Morgunblaðið - 01.05.1975, Síða 30

Morgunblaðið - 01.05.1975, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAI1975 1. MAIAVARP Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1. maí 1975. Höfum við ástæðu, erum við í hugarástandi til giaðværra hátiðahalda? Alvarlegar efasemdir og kvibogi fyrir framtíöinni varpa dimmum skuggum á daginn í hugum margra okkar. Vaxandi atvinnuleysi og vitahringur verðbólgunn- ar tefla í hættu lifibrauði verkamanna i öllum löndum, og verða þróunarlöndin þó allra verst úti. Ekkert okkar getur átt það víst að halda starfi sínu, og öll viðleitni verkalýðsfélaganna í fortíð og nútið til að bæta lífskjör verkafólks virðist fánýt and- spænis sifelldum hækkunum verðlags. En það er ekki einungis í baráttunni fyrir brauðinu, sem okkur virðist lítt þoka fram, heldur og í baráttu okkar fyrir friði og frelsi. Bardagar í Vietnam og Kambód- íu hafa náð nýju hámarki og horfur á friðsamlegri iausn í Miðausturlöndum og Kýpur virðast eins tvisýnar og nokkru sinni. Rödd frelsisins er áfram kæfð og mannréttindi og réttur verkalýðsfélaga er áfram troðinn undir fótum og kúgunin raunar færð i aukana í ýmsum hlutum heims. Skipulögð hryðjuverk ógna ekki aðeins lífi einstaklinga heldur og öllum lifsgildum siðmenningar og samfélags- byggingunni. Þegar á allt er litið, er það ekki fögur eða gæfuleg mynd af heiminum, sem við sjónum okkar blasir þennan 1. maí dag. En samt skulum við ekki láta alit þetta valda okkur hugarvíli heldur verða tilefni til öfgalausrar og rannsakandi íhugunar og heitstrengingar um að rísa undir þeirri ábyrgð, sem okkur hefur verið lögð á herðar. Hin frjálsa alþjóðlega verkalýðs- hreyfing verður að taka til sinna ráða með hliðsjón af getuleysi rikisstjórna þjóðanna og þeirra samstarfsstofnana þeirra, sem komið hefur verið á fót til að yfirstíga núverandi örðugleika ög hiridra, að jafn- vel enn alvarlegri kreppa skelli yfir heim- inn. Hin gamalreyndu úrræði hafa brugð- izt, enda ekki liklegt að nýrri alþjóðlegri skipan verði komið á með því að hver þjóð hirði um það eitt að reyna að bjarga eigin skinni. Þar við bætist að hagkerfi kapítal- ismans, eins og það birtist i sinu af- skræmdasta formi í hinum risavöxnu al- þjóðaauðhringum, framkallar sjálft og eykur á það efnahagslega ójafnvægi, sem er ein meginorsök þess vanda sem við eigum við að etja: Það er hreinlega að bæta gráu ofan á svart, þegar fulltrúar þessa kerfis reyna að afvegaleiða almenn- ingsálitið i heiminum með þvi að skella skuldinní á verkalýðinn og samtök hans. Það, sem við þurfum til að vinna bug á uppdráttarsýkinni, er ekki aðeins alþjóð- leg löggjöf, er reisi skorður við verstu öfgum og óhófi gróðaknúins þjóðfélags, heldur og þjóðlega og alþjóðlega sam- ræmd hagáætlanagerð sem beinist gegn atvinnuleysi og verðbólgu í hnattrænu samhengi. Þetta þýðir, að slik áætlun verður að grípa inn í öll tengd vandamál, svo sem ójafna dreifingu auðsins og ávaxta aukinnar framleiðni, mannfjölgun- arvandann, iðnvæðingu Þriðja heimsins og afnám viðskiptahindrana. Þessi stórkostlegu verkefni verða ekki leyst án virkrarþátttöku verkalýðsstéttar- innar. I mörgum tilvikum hefur verka- fólkið fært sönnur á, að það getur sjálft reist við, og rekið með góðum árangri, verksmiðjur og fyrirtæki, sem hafa verið lögð í rúst og yfirgefin af fyrri eigendum eða stjórnendum. Hin frjálsa verkalýðs- hreyfing verður að meta árangur þessara tilrauna mjög gaumgæfilega i samhengi við kröfur sinar um útvíkkun atvinnulýð- ræðis um allan heim: Verkafólk verður að eiga fulla aðild á öllum stigum og öllum sviðum þjóðlegra og alþjóðlegra hagáætl- anastofnana. Það er eina leiðin til að tryggja að gróðasjónarmiðið móti ekki efnahagsstefnuna, heldur sé hún látin þjóna hagsmunum heimssamfélagsins. Hin alþjóðlega frjálsa verkalýðshreyf- ing er þess ekki einungis fullviss, að unnt er að yfirstíga núverandi örðugleika heimsins, heldur og æ ofan i æ langt fram hagnýtar tillögur um lausn þeirra — til- lögur, sem að sjálfsögðu yrði að þróa og fullkomna innan ramma stefnu, er tæki til alls heims. Það er þó ekki einhlítt að þekkja úrræðin: Við verðum líka að hafa möguleika á að hrinda þeim i framkvæmd. A undanförnum árum hefur það verið hin ömurlegasta reynsla að finna, að vandlega undirbúnar áætlanir og röksemdarfærsl- ur, sem við höfum lagt fyrir alþjóðaráð- stefnur hafa oft skollið á dauf eyru. Verkalýðshreyfingin má ekki lengur sætta sig við hlutverk bænarskrársemj- andans: Við verðum að búa svo um hnút- ana, að á okkur sé hlustað og stefnumál okkar tekin til heiðarlegrar yfirvegunar. En þetta útheimtir ákveðna og sam- ræmda viðleitni verkalýðssatakanna alls staðar í anda alþjóðlegrar samstillingar. Þvi sterkari sem hreyfing okkar er, því meiri áhrif mun hún hafa. Ef við ætlum að gegna því hlutverki í þjóðiífinu og alþjóðlegum vettvangi, sem við gerum kröfu til að við réttilega eigum, verðum við að tryggja, að við raunverulega tölum í nafni alls verkalýðs. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga skorar á öil lýð- ræðisleg verkalýðssamtök, sem enn standa utan raða þess, að ganga í lið með heimshreyfingunni, það skorar á öll aðild- arsamtök sin að hefja voldugar herferðir til að ná til ófélagsbundins verkafólks, og hvetur þau enn einu sinni á Alþjóðlegu kvennaári til að tryggja fulla og ábyrga þátttöku verkakvenna í starfinu, ekki að- eins þeirra vegna, heldur og allri hreyf- ingu okkar til góðs. I október 1975 heldur AFV ellefta heimsþing sitt í Mexikó. Á þessu mikla þingi verkalýðsins munu fulltrúar frá öll- um heimsálfum móta stjórnlist, sem tekur til efnahagsmálanna, sem einnig annarra mikilfenglegra markmiða okkar: Betri, fegurri og öruggari heims fyrir vinnandi karla og konur. Það er undir okkur öllum komið, að störf þeirra hafi varanleg og jákvæð áhrif. Áfram með AFV fyrir Brauði, Friði og Frelsi. 1. MAIA VARP fulltrúaráðs- verkalýðsfélaganna í Regkjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bœja og Iðnemasambands Islands I dag 1. maí fylkir reykvísk alþýða iiði til öflugrar baráttu fyrir bættum kjörum, auknum félagslegum réttindum og rétt- látari skiptingu þjóðartekna, — til baráttu fyrir því markmiði, sem sett var af frumherjum verkalýðshreyfingarinnar, að auður og völd skuli lúta hinum vinnandi manni. Við minnumst baráttu og sigra liðinna ára og allra hinna fjöl- mörgu karla og kvenna, sem með þrotlausu starfi hafa gert verka- lýðshreyfinguna að því volguga afli sem hún er í dag. Því ber að fagna að í ár hefur tekist viðtæk stéttarleg samstaða um málefni vinnandi fólks 1. mai meðal reykviskra verkalýðs- félaga, iðnnema og opinberra stárfsmanna. 1. mai er alþjóðlegur baráttu- dagur verkafólks. Reykvísk alþýða sendir stríðandi verkalýð og öreigum allra landa stéttar- iegar baráttukveðjur. Við minn- um á nauðsyn alþjóðlegrar ein- ingar og samhjálpar verkalýðsins í baráttu fyrir jafnrétti, lýðræði og þjóðfrelsi, gegn arðráni, heimsveldastefnu og hverskyns þjóðfélagslegu misrétti. Á því ári, sem liðið er siðan verkafólk fylkti liði á götum Reykjavíkur, þann 1. maí i fyrra, hafa lífskjör alls almennings ver- ið stórlega skert og þeir kjara- samningar, sem verkalýðsfélögin gerðu fyrir rúmu ári, ógiltir með valdboði. Kjör alþýðu á Islandi eru nú i engu samræmi við þjóðartekjur eða þann mikla auð, sem land okkar og auðlindir bjóða. Á siðasta ári rýrnuðu þjóðar- tekjur okkar Islendinga að vísu um 3%, en á sama tima hafa at- vinnurekendur og ríkisvald skert kaupmátt verkafólks um 40—50%. Nýgert bráðabirgða- samkomulag færði verkafólki að- eins lítið brot þessarar stórfelldu kjaraskerðingar, enda aðeins áfangi og fellur úr gildi að einum mánuði liðnum. Það er efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar, auðvalds og at- vinnurekenda, sem á meginsök á svo stórfelldri kaupmáttarskerð- ingu. Það er þessi stefna, sem hefur leitt til þess á fáum mánuð- um, að raungildi launa er fallið niður á svipað stig og hér var fyrir 4—5 árum og þeir miklu sigrar, sem unnust í kaupgjalds- baráttunni á árunum 1970—1974 að engu gerðir. Það er höfuðkrafa reykvísks verkafólks í dag, að kjara- samningarnir, sem gerðir voru á siðasta ári, taki gildi á ný. Ríkis- stjórn, sem beitir valdi sinu til að hindra framgang þessarar kröfu verkafólks, en styður að enn frek- ari auðsöfnun atvinnurekenda og hverskyns gróðaafla, ber að víkja. Við krefjumst tafarlausra samninga við togarasjómenn, sem nú eiga i verkfalli og heitum þeim fullum stuðningi í baráttu þeirra. Það er skýlaus krafa verka- fólks, að fiskveiðilögsaga okkar verði færð út í 200 sjómilur á þessu ári, og við krefjumst þess, að útfærslan taki gildi ekki bara í orði, heldur einnig á borði. Samdráttur í atvinnulífinu hefur á ný orðið alvarlegur í ýms- um greinum og ásamt stórfelldri kjaraskerðingu þrengt að fjöl- mörgum alþýðuheimilum. Á þessum baráttudegi varar alþýða Reykjavikur enn á ný við yfir- vofandi hættu á atvinnuleysi og krefst aðgerða stjórnvalda til að útiloka þá hættu. Reykvisk alþýða setur sér í dag það mark að treysta svo raðir sín- ar og baráttueiningu i stéttarátök- um næstu vikna, að náð verði því marki, sem hún hefur sett i kaup- gjaldsmálum. Það er smánarblett- ur á auðugu þjóðfélagi okkar Islendinga, að verkafólk er bein- línis neytt til að afla mjög veru- legs hluta tekna sinna með mikilli yfirvinnu og þrældómi. Alþýða Reykjavíkur krefst þess, að kaup fyrir 40 stunda vinnuviku nægi til menningarlifs. Jafnframt leggur verkalýðs- hreyfingin rika áherslu á kröfuna um verndun náttúrulegs um- hverfis og krefst sérstaklega bættra hollustuhátta og aukins öryggis á vinnustöðum. Við lýsum stuðningi við barátt- una fyrir félagslegu- og efnahags- legu jafnrétti kynjanna. Við þökkum verkamönnum á Selfossi drengilega baráttu fyrir rétti hvers verkamanns óháð geð- þótta ráðamanna einstakra fyrir- tækja. Við lýsum yfir stuðningi við kröfuna um fullan samningsrétt og verkfallsrétt til jafns við aðra launþega til handa félögum innan BSRB og Iðnnemasambandsins. 1. maí lítur íslensk alþýða um veröld alla. Við sjáum misskipt- ingu auðsins blasa við og bilið breikka ár frá ári. Annars vegar gífurleg auðsöfnun og takmarka- laus sóun ráðandi stétta margra iðnríkja með ómennska hernaðar- vél að bakhjarli, hins vegar lönd þriðja heimsins, þar sem neyð fólksins skírskotar til samvisku hvers æ*4egs manns. Við lýsum eindreginni samstöðu með kúguð- um þjóðum og stéttum, hvar sem er í heiminum, í baráttu þeirra gegn ofurvaldi auðhringa og stór- veldastefnu. Við fögnum af alhug sigrum alþýðunnar i stríðshrjáðum lönd- um þriðja heimsins. Við tökum undir með þeim, sem skora á rikisstjórn Islands, að hún viður- kenni rikisstjórnina í Phnom Penh og Bráðabirgðabyltingar- stjórnina í Vietnam. Við berum enn á ný fram þá kröfu, að hernaðarbandalög stórvelda verði leyst upp og allar erlendar her- stöðvar lagðar niður. Og við krefj- umst þess, að stórveldin viður- kenni friðlýsingu lands okkar. I dag horfir reykviskur verka- lýður fram á veginn og strengir þess heit að sameina kraftana til markvissrar, öflugrar baráttu fyrir betra lífi undir merkjum jafnréttishugsjóna verkalýðs- hreyfingarinnar, — til baráttu fyrir þvi þjóðfélagi, sem færir vinnandi fólki öll völd yfir fram- Ieiðslutækjunum, skipar mannin- um sjálfum i öndvegi, en hafnar þeirri taumlausu auðsöfnun fárra á kostnað fjöldans, sem i dag blas- ir við. Reykvisk alþýða: Fylkjum liði á götum borgarinnar í dag. Fyrir endurheimt umsaminna lífskjara. Fyrir atvinnuöryggi. Gegn fjandsamlegri efnahags- stefnu. Reykjavik, 28/4,1975. 1. Maínefnd Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík. JónHelgason (sign) Helga Guðmundsdóttir (sign) Guðjón Jónsson (sign) Guðmundur Hallvarðsson (sign) með fyrirvara Ragnar Geirdal (sign) Jón Snorri Þorleifsson (sign) Bandalag starfsmanna ríkis og bæja: Haraldur Steinþórsson (sign) Jónas Jónasson (sign) Iðnnemasamband Islands: Armann Ægir Magnússon (sign) WAÆfJttMfjt'.jr:* k * * í é * m t ' V m;*t iH'í**

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.