Morgunblaðið - 17.05.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975
Blðm ®
vikunnar
Gemsufífill
(Doronicum)
Þegar líða fer á maímánuð
og vel vorar, má mjög viöa í
görðum sjá allstórvaxnar,
blómsælar jurtir með fagur-
gular körfúr. Yfirbragðið er
glaðlegt og svo sannarlega eru
þær upplífgandi á þessum árs-
tíma., þegar flestar aðrar
jurtir eru skammt á veg
komnar ásinum lífsferli. Þetta
er gemsufifill, sem stundum
gengur undir nafninu austur-
landafifill, afar harðgerð
planta sem þrífst svo að segja
við hvaða skilvröi sem er. Þó
getur hún skemmst verulega
ef hún lendir í miklum vor-
hörkum eftir að blóm-
hnapparnir fara að myndast og
jafnvel getur þá farið svo að
blómgunín farist alveg fyrir
það árið. 1 slíkum hretum geta
og blöð og leggir frostbrunnið
en sem betur fer er afar sjald-
gæft að slíkt komi fyrir.
Gemsufífillinn vex mjög hratt
og mörgum finnst hnausarnir
verða óþarílega stórir og fyrir-
fei'ðarmiklir og er þá ekki
annað fyrir en að skipta þeim.
Er það mjög auðvelt og þarf að
gerast á þriggja til fjögurra
ára.fresti. Ekkert mælir á móti
því að láta gemsufífilinn
mynda þyrpingar eða raðir,
einkum ef um stórar lóðir er
að ræða, því svo snemma vors
eru ekki margar tegundir jafn
viljugar að blómstra og gefa
garðinum lif og lit.
Algengasta tegundin sem
hér er ræktuð (doronicum
caucasicum) er 40 - 50 cm á
hæð en til eru afbrigði sem ná
allt að 1 metra hæð eða jafnvel
enn meira og blómstra þau
nokkru seinna. Standa þau
blóm mjög lengi og eru hentug
til afskurðar. Þá má geta þess
að til eru svo smávaxin af-
brigði að jafnvel má hafa þau í
steinhæð.
Þar sem gemsufífillinn
blómstrar svo snemma er það
eðli hans að visna fljótt. Er þvi
gott að velja honum stað í ná-
munda við stórvaxnar plöntur
sem gætu þegar líður á sumar
hulið visin blöðin að einhverju
leyti
/hl-Ab.
ER ÉG frétti af því nýveriS, að
Guðmundur Axelsson hygðist
halda sjálfur myntuppboð. flaug
mér I hug að nú þyrfti hann að
lækka kúfinn á vinstri vasanum.
Guðmundur er nefnilega einn sá
mikilvirkasti myntsafnari þessa
lands, og jafnvel þótt víðar væri
leitað. Og Guðmundur þurfti auð-
vitað ekki að fá neitt hjá neinum
til að halda uppboð með 100 núm-
erum, hann getur haldið mörg
slik. Það er lika þess vegna að vel
verður mætt hjá honum væntan-
lega i Tjarnarbúð í dag, en upp-
boðið hefst klukkan 2, því margt
góðra gripa er i boði.
Elztu peningarnir eru rómversk-
ir, frá fyrstu, annarri og þriðju öld,
e.Kr., denariusar og sestertiusar.
Svo eru nokkrir sænskir peningar
frá seinustu öld og einir 3 norskir.
Margir danskir peningar, frá
dögum Friðriks VI hinn elzti, svo
frá timum Kristjáns 9., Friðriks 8.
Kristjáns 10. og Friðriks 9., eru
þarna á uppboðinu.
Ég rakst nýlega á grein um
Kristján 9. I Hjemmet. Var þar
fjölskyldumynd, tekin á gullbrúð-
kaupsdegi hans og Louisu drottn
ingar 1892. Nú vill svo vel til, að
peningur, 2 krónur í silfri, sem
sleginn var af þessu tilefni. er á
uppboðinu. Og ekki nóg með það,
heldur eru 3 aðrir minnispeningar
Kristjáns 9. með fjölskyldu sinni,
dætrum, tengdasonum og öðrum
ættmönnum þeirra hjónanna. Með
því að skoða myndina og lesa
síðan I textanum hverjir eru tengd-
ir dönsku konungsfjölskyldunni,
verður manni hugsað til þess, að
Kristján 9. var ekki að ófyrirsynju
oft nefndur afi Evrópu. Nú og
hann lét sig ekki muna um það að
koma hingað á þjóðhátíðarárinu
1874 og ferðast um landið. Hélt
hann sig ríkmannlega (ætli ekki
mætti kalla það konunglega) en
var samt inn alþýðlegasti. Mér
kemur i hug gamansaga, sem
sögð er af kóngi. Hann var að
spásséra i hallargarðinum við
Amalienborghöll i Kaupmanna-
höfn ásamt tengdasonum sinum
eftir RAGNAR
BORG
tveim. Kemur þá að þeim sænskur
túristi, sem skoðaði sig um.
Hallaði undir flatt og skoðaði
hallarveggina vendilega. Kristján
9. gengur til hans og spyr hann
hvort hann þekki sig ekki. Sviinn
neitaði þvi svo Kristján kynnir sig
og segir hver hann er, en hinir 2,
sem með honum voru kvað hann
vera tengdasyni sfna Rússakeisara
og Englandskonung. Svíinn lét nú
ekki fara svona með sig, að gert
væri grin að honum upp i opið
geðið á honum og svaraði þvi „og
ég er stórmógúllinn af Mongólíu"
og hafði sig síðan á brott.
Nú þetta var nú útúrdúr þvi ekki
er enn upptalið allt, sem er á
uppboði Guðmundar Axelssonar i
dag. Þar eru nefnileaa margir is-
lenzkir peningar, mynt, brauð- og
vörupeningar, medaliuro.fi. Þarna
eru 10 eyringar og 25 eyringar
sem vont er að ná i. Það er sam-
merkt með þessum peningum og
hlutum öllum, að þeir eru i afar
háum gæðaflokki. Þarna er
„þikki túkallinn" frá 1966. gull-
peningurinn frá 1961, Jón
Sigurðsson, einnig minnispening-
ur Sigurðar Nordal, myntsett frá
1 922 — 1975 i fiokki 1. Einnig er
þarna að finna seðla frá 1,2. og 3.
útgáfu Landsbankans. Islands-
bankaseðla frá 1904 og 1920, og
fyrstu og þriðju útgáfu Lands-
sjóðsseðla og krónuseðla ríkis-
sjóðs, fyrstu og aðra útgáfu.
Þessi upptalning gefur til
kynna, að þarna er geysilega
margt góðra gripa og þarna geta
allir komið og keypt, þvi eins og
að ofan segir, er uppboðið opin-
bert.
um hvítasunnuna
Messur
DOMKIRKJAN. Hvítasunnu-
dag: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11
árd. Séra Öskar J. Þorláksson
dómprófastur. Hátíðarguðs-
þjónusta ki. 2 síðd. Séra Þórir
Stephensen. Annar hvítasunnu-
dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.
11 árd.
NESKIRKJA. Hvítasunnudag-
ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2
síðd. Skírnarguðsþjónusta kl.
3.15 síd. Annar hvítasunnudag-
ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2
síðd. Séra Frank M. Halldórs-
son.
LAUGARNESKIRKJA. Hvíta-
sunnudagur: Messa kl. 2 síðd.
Annar hvítasunnudagur: Messa
kl. 11 árd. — Athugið breyttan
messutíma. Séra Garðar Svav-
arsson.
KIRKJA ÓHAÐA SAFNAÐ-
ARINS. Hvítasunnudagur: Há-
tíðarmessa kl. 11 árd. Séra Emil
Björnsson.
HATEIGSKIRKJA. Hvíta-
sunnudagur: Lesmessa kl. 10
árd. Séra Arngrímur Jónsson.
Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Þor-
varðsson. Annar hvítasunnu-
dagur: Messa kl. 2 síðd. Séra
Arngrimur Jónsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL.
Hvitasunnudagur: Guðsþjón-
usta i Breiðholtsskóla kl. 11
árd. Séra Lárus Halldórsson.
Arbæjarprestakall.
Hvitasunnudagur: Hátíóar-
guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra
Guðmundur Þorsteinsson.
FlLADELFlA. Hvitasunnudag-
ur: Safnaðarguðsþjónusta kl. 2
síðd. Almenn guðsþjónusta kl.
8 síðd. Annar hvitasunnudag-
ur: Almenn guðsþjónusta kl. 8
síðd. Einar Gíslason.
LANGHOLTSPRESTAKALL.
Hvítasunnudagur: Hátíðar-
guðsþjónugta kl. 2 síðd. Séra
Sigurður Haukur Guðjónsson.
Annar hvítasunnudagur: Guðs-
þjónusta kl. 11 árd. Séra Áre-
líus Níelsson.
FRlKIRKJAN Reykjavik.
Hvítasunnudagur: Hátíðar-
messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn
Björnsson.
HALLGRlMSKIRKJA. Hvita-
sunnudagur: Hátíðarmessa kl.
11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lár-
usson. Hátiðarmessa kl. 2. Séra
Karl Sigurbjörnsson. Annar
hvítasunnudagur: Messa kl. 11
árd. Séra Ragnar Fjalar Lárus-
son.
GRENSÁSSÓKN. Hvítasunnu-
dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.
11 árd. Annar hvítasunnudag-
ur: Messa á Borgarspítalanum
kl. 10 árd. Séra Halldór S. Grön-
dal.
DOMKIRKJA krists kon-
UNGS Landakoti. Hvitasunnu-
dagur: Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30.
BÚSTAÐAKIRKJA. Hvíta
sunnudagur: Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 2 síðd. Annar hvíta-
sunnudagur: Barnasamkoma
kl. 11 árd. Séra Ólafur Skúla-
son.
ELLIHEIMILIÐ GRUND.
Hvítasunnudagur: Messa kl. 10
árd. Séra Magnús Guðmunds-
son fyrrv. prófastur.
FELLA OG HÓLASÓKNIR.
Hvítasunnudagur messa í fella-
skóla kl. 2 síðd. Séra Hreinn
Hjartarson
FÆREYSKA SJÓMANNA-
HEIMILIÐ. Hvítasunnudagur:
Samkoma kl. 5 síðd. Þetta verð-
ur síðasta kristilega samkoman
að þessu sinni. Jóhann Olsen
forstöðumaður.
KOPAVOGSKIRKJA. Hvíta-
sunnudagur: Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 2 siðd. Séra Þorbergur
Kristjánsson. Annar hvíta-
sunnudagur: Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 2 síðd. Séra Árni Páls-
son.
KÓPAVOGSHÆLIÐ NÝJA.
Hvítasunnudagur: Guðsþjón-
usta kl. 3.30 síðd. Séra Árni
Pálsson.
GARÐAKIRKJA. Hvítasunnu-
dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.
11 árd. Séra Bragi Friðriksson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA.
Hvítasunnudagur: Hátíðar-
messa kl. 11 árd.
SÓLVANGUR í Hafnarfirði.
Annar hvítasunnudagur: Guðs-
þjónusta kl. 1 síðd. SéraGarðar
Þorsteínsson.
FRlKIRKJAN I HAFNAR-
FIRÐI. Hvitasunnudagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 2 síðd.
Séra Guðmundur Óskar Ólafs-
son.
KÁLFATJARNARKIRKJA.
Hvítasunnudagur: Fermingar-
guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra
Bragi Friðriksson.
GRINDAVlKURKIRKJ A.
Hvitasunnudagur: Fermingar-
guðsþjónusta kl. 10.30 árd. og
kl. 2 síðd. Annar hvítasunnu-
dagur: Fermingarguðsþjónusta
kl. 2 síðd. Séra Jón Árni Sig-
urðsson.
KEFLAVlKURKIRKJA. Guðs-
þjónusta á hvítasunnudag kl.
14.00. Ólafur Oddur Jónsson.
YTRI-NJARÐVlKURSÓKN.
Guðsþjónusta í Stapa á hvíta-
sunnudag kl. 15.30. Ólafuródd-
ur Jónsson.
INNRI-
NJARÐVlKURKIRKJA. Guðs-
þjónusta kl. 17.00 á hvítasunnu-
dag. Ólafur Oddur Jónsson.
ÚTSKALAKIRKJA. Hvíta-
sunnudagur: Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 11 árd. Séra Guðmund-
ur Guðmundsson.
HVALSNESKIRKJA. Hvíta-
sunnudagur: Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 2 síðd. Séra Guðmund-
ur Guðmundsson.
LAGAFELLSKIRKJA. Hvita-
sunnudagur: Guðsþjónusta kl.
2 síðd. Séra Bjarni Sigurðsson.
BRAUTARHOLTSKIRKJA.
Hvítasunnudagur: Guðsþjón-
usta kl. 4 siðd. Séra Bjarni Sig-
urðsson.
MOSFELLSKIRKJA Hvíta-
sunnudagur: Guðsþjónusta kl.
9 síðd. Séra Bjarni Sigurðsson.
STÓROLFSHVOLSKIRKJA.
Hátiðarguðsþjónusta á annan í
hvítasunnu kl. 2 e.h. Séra
Stefán Lárusson.
KELDNAKIRKJA Rang. Hvíta
sunnudagur: Fermingarguðs-
þjónusta og altarisganga kl. 2
síðd. Séra Stefán Lárusson.
FlLADELFlA SELFOSSI. A1
menn guðsþjónusta kl. 4 síðd.,
hvítasunnudag. Annan hvíta-
sunnudag: Almenn guðsþjón-
usta kl. 4.30 síðd. Ræðumaður
Willy Hansen.
EYRARBAKKAKIRKJA.
Hvítasunnudagur: Almenn
Guðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
Framhald á bls. 37
Fyrsta opinbert myntuppboð Guðmundar Axelssonar
Englandi, Christian prins (siðar
Kristján 10. Danakonungur), Friðrik
krónprins (síðar Friðrik 8 Danakon-
ungur), Lovísa krónprinsessa, Georg
prins af Grikklandi, Páll stórfursti af
Rússlandi (bróðir keisarans), Kon-
stantin krónprins af Grikklandi,
Alexandra prinsessa af Englandi,
Alexander Rússakeisari, Kristján 9 ,
Maud prinsessa af Englandi og að
lokum börn Friðriks krónprins
Louise og Haraldur.
I fremri röðinni sjást, frá vinstri.
Michael stórfursti af Rússlandi,
Andreas prins af Grikklandi, Dagmar
keisaraynja með dóttur slna Olgu,
Louise drottning, Georg konungur
af Grikklandi, Alexandra prinsessa
af Grikklandi, Marla prinsessa af
Grikklandi og Xenia af Rússlandi.
Stúlkurnar, sem eru á hnjánum
fremst á myndinni eru dætur Frið-
riks krónprins þær Thyra og Inge-
borg
Fjölskyldumynd tekin i mai 1892 i
tilefni af gullbrúðkaupi Kristjáns ni-
unda Danakonungs og Louise
drottningar í aftari röð frá vinstri,
sjást Nicolai rússneski rikisarfinn,
Nicolaos prins af Grikklandi, Carl
prins (siðar Noregskonungur og hét
þá Hákon 7 ), Victoria prinsessa af