Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 40

Morgunblaðið - 01.05.1975, Page 40
ÆNGIR" Áætlunarstaóir: Blönduós — Siglufjöröur*J Gjögur — Hólmavik Búðardalur — Keykhólar j Hvammstanjíi — Flateyn—Bildudalur | Stykkishólmur —Rif £2 Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-6060 & 2-60-66. FIMMTUDAGUR 1. MAl 1975 nucivsmcnR <gL*-w22480 Axarfjörður: Rækjuveiðileyfi veitt um helgina HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur óskað eftir því við sjávarút- vegsráðuneytið, að rækjuveiðar verði hafnar sem allra fyrst í Axarfirði, en þar fundust eins og kunnugt er ný rækjumið fyrir skömmu. Mun sjávarútvegsráðu- neytið úthluta veiðileyfum öðru hvoru megin við helgina. Búizt er við því að fyrst um sinn muni innan við 10 bátar stunda rækju- veiðar f Axarfirðinum og litið verður á veiðar þeirra sem til- raunaveiðar. Sjávarútvegsráðuneytið hefur enn ekki séð sér fært að opna Grimseyjarsvæðið að nýju til rækjuveiða en sem kunnugt er varð að banna slíkar veiðar fyrir rúmri viku vegna þess að of mikill þorskur var i afla bátanna. Hefur ráðuneytið látið kanna svæðið af og til og hefur fram til þessa reynzt svo mikill þorskur í aflanum, að ekki þykir rétt að leyfa rækjuveiðar fyrst um sinn. Fjölmennt hjá sáttasemjara: Matsveinar sömdu — viðræður hjá öðrum 1 gær varð samkomulag milli matsveina og veitingamanna á sáttafundi hjá Torfa Hjartarsyni sáttasemjara og voru samningar undirritaðir í gærkvöldi. Þar með varð ekki af 4ra daga verkfalli matsveina sem boðað hafði verið á miðnætti í gærkvöldi. Flugfreyjur voru á fundi hjá sáttasemjara í gær frá kl. 14,30 til 19,30, en lítið miðaði i samkomu- lagsátt að sögn sáttasemjara. Er fundur boðaður aftur með flug- freyjum n.k. þriðjudag. Þá var í gær samningafundur með yfirmönnum á togurum og verður aftur fundur með þeim n.k. föstudag. Flugmenn voru einnig á samn- ingafundum í gær með flug- félögunum og í gærkvöldi var sáttafundur hjá sáttasemjara með Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og vinnuveitendum. Selt fyrir 24.3 millj. í tveim söluferðum Siglufirði, miðvikudag. I GÆR seldi Siglufjarðartogar- inn Sigluvík um 200 tonn af ísfiski og heilfrystum fiski í Grimsbý. Seldist aflinn á alls 16.4 milljónir króna. Meðal- verðið fyrir aflann var 81 króna pr. kíló. Þetta var önnur söluferð togarans erlendis í þessum mánuði, en i fyrri ferð- inni seldi hann í Ostende í Belgíu rúmlega 100 tonna ís- fiskafla fyrir 7,9 milljónir króna. Þannig er söluverðmæti aflans i þessum tveimur sölu- ferðum alls um 24,3 milljónir króna. 1 dag hefur verið hér mesta leiðindaveður mjög mikil bleytuhríð, eftir nótt meó hörkufrosti. mj. Scottice í viðgerð á laugardag VIÐGERÐARSKIP til þess að gera við sæsímastreng- inn Scottice er væntanlegt á laugardag á þann stað sem strengurinn er slitinn, en reiknað er með að það taki a.m.k. nokkra daga að gera við bilunina. Ljósmynd Ól.K.M. Fjórir jöklar fram í vetur hafa hlaupið og sprungið Jöklar hafa hlaupið fram i vet- ur, þar á meðal hefur Hagafells- jökull ( Langjökli hlaupið fram Bíl stolið og hann skemmdur UM SÍÐUSTU helgi gerðist það í Hraunbæ í Reykjavík, aó maður nokkur skildi bfl sinn eftir fyrir utan hús eitt við götuna að kvöldi laugardagsins. Er. hann kom út daginn eftir stóð bíllinn fyrir utan húsið en ekki i því stæði sem hann hafði skilið hann eftir í. Og þegar hann fór að kanna málið nánar kom i ljós, að undirvagn bilsins var stórskemmdur. Var greinilegt að einhver hafði tekið bílinn traustataki um nóttina og ekið honum yfir grjót og aðrar vegaleysur. Bifreiðin er Ford Cortina árgerð 1973, græn að lit og ber einkennisstafina R-3504. Það eru tilmæli rannsóknarlög- reglunnar að þeir sem einhverjar upplýsingar hafa fram að færa í máli þessu hafi strax samband við lögregluna. um allt að einum kflómetra. Einnig hafa tveir jökulsporðar vestan í Höfsjökli hlaupið svo og Köldukvfslarjökull f Vatnsjökli. Frá þessu skýrði Sigurður Þór- arinsson á fundi Jöklarannsókna- félagsins og sýndi myndir úr flug- ferð til að kanna þetta, sem sýndu að við framhlaupið hafa jökul- sporðarnir ýfzt mjög og eru mjög sprungnir. Hinn 8. febrúar varð Pétur Þor- leifsson þess var aó Hagafells- jökull eystri hafði gengið mikið fram. En þegar Sigurður Þór- arinsson og fleiri flugu þar yfir 8. marz virtist hann hættur og hefur jökulröndin ekki breytzt síðan. Þrjú sovézk rannsóknaskip til íslands: Var jökullinn við Hagavatn þá karsprunginn og hafði lækkað, en brúnin nokkuð há. Verður fyrsta ferð jöklarannsóknafélagsins i vor þangað til að kanna aðstæður og mæla framhlaupið. Þann 22. febrúar varð þess vart að Kvíslarjökuli og Blöndujökull, sem ganga vestur úr Hofsjökli norðarlega, höfðu hlaupið fram og verður þaó einnig kannað nánar i sumar, þegar þangað verð- ur fært. Köldukvíslarjökull i Vatnajökli hefur hlaupið um 6. janúar tals- vert mikið fram og er hann karsprunginn. Flogið var yfir hann og framhlaupið skoðað úr lofti. Tvö koma beint frá flotaæfíng- unum við Noregsstrendur! SOVÉTRIKIN hafa farið fram á það við íslenzk yfirvöld að þrjú svonefnd rannsóknaskip frá Sovétríkjunum fái að koma í íslenzka höfn og hefur það leyfi verið veitt. Mun fyrsta sovézka skipið koma til hafnar á morgun, föstudag, og vcra til þriðjudags 6. maí en n.k. mánudag 5. maf koma tvö sovézk skip til viðbótar og verða þau hér fram á föstudaginn 9. maf. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er yfirlýstur til- gangur Sovétmanna með komu þessara þriggja skipa hingað að taka vatn og vistir og gefa áhöfn- um skipanna tækifæri til hvfldar. Morgunblaðinu er kunnugt um; að tvö þessara skipa tóku þátt í hinum umfangsmiklu sovézku flotaæfingum, sem stóðu f sfðustu viku á N-Atlantshafi og koma beint hingað frá þeim umsvifum. Skipið, sem kemur hingað á föstu- dag, nefnist Passat og er nefnt rannsóknaskip og mun vera um 4000 tn að stærð. Hin skipin tvö, sem tóku mjög virkan þátt í sovézku flotaæfingunum undan Noregsströndum eru nefnd haf- rannsóknaskip og tilhcyra sovézka flotanum. Samkvæmt upplýsingum Mbl. munu skipin Kildin og Mars vera um 1500 tn. að stærð. Næst má svo búast við að Tungnaárjökull fari að hlaupa fram, sagði Sigurður Þórarinsson, en það er sá jökull í Vatnajökli, þar sem jöklamenn komast inn á jökulinn úr Tungnaárbotnum og yrði sú leið þá ófær í nokkur ár vegna sprungna. En hugur er i rannsóknamönnum að fá nýjar mælingar á þennan jökul, áður en það verður. Margir jökulsporðar eru þeirr- ar náttúru að hlaðast upp af ein- hverjum ókunnum ástæðum, og siðan koma þessi flykki skríðandi fram á láglendið og sprynga mikið í átökunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.