði heilsu hennar svo, að hún gat ekki lengur gripið til uppáhalds handiðju sinnar, sem var útprjónið. Til þeirrar iðju hneigðist hugur hennar, þótt annað yrði ævistarfið. Attatíu og átta ára fékk Þórunn heila- blæðingu i sjöunda sinn og eftir það var hún vanmáttug sem barn. Nú er þessi merka ágætiskona horfin héðan. Þórunn Þorgríms- dóttir dó á heimili dóttur sinnar, Lindarbæ i Ölfusi. Leið út af eins — Ljós og skuggi Framhald af bls. 20 verSur að fara varlega i allt slíkt, það er alltaf viss hætta á þvi að andlit leikaranna fletjist út. Sjálf- ur nota ég eins fáa Ijóskastara og mér er frekast unnt. Það krefst auðvitað miklu meiri natni og ná- kvæmni, en árangurinn verður alltaf þess virði." + ENGILBERTA ÓLAFfA SIGURÐARDÓTTIR, frá Vestmannaeyjum, Skúlagötu 76, Reykjavík er lézt í Borgarspítalanum 26. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 2 maí kl 3 Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hínnar látnu láti Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra njóta þess Fyrir hönd systkina og annarra ættingja Guðjón Atli Arnason. + Eiginkona mín, marIa guðmundsdóttir frá Bildudal, Skipholti 6, Reykjavik, er lézt í Landakotsspítalanum 27. april s.l. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 3. mai kl. 10.30. Guðbjartur Ólason. t Móðir okkar, GUÐFINNA ÁRNADÓTTIR. Kleppsvegi 134, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 30 apríl Árni Guðmundsson, Gísli Guðmundsson, Unnur Guðmundsdóttir Proppé. + Þökkum af alhug, auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför INGVARS ÞÓRÓLFSSONAR frá Birtingarholti, Vestmannaeyjum. Börn, tengdabörn og barnabörn. Móðir okkar, ^^"l" JÓHANNA SVEINSDÓTTIR frá Hringsdal, verður jarðsungin frá Bíldudalskirkju laugardaginn 3 maí kl. 2 e h. Gíslina Haraldsdóttir, Rögnvaldur Haraldsson, Steinar Haraldsson, Guðrún Árnadóttir, + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, VALGARÐS STEFÁNSSONAR, stórkaupmanns, Akureyri. Ragnheiður Valgarðsdóttir, Henning Nielsen, Guðrún Valgarðsdóttir Frosti Sigurjónsson, Valgerður Valgarðsdóttir, Gisli J. Júliusson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og aðstoð, við andlát og jarðarför HAFSTEINS VILBERGS VILBERGSSONAR, Lækjargötu 20. Hafnarfirði. Hansina Kolbrún Jónsdóttir Jón Fannar Hafsteinsson, Kristin Marianna Hafsteinsdóttir, Sigríður Fanney Björnsdóttir, Vilberg Jónsson. + Þökkum innilega samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför móður minnar og tengdamóður SIGURLAUGAR PÁLSDÓTTUR, Sörlaskjóli 22. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Vilberg Guðmundsson. + Þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS PÉTURS ÓLAFSSONAR Réttarholtsvegi 27. Margrét 0. Hjartar, Þórður Eiríksson, Lissy Halldórsdóttir, Margrét Eiriksdóttir, Eirikur Þorvaldsson, Edda Eiriksdóttir Smith, Gunnar G. Smith, Sigriður, Björk og Sæunn Eiriksdætur og barnabörn + Við þökkum alla þá samúð sem okkur hefur verið sýnd og þá virðingu sem vottuð hefur verið minningu BRYNJÓLFS JÓHANNESSONAR leikara við andlát hans og útför. Guðný Helgadóttir. Birgir Brynjólfsson Kristjana Brynjólfsdóttir Bjarni Björnsson Anna Brynjólfsdóttir, Sigfús Daðason Helga Brynjólfsdóttir, Hrafn Túlinius barnabörn og barnabarnabörn. og ljós að dóttur sinni aðsjáandi. Jarðnesku lifi Þórunnar var lokið. Lifskveikurinn var út- brunninn. Eins og nærri má geta, stundaði Bergljót móður sina í veikindum hennar af slikri nær- gætni og ástúð, að fátitt er. Sannaðist þar „að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni". Karl Þórarinsson tengdasonur Þórunnar var henni hlýr og sýndi henni alúð og umhyggjusemi. Dótturbörnin öll voru ömmu sinni ástúðleg, enda átti hún ekki annað skilið. Nú er hún horfin af sviði jarðlífsins þessi góða og merka kona. Lögmálsorðin „Eins og þú sáir, eins munt þú og uppskera" munu ná til þin, vina mín, sem og allra annarra. En ég hygg, án efa, að þú hafir góðu einu niður sáð. Uppskeran hlýtur þvi að vera góð. Til þin, Bergljót, manns þins, barna ykkar og annarra venzla- manna hinnar horfnu heiðurs- konu vil ég segja þetta: Guðs frið- ur og blessun fylgi ykkur öllum. Þið eigið öll góðar minnar um, mikilhæfa ágætis konu. Blessuð sé minning hennar. Þórarinn Elís Jónsson. Þórunn verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun kl. 13.30. Nykvist rennir nú I gegnum fjölda kvikmynda frá árunum eftir 1920, bregður upp lýsingunni og ræðir þær skoðanir og aðferðir sem lágu að baki hverri stefnu. Loks staðnæmist hann við Citizen Kane. „Ég man hvilik opinberun þessi mynd var fyrir okkur alla. Allar reglur og kröfur voru brotnar miskunnarlaust. Andlit hurfu i al- gert myrkur. Menn gengu inn og út úr svörtum skuggum. Ljósinu var ausið á alla vegu yfir mynd- rýmið til að ná sem breiðustum fókus. Stundum var eins og hug- takið fókus hyrfi, og glös eða smá- dót sem lá fremst i myndfletinum var jafnt i fókus og fólk lengst i burtu. Það tók mig langan tima að átta mig á þessari mynd. En ef við berum hana saman við Ingeborg Holm sjáum við að myndin er sniðin út frá svipaðri grundvallar- reglu; hver myndarvélarhreyfing og klipp hefur vaxið út úr efninu. — Hins vegar hefur afstaðan til Ijóssins gerbreytzt. Ljósið er hér notað sem meðal til að stýra inn- taki leikrýmisins. Andlit sem hverfa í svartan skugga og dökkir fletir sem gleypa Ijósið hafa sína þýðingu fyrir efnið, undirstrika að- alatriði, fella smáatriðin út. Geng- ið er út frá heilu myndrými og síðan leikið I þessu rými með til- styrk Ijóssins. Hin óliku myndrými búa yfir föstum ákveðnum karakt- er sem Ijósið skapar. — Enn i dag hefur naumast nokkur kvikmynd unnið eins nákvæmt með Ijós og skugga. Citizen Kane var áratug- um á undan samtímamyndum sin- um." Þegar við höfðum lokið við að lýsa nokkur atriði úr mynd Wells var klukkan orðin tólf. Yfir hádeg- ismatnum sagði Nykvist mér frá fslandsferð sinni og þegar hann vann við kvikmyndun Sölku Völku eftir Halldór Laxness, en sú saga biður næstu greinar. — Fjölbreytt starf Framliald af bls. 25 starf í þágu krabbameinsfélag- anna og tóku fundarmenn undir það með lófataki. I stað frú Sig- ríðar var Vigdís Magnúsdóttir, forstöðukona Landspítalans, kosin í stjórnina. Auk framan- greindra skipa nú stjórn Krabba- meinsfélags Islands eftirtaldir menn: Hjörtur Hjartarson, for- stjóri, gjaldkeri; Jónas Hallgrims- son, yfirlæknir, ritari; meðstjórn- endur: Helgi Elíasson, fyrrv. fræðslumálastjóri, dr. med. Frið- rik Einarsson, yfirlæknir, Er- lendur Einarsson, forstjóri, Ölaf- ur Örn Arnarson, læknir, og Matthías Johannessen ritstjóri. utfaraskreytingar Groöurhúsið v/Sigtun simi 36J70

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.