Morgunblaðið - 17.05.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975
3
Baldvin Tryggvason flytur erindi sitt á Bókaþingi í gær. T.v. Vilhjálm-
ur Hjálmarsson, t.h. Böðvar Pétursson, forseti þingsins.
Bókaþing:
Bókaútgáfa á Is-
landi á neljarþröm
Sala erlendra bóka 20% að krónutölu
BÓKAÞING var sett að loknum
aðalfundi Félags ísl. bókaútgef-
enda, sem haldinn var að Hótel
Sögu í gær. Við setningu þingsins
flutti formaður félagsins, Örlyg-
ur Iiálfdánarson, ávarp. Þar kom
fram m.a., að bókaútgefendur eru
mjög svartsýnir um framtíð bóka-
útgáfu á Islandi að óbreyttum
aðstæðum.
Örlygur sagðist þó vonast til, að
eitthvað yrði að gert þannig að
ekki færi svo að ríkið tæki yfir
bókaútgáfu á landinu, þannig að
einn aðili veldi lesefni handa
landsmönnum.
Örlygur taldi ýmsar ástæður
vera fyrir þvi hvernig hag bókaút-
gáfu í iandinu væri komið, m.a. þá
að fólk keypti nú í síminnkandi
mæli sjálft þær bækur, sem það
læsi, en fengi þær i staðinn að
láni í bókasöfnum. Hann kvað þá
hugmynd hafa komið fram, að
Framfærsluvísi-
tala 426 stig
KAUPLAGSNEFND hefur reikn-
að vísitölu framfærslukostnaðar í
maíbyrjun og reyndist hún vera
426 stig og hafa hækkað um 54
stig frá þvf I febrúarbyrjun.
Hækkunin nemur 14,5% og f
fréttatilkynningu frá Hagstofu Is-
lands þar sem skýrt er frá út-
reikningi vfsitölunnar segir, að
um hafi verið að ræða miklar
hækkanir á innkaupsverði að-
fluttrar vöru, áhrif gengisbreyt-
ingarinnar 14. febrúar síðastlið-
inn, verðhækkun búvöru 1. marz
1975, verðhækkun á innlendum
iðnaðarvörum, þjónustu og fleira.
tekið yrði fyrir útlán bóka fyrstu
mánuðina eftir að þær kæmu út
og ennfremur þá, að ekki aðeins
rithöfundar fengju greiðslur fyrir
bækur, sem bókasöfn hafa til út-
lána, heldur einnig bókaútgefend-
ur. Formaður nefndi að lokum
fjögur atriði, sem miðuðu að
lausn þess mikla vanda, sem bóka-
útgáfa á íslandi ætti við að etja,
— niðurfellingu söluskatts á efni
til bókaútgáfu, bókaútgáfunni
væri ætlaður staður i bankakerf-
inu, settur yrði á stofn sérstakur
stofnlánasjóður til útgáfu meiri-
háttar ritverka og greiðslur bóka-
safna til bókaútgefenda. Þá sagði
formaður það mjög áríðandi, að
gerð yrði úttekt á bókaútgáfu hér
á landi, og kvað hann bókaút-
gefendur leggja mikla áherzlu á,
að það yrði gert sem allra fyrst. I
því sambandi kvaðst hann vona,
að vilji ráðamanna til að leysa
vanda bókaútgáfu væri ekki
minni en þegar nauðsynlegt hefði
þótt að leysa vanda dagblaða, svo
sem gert hefði verið á eftirminni-
legan hátt.
Að loknu ávarpi formanns flutti
Baldvin Tryggvason erindi, sem
nefndist „Vandi íslenzkrar bóka-
útgáfu“. Þar gerði Baldvin grein
fyrir ýmsum þáttum útgáfumála
og sagði m.a. að augljóslega hefði
meðalsala hverrar nýútkominnar
bókar dregist mjög saman á
fáeinum árum. Hins vegar væri
það lika ljóst, að bókaútgáfa hefði
aukizt að því leyti til, að titlum
hefði fjölgað. Hann sagði, að sala
erlendra bóka næmi 20 af
hundraði bókasölu hér á landi, en
þá væri þess að gæta, að verð
þeirra væri miklu lægra en
íslenzkra bóka.
Framhald á bls. 47.
Bezti dagurinn
í Norðursjónum
TtU íslenzk sfldveiðiskip seldu
afla sinn f Hirtshals og Skagen f
Danmörku f gær. Aflinn var sam-
tals 550 lestir og aflaverðmætið
11,3 milljðnir og lá þó ekki fyrir
aflaverðmæti hjá Guðmundi RE
sem var með um 100 lestir. Er
þetta bezti söludagurinn hjá fs-
lenzku bátunum á vertfðinni f
Norðursjó til þessa. Meðalverðið
var frekar lágt, enda fór töluverð-
ur hluti aflans f bræðslu.
Ásberg RE seldi bezt, var með
55 lestir og seldi þær á 2,9
milljónir, meðalverðið tæpar 53
krónur. Fífill GK var með 97 lest-
ir og fékk fyrir þær 2,1 milljón!
Helga II RE var með 46 lestir og
fékk fyrir þær 1,6 millj., Súlan
EA fékk 1,7 millj. fyrir 46 lestir,
Ásgeir RE fékk 1,2 millj. fyrir 36
lestir, Faxáborg GK fékk 930 þús.
fyrir 90 lestir, Reykjaborg GK
fékk 200 þús. fyrir 51 lest, Loftur
Baldvinsson EA fékk 250 þús.
fyrir 6,7 lestir og Árni Sigurður
AK 115 þúsund fyrir 21 lest. Þá
fékk Guðmundur RE 100 lestir en
verðmæti aflans lá ekki fyrir í
(jærkvöldi.
Enginn fundur í
tógaradeilunni
ENGINN fundur hafði I gær verið
boðaður f kjaradeilu togarasjó-
manna og Félags íslenzkra botn-
vörpuskipaeigenda. Aðspurður
sagði Torfi Hjartarson, að ekki
væri til fundarins boðað, þar sem
hann áliti það tilgangslaust eins
og málin stæðu — svo mikið bæri
í milli og aðilar reyndust
ósveigjanlegir.
Verkfræðingar
fá 4% frá 1. júní
SAMKOMULAG varð f kjaradeilu
verkfræðinga og ráðgjafarfyrir-
tækja um verklegar framkvæmd-
ir aðfararnótt fimmtudagsins. 1
gær höfðu báðir aðilar samþykkt
samkomulagið og var vinnustöðv-
un af lýst.
Sigurbjörn Guðmundsson verk-
fræðingur, formaður samninga-
nefndar vinnuveitenda, sagði að
samkomulagið fæli í sér 4%
grunnkaupshækkun frá 1. júní og
er grunnkaupstala samninganna
nú 97.500 krónur. Samkomulag
varð jafnframt um að fresta
frekari samningagerð, þar til ljóst
yrði, hver stefna hinna almennu
kjarasamninga yrði, m.a. í vísi-
tölumálum. Voru aðilar sammála
um að eigi væri fært að gera
heildarkjarasamninga, þar eð
óvissan á vinnumarkaðinum væri
það mikil
COSTA
BRAVA
r Til \ COSTA
LIGNANO \DEL SOL
VERÐUR FLOGIÐ
verður flogið
2 i mánuði.
verður flogið
1. sinni
iviku. J
mánuð
Austurstræti 1 7
Símar 26611 — 20100
„GLEÐILEGT
, ÚTSÝN ARSUM AR"
FYRSTU SUMARFERÐIR ÚTSÝNAR
” TIL ÍTALÍU OG SPÁNAR
simA."eU6n”-120,00 HEFJAST NÚ UM HVÍTASUNNUNA
SJÁ EINNIG ÚTSÝNARAUGLÝSINGU Á SÍÐU 7