Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 1
48 SIÐUR OG LESBOK
110. tbl. 62. árg.
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Útgöngubann
er í Saigon
Saigon, Bangkok 16. maí.
STJÓRNVÖLD I Suður-
Enn missa hægri
menn völd í Laos
Víetnam fyrirskipuðu i dag
útgöngubann í Saigon frá
miðnætti til dögunar og
mun herinn taka fasta alla
þá sem þetta bann brjóta
án löglegrar undanþágu,
að því er útvarpsstöðin í
höfuðborginni skýrði frá í
dag. Ástæðan fyrir út-
göngubanninu var sögð
vera nauðsyn á að tryggja
„öryggi almennings og
starfsfrið". Hátíðahöldin i
borginni héldu áfram í
gærkvöldi með flugelda-
sýningum, flugsýningu
norður-vietnamskra her-
flugvéla og hanastélsveizl-
um. Þá skýrði útvarpið í
Hanoi frá því að ríkis-
stjórnir Kanada og Dan-
merkur hefðu viðurkennt
hina nýju byltingarstjórn í
Suður-Víetnam.
BRtJÐULEIKUR —
Thailenzkir stúdentar
brenna brúðu, sem á að
vera eftirlíking af Ford
Bandaríkjaforseta, til að
mótmæla notkun Banda-
ríkjanna á thailenzkri
herstöð við björgun
kaupskipsins Mayaguez
úr höndum Kambódíu-
manna.
Símamynd AP
Yfirmaður flughersins neyddur til að segja af sér
Vientiane 16. maí — Reuter.
YFIRMAÐUR konunglega flug-
hersins i Laos var í dag neyddur
til að segja af sér. Um 100 flug-
menn á aðalflugvellinum f
Vientiane hðfu mðtmælaaðgerðir
fyrir dögun þar sem þeir kröfðust
þess að yfirmaður þeirra, Bouath-
ong Phothivongsa hershöfðingi,
yrði sviptur embætti. Dreifðu
flugmennirnir bæklingum meðal
vegfarenda þar sem hershöfðing-
inn er sakaður um að hafa fyrir-
skipað loftárás á Pathet Lao-
yfirráðasvæði í trássi við vopna-
hléið frá árinu 1973. Nokkrum
klukkustundum sfðar afhenti
hershöfðinginn lausnarbeiðni
sfna. Þar með misstu hægri menn
í Laos úr höndum sér eina af
síðustu áhrifastöðum sínum í
landinu, og stjórnmálaskýrendur
telja að fleiri afsagnir séu á leið-
inni frá hægri sinnuðum
embættismönnum.
Pathet Lao-hreyfingin, sem er
undir forystu kommúnista, herðir
þvi enn tökin í landinu eftir að
völd hægri manna riðluðust um
síðustu helgi eftir afsögn fjögurra
ráðherra í samsteypustjórninni.
Hins vegar ítrekaði hreyfingin
enn i dag að hún hygðist halda i
heiðri skilmála samkomulagsins
frá 1973 um valdajafnvægi innan
stjórnarinnar. Talið er þó, að
komi nýir hægri ráðherrar i stað
hinna, þá muni þeir verða úr hópi
hinna áhrifaminni og muni ekki
veita stefnu Pathet Lao-viðnám.
Talsmaður Pathet Lao sagði i dag
að hreyfingin stefndi að hagkerfi
sem að hluta til yrði byggt á ríkis-
rekstri og að hluta á einkafram-
taki. I dag voru gerðar nokkrar
minni háttar mótmælaaðgerðir í
Vientiane gegn hægri mönnum,
og i Savannakhet, sem er í 250 km
fjarlægð suður af Vientiane,
óskuðu þrír Bandarikjamenn eft-
ir hjálp gegn uppvöðsluseggjum
sem hafa haldið þeim þar frá því
á miðvikudag.
Hermdarverk á Ítalíu
Róm 16. maí — AP
ÖFGAMENN skutu og særðu lítil-
lega stjðrnmálamann úr flokki
Kristilegra demðkrata, gerðu
árásír á flokksbækistöðvar og
kveiktu í íbúð dómara f ofbeldis-
öldu sem gekk yfir ltalfu i dag og
gær, aðeins einum mánuði fyrir
mikilvægar bæjar- og sveitar-
Henry Kissinger um Mayaguezmálið á blaðamannafundi:
„Ekki hægt að troða enda-
laust á Bandaríkjunum”
Washington, Bangkok og víðar
16. maí AP—Reuter.
• HENRY Kissinger, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
dag að björgun bandaríska kaup-
skipsins Mayaguez hefði sýnt um-
heiminum að það væru takmörk
fyrir þvf hve lengi hægt væri að
troða á Bandaríkjunum. Hins veg-
ar báru bæði Kissinger og Ron
Nessen, blaðafulltrúi Fords for-
seta, til baka bollaleggingar um
að beiting vopnavalds við að-
gerðirnar hefði átt að sannastyrk
Bandaríkjanna eftir ósigrana í
Indókfna. „Við erum ekki að leita
enn saknað og 22 væru særðir, þar
af 3 alvarlega.
0 Bandaríkjastjórn greip einn-
ig til viðskiptalegra refsiaðgerða
gegn bæði Kambódiustjórn og
Suður-Víetnamsstjórn í dag, og
lýsti yfir almennu viðskiptabanni
á löndin, „nema þar sem sérstak-
ar mannúðarástæður koma til“.
Hins vegar sagði upplýsingamála-
og áróðursráðherra nýju stjórnar-
innar f Phnom Penh, Hu Nim, f
útvarpsávarpi að aðgerðir Banda-
ríkjanna f Mayaguez-málinu væru
„villimannlegar, brjálæðislegar,
geðveikislegar og viðbjóðslegar
árásaraðgerðir". Sagði ráðherr-
ann að Kambódíustjórn hefði
alltaf ætlað að skila skipinu og
áhöfninni. Það hefði verið stöðv-
að S kambódískri landhelgi eins
og önnur skip, ekki sízt vegna
þess að vitað hefði verið að það
væri njósnaskip. Deilt hefur
verið um það í dag hvort ástæða
hafi verið til fyrir Bandarfkja-
stjórn að senda herlið á vettvang
þar eð ýmislegt hefði bent til að
Kambódfumenn væru í þann veg-
inn að láta skip og áhöfn laus. Hu
Nim ráðherra ítrekaði í dag að
svo hefði verið. En heimildir í
Washington herma að þegar
fregnin um að verið væri að
sleppa Mayaguez barst til Kiss-
inger hefði herliðið þegar verið á
leiðinni á vettvang og of seint
hefði verið að afturkalla útkallið.
Þrátt fyrir bollaleggingar um |
það hvort þessar aðgerðir hafi í
raun og veru verið nauðsynlegar
hafa þær almennt hlotið mikinn
Framhald á bls. 47.
stjórnarkosningar í landinu. 1
býtið í morgun kveiktu öfgamenn
í Ibúð dómara eins í Tórínó með
þeim afleiðingum að hún gjör-
eyðilagðist og dómarinn og fjöl-
skylda hans hlutu brunasár. Þá
réðust fjórir menn inn í skrif-
stofu eins af frambjóðendum
Kristilegra demókrata f Mílanó,
bundu og kefluðu fjóra starfs-
menn, skutu flokksfulltrúa í fót-
legginn og máluðu á vegginn
stjörnu sem er tákn öfgaflokks
sem nefnir sig „Rauðu fylking-
una“.
Rauða fylkingin lýsti sig einnig
ábyrga fyrir svipuðum árásum á
flokksskrifstofur Kristilegra
demókrata á tveimur stöðum til
viðbótar og íkveikju i níu bif-
reiðum í eigu verkstjóra Fíat-
verksmiðjanna og fleiri verk-
smiðja i Tórínó. I kosningunum
sem eiga að fara fram 15. júní
vonast Kommúnistaflokkurinn á
Italíu til að vinna mjög á, og þá
einkum á kostnað Kristilega
demókrataflokksins.
Missa Bandaríkin síðasta bandamanninn í SA-Asíu?
Kukrit Pramoi, forsætisráðherra
— „slíkt má ekki gerast aftur“.
að tækifærum til að sanna mann-
dóm okkar," sagði Kissinger á
blaðamannafundi, og Nessen
sagði, að eini tilgangurinn með
aðgerðunum hefði verið að frelsa
áhöfnina og skipið. Kissinger
kvað það hafa verið nauðsynlegt
að grípa til vopnaðra aðgerða
vegna þess að ekkert svar hefði
borizt frá kambódískum stjórn-
völdum þegar tilraunir til að
leysa málið eftir diplómatfskum
lciðum höfðu staðið i 60 klukku-
stundir. Mayaguez var f kvöld á
leið tíl Singapore með 39 manna
áhöfn innanborðs. Skýrt var frá
þvf af hálfu bandarfska varnar-
málaráðuneytisins að einn Band-
rfkjamaður hefði beðið bana við
björgun áhafnar og skips, 13 væri
Sendiherra Thailands
í USA kvaddur heim
Bangkok, Washington
16. mai — AP.
0 RÍKISSTJÖRN Thailands til-
kynnti í dag að hún hefði kvatt
sendiherra sinn f Washington
heim til þess að mótmæla því að
Bandarikjamenn notuðu Utapao-
herstöðina, suðaustur af Bangkok
sem stökkbretti fyrir björgun
flutningaskipsins Mayaguez úr
greipum Kambódíumanna að
Thailendingum forspurðum.
Yrðu allir efnahagslegir og hern-
aðarlegir samningar milli Thai-
lands og Bandaríkjanna teknir til
endjurskoðunar, og sendiherrann
myndi afhenda Bandaríkjastjórn
mótmælaorðsendingu þar sem
lýst væri þeirri skoðun, að með
þvf að hafa bandaríska hermenn
á herstöðinni f meir en heilan dag
eftir að Kukrit Pramoj, forsætis-
ráðherra, hafði formlega óskað
eftir því að þeir færu, hefði
sjálfsforræði Thailands verið
óvirt. „Við munum ekki líða að
slíkt hendi sig á ný,“ sagði for-
sætisráðherrann við blaðamenn í
dag.
0 Henry Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í dag
Framhald á bls. 47.