Morgunblaðið - 01.05.1975, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR I. MAl 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
Staddur í Reykjavík.
Ástkæra Sigríður mín góð!
Guð gefi þér allar stundir gleðilegar!
Eg skrifa þér þetta bréf í því skyni, að
það gæti komizt til þín, svo lítió á bæri, ef
svo óheppilega tekst til fyrir mér, að ég
annaðhvort get ekki fundið þig heima
eða ekki fengið að tala við þig einslega
um það, sem mig langar til að nefna við
þig og er eina erindió mitt hingað suður.
En bréfsefnið er það að biöja þig að finna
mig, ef þú getur, í dag eða á morgun. Ég á
sem stendur heima í húsinu hjá honum
L. og verð þar allan daginn í dag og á
morgun og bíð þín, því ég vona til þess,
Sigríður mín góð, að þú sért ekki svo
búin að gleyma því, að við einu sinni
vorum málkunnug, að þú veitir mér ekki
þá gleði að sjá þig og lofa mér að tala við
þig nokkur orð. Og þó það væri satt, sem
ég hef heyrt fleygt, síðan ég kom hingað,
bið ég þig samt að láta það ekki aftra þér
HÖGNI HREKKVÍSI
Varaðu þig, Siggi! — hefur kattamatur-
inn hækkaó á ný?!
frá að finna mig, því þú veizt, aö um
ekkert hef ég að ásaka þig; og það skaltu
vita fyrir víst, Sigríður mín, að aldrei
getur mér orðið illa við þig fyrir það, þó
svo væri, að ógæfa mín hefði vakið í huga
mínum ástæðulausa von; og að vísu þætti
mér það léttbærara, að þú sjálf segðir
mér, að nú væri það fram komið, sem þú
einhvern tíma sagðir við mig, þegar við
vorum yngri, að ekki mundi fram koma,
að þú gleymdir mér, en sá efi, sem lengi
hefur pínt mig, þar sem ég veit ekki
hvort hugsun mín um þig hefur nokkurn
tíma verið annað en tilefnislaus hugar-
burður og ímyndun sjálfs mín.
Vertu alla tíma blessuð og sæl! Og
neitaðu ekki um þessa einu bæn
þínum til dauðans elskandi
Indriða Jónssyni.
Eftir að Guðrún var búin að lesa bréfið
sló nokkurri þögn á þau, en síðan tekur
kaupmaðurinn til orða og segir:
Nú hefur þetta mál tekið aðra stefnu
en ég hugsaði! fáiö þér mér þetta bréf,
það er bezt geymt hjá mér; þér sjáið
hvernig í öllu liggur, það vantar ekki
mikið á, að þetta sé biðlisbréf, og
Strákurinn, sem
lék á tröUkartinn
fer ég burtu og býð gestum. Á meðan
getur þú slátrað honum og steikt
helminginn og soðið hinn helminginn“.
Svo fór tröllkarlinn af stað, og dóttir
hans fór að brýna stóran hníf.
„Ætlarðu að slátra mér með honum
þessum?“ sagði strákur.
,,Já, góði minn“, sagði dóttir risans.
„En hann bítur ekki neitt“, sagði strák-
urinn. „Ég verð víst að brýna hann sjálf-
ur, til þess að hann bíti almennilega.“
Hún fékk honum hnífinn og hann fór
að brýna og brýna.
„Jæja, nú skulum við reyna hann á
fléttunni þinni“, sagði strákur, þegar
hann var búinn að brýna vel og lengi.
„Ég held hann bíti vel núna“. Risadóttir-
in leyfði honum að reyna hnífinn, en þá
ætlaöi hann aó bregða honum á hálsinn á
skessu, en hún bað sér þá griða, og
sagðist skyldi hjálpa honum að sleppa
burtu frá risanum föður hennar. Þau
tóku gamalt svín og slátruðu því, steiktu
helminginn, og suðu hinn helminginn og
svo fór strákur í fötin af dóttur risans, en
hún faldi sig í einhverjum afhelli. Og
VlEP
MORöðM
KAFFINU
Hún segist hafa tekið.i^tX^
ákvörðunina um að kaupa okk-
ur út úr fyrirtækinu.
Líkiö ó grasfletinum
46
— Komdu með mér inn og ég
skal búa til kaffi handa okkur.
Hann bro$ti til mín þakklátur
og við læddumst á tánum inn í
eldhúsið. Okkur til óblandinnar
undrunar rákumst við þar á
Einar, sem var að skenkja sér í
bolla. Christer andaði fjálglega að
sér kaffiilminum.
— Varstu svona lengi í ferðinni
til Österbro? Eða þráðir þú kon-
una þina svo heitt að þú gazt ekki
farið að sofa fyrr en hún var
komin upp i við hliðina á þér?
Maóurinn minn horfði alvöru-
gefinn á okkur.
— Já, ég kom ansi seint heim.
En ástæðan fyrir því að ég er.enn
á fótum er þó reyndar sú að það
er gestur hér. Hann hefur verið
hér í rösklega hálfan annan
klukkutíma og ég held að þú,
Christer, sért rétti maðurinn til
að ræða við hann. Hann segist
þurfa að játa eitthvaó og hann
hegðar sér svo einkennilega að ég
óttast um vit hans.
Að sögðum þessum duiarfullu
orðum bætti Einar tveimur boll-
um við á bakkann og gekk i áttina
að veröndinni. Dálítið ringiuð
fylgdum við fast á hæla hans og i
bleikri morgunskímunni sáum við
móta fyrir Yngve Mattson úti á
veröndinni . . .
Hann tautaði eitthvað í þá átt
að hann væri ákafiega feginn að
sjá Christer en ónotaleg djúpstæð
augun forðuðust að horfa beint
framan í Christer og hann reyndi
heldur ekkert til að hefja sam-
ræður. Við drukkum öii kaffið
okkar, meðan ég röflaði einhver
ósköp sem ekki skiptu minnsta
máli og það var Christer sjáifur,
sem reið á vaðið eftir að hann
hafði tæmt fyrsta kaffibollann og
taidi tíma til kominn að kynna sér
málið.
— Hvernig er það, Yngve?
spurði hann vinalega. — Þarftu
að létta á hjarta þínu?
Yngve Mattson ókyrrðist í stóln-
um, en ég sá, að hann hafði tekið
ákvörðun sína.
— Já, svei mér þá. Það er bæði
margt og mikið, sem ég þarf að
segja . . . Eg hef verið að veita
fyrir mér, hvort ég ætti að snúa
mér tii iögreglustjórans I fyrra-
málið. En ég fer ekki I iaunkofa
með það, að mér þykir miklu
betra . . . að mega segja þér það
. . . Eg meina . . . þú þekkir mig
frá gamalli tíð og þú skilur mig
kannski án þess ég þurfi að vera
með óþarfa málalengingar. Eg
. . . ég skil þetta ekki lengur og
ég veit ekki hvernig málín hafa
farið að því að þróast i þessa átt.
En ég held ég verði að tala um
þetta við einhvern, annars' missi
ég hreinlega vitið . . .
Hann hafði sagt þetta með til-
heyrandi stami og það var ekki
vafi á því, að hann átti i mjög
mikiu hugarstríði og víl hans var
engín uppgerð. 1 nokkrar sekúnd-
ur horfði hann biðjandi á
Christer með hvarflandi augum
Christer hafði lokið við að troða
sér í pipu og kinkaði nú örvandi
kolli:
— Er það um Lou . . . og um
Tommy?
Á andlit Yngve kom svipur, sem
hafði einhverra hluta vegna siík
áhrif á mig, að ég færði mig nær
Einari.
— Já„ sagði hann tryllingsiega
— það er um eiginkonu mína og
þennan ... djöfuis skíta-
karakter ... þessa glansmynd.
Svei mér þá, ég sé rautt við það
eitt að þurfa að hugsa um hann.
Svona þorpari og kvennaflagari,
sem var flæktur i nauðgunarmái
nánast áður en hann komst á kyn-
þroskaaldur . .. og sem lét ekki
nokkurn kvenmann i bænum i
friði. Og ég, ég þetta auðtrúa fifi
hneykslaðist á siðferði annarra
kvenna eða siðleysi og vissi ekkí,
að hann hafði smeygt sér inn á
mitt eigið heimili — i mitt eigið
rútn! Það var ekki fyrr en eftir
hann fór héðan fyrir þremur
árum, sem ég fékk að vita um
þetta og ég sór þá að ég skyldi
snúa hann úr hálsliðnum, ef ég
ætti eftir að sjá hann framar.
Það var eins og hann hefði róast
eftir að hann hafði byrjað að tjá
hugsanir sinar og nú var aðeins
glóandi hatrið eftir:
— Á fimmtudaginn i fyrri viku,
hélt hann áfram, fer ég úr bænum
i viðskiptaerindum. Á þriðjudag-
inn fékk ég bréf á gistihúsið i
Faiun, þar sem ég var staddur
þar sem mér var sagt að Tommy
Holt væri kominn aftur að
Skógum. Eg held ekki ég þurfi að
reyna að lýsa, hvernig mér varð
við þessa fregn ....
— Bréf ... Christer hafði tekið
pipuna út úr sér og sagði ákafur:
— Hefurðu það enn undir
höndum?
1 staó þess að svara dró Yngve
upp kuðlaða pappírsörk úr vesk-
inu og henti á borðið.
— Eg geymdi því miður ekki
umslagið. En nafnið var skrifað á
ritvéi og bréfið var stimplað hér í
Skógum daginn áður.
Eg starði full af vorvitni og
viðbjóði á bréfið, sem var fyrsta
sinnar tegundar, sem ég hafði séð.
Bréfsefnið var ódýrt og þunnl og
bókstafirnir virtust vera klipptir
út úr blaði og lirndir á og frágang-
ur var allur heldur sóðalegur.
„Tommy Holt er kominn lil
bæjarins. Hann býr einhvers
staðar í Dalnum. Vinur.“
Yngve yppti óþolinmóður
öxlum.
— Þetta gæti hver sem er hafa
sent, ég veit ekki hvort það